Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.12.2003, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 08.12.2003, Qupperneq 18
Blaðauki Fréttablaðsins um undirbúning jólanna jólin koma á Sony You make it a Sony Kaup nglu 88 7669 info 16N ú þegar rúmar tvær vikur eru til jóla ættu flestir að vera komnir í jólaskap. Þeir sem enn hafa ekki komið því í verk að setja jólaseríur í gluggana gætu gert það í dag. Sömuleiðs er sniðugt að fara í gegnum jólaskrautið, henda því sem er orðið svo lasið og ljótt að það verður engum til gleði og hugs- anlega kaupa eitthvað nýtt. Blómabúðir eru opnar langt fram á kvöld og tilvalið að setjast inn á kaffihús að kaupunum loknum og fá sér rjómakakó. Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: jol@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. NÚ ER LÍKA OPIÐ Í HÁDEGINU! Réttur dagsins í dag er ristaður karfi með bönunum og kókos á 670 kr. og stór bjór er á tilboði í hádeginu á aðeins 350 kr. SUÐRÆNT ELDHÚS – á suðrænu verði – Turnhúsinu Tryggvagötu sími 511 1314 - www.casagrande.is h a u s v e r k Jólahefðirnar mínar koma allsstaðar að úr heiminum,“ segir Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bach- mann en hún er nýútskrifuð úr leiklistarnámi í Bandaríkjunum. „Ég bjó meðal annars í Svíþjóð þegar ég var lítil og einu sinni fékk ég í skóinn lítið plast- líkneski af Maríu mey, Jósef og Jesú. Mamma og pabbi höfðu keypt þetta á flóamarkaði og næstu árin upphófst mikil leit að sögupersónum jólaguðspjallsins í formi lítilla líkneskja,“ segir Þór- dís. „Við fundum bæði vitringana og kindur og að lokum heilt fjár- hús. Við lentum reyndar í smávandræðum þegar aukasett af Jesúfjölskyldunni fylgdi með nokkrum aukapersónum. María og Jósef litu reyndar út eins og fjárhirðar þannig að við smellt- um bara kindum fyrir framan þau og Jesúbarninu var smellt á jólatréð. Núna eigum við lítið jólaþorp og einn auka Jesú sem fjölskyldan dregur fram við há- tíðlega athöfn um hver jól.“ Þórdís á líka skemmtilegar jólaminningar úr sænskum skóla. „Þrettánda desember er Lúsíu- dagurinn haldinn hátíðlegur í Svíþjóð og þá vorum við krakk- arnir allir klæddir í hvíta kyrtla og strákarnir fengu hatta en stelpurnar kerti í hendi og silfur- glitrandi jólaskraut bundið um mittið. Við gengum um eins og englahjörð en fremst í flokki fór Lúsían sem fékk auk kertisins heila kertakórónu á höfuðið sem þótti nú ekki lítið flott. Hún fékk auk þess að leiða sönginn, það þótti mikill heiður og í bekknum var alltaf barist heiftarlega um hver fengi að gegna hlutverki Lúsíu. Mér skilst að þessi hefð eigi rætur að rekja í kaþólska dýrlingatrú en af einhverjum sökum hafa Svíar haldið í þennan jólasið.“ ■ KERTASLÖKKVARAR Þessir litlu glerhólkar eru mikið þarfaþing því sé þeim smeygt um kertin slökkva þeir logann áður en hann kemst niður í skreyt- ingar. Þeir fást í Duka. Jólakort til landa utan Evrópu: Síðasti dagur í dag Síðasti skiladagur til þess aðsenda jólakort til landa utan Evrópu er í dag, 8. desember, ef fólk ætlar að vera öruggt um að þau komist til viðtakanda fyrir jól. Skiladagur fyrir jólakort til Evrópu er 15. desember. Íslandspóstur hefur opnað jóla- pósthús í Kringl- unni, Smáralind, Mjóddinni og Firði Hafnarfirði fyrir jólasendingarnar. Frá 5. til 11. des- ember eru þessi jólapósthús opin kl. 13 til 18 en frá 12. til 23. desem- ber eru þau opin á verslunartíma verslunarmiðstöðv- anna. Á Glerártorgi á Akureyri verður Íslandspóstur einnig með jólapósthús frá 12. til 23. desem- ber. Það verður opið á verslunar- tíma. ■ ÞÓRDÍS ELVA ÞORVALDSDÓTTIR Þórdís fékk Jesúfjölskylduna í skóinn þegar hún var lítil og hefur safnað í heilt þorp síðan. Jólahefðir úr öllum heiminum: Heilt jólaþorp og auka Jesú JÓLAKORT Þurfa að fara tím- anlega í póst.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.