Fréttablaðið - 22.12.2003, Síða 23

Fréttablaðið - 22.12.2003, Síða 23
23MÁNUDAGUR 22. desember 2003 Camus-fjölskyldan hefur fram-leitt koníak síðan 1863 og hefur höfuð fjórða ættliðs fjölskyldunnar, Jean-Paul Camus stýrt fyrirtækinu undanfarna áratugi. Sonur hans, Cyrill Camus, er nýtekinn við sem forstjóri fyrirtækisins og er hann mikill Íslandsvinur og hefur heim- sótt landið margoft enda hefur Camus Cognac notið gríðarlegra vinsælda hér á Íslandi og verið sölu- hæsta koníakið síðastliðin 15 ár. Er Camus hvergi með jafn hátt hlutfall af allri koníakssölu og á Íslandi enda framleiðir Camus nær ein- göngu svokallað „lúxuskoníak“ og er ekki í samkeppni við „massa- framleiðendur“. Þykir forráða- mönnum Camus mikið til um hina miklu sölu á Íslandi sem þeir telja til marks um góðan smekk landans. Camus er rótgróið fjölskyldufyrir- tæki sem heldur sterkt í fornar hefðir, til dæmis þá að enginn utan fjölskyldunnar má gera lokablönd- una af hverju koníaki. Fyrirtækið er í stöðugri sókn og selur nú koníak í yfir 140 löndum í heiminum. Cyril Camus leiðir þessa uppbyggingu fyrirtækisins og hefur verið drjúg- ur við að plægja land á nýjum mörk- uðum. Camus VSOP fæst í gjafaöskju í Vínbúðum og kostar 4.390 kr. ■ Camus-menn ánægðir með smekk Íslendinga: Vinsælasta koníakið í 15 ár Borgartúni 32 • 105 Reykjavík Fiskur um jólin: Saltfiskur á Þorláks- messu Ekki eru allir jafn hrifnir afskötu á Þorláksmessu. Hér er uppskrift að saltfiski sem hægt er að hafa á borðum á Þorláksmessu í staðinn fyrir hina lyktsterku skötu. Einnig er gott að eiga í þessa uppskrift yfir hátíðirnar ef kjötátið fer illa í fólk. Jón og Rúnar hjá Veisluþjón- ustunni Kokkarnir létu okkur í té uppskriftir af saltfisknum sem passar vel hvenær sem er. Bakaður saltfiskur með tómatmauki 800 gr saltfiskflök beinlaus ein dós tómatmauk þrír tómatar tvö hvítlauksrif 1 tsk. salt 1 tsk. sykur 2 tsk. sæt sojasósa ólífuolía svartur pipar Aðferð: Saltfiskurinn er skorinn í fjór- ar 200 gr steikur, settur í eldfast mót sem er vel smurt með ólífu- olíu. Tómatarnir eru skornir í ten- inga og steiktir í ólífuolíu í potti ásamt fínt söxuðum hvítlauknum. Tómatmaukinu úr dósinni er blandað saman við. Því næst er saltinu, sykrinum og sojasósunni blandað út í og þetta látið krauma við lágan hita í 15 mínútur. Salt- fiskurinn er látinn í 180˚C heitan ofn og bakaður þar í ca 10 mínút- ur. Gott er að bera þennan rétt fram með kartöflusalati. Ath. Þegar saltfiskur er ekki eldaður í vatni þarf að útvatna hann um hálfum sólarhring leng- ur. ■ Kál Kál errækt- að í mikl- um mæli í Evrópu þar sem menn hafa nýtt sér kál af ýmsu tagi í yfir 4000 ár. Í fyrstu var litið á jurtina sem lækningajurt en síðar meir varð hún vinsæl til átu. Menn hafa ræktað mörg af- brigði af káli; rauðkál og rósa- kál eru dæmi um það. Kálteg- undir eiga það sammerkt að vera kaloríusnauðar en vítamínríkar. Kál er almennt mikið notað sem grunnur í súp- ur, kássur og ýmis konar fyll- ingar. Rauðkál og hvítkál eru ráðandi í matseld Norður- og Austur-Evrópu en grænkál er vinsælla í Suður - og Austur- Evrópu. Hér á Íslandi er rauðkál einkum vinsælt meðlæti í kringum jólin. ■ Moldarilmur á vel við reykt kjöt: Canepa með ham- borgarhryggnum Canepa-víngerðin í Chile varstofnuð af ítölskum innflytj- endum fyrir 70 árum og hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar alla tíð. Chile er langt og mjótt land sem nær yfir margar breidd- argráður með fjölbreyttu veður- fari en víræktarsvæðin eru norð- an við miðju landsins. Þrúgurnar í Private Reserve vínlínuna eru vandlega valdar frá bestu vín- ekrunum og aðeins bestu þrúg- urnar notaðar. Til að gefa víninu flókið og dúluðugt bragð er það látið þroskast á franskri eik í 8–12 mánuði og því næst á flösku í kjallaranum í nokkra mánuði. Hér er á ferðinni lína af vínum sem býður upp á göfugleika, fyllingu og flókleika ásamt því að bera karakter þeirrar þrúgu sem notuð er. Canepa Merlot Private Re- serve er rúbínrautt með glæsilega tærum blæ, þétt vín með moldarilm blönduðum með kirsu- berjum og súkkulaðikassa! Í bragðinu má einnig finna sæta vanillu blandast súkkulaði og kirsuberjum. Vín sem er alveg frábært með lambinu og svína- kjötinu, hangikjöti og hamborgar- hrygg. Verð í Vínbúðum 1.390 kr. ■ SJÖ KRYDD Í RÓFUSTÖPPU „Hjá flestum Finnum er söltuð jóla- skinka, ekki ósvipuð þeirri sænsku,“ segir Marjatta Ísberg. „Í gamla daga var þetta látið liggja í salti í svona hálfan mánuð en nú er það oft sprautusaltað. Svo erum við með rófustöppu sem er bökuð í ofni og hún er nær alltaf höfð með. Mér var kennt að það ættu að vera sjö mis- munandi krydd í henni. Ég er sjálf alltaf með svipað úr rifnum gulrótum og grjónagraut, svo er sett egg og krydd og bakað svo það verði þétt. Svo eru yfirleitt alltaf rauðrófur“ JÓLASKINKA OG LÚTFISKUR „Svíar borða hátíðarmatinn klukkan tvö á aðfangadag og þá kemur fjöl- skyldan saman og opnar pakkana,“ segir Edda Björk Arnardóttir kenn- ari. „Þá er hefðbundin léttsöltuð sænsk jólaskinka á borðum. Kvöldið áður er oft svokallað „dop í gryten“, en þá eru þeir búnir að sjóða skink- una og dýfa brauði í pottinn til að fá smakk af soðinu. Á eftir er algengt að borða möndlugraut. Um kvöldið er svo hefðbundið að borða lútfisk, þetta er langa og mér finnst hún vita bragðlaus. Sósan er eins og uppstúf með pínu pipar og múskat. Mörgum finnst þetta reyndar ógeðs- legt, svona eins skatan okkar.“ Edda Björk segir Svíana duglega að útbúa mat fyrirfram, kaupa síld og búa til kjötbollur fyrir jólin. „Þeir eiga svo matinn tilbúinn og þurfa ekki að standa í neinu veseni með það. Svíar leggja ekki eins mikið upp úr mat- argerðinni og við um jólin. En þeir eru mjög fastir í hefðum, til dæmis því að vera með sjö sortir af kök- um.“ ■ Aðfangadagskvöld á Norðurlöndum ■ Grænmeti

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.