Fréttablaðið - 22.12.2003, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 22.12.2003, Blaðsíða 30
■ ■ TÓNLEIKAR  21.00 Kammerhópurinn Camer- arctica heldur sína árlegu kertaljósatón- leika í Dómkirkjunni í Reykjavík. Verkin sem þau leika eru Divertimento nr. 3 K. 138 eftir Wolfgang Amadeus Mozart, Kvartett fyrir klarinett og strengi í Es-dúr op. 2 nr. 1 eftir Bernhard Crusell og Kvartett í D-dúr fyrir flautu og strengi eftir Wolfgang Amadeus Mozart.  21.00 Hallveig Rúnarsdóttir sópr- an og Steingrímur Þórhallsson org- anisti verða með aðventutónleika í Neskirkju.  Karlakórinn Þrestir, elsti karlakór landsins, heldur jólatónleika í Víðistaða- kirkju. Stjórnandi er Jón Kristinn Cortes. ■ ■ SAMKOMUR  17.00 Ásatrúarfélagið fagnar sigri ljóssins yfir myrkrinu að fornum sið með ljósahátíð í Öskjuhlíð. Allir eru vel- komnir á þessa jólahátíð félagsins.  Jólamarkaður Sirkus við Laugaveg og Klapparstíg kl. 15–22. Alls konar sniðugt grúví dót. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síð- ar en sólarhring fyrir birtingu. 30 22. desember 2003 MÁNUDAGUR hvað?hvar?hvenær? 19 20 21 22 23 24 25 DESEMBER Mánudagur Ásatrúarmenn fagna jólum þóekki haldi þeir upp á fæðingu frelsarans. Á laugardagskvöldið héldu þeir árlegt jólablót með rammíslenskum jólamat, tónlist- aruppákomum og rímum, og í kvöld fagna þeir sigri ljóssins yfir myrkrinu með ljósahátíð í Öskju- hlíð. Þetta er í fyrsta skipti sem ásatrúarmenn skipuleggja ljósa- hátíð, en slík hátíð hefur ekki ver- ið haldin hér síðan á landnámsöld. „Forfeður okkar voru ekki jafn hræddir við neitt eins og að sólin kæmi ekki upp aftur,“ segir Hauk- ur Halldórsson Reyknesingagoði. „Þeir fylgdust í skelfingu með sól- inni síga neðar og neðar og fögn- uðu auðvitað mjög þegar hún hækkaði aftur á lofti.“ Ásatrúarmenn kveikja í bál- kesti úr hrís í líki hests á ljósahátíðinni. „Hesturinn er tákn sólarinnar, en sólin er dregin af tveimur hest- um. Við mun- um kveikja í bálkestinum og horfa andaktug á þegar sólin hefur aftur á loft,“ segir Haukur, og vill segja b l a ð a m a n n i allt um goðin, eins og til dæmis að þau hafi komið til m a n n h e i m a og birst mannfólkinu í desember. „Eins og vættir eða jólasveinar,“ segir Haukur. 6. desember kom til dæmis sjálfur Þór til byggða. Og hvað gerðu forfeðurnir? Þeir bjuggu til litla hamra og hengdu á hurðina hjá sér til að koma í veg fyrir að Þór skellti hurðum. Þar skyldi þó ekki vera kominn sjálf- ur Hurðaskellir? Eða Bjúgna- krækir sem er Týr. Hann kom og nældi sér í sérstakar pylsur sem héngu á snögum í útihúsum í Þýskalandi. Og Heimdallur kíkti á gluggana og fylgdist með elskend- um.“ Sólstöðuhátíðin verður haldin í Öskjuhlíðinni og er mæting klukkan 17 á bílastæðunum við veitingahúsið Nauthól. Allir eru velkomnir á þessa uppákomu ása- trúarmanna. ■ ■ RÍMUR Sigur ljóssins á myrkrinu                 ! "#$ %& &'&( ) & *  Ég smakkaði skötu í fyrsta skip-ti í fyrra heima hjá tengdó en fyrir þann tíma fékk ég mér alltaf pitsu á Þorláksmessu,“ segir sjón- varpskonan Sigrún Ósk Kristjáns- dóttir. „Ég hugsa að ég borði skötu í ár en besti skyndibitinn er á Grænum kosti. Þangað fer ég alltaf þegar ég nenni ekki að elda.“ ■ Kafa ofan í kjarna jólanna Við ætlum að snúa algjörlegavið þessu jólastressi öllu og fara beint í kjarnann á hinum trúar- lega hluta jólanna,“ segir Hallveig Rúnarsdóttir sópransöngkona. „Við erum alveg búin að fá leið á jólun- um út af öllum látunum.“ Hún ætlar að syngja á kyrrðar- tónleikum í Neskirkju í kvöld. Á orgel leikur Steingrímur Þórhalls- son. Þau ætla að flytja sálma og Maríukvæði ásamt verkum eftir Bach og Handel. Sum lögin syngur Hallveig án undirleiks, önnur flytja þau saman og svo leikur Steingrím- ur sum verkin á orgelið án söngs. „Svo spinnur hann á milli sálmanna. Það gerum við vegna þess að við viljum ekki að klappað verði á milli verka, og helst ekki á eftir tónleikunum heldur.“ Tónleikarnir í Neskirkju verða sem sagt kyrrðartónleikar þar sem fólki á að gefast tækifæri til íhug- unar og tilbeiðslu. Tónlistin er öll valin með tilliti til þess. Þau héldu svipaða tónleika í Langholtskirkju árið 1998, voru þá bæði nýútskrifuð, og héldu síðan bæði utan til náms þá um haustið. Hallveig segir að þau Steingrím- ur hafi mjög líkt viðhorf til tónlistar og hafi því náð afskaplega vel sam- an fyrir þessa tónleika. „Við erum bæði þeirrar skoðun- ar að tónlistin komi fyrst, síðan listamaðurinn. Við erum bara verk- færi í raun og veru og þess vegna er nauðsynlegt að vinna allt voða vel líka.“ ■ FRÁ JÓLABLÓTI ÁSATRÚARMANNA Þar er mikið um dýrðir, kveðnar rímur, flutt tónlist og etið af lyst. HAUKUR HALLDÓRSSON REYKNESINGAGOÐI Telur jólasveinana eiga rætur að rekja til goðanna. HALLVEIG OG STEINGRÍMUR Hátíðleg kyrrðarstund verður í Neskirkju í kvöld með sópransöng og orgelspili. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Bestibitinn ■ TÓNLEIKAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.