Tíminn - 18.07.1971, Qupperneq 2

Tíminn - 18.07.1971, Qupperneq 2
2 TÍMINN SUNNUDAGUR 18. jHlí 1971 HIN VIÐURKENNDU AC-RAFKERTI FYRIRLIGGJANDI I ALLA BILA. Athugið hið hagkvæma verð á AC-RAFKERTUM BILABUÐIN ÁRMÚLA 3 • SlMl 38900 KS.Í. Laugardalsvöllur — K.R.R. Fram I.B.A. leika í dag kl. 17,30. Alltaf eykst spennan. Knattspyrnufélagið Fram. Þakkar þú? Margir eru hneykslaðir á vanþakklæti og heimtufrekju unga fólksins. Og ekki er það að ástæðulausu. Þakklátsemi er sjaldgæf dyggð. Og sannarlega má full- yrða, að hún er enn sjaldgæf- ari með okkar kynslóð eða á okkar dögum en nokkru sinni fyrr á okkar landi. Samt er hún talin eitt hið dýrmætasta í dagfari kristins manns, og öll undrumst við vanþakklæti nímenninganna í sögunni um kraftaverk Krists forðum, þegar 10 voru lækn- aðir en aðeins einn sýndi þakk látssemi. En er furða, þótt þakkláts- semi sé á undanhaldi? Hvað er gert til að efla og göfga þetta einingarafl og ánægju- band í daglegum samskiptum fólksins? Harla fátt. En hins vegar vandlega æft að finna að öllu. Þau eiga svo sem ekki að þakka neitt í skólanum, en mega gjarnan finna að, gagn- rýna Oty þykir sæmd að. Þá sýna þau gáfur! ! Eiginkonan á að heimta allt af manni sínum. Það er ekki nóg að hann vinni úti öllum stundum og byggi henni og fjölskyldunni íbúð á kvöldin eftir vinnutíma, heldur á hann helzt að þvo upp fyrir hana og svæfa börnin og þvo bleyjurn- ar, ef vel á að vera. Að hún þakki. Það passar ekki í reikn ingsbókum rauðsokka nú á tím um. Ekki svo að skilja, að á góðum heimilum er engin al- ger verkaskipting. Þar hjálpar og styður hver höndin aðra í hugljúfri þökk fjarri kaldri kröfu. Eiginmenn eru líka farnir að krefjast þess að konan vinni úti, en komi samt heim til að hafa allt röð og reglu, þegar Gagnrýni pg óanægja m.eð allt honum rþpknast, án þess að talið til hugsúriar og ftienntar hann þurfi þar npitt nærri að koma. Þetta er önnur fjar- • stæða hinnar köldu kröfu van- þakklætis ,og viðurkenningar- skorts. jafnvel gáfna. Það á,að heimta ayt' bptra af öðrum pn! ekki. þakka það sem er eða fengizt og áunnizt hefur. Slíkt virðist viðtekin regla. Börnin eiga að heimta betri skóla, fleiri og fullkomnari námsbækur, hálærða kennara og alls konar aðstoð, jafnvel launagreiðslur við nám sitt, þótt svo eyðileggi dýru skólana og þægilegu húsgögnin, með trassaskap og gauragangi, tæti fallegu bækurnar í sundur, krassi þær út og geri kénnslu sinna lærðu kennara að meira eða minna leyti óvirka og áhrifalausa með masi og alls konar uppátækjum í kennslu- stundum. Og yngri kynslóðin eða yngri kynslóðirnar þurfa svo sem ekki að þakka „gamlingjun um“ neitt, þótt eldri kynslóð- in hafi svo að segja allt í hendur þeirra lagt og fengið þeim í hendur hallir í stað moldargrenja, stórbýli í • stað kota, vélknúnar skeiðir í stað árabáta, ljós í stað myrkurs, auðlegð í stað örbirgðar. Nei, það er svo sem ekkert að þakka ! ! Og svo á bara að setja þessi gamalmenni á hæli, sem gerð eru að biðsal dauðans Os taka af þeim rétt- inn til að vinna og lifa löngu fyrir tímann. Því unga fólkið þarf að komast að. Svona lítur út í landi van- þakklætisins. Það munu marg- ir við lýsinguna kannast. Gamall prestur fór í afmæl- isveizlu til vinar síns eins og þær gerðust í gamla daga, þar sem allir gáfu sér góðan tíma til að spjalla saman og hlusta á ræður. Ekki langar, en marg- ar ræður fluttar. Allir nutu þess, að það var gaman að vera saman. Ekki var svo sem and- ríkinni fyrir að fara, en gleð- in var eins og rauður þráður í þvf sem sagt var, sungið og rætt, enda var þetta í sveit. Ræða eins öldungsins við borðið var eitthvað á þessa leið: „Síðan ég varð sjötugur hef ég eignazt alveg nýtt lifsvið- horf. Það er lífsviðhorf þakk- lætisins. Áður tók ég allt sem sjálfskyldu. Já, ég var lengi að læra að þakka. Nú þakka ég Drottni hvern dag. Og mér finnst ég hafa eigpazt næstum nýjan heim. Það brosir allt við mér betur en áður. Og fÓHrið, jafnvel sumir, sem mér fund- ust óþolandi, verða svo ó*rú- lega aðlaðandi, þegar ég btrrð- ast við að sýna þakklæti i orð um, svip eða athöfn". Þetta er ræða þessa öldungs i örstuttu máli. En þurfum við annais að verða sjötug til þess að til- einka okkur dyggð þakkláts- seminnar og njóta þess, sem hún gefur bæði okkur sjálfnm og samferðafólkinu? Þurfpm við að verða sjðtug til að finna að það er ekkert sjálfsagt að fá að vakna al- hress hvem morgun, sjá geisi- ana skina inn um gluggann, heyra fuglana syngja og þyt bifreiðanna á götinni, mega umgangast ástvini og vim og geta séð um sig sjáifur? Er ekki ástæða tíl að stakira við og spyrja: Þakkar þú? Hefur þá kennt bömum þínum þakklátssenri eða leyft þeim heimtufrekju heimskulegrar tízku? Árelius Nietssoa. Jón Grétar Sigurðsson héraðsdómslögmaSur Skólavörðustlg 12 Siml 18783. Sólun HJÓLBARÐAVIÐGERÐIR 11 éniómunstur veitir góða spyrnu W í snjó og hálku.. önnumst allar viðgerðir hjólbarða með fullkomnum tækjum. Snjóneglum hjólbarða. GÓÐ ÞJÓNUSTA; — VANIR MENN. BARÐINN HF. Ármúla 7. — Sími 30501. — Reykjavík., Starf forstöðumanns Námsflokka Reykjavíkur er laust til umsófenar. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist fræðsluskrifstofu Reykjavíimr fyrir 1. ágúst n.k. Nánari upplýsingar eru veittar í skrifstofunm. Fræðslustjórinn í Reykjavík. Laust embætti er forseti Islands veitir Héraðslæknisembættið í Ólafsvíkurhéraði er laust til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfs- manna ríkisins og önnur kjör samkvæmt 6- gr. læknaskipunarlaga nr. 43/1965. Umsóknarfrestur er til 18. ágúst 1971. Embættið veitist frá 1. september 1971. Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið, 15. júlí 1971.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.