Tíminn - 18.07.1971, Blaðsíða 3
SUNNUDAGUR 18. júlí 1971
3
TÍMINN
Túlkun Jóhanns G. Jóhannssonar á Cream
(Tímamyndir — Gunnaft
Litið inn á málverkasýningu
Jóhanns G. Jóhannssonar
Þarna stóð ég í rökkrinu,
heyrði tónlist, andaði að mér
reykelsisilmi og virti fyrir mér
málverkin á veggjunum. Sann
arlega leið mér vel, það var gott
að vera kominn á rólegan stað
utan úr ys og þys borgarinn-
Eg var staddur í Casa Nova
þar sem Jóhann G. Jóhannsson,
tónlistar- og myndlistarmaður
hefur undanfarna daga, haldið
sýningu á 27 málverkum sín-
mn, en þeirri sýningu lýkur kl.
10 f kvöld, sunnudag.
— Jæja, þú ert kominn,
sagði Jóhann. Klukkan var að
verða 10 um kvöldið og síð-
ustu gestir dagsins voru að
kveðja.
Já, ég var kominn og í þetta
sinn var ég óvenju stundvís.
Ég hafði frétt fyrir meira en
mánuði, að Jóhann ætlaði að
^ halda þessa riiálverkasýningu,
og daginn eftir að ég kom
austan að landi úr sumarfríi,
frétti ég, að hann væri búinn
að hrinda sýningunni í fram-
kvæmd. Og nú stóð ég þarna,
virti fyrir mér myndirnar og
varð ekki fyrir vonbrigðum.
Myndirnar sem ég virti fyrir
mér, virkuðu á mig sem hvild,
þetta voru jákvæðar myndir,
tryllingur tæknialdar átti ekki
heima í þeim, rólegt yfirbragð
þeirra gáfu til kynna, að lista-
maðurinn var að skapa það,
sem kalla má þægilegar mynd-
ir fyrir fólkið, en fyrst og
fremst voru þær skapaðar af
þörf listamannsins fyrir hvíld.
Það er mín skoðun, og Jó-
hann bar ekki á móti henni.
Jóhann G. Jóhannsson og hluti af verkum hans.
henni. Áfengisneyzla fólksins
gerir það að verkum, að fólk-
ið vill tryllingslega tón-
list, þannig að það geti ekki
ræðzt við, án þess að æpa hvert
ofan í annað. Síðan gerist það
hvað eftir annað, að spilarinn
á pallinum lendir í vandræð-
um með einhverja persónu,
sem endilega vill ræða við guð-
inn sinn á pallinum, og varla
getur spilarinn yfirgefið pall-
inn án þess að lenda í erfið-
Afleiðing?
— Allar myndirnar á sýn-
ingunni ehi nýmálaðar, út-
skýrði Jóhann. Ég byrjaði að
mála þær, þegar LP-plötur okk
ar Óðmanna voru fullgerðar og
hljómsveitin hætti að starfa.
Ég þurfti að slappa af.
Jóhann heldur áfram: —
Ég hef alltaf haft gaman af að
mála, ég hef málað frá því ég
var smástrákur, enda teikn-
aði ég þá gífurlega mikið.
MB) INU FSH
UMSJÓN: EINAR BJÖRGVIN
Tónlist og myndlist hafa jú
verið aðaláhugamál mín.
— En hver er munurinn á
því, að gera málverk og tón-
verk?
Jóhann: — Þegar maður mál
ar, er maður einn, ræður ferð-
inni. Þegar maður gerir tón-
verk, er maður háður öðrum
spilurum, þarf að taka tillit til
þeirra. Það er meiri ró fólg-
in í þvf að mála myndir, en
gera tónverk. Að öðru leyti er
þetta hliðstætt. Fullfrágengin
mynd er eins og fullgert lag.
Á sýningu Jóhanns eru mál-
verk af popptónlistarmönnum.
Þar eru málverk af Bjögga í
Ævintýri, Jimi Hendrix og afar
stór mynd af Cream. Hefur
poppið mikil áhrif á myndlista
sköpun, Jóhann?
Jóhann: — Já, mjög mikil
áhrif, sérstaklega Jimi Hend-
rix. Þegar ég gerði myndina af
honum, reyndi ég að sjálf-
sögðu að draga fram persónu-
leika hans og stöðu hans inn-
an poppsins, þau áhrif sem
hann hefur.
Nú hafa 9 myndir selzt á
sýningunni. Það er einkuro
ungt fólk sem keypt hefur
myndirnar, t.d. keypti Bjöggi í
Náttúru myndina af sér og
Rúnar í Trúbroti keypti mynd
ina ..Ballerínur". Hins vegar
hefur fólk úr öllum aldurs-
flokkum komið á sýninguna.
Reynsla
Margir listamenn reyna að
sveipa um sig dularfullri óg
torkennilegri slæðu, þannig að
erfitt er að komast að því,
hvað þeir meina með listaverk-
um sínum. Það er líkast því,
sem þeir vilji forðast það, að
almenningur skilji þá. Kannski
er það ágætt — kannski ekki.
• Komir þú á sýninguna hjá
Jóhanni G. Jóhannssyni í dag,
ÓSmenn — uDohaf. endir oq áhrif
og verði hann við, er ég full-
viss um, að hann ræðir við þig
um málverkin sín, jafnframt
því sem hann vill að þú reyn-
ir á hugarflug þitt, er þú skoð-
ar verk hans, þannig að þú
Verður virkur þátttakandi í
sýningunni. Og ég er alveg
viss um, þú hvílist á því að
líta inn í Casa Nova í dag, og
þegar þú gengur aftur út í ys
og þys borgarinnar, þekkir þú
Jóhann G. Jóhannsson betur
en áður. — EB.
Persónuleiki Jimi Hendrix
„FrummaSurinn frá Austurlöndum": Biöqql í Náttúru
Orsökin
í mörg ár hefur Jóhann G.
Jóhannsson staðið í fremstu
röð popptónlistarmanna okkar,
og að vera í þeirri stöðu hef-
ur þreytandi áhrif á marga.
Kvöld eftir kvöld standa popp-
tónlistarmennirnir á hljóm-
sveitarpalli fyrir framan blind-
fullt fólk, frá hljóðfærum
þeirra streymir tónlist, sem
fólkið hristir sig o,o skrækir
eftir, án þess þó að hafa hina
minnstu tilfinningu fyrir
leikum með blindfullan skríl,
sem hangir utan á honum.
Kvöld eftir kvöld endurtek-
ur þessi saga sig. Vonandi gef-
ur þessi lýsing nokkuð raun-
sanna mynd af stórum þætti^ í
lífi popptónlistarmanns á ís-
landi. Það svalar að visu hé-
gómagirnd margra að vera guð
inn á pallinum, en ég held að
margir verði leiðir á því til
lengdar og a.m.k. er ég full-
viss um einn. Sá er Jóhann G.
Jóhannsson.