Tíminn - 18.07.1971, Síða 6
6
SUNNUDAGUR 18. jólí 1971
TÍMINN
'-- ■ ........-..........
Málefnasamningur
stjórnarflokkanna
Koma til samstarfs
með góðan vilja
Málefnasamningur hinnar nýju
ríkisstjórnar hefur vakið verð-
skuldaða athygli.
Par eru mörg fyrirheit Oa það
vcrður við mörg vandamál að
glíma að hrinda þeim öllutn í
framkvæmd og gera að veru-
lcika. Höfuðatriði er að ríkis-
stjórnin fái vinnufrið til að koma'
málum í höfn.
í viðtali, sem Tímirín átti við
Ólaf Jóhannesson, forsætisráð-
herra, er hann hafði formlega
tekið við embætti sl. miðviku-
dag, sagði hann cn.a.:
„Mér er ljóst, að það hvílir
mikil ábyrgð á mínum herðum.
Mörg erfið verkefni bíða lausnar.
Það er mér vissulega styi’kur,
að ég hef undanfarna daga o-g
vikur orðið greinilega var við
cindreginn vilja almennings um
að þessi stjórn yrði mynduö. Ég
mun að sjálfsögðu reyna að -gera
mitt bezta, en reynslan verður
svo auðvitað að skera úr um,
hvernig til tekst. Þrír flokkar
með mismunandi sjónarmið á
ýmsum málefnum standa að þess
ari stjórn. Málefnasamningur
Þeirra er því eðlilega málmiðl-
un í ýmsum atriðum. Allir þess-
ir aðilar, þótt ólíkar skoðanir
hafi £ sumum greinum, hafa kom
ið til samstarfsins meji. góðan
vilja um að ná samkomulagi um
málefni og um framkvæmd stefnu
mála stjómarinnar.“
Stærsta málið
Þá lagði Ólafur Jóhannesson
á það áherzlu að landhelgismál-
ið væri stærsta málið. Það er
sett efst á blað í málefnasamn-
ingi ríkisstjómarflokkanna og
þar verður haldið fast við þá
stefnu, sem mótuð var af þess-
um flokkum á síðasta þingi, en
fullt samráð verður þó haft við
stjómarandstöðuna og henni gef
inn kostur á að fylgjast með
framvindu málsins.
Þjóðin lýsti því í síðustu kosn
ingutn afdráttarlaust yfir, að hún
vill ekki láta aðgerðir í land-
helgismálinu dragast. Um þá
stefnu, sem þjóðin hefur þannig
skýlaust mai-kað, verður nú að
sameinast
Mbl. og Einar
Sigurðsson
í því sambandi er ástæða til
að vekja athygli á ummælum
í grein eftir Einar Sigurðsson,
útgerðarmann, sem birtist £ Mbl.
st sunnudag. Einar sagði þar
m.a.:
„Það hefur ekki verið dregið
í efa, að „nóta“ sú, er íslend-
ingar sendu Bretum og Þjóðverj
um £ lok þorskastríðsins, bindi
að einhverju leyti, hendur ís-
lendinga til aðgerða £ landhelgis
málinu hversu aðkallandi, sem
þær eru. Á þvi ekki að draga,
eftir að málstaður íslendinga hef
ur verið rækilega kynntur, að
segja þessu „samkomulagi" upp.
Menn hefur greint á um, hvort
íslendingar eigi að láta til skar-
ar skriða, um útfærslu fyrir eða
eftir alþjóða hafréttarráðstefn-
una 1973. Það verður sjálfsagt
aldrei hægt að sætta alla við
þetta stóra stökk. En er þetta
meira stökk en útfærslan úr
Hið nýja ráðuneyti Ólafs Jóhannessonar tók formiega við völdum siðdegis sl. miðvikudag á ríkisráðsfundi
á Bessastöðum.
* ■ ....... ... % 1 , j|| Jj||
ÉÉ. | m " :J|§
þremur mílum, þó að að í áföng-
um væri, í tólf mílurnar? En
þá reis engin þjóð gegn þessu
nema Bretar.
Það verður að vona £ lengstu
lög, að svo mikil gifta fýlgi mál-
stað íslendinga, að það verði
aldrei verra en þá, þótt vont
væri. íslendingar, vopnlaus þjóð
in, vill heldur ekki trúa því,
að hún verði framar beitt hern-
aðarlegu ofbeldi."
A þessu þarf stjórnar-
andstoðan að átta sig
Hér kemur tvimælalaust fram
réttur skilningur á þeirri stefnu,
sem hefur verið mörkuð af þjóð-
inni og nú verður að sameinast
um. Fyrsta sporið er að segja
upp „samkotnulaginu", sem Ein-
ar Sigurðsson nefnir svo, en
auðvitað er rétt að kynna áður
hinn islenzka málstað svo sem
kostur er. Til þess þarf ekki
langan tíma .Næsta sporið er svo
sjálf útfærslan. Vissulega er
það rétt hjá Einari Sigurðssyni,
að það verður aldrei hægt að
sætta alla um það, hvenær eigi
að láta til skarar skríða £ þeim
efnum. Þar verður að fara eftir
því sem þjóðin hefur ákveðið £
kosningum. Það er hollast fyrir
stjórnarandstöðuna að átta sig
til fulls á þvi. Mestu máli skipt-
ir, að nú standi íslendingar sam-
an en verði ekki klofnir, eins og
sumarið 1958.
Eigum við einir þjóða
að skuldbinda okkur
i landhelgismálum?
f viðtali, sem birtist í Mbl.
sl. föstudag, segir Ólafur Jó-
hannesson, forsætisráðherra, m.
a. um landhelgismálið og hvemig
rikisstjórnin hyggst standa að
framkvæmd málsins:
„Við munum' byrja á því að
taka upp viðræður um upp-
sögn landhelgissamningsins við
Breta og Vestur-Þjóðverja. Við
viljum ekki vera bundnir af
þvi að tilkynna neinni þjóð með
6 mánaða fyrirvara að við ætl-
um að færa út fiskveiðimörk-
in, og í annan stað viljum við
ekki vera skuldbundnir að leggja
slikt mál undir Alþjóðadómstól-
inn.
— Hvers vegna ekki?
— Ég býst við, að það sé tal-
ið af færustu sérfræðingum í
þjóðarétti, að skipan Alþjóða-
dómstólsins nú sé ekki slík, að
það sé heppilegt.
— Hafið þér breytt skoðun
yðar og hefur skipan Alþjóða-
dómstólsins breytzt okkur í óhag
frá yfirlýsingu yðar á Alþingi
14. nóv. 1960, þess efnis, að ís-
lendingar ættu jafnan að haga
málatilbúnaði sínum í landhelg-
ismálinu á þann veg, að þeir
væru reiðubúnir a? leggja ffleilBh
mál undir úrskurð Alþjóðadóm-
mtm
— Þau ummæli min voru ekki
á þann veg, að við ættum að
vera almennt skuldbundnir fyr-
irfram til að leggja málið fyrir
Alþjóðadómstólinn, en hitt er
annað mál, hvort við viljum
vera við því búnir. En við vilj-
um ekki einir þjóða vera skuld-
bundnir á þennan hátt. Viðhorf-
in í þessum málum eru alltaf
að breytast. Og í þjóðarétti hef-
ur orðið stórkostleg breyting.
Þær breytingar hafa verið okk-
ur hagstæðar þar til nú, að
helztu stórveldin hafa gert það
að stefnu sinni, að 12 mílna
fiskveiðlögsaga skuli verða al-
þjóðalög. Við álítum, að vegna
stöðu sinnar eigi íslendingar
þann mesta rétt, sem nokkur
þjóð getur átt og lítum svo aft-
ur á það, að mörgum rikjum
hefur haldizt uppi að færa út
án þess að vopnavaldi hafi ver-
ið beitt.
— Nú átti Framsóknarflokk-
urinn aðild að þeirri ríkisstjórn
1952, sem lagði til þá, að land-
helgisdeilan við Breta yrði lögð
undir úrskurð Alþjóðadómstóls
og Framsóknarflokkurinn átti
aðild að þeirri rikisstjóm 1958,
sem lagði fram tillögu á Gen-
farráðstefnunni það ár þess efn-
is, að alþjóðlegur gerðardómur
skyldi skera úr deilumálum fs-
lendinga og annarra þjóða um
landhelgsimálið og Framsóknar-
flokkurinn samþykkti fyrir sitt
leyti slíkt tilboð af hálfu við-
reisnarstjórnarinnar á Genfai’-
ráðstefnunni 1960. Mundi ríkis-
stjórnin nú vera reiðubúin til
þess að leggja til við Breta, að
alþjóðlegur gerðardómur kvæði
upp úrskui’ð í hugsanlegum deil-
um við Breta um landhelgismál-
ið?
— Ég vil ejxkert fullyrða um
það, en álít að slíkt eigi að at-
huga þegar þar að kemur. Við
höfum trú á því, að þegar mál-
staður okkar hefur verið túlk-
aður fyrir Bretum, mæti hann
skilningi."
Varnarmálin
Það er staðreynd, sem ekkert
er verið að reyna að fela, að það
er ágreiningur milli stjórnar-
flokkanna um afstöðuna til Nato.
Þar hefur þó verið tryggð óbreytt
skipan. ísland mun áfram verða
í Atlantshafsbandalaginu. Við
munum nú taka til við að kynna
oklcur varnarmálin og taka síð-
an upp viðræður við Bandaríkja-
stjóm uni brottför varríarliðsins
. í áföngum og mun verða að því
Stefnt- að' hún geti átt sér stað
á kjörtímabilinu.
Ákvæðið í málefnasamningn-
um um brottför varnarliðsins í
áföngum þarf engum að koma
á óvart, sem fylgzt hefur með
í íslenzkri pólitík, þvi að allir
flokkamir, sem að stjórninni
standa hafa haft það mál á
stenfuskrá sinni. Framsóknar-
flokkurinn hefur t.d. ályktað um
það á undanförnum flokksþing-
um og sú stefna er líka í fullu
samræmi við þann fyrirvara, sem
gerður var af íslands hálfu, er
við gerðumst aðilar að Nató, þ.
e. að hér væri ekki her á friðar-
tímum. Við höfum ætíð vitnað
til þess fyrirvara og viljum að
hann haldi gildi sínu. En allar
aðgerðir í þessu efni þurfa auð
vitað sinn undirbúning Off því
skulu menn ekki búast við nein-
um skyndibreytingum. Könnun,
viðræður, og undirbúningur sliks
máls, hlýtur að taka langan tíma.
Landhelgismálið er sett á odd-
inn og það hlýtur að ganga fyrir.
Framkvæmda-
stofnun ríkisins
Eitt af fyrstu verkefnum hinnar
nýju ríkisstjómar er að hefja und
irbúning löggjafar um Fram-
kvæmdastofnun ríkisins. Stefnt
er að því að frumvarp um þá
stofnun verði lagt fyrir Alþingi
þegar í þingbyrjun í október.
Framkvæmdastofnun ríkisins á
að hafa á hendi heildarstjórn fjár
festingarmála og frumkvæði í at-
vinnumálum, en ríkisstjórnin hef-
ur einsett sér að efla undirstöðu-
atvinnuvegina á grundvelli áætl-
unargerðar undir forustu ríkis-
valdsins. Framkvæmdastofnunin
skal gera áætlanir til langs tíma
um þróun þjóðarbúsins og
Þ'amkvæmdaáætlanir tii skemmri
tíma, þar sem greindar eru þær
fiái’fcstingai’fi’amkvæmdir, sem
forgang skulu hafa. Stofnunin
mun fara með stjóm Fram-
kvæmdasjóðs ríkisins og annarra
þeirra fjárfestingarsjóða, sem
eðlilegt verður talið að faíli und-
ir Framkvæmdastofnunina.
Þessi nýja stofnun mun hafa ná
ið samstarf við aðila vinnumark-
aðarins um það, hvað unnt sé
að gera til að búa í haginn fyrir
hverja atvinnugrein í því skyni
að lækka rekstrarkostnað og gera
m. a. mögulegt að bæta kjör
starfsmanna, án þess að hækkun
verðlags fylgi í kjölfarið. Þær
stofnanir og nefndir, sem nú eru
ta í landinu og gegna skyldum
verkefnum og þessi nýja stofnun,
mun fá til meðferðar, verða sam-
einaðar henni eftir því sem
ástæða þykir tíL
Byggðajafnvægis-
sjóður
En í tengslum við Fram-
kvæmdastofnun rDdsins skal svo
starfa sjóður undir sérstakri
stjóra, sem veiti fjárstuðning til
þess að treysta sem bezt eðlilega
þróun í byggð landsins. Eignir
og tekjur atvinnujöfnunarsjóðs
munu ganga til þessa sjóðs og aðr
ar tekjur, sem þesstim sérstaka
sjóði verða ákveðnar með lögum.
Framkvæmdastofnuninni verð-
ur falið að semja iðnþróunará-
ætlun, þar sem höfuðáherzlan
verður lögð á uppbyggingu fjöÞ
breytts iðnaðar í eigu lands-
manna sjálfra. Skal fara fram
könnun á því, hvaða greinar iðn-
aðar hafi mesta þjóðhagslega þýð
ingu, og þær látnar njóta for-
gangs um opinbera fyrirgreiðslu
jafnframt því, sem haldið verður
áfram með auknum þrótti rann-
sóknum á möguleikum tíl íslenzks
efnaiðnaðar.
Stefnt verður að því að íslend-
ingar smiði að miklu leyti skip
sín sjálfir. Frystihúsareksturinn
verður endurbættur. Gerð verður
heildaráætlun um landgræðslu
og skipulega nýtingu landsgæða.
Fjölbreytni landbúnaðar aukin
með ylrækt og fiskirækt og inn-
lend fóðurframleiðsla efld. Stuðn
ingur við félagsræktun aukinn.
Lánakerfi landbúnaðarins endur-
skoðuð og stuðlað að enduraýjun
og uppbyggingu vinnslustöðva
" landbúnaðarins.
Kaupa svo fljótt sem verða má
15—20 skuttogara af ýmsum
stærðum og gerðum, til viðbótar
við þá, sem þegar hefur verið
samið um og tryggt nægjanlegt
hráefni til vinnslu á þeim stöðv-
um, þar sem staðbundið atvinnu-
leysi hefur ríkt.
Þá verður allt bankakerfið end
urskoðað, þar á meðal löggjöf
varðandi Seðlabankann og hlut-
verk hans, og unnið að samein-
ingu banka og fjárfestingarsjóða.
Vextir af stofnlánum atvinnuveg-
anna verði lækkaðir og lánstími
lengdur. Endurkaupalán Seðla-
bankans verða hækkuð og vextir
á þeim lækkaðir. Rekstrarlán til
fi-amleiðsluatvinnuvega verða
aukin.
Hér hefur verið drepið á helztu
atriðin í málefnasamningi stjórn-
arflokkanna, er varða atvinnumál.
Stefnumiðin í kjaramálum, trygg-
ingamálum, samgöngumálum og
menntamálum eru engu ómerk-
ari, þótt þau verði ekki gerð að
umtalsefni i þessum pistli að
þessu sinni. — TK