Tíminn - 18.07.1971, Qupperneq 7
SUNNUDAGUR 18. júlí 1971
TÍMINN
7
í
I
|.
Útgafandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvaymdastjórl: Krlstján Benediktsson. Rltstjórar: Þórarftm
Þórarinsaon (áb), Jón Helgason, IndriOl G. Þorstelnsson og
Tómas Karlsson. Anglýstngastjórl: Steingrftmir Glslason. Rlt-
stjórnarsfcrttstofnr 1 Bddubóxinu, aftnar 18300 — 18308. Skrif-
rtoftrr Bankastrætl 7. — AfgreiðSlusfanl 12323. Auglýsingastanl:
19523. AOrar skrifstofur sfanl 18300. Áskriftargjald kr. 195,00
á máinuðl. btnanlands. 1 lausasölu kr. 12,00 eint — Prentsm.
Edda hf.
Landhelgismálið hefur
algeran forgang
1 viðtali viS Einar Ágústsson, utanríkisráðherra, er
birtist hér í Tfmanum í gær, leggur hann áherzlu á, að
landhelgismálið muni hafa algeran forgang í utanríkis-
ráðuneytinu næstu mánuði.
ESnar Ágústsson minnti á, að landhelgismálið væri
efst á blaði hjá núverandi ríkisstjóm. Þeir þrír flokkar,
sem að ríkisstjóminni standa, lögðu allir megináherzluna
á landhelgismálið í kosningabaráttunni og þjóðin veitti
þeim þingmeirihluta. Það verður því meginverkefni ríkis-
stjómarinnar að koma 1 andhelgismálinu í höfn.
Nú þegar hefur verið send nefnd embættismanna til
Genfar á ráðstefnu, sem vinnur að undirbúningi haf-
réttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 1973. Þar munu
hinir íslenzku sérfræðingar kynna málstað fslands og þá
breytingu, sem á íslandi hefur orðið, ekki einungis þá
breytingu, að hér er sezt að völdum ný ríkisstjóm með
nýja stefnu, heldur einnig þá breytingu á viðhorfum,
sem orðið hafa vegna aukinnar ásóknar og fyrirætlana
rrm stórvaxandi fjölda stórra, erlendra fiskiskipa ta veiða
á fiskimiðunum við ísland, sem við ætlum okkur að
verada og era lífshagsmunir íslénzku þjóðarinnar að
veraduð verði. _ J ** nM
E5nar Ágústsson sagðist gera sér vonir um, að þær
þjóðir, sem þessi ákvörðun kann að hafa mest áhrif á,
Kti, þegar fram liða stundir, með velvilja og skilningi
á þessa sjálfsbjargarviðleitni íslenzku þjóðarinnar og
komizt að þeirri niðurstöðu, að það séu sameiginlegir
hagsmunir að gjöreyða ekki þessum mikilvægu uppeldis-
og fiskimiðum, sem svo mikla þýðingu hafa fyrir svo
margar þjóðir og matvælaöflunina í heiminum.
Næstu skrefin í landhelgismálinu, sagði utanríkisráð-
herrann, verða svo að óska eftir viðræðum við Breta og
Vestur-Þjóðverja um uppsögn landhelgissamninganna frá
1961.
Um vamarmálin sagði utanríkisráðherrann, að land-
helgismálið myndi taka mestan hluta af tíma sínum
næstu mánuði. En hann myndi, eftir því sem tök væru á,
kynna sér öll atriði varðandi varnarliðið og dvöl þess
hér og síðan, að lokinni slíkri könnun, sem hlyti eðli
málsins samkvæmt að taka all langan tíma, taka upp
viðræður við Bandaríkjastjóm nm endurskoðun vamar-
samningsins frá 1951, með brottför hersins í áföngum
í huga, eins og í málefnasamningi stjómarflokkanna
segir. Munu næstu mánuðir notaðir til að kynna sár þessi
mál innanlands og væri því ekki að vænta frekari til-
kjmninga frá íslenzku ríkisstjóminni um þessi mál í
bráðina. — TK
Tass og Mbl.
Mhl. hefur fram að þessu tekið litið mark á frétta-
skýringum rússneskra fjölmiðla, eins og td. Tass-frétta-
stofunnar. Þánnig hefur Mbl. talið að ekki væri mark
takandi á því, sem þessir fjölmiðlar segðu um Nató og
Bandaríkin. Nú bregður hins vegar svo við, að Mbl.
tekur fréttaskýringar rússneskra fjölmiðla um stjóraar-
skiptin á íslandi sem góða og gilda vöru. Þær skýringar
eru þó í sama anda og aðrar fréttaskýringar þessara
aðila, þegar um afstöðuna til Nato og Bandaríkjanna er
að ræða. Hvað hefur hér gerzt hjá Mbl.? Hefur það
breytt um skoðun á fréttaskýringum Tass, eða sannar
þetta enn einu sinni, að litlu verður Vöggur feginn. Þ.Þ.
CHESTER BOWLES, fyrrum sendiherra Bandar. í Nýju Delhi:
Indverjar geta neyðzt til að
senda herlið inn í Pakistan
Hernaðaraðstoð Bandaríkjanna við Pakistan er óhyggileg
YFIR sunnanverðri Asíu
vofir hörmuleg og alls óþörf
styrjöld, nema því aðeins að
tvennt gerist, en hvort tveggja
er fremur ósennilegL
Hið fyrra er, að ríkjandi
stjóm í Vestur-Pakistan hverfi
frá ofbeldisbeitingu þegna
sinna í Austur-Pakistan oe fall
ist á málamiðlun, sem stöðvi
straum skelfdra, heimilislausra
flóttamanna til Indlands. Hið
síðara er, að heimssamfélagið
hefji volduga baráttu til þess
að létta þeirri byrði af Ind-
verjum að fæða og hýsa ná-
lega sex milljónir flóttamanna,
sem þegar eru komnir til
landsins.
Indverska ríkisstjómin legg-
ur afar hart að sér við að láta
þessu örbirgða og skelfda fólki
í té fæði, lyf, húsaskjól og
hvers konar aðstoð. Kostnaður-
inn við þetta er áætlaður yfir
tíu milljónir dollara á viku.
Þessa fjárhagsbyrði axla Ind-
verjar einmitt þegar dregið er
úr efnahagsaðstoð þeim tíl
handa frá Alþjóðabankanum og
Consortium (USA, Bretland,
Japan og Canáda) samhliða því,
að afbonganir og vextir af
eldri’ láftum munu nema yfir
500 milljónum dollara á yfir-
standandi ári.
ERFIÐIR stjómmálaþættir
tvinnast þessum efnahagsálög-
um. Frú Gandhi, forsætisráð-
herra, hefur lagt á það áherzlu,
að flóttamennirair tilheyri
„öllum stjórmnála- og trú-
flokkum, og meðal þeirra em
múhameðstrúarmenn, kristnir
menn, buddhatrúarmenn og
Hindúar." Sá orðrómur áger-
ist þó, að her Vestur-Pakist-
ana sé farinn að beina ofsókn
um sínum og reiði einkum að
þeim minni hluta Hindúa,
sem dreifður er um allt Austur-
Pakistan. Eigi þessi orðrómur
við rök að styðjast, hlýtur af
því að leiða trúarlega ókyrrð
meðal minni hluta múhameðs-
trúarmanna í Indlandi, en þeir
era um 65 milljónir að tölu.
Að lokum ber að geta þess,
að indverskir forustumenn ótt-
ast mjög, að sjálfstætt Austur-
Bengal veki sjálfstæðiskröfur
meðal íbúanna í Vestur-Bengal
og óskir um að sameinast í
eitt bengalskt ríki. Kommún-
istar og marxistar era fjöl-
mennari en aðrir flokkar í V.-
Bengal og barátta fyrir sjálf-
stæðu ríki í Bemgal hlyti því
að verða Kínverjum átylla til
undirróðursstarfsemi og bylt-
ingarviðleitni.
í ræðu í indverska þinginu
fyrir skömmu sagði frú Gandhi
meðal annars:
„Þetta er ekki innanríkis-
mál Pakistana, eins og margir
vilja halda fram. Þetta er al-
varlegt vandamál, sem ógnar
friði í Suður-Asíu. Hafa Pak-
istanar rétt til að hrekja fólk
úr landi með byssustingjum
sínum, ekki aðeins þúsundir,
né hundruð þúsunda. heldur
milljónir manna? Ríkíandi
stjóm hér í Indlandi kann að
hafa sína galla, en hana brest-
or ekki hugrekki. Hún skelf-
ist ekki þá áhættu, sem ekki
verður umflúin".
SÚ framvinda, sem við kunn
nm von bráðar að standa and-
spænis, er ógnvekjandi:
L Indverjar kunna að neyð-
ast til að senda herlið til Aust-
nr-Pakistan til þess að reyna
að stöðva flóttamannastraum
inn, flytja flóttamennina aftnr
til síns heima og koma f veg
fyrir að öfgamenn til vinstri
myndi rOdsstjóm í Austur-
Pakistan.
2. Gera mætti ráð íyrir, að
Pakistanir svöruðu með því að
ráðast á Indverja í Kashmír og
Punjab.
3. Kínverjar kunnu að gera
Indverjum úrslitakosti (svip-
aða kosti og þeir gerðu þeim
í október árið 1965, þegar
styrjöldinni við Austur-Pak-
istana var að ljúka).
4. Lfklegt er, að Sovétmenn
styddu Indverja til þess að
standa gegn Kínverjum, og síð-
an breiddust átökin út, stig af
stigi.
Sennilega vilja margir vísa
þessari mynd á bug sem ljótri
draumsýn. Að mínu viti er
þetta raunverulegur möguleiki
og meira að segja líkleg fram-
vinda ef ekki verður að gert
og látið reka áfram á reiðan-
um.
RÍKISSTJÓRN frú Gandhi
hefur tekið afar ábyrga
afstöðu gagnvart vandanum á
landamærunum í norðaustri,
en. erfiðleikar í fjármálum og
stjórnmálaþrýstingur hrekur
Indverja óðfluga fram á helj-
arþröm.
Samfélag þjóðanna verður
óhjákvæmilega að hefjast
handa umsvifalaust, hvort held
ur er fyrir frumkvæði Samein-
uðu þjóðanna eða með öðrum
hætti. Atburðirnir í Austur-Pak-
istan eru ekkert annað en rang
læti og mannúðarleysi, sem
verður að fordæma og stöðva,
hvað sem það kostar. Jafn-
framt verður að létta aí Ind-
verjum þeirri fjárhagsbyrði að
þurfa að sjá sex milljónum
flóttamanna farborða. Indverj-
ar eru lýðræðisþjóð, sem lengi
hefur búið við erfiðleika og
þjáningar, en virtust einmitt
vera í þann veginn að verða
sjálfum sér nægir fjárhagslega
fyrir örfáum mánuðum. Ekki
má láta við gangast að þeir
bíði alvarlegt tjón og jafnvel
óbætanlegt vegna atburða, sem
þeir eiga enga sök á.
FRÁ því hefur verið sagt í
blöðum, að aðildarríki að Con-
sortium og Alþjóðabankanum
(að Bandarfkjunum undan-
skildum) hafi samþykkt
að stððva fjárhagsaðstoð við
Pakistana unz stjórnmálasætt-
ir hafa komizt á við Austur-
Pakistana og öruggt er orðið,
að þeir fái sinn réttmæta hluta
af aðstoðinni.
Bandaríkjamenn hafa sent
Pakistönum þrjá skipsfarma af
hergögnum síðan átökin 1
vetur. Þessi hergögn geta
Austur-Pakistan hófust í marz í
Pakistanar aðeins notað gegn
þegnum sínum í Austur-Pakist
an eða Indverjum. Bandaríska
þingið var fullvissað um, að
engin hergögn yrðu send, en
samt hefur þetta verið gert. í
fyrstu var það látið viðgang-
ast sem hver önnur skyssa
skrifstofuvalds, er ekki bæri
vott um stefnu Bandaríkjanna.
Undanfarið hefur þó komið í
ljós ýmislegt, sem bendir til,
að þetta hafi ekki verið slysni,
heldur af ráðnum hug gert.
Reynist þetta rétt, hafa
Bandaríkjamenn enn einu
sinni gert sig seka um ófyrir-
gefanlega og ómælanlega
skyssu í Asíu. Sagnfræðingum
framtíðarinnar kann að veitast
erfiðara að afsaka þá skyssu
og fyrirgefa en frumhlaupið í
Indókína.