Tíminn - 18.07.1971, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.07.1971, Blaðsíða 4
,r*------------------ry., ■ „ ■ ____________________ ' ' ” »rí »1 ■? j/» . ,,y r ?' >J’Ty- ' ~ 16 TIMINN ~ rr SUTÍTffUDASCR M. JfiK W71 Borgarreikningar Framhald af bls. 15 !ð notaðar og þwrfa að vera í góðu lagi, og viðhald fer einkum fram í eftir- og næturvinnu, en eigi að síður er rekstrarkostnaður óeðli- legur. Tillögur eru uppi um breytingar á skipul. Áhaldahús og trésmiðju til úrbóta um rekstur þar. Borg- arstióri talaði um í framsöguræðu, að hætta ætti jafnvel alveg ný- smíði hjá trésmiðjunni og beina störfum hennar eingöngu að við- haldi, en það er einmitt viðhalds- kostnaður þar, sem sérstakrar at- hugunar þyrfti við og nánara eft- irlit. Oft er rætt um sameiningu Birgðarstöðvar og Innkaupastofn- unar. í því sambandi þarf margs að gæta. Innkaupastofnunin hef- ur hvorki húsnæði né mannskap til þess að taka við rekstri Birgða stöðvar og sameining myndi því hafa í för tneð sér veruleg útgjöld, þótt hún hljóti að vera eðlilegasta lausnin. Ekki verður hjá því komizt að geta þess hér, að Áhaldhús Reykjavíkur hefur haft á leigu allt sl ár sendibifreið frá sendi- bílastöð og gréitt fyrir hana 817 þús. Vandfundið er það fyrirtæki, sem ekki sæi sér hag í að kaupa og eiga slíka bifreið, ef það hefði svo mikil not fyrir hana. Skýr- ingar forstjóra vélamiðstöðvar- innar á þessu máli eru algjörlega ófullnægjandi. f reikningum Strætisvagna Reykjavíkur, kemur fram að tré- smiðjan hefur séð um smíði bið- skýlisins við Lækjartorg. Kostnað ur við smíðina er hrikalegur. Skýl ið var upphaflega boðið út, en tilboð barst ekki. Þegar slíkt verk er boðið út á að sjálfsögðu allri undirbúningsvinnu að vera lokið. Nú var hins vegar Trésmiðjunni falið að smíða skýlið og kemur fram ótrúlegt hringl í áætluninni. Teikningum er breytt, gerð skýl- isins er breyit og staðsetningu er breytt. Endanlegt verð skýlisins er síðan kr. 10 þús. pr. rúmmetra. Hér er um hrikalegan kostnað að ræða, þegar þess er gætt að í Hagtiðindum er vísitöluhúsið með eldhúsinnréttingum og baðher- bergi metið á tæpar 5 þús. kr. pr. rúmmetra. Sá þáttur í borgarstarfseminni, sem á undanförnum árum fer mest fram úr áætlun er félags- málastarfið. Fé til styrkþega fór að þessu sinni 22 millj. kr. fram úr áætlun og verður ekki hjá því komizt að taka til rannsóknar hversu mjög þessi þáttur vex. Vonir standa til að nýtt matskerfi félagsmálastofnunar verði til bóta. Afar óskynsam'eg tilhögun Ég vil svo að síðustu ræða hér lítillega um stöðumælasjóð, þótt ástæða væri til að gera fjölmörg atriði reikninganna að umræðu- efni hér. Mig rekur minni til þess, að þegar reikningar voru til um- ræðu í fyrra og rætt var um geymslufé borgarbókasafns og ávöxtun þess, sagði borgarstjóri réttilega að auðvitað væri unnt að leggja geymslufé inn í banka og fá af því 7—8% vexti. Það væri hins vegar óeðlilegt, meðan borg arsjóður og borgarstofnanir þyrftu á lánsfé að halda og greiddu 10— 11% vexti. Eðlilegra væri því, að þær fengju þetta geymslufé til láns. Þegar litið er á reikninga stöðumælasjóðs kemur í ljós að hann á um eina og hálfa milljón inni í bankabók í Sparsjóði Rvíkur og nágrennis. Borgarstofnanir taka síðan lán, allt að milljón króna, úr sparisjóðum. Þarna er staðan því sú, að einkabanki hagn- ast á því að borgarsjóður leggur inn í hann fé og fær það lánað aftur. Fæ ég því ekki séð að borg arstjóri sé sjálfum sér samkvæm- ur. Ég vil síðan itreka það, að reikn ingur liggur alltof seint fyrir og of lítill tími gefst til athugun- ar.“ „Mistök" sagði borgarstjóri Gcir Hallgrímsson, borgarstjóri, svaraði ræðum borgarfulltrúa minnihlutans og sagði m.a., að það væru mistök hversu seint end- urskoðendaskýrslan barst. Von- andi tækist að bæta úr því næst. Borgarstjóri sagði, að þegar reynt væri að meta þátt verð- og launa- hækkana í byggingarframkvæmd- um, væri ekki rétt að bera saman fjárhagsáætlun og framkvæmda- kostnað vegna þess að geymslufé skekkti dæmið. Guðmundur G. Þórarinsson hefði sagt, að úti- standandi leiga næmi 136 millj. kr., en það væri mislestur. Talan væri 136 þús. Þau orð borgar- fulltrúans að greiðslustaða borg- arsjóðs væri blekking, væru at- hyglisverð með tilliti til þess, að endurskoðendur hefðu ekki gert slíka athugasemd, og væri uppsetning reikningsins í sam- ræmi við það sem þeir teldu ákjósanlegt. Þegar litið væri til þess, að annar kjörinn endurskoð enda væri fulltrúi Framsðknar- flokksins, yrði að líta á þetta sem árás á hann. Guðmundur hefði sagt réttilega, að ekki væri nóg i.t endurmeta teljara brotsins í greiðslustöðunni, heldur þyrfti að skoða nefnarann líka. Það væri rétt ,að ekki væri unnt að gera ráð fyrir því, að Pípugerð Reykja- víkur greiddi borgarsjóði 26,5 millj. króna skuld á einu ári. En í nefnara brotsins sem væru skuld ir til skamms tíma, væri skuld borgarsjóðs við Grjótnám og mal- bikunarstöð, sem væri 44,4 millj. kr. Að sjálfsögðu væri það í hönd um borgarsjóðs hversu hratt þessi skuld yrði greidd. Útreikningur á greiðslustöðu væri því ekki eins slæmur og Guðmundur léti í veðri vaka. Guðmundur G. Þórarinsson sagði að orð borgarstjóra um að það væru mistök hversu seint endurskoðendaskýrslan bærist, væru ekki nógu sterk. Fyrir því væri engin afsökun, að bjóða borg arfulltrúum ár eftir ár upp á það að ræða um reikninga, svo að segja um ..,ð og skýrsla endur- skoðenda bærist. Guðmundur kvaðst aldrei hafa séð mann reyna að bjarga sér fyrir horn og sleppa jafn illa og borgarstjóri, þegar hann hefði verið að reyna að skýra útreikn- inga á greiðslustöðu borgarsjóðs. Guðmundur kvrðst vilja minna á það, að þeim fjármunum sem hann taldi ranglega reiknaða til veltufjármuna, hefði hann skipt í tvo hópa. Annars vegar lán til skamms tíma, eins og lán Pípu- gerðarinnar, sem hugsanlega yrðu greidd á næstu 10—15 árum og ættu því ekki að metast nema að litlum hluta til veltufjármuna. Hins vegar lán til skamms tíma eins og lán til Framkvæmdasjóðs og Korpúlfsstaða, sem óhugsandi væri að greiddust yfir höfuð. Sá flokkur væri mun alvarlegri, en á hann hefði borgarstjóri alls ekki minnzt. Ef menn væru sam- mála um það, að skuld Pípugerð- ar Reykjavikur við borgarsjóð yrði ekki greidd á næstu árum og skul ’. borgarsjóðs við Grjót- náms- og malbikunarstöð ekki heldur, hvers vegna þá að færa þetta sem annars vegar lán til skamms tíma og hins vegar skuld til skamms tíma. Það ætti sér enga stoð í raunveruleikanum. Athuga semdir sínar við teljara brotsins hefðu numið 200 millj. kr.( en borgarstjóra við nefnarann 44 millj. og væri sú athugasemd raunar mjög vafasöm. Eftir stæði því að uppgefin greiðslustaða borgarsjóðs væri blekking. Raun- veruleg greiðslustaða væri um 1,3 en mat flestra væri að greiðslu- staðan mætti ekki fara niður fyrir 1,25. Guðmundur kvaðst vilja benda á, að í skýrslunni hefðu endur- skoðendur gert verulegar athuga- semdir við uppsetningu reikning- anna, því væri engan veginn unnt að meí . ræðu sína, sem árás á endurskoðenda Frámsóknarflokks- ins, heldur öllu fremur árangur af starfi hans. Borgarstjóri virð- ist hafa lesið endurskoðenda- skýrsluna illa þar eð honnm heffB sézt yfir þessar athugasemdir. Rétt væri að fleiri hefði mis- sézt við lestur skýrslunnar, sér hefði orðið á kommuskekkju, en það væri augljós afleiðing þess hversu seint skýrslan bærist og borgarfulltrúum boðið upp á næt urvinnu við lestur hennar. Guðmundur sagði það athyglis- vert, að borgarstjóri hefði engu svarað ásökunum um misrænri í færslum varðandi Framkvæmda- sjóð og Bæjarútgerðina og aog- ljósa blekkingu þar, tíl þess að bæta greiðslustöðu BÚR á papp- irunum. Jafnframt hefði borgaA- stjóri engu svarað um samskiptí stöðumælasjóðs og SpasisjóSs Reykjavikur og nágrennis. Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, sagði að rétt væri að deöa meetti um ýmsar færslur í reikningtmusn, en kvaðst algjörlega vfea á bsg þeirri staðhæfingu, að m bíekk- ingu væri að ræða. Hami kwaðtst sammála Guðmundi mn það, að greiðslustaðan 1,25 væri algjört lágmark og sitt mat vsmí að bæta þyrfti greiðslustöðuna frá því sem nú væri. Hér áður fyrr hefði reikningur Grjótnáms- Píps- gerðar- og Malbikunarstöðvar vws ið færður undir eitt og það vtitíst því ekki óeðlilegt að Grjótnám- og Malbik lánuðu systuifyiirtæki sínu, þegar á þyrftí að faaida. Það hefði og verið mat sitt að sjálfsagt væri að halda KorpúlfsstSðum sómasamlega við og verja tfl þess nokkru fé þótt e.tv. mættí deða um einstaka færslur. Varðandi stöðumælasjóð, sagði hatm, að það væri sitt mat, að óeðlilegt væri að sjóðurinn leggði fé sitt f banfca á meðan aðrar borgarstofnanir þyrftu á lánsfé að halda. Guðmundur G. Þórarinsmn kvaðst vilja árétta það, að hann hefði sagt að greiðslustaða borg- arsjóðs væri blekking, en hins vegar aldrei sagt að það vasri vfe- vitandi blekking. Hihs vegar bættt það ekki úr, blekking væri shem þótt hún væri ekki vísvitandi, sálk blekking gætí jafnvel blekkt mena sjálfa, þá væri hún hæthrieg. Guðmundur taldi borgarstjóra hafa farið nokkuð á snið við á- sakanir sínar. Ekkert væri óeðh- legt í sjálfu sér við lán borgav- stofnana til systurfyrirtækja eða sómasamlegt viðhald Kmpúlfs- staða. Meginmálið væri hins vegar rangt mat veltufjármuna. 13 marka mætti orð borgarstjóra um stöðo- mælasjóð, færi tvennt saman í þvi máli hjá honum og borgarstjóra. Annars vegar það samdóma álit, að rangt væri að sjóðurinn leggði fé sitt í banka meðan aðrar borgar- stofnanir þyrftu á láni að halda. Hins vegar að þeir virtust báðir hafa ráðið jafn litlu um gang málsins fram að þessu. Reikningar borgarinnar vora samþykktir með 9 samhljóða at- kvæðum. Voru það öll atkvæði borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins og atkv. Alþýðuflokksfulltrú- ans Björgvins Guðmundssonar. Nýtt líftryggingafélag nmíáoitu; ?..• er tekið til starfa LfFTRYGGiHGAMIÐSTðÐEN P Að Líftryggingamiðstöðinni hf., sem uýlega tók til starfa, standa 18 hluthafar, þar á meðal Tryggingamiðstöðin hf. Líftrygginga- miðstöðin hf. er í sömu húsakvnnum og Tryggingamiðstöðin hf. að Aðalstræti 6 (Morgunblaðshúsinu, 5. hæð) og síminn er sá sami — 1 94 60. FJÖLBREYTNI OG NÝR GRUNDVÖLLUR Líftryggingamiðstöðin hf. býður upp á f jórar tegundir líftryggihga, þar sem komið er á móts við kröfur almennings um skynsamlegri og nútímalegri háttu á líftryggingum. Þcss- ar fjórar tegundir líftrygginga flokkast þannig: 1) FÖST TRYGGING, 2) ÓVERÐ- TRYGGÐ STÓRTRYGGING, 3) VERÐ- TRYGGO STÓRTRYGGING og 4) SKULDA TRYGGING. LÍFTRYGGING ER SJÁLFSÖGÐ Almenningi finnst nú orðið sjálfsagt að líf- tryggja sig, a.m.k. ættu allir þeir, sem standa í húsbyggingum eða eru skuldugir, að taka einhvers konar líftryggingu til langs eða skamms tíma. Líftryggingarskilmála cr sjálfsagt að ræða í góðu tómi, því að þcir, sem vilja líftryggingu, þurfa eðlilcga margs að spyrja um réttindi sín og skyldur. Það cr til dæmis ákaflega athyglisvert að kynna sér líftryggingu þá, sem felur í sér bætur vegna slysaörorku. REYNDIR TRYGGINGAMENN Hjá Líftryggingamiðstöðinni hf. starfa að- eins reyndir tryggingamenn, sem hafa sett sér þá mcginreglu, að útskýra í smáatriðum kosti og takmarkanir líftrygginga, þannig að viðskiptavininum sé fullkomlega Ijóst hvaða form líftryggingar hentar lionum bezt. Tryggingamenn okkar eru reiðubúnir að koma bvenær sem er til fyrirtækja og cin- staklinga til að ræða þessi mál. LÍFTRYGGINGAMIÐSTÖÐIN P AÐALSTRÆTI 6 — SÍMI 1 94 60. Jörð til sölu Til sölu er jörðin Innra-Leiti á Skógarströnd, ef viðunandi tilboð fæst- Hlunnindi: sela- og silungs- veiði, gæsa- og rjúpnaland. Miklir möguleikar til fiskiræktar. 20 ha. tún, stórt íbúðarhús og útihús fyrir ca. 220 fjár, 4 kýr og 10 hesta. Tilboðuih sé skilað eigi síðar en 7. ágúst. Áskilinn réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Til- boðum sé skilað til Egils Rossen, Bókhlöðustíg 9, Stykkishólmi, sem veitir nánari upplýsingar eftir kl. 7 á kvöldin í síma 8181.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.