Tíminn - 18.07.1971, Blaðsíða 12
Sunnudagur 18. júlí 1971.
Skaftár-
hlaupið
fjarar út
KJ—Reykjavík, laugardag.
Tíminn hafði í morgun síma
samband við Skaftárdal í Skaft
ártungu, og spurðist fyrir um
hlaupið í Skaftá. Húsmóðirin
á bænum sagði að hlaupið
væri að fjara út, en það hefði
náð hámarki í fyrradag.
— Áin er nú samt alveg eins
og dökk grá, og frá henni kem-
ur sama vonda lyktin sagði
húsmóðirin. í fjöruborðinu við
ána, þar sem hún er farin
að sjatna er gljái af jökul-
leðju, en vatnið er mikið far-
ið að minnka.
í Skaftárhlaupum fer Skaftá
venjulega yfir veginn heim að
Skaftárdal, skammt vestan við
brýr, sem þar eru. Svo var
einnig að þessu sinni, og
varð ófært heima að Skaftár-
dal, en búizt var við því í
morgun, að vegurinn væri orð
inn fær aftur, þótt ekki væri
farið að fara hann enn.
Þetta Skaftárhlaup hefur ver
ið mjög lítið miðað við hlaup
á undanförnum árum, sagði
húsmóðirin ,o^ engar teljandi
skemmdir hafa komið fram
vegna hlaupsins.
Byrjað að
olíumalar-
bera Suð-
urlandsveg
KJ—Reykjavík, laugardag.
Bjrjað er nú að olíumalar-
bera Suðurlandsveg frá Sand-
skeiði og í áttina til Reykja-
vikur, þar sem frá var horfið
í fyrra. Búið er að undirbyggja
veginn niður fyrir Lækjar-
botna, og verður sá kafli olíu-
malarborinn núna.
Er meira að segja farið að
aka hinn nýolíumalarboma
spotta, en á nýrri olíumöl, eru
ökumenn beðnir að aka ekki
hraðar en á 45 km, hraða, þar
sem olíumölin getur spænzt
upp að öðrum kosti. Það er
fyrirtækið Olíumöl hf. sem
annast lagningu malarinnar nú
eins og áður. Ef veðrið verð-
ur gott má búast við að þess-
ari útlagningu á olíumöl verði
lokið eftir nokkra daga, og
verður þá ekið á olíumöl frá
Lækjarbotnum og upp undir
Hveradalabrekku.
Rannsóknarstöðin
Katla opnuð
Næstkomandi sunnudag, 18.
júlí, verður Rannsóknastöðin
Katla á Víkurbakka á Árskógs
strönd í Eyjafirði, opnuð og
formlega tekin í notkun. Til-
gangur stöðvarinnar er að
vinna að almennúm náttúru-
rannsóknum (frumrannsóknum)
Framhald á bls. 22
Unnið við gerð Vesturlandsvegar.
(Tímamynd Gunnar)
Vel gengur
með Vest-
urlandsveg
óOÓ—Reykjavík, laugardag.
Framkvæmdirnar við gerð hrað
brautarinnar upp í Kollafjörð
gengur eftir áætlun. Verður veg-
urinn upp að Korpu tilbúinn í
haust og er nú unnið að smiði
brúar yfir ána. Verður sá hluti
vegarins steyptur.
Þá hefur lagning vegarins frá
Korpu upp í Kollafjörð gengið
ágætlega, en sá hluti á að verða
fullgerður haustið 1972. Áætlað
er að sá partur Vesturlandsvegar
verði malbikaður. Verið er að
bygg.ja nýja brú yfir Leirvogsá,
og er hún allmiklu neðar en mi-
verandi brú er. Enda á vegurinn
á þeim kafla að liggja vestar og
nær sjó, en þar sem vegurinn
er nú.
Vi|5 botn Kollafjarðar eru mikl
ar framkvæmdir. Þar verður vega-
stæðið rétt við sjávarmál, eða
neðan við tjarnir laxelchsstöðvar-
innar, en liggur nú ofan við þær.
Þar er verið að ryðja upp mikl-
Framhald á bls. 22
Mjög góSar heimtur í Lárósi:
Kynþroska lax sem aldrei
hefur gengið til siávar
OÓ—Reykjavík, föstudag.
f morgún voru gengnir 1085 laxar í fiskcldisstöðina í Lárósi á Snæ-
fellsnesi, en laxagengdin þar byrjaði í síðus+u viku og var mjög góð
fyrstu dagana, en nokkuð hefur drcgið úr henni mcð minnkandi straumi,
en reikna má með að laxinn haldi áfram að ganga fram á haust.'Þessi
lax er snemmgenginn og í fyrra fór fiskur ekki að ganga upp í vatnið
fyrr en í ágústmánuði, en þá komu allt sumarið 622 laxar upp í vatn-
ið. Það er mjög athyglisvert við fiskiræktina í Lárósi, að þar hefur
fiskur náð að vcrða kynþroska, án þess að hafa nokkru sinni gengið til
sjávar.
hefur verið lögð áherzla á að rækta
snemmgenginn fisk. Ekki væri síð
ur athyglisvert, að hægt er að
rækta kynþroska lax í Lárósnum
án þess að hann gangi nokkru
sinni í sjó. Byggist þetta á þeim
aðstæðum í vatninu, að þar streym
ir sjór inn á flóði og út aftur um
fjöru, en sjórinn nær ekki að
blandast vatninu nema við flóðgarð
inn og í nágrenni flóðgáttarinnar
en óblandað vatn er ávallt innar
Jón Sveinsson, sem er aðal-
hvatamaður að stofnun fiskeldis-
stöðvarinnar ásamt Ingólfi Bjarna-
syni, er nú fyrir vestan að taka
á móti fiskinum. Hann sagði í við-
tali við Tímann í dag, að nú væru
björtustu vonir þeirra Ingólfs að
rætast. Sagði Jón, að auk mikill-
ar fiskigegndar þessa síðustu daga
væri að koma í Ijós góður árang-
ur af klakinu, þar sem aðallega
í vatninu. Getur því laxinn ráðið
sjálfur hvenser hann er í sjó og
hvenær fersku vatni. Þessi kyn-
þroska lax, sem aldrei hefur úr
Lárósi farið er af öllum stærðum,
en nær því að verða allt að 74 sm.
iangur. Er þetta mjög fallegur
fiskur að sögn Jóns.
Þótt laxagengdin sé ekki alveg
eins mikil og þegar hún var mest
um daginn er fiskurinn alltaf að
síga upp og alltaf sést talsvert
af laxi utan við flóðgáttimar.
Það er ekki síður gleðilej
sagði Jón Sveinsson, að það er nú
áberandi mikið af seiðum af öll-
um stærðum í vatninu. f fyrra
settum við talsvert af kviðpokaseið
um í vatnið, sem klakið var út
hér. Koma þessi seiði vel undan
vetrinum. Til þess bendir sú
mikla mergð sem nú er af seiðum
í vatninu, sem líklega ganga nið-
ur næsta sumar. Munum við nú
leggja mikla áhcrzlu á eigið klak
og vonumst til að enn betri ár-
angur eigi eftir að náðst, enda
benda endurheimtumar til, að
klakið hér gefist sérstaklega vel,
Stærstu laxamir sem konrið hafa
upp í sumar eru allt að 17 pond
að þyngd.
Flestum hængunum, sem ganga
í Lárós er slátrað, en í klakið
þarf ekki nema ehm hæng á móti
fimm hrygnum. Sá fiskur sem
heppilegastur er talinn til und-
aneldis er valinn úr og em nú
um 500 laxara í klabgeymsluúni,
sem er orðin allt of lítil og er
nú unnið að því að setja þak á
nýtt klakhús. Era klabgeymslum-
ar orðnar svo fullar af físki að
varla er hægt að koma niður háfi
til að ná í dauða laxa. Stefnt
Framhald á bls. 22
Erfitt að mynda stór-
fjölskyldu í borginni
EB—Reykjavík, föstudag.
Stórfjölskyldur — líklega þekktari undir nafninu „kommúnur“ —
cr fyrirbæri, sem mjög oft ber á góma í umræðum um sambýlishætti
fólks. Einkum hefur ungt fólk sýnt mikinn áhuga á því, að vera þátt-
takendur í slíkum fjöldskyldum og telur þær geta leyst ýmis mannleg
vandamál, cinkum félagsslcg, í allsnægtarþjóðfélögunum hér á Vest-
urlöudum.
Fyrir ári auglýstu reykvízk hjón
á fertugsaldri eftir þátttakendum
í stofnun stórfjölskyldu hér í borg-
inni, og frá þeim tíma hafa hjónin
reynt að gera þessa hugmynd sína
að veruleika. Miðaldra fólk og
eldra gaf sig fram, er, ekkert ungt
fólk. Ýmissa orsaka vegna hefur
hjónunum ekki tekizt að koma
fjöldskyldunni á fót, en hafa þó
ekki gefizt upp enn við að reyna
það.
Blaðamaður Tímans ræddi smá-
vegis í dag við eiginmanninn,
Björn Stefánsson, um þessa til-
raun þeirra hjóna. — Björn sagði,
að hugmyndin þeirra væri sú, að
fjölskyldumeðlimirnir yrðu 15—
20 talsins og byggi í c.a. 400 fer-
metra húsnæði. Björn lagði mikla
áherzlu á, að í fjölskyldunni þyi’ti
að vera fólk á öllum aldri.
Allmargt fólk sýndi auglýsingu
þeirra hjóna áhuga og sendi um-
sókn. Skömmu síðar var boðaður
fundur með fólkinu, en á hann
komu ekki nema fráskilin karlmað-
ur og kona, bæði á fertugsaldri svo
og þrír karlmenn á sextugsaldri.
Konan á nokkur böm og hefur
giftzt þrisvar. Umræðuefnið var
sameiginlegt hcimilishald. Á fund-
inu kom fram, að karlmaðurinn á
fcrtugsaldri og konan höfðu gjör-
ólík viðhorf til sambýlishátta.
Konan: hugsjón.
Karlmaðurinn: mat.
Björn Stefánsson sagði, að hug-
sjón karlmannsins hefði verið sú,
að fá mat framleiddan sér til
handa á auðveldan hátt, og hann
hefði viljað hafa stjórnanda fjöl-
skyldunnar og stungið upp á Birni
í því sambandi. Konan hefði hins
vegar virtzt róttæk og vildi taka
þátt í fjölskyldunni af hugsjón.
Niðurstaðan hafi verið sú, að þess-
ir tveir einstaklingar hefðu aldrei
getað búið saman.
Stendur fremur á karlmönnum.
Björn skýrði frá því, að á því
Framhald á bls. 22.