Tíminn - 25.07.1971, Side 3
jWJNNUDAGUR 25. júlí 1971
TÍMINN
3
Táknmálið —
Alheimskirkj a
Það má heita merkilegt, að á
slíkri öld, sem okkar 20. öld
er, skuli sú hugmynd eða hug-
sjón stöðugt sækja á, að eining
skuli ríkja í stað þeirrar sundr-
ungar, sem kirkjan hefur um
aldaraðir þjáðst af. Allar
kirkjudeildir skulu þá samein-
ast um það, sem öllum getur
orðið til friðar, en sleppa deil-
um um það, sem á milli ber.
Ágreiningsatriðin hafa, þeg-
ar allt kemur til alls, aldrei
verið annað en smáatriði og af
hinu vonda.
Þetta má heita hin stóra og
dýrmæta uppgötvun 20. aldar-
innar í kirkjunnar málum, bor-
in fram af flestum hennar
stserstu og mestu mönnum.
oegar prelátarnir, fulltrú-
í>r binna ýmsu kirkjudeilda á
mótinu í Nyborg í vor voru
spurðir:
Hvað er aðalhlutverk kirkj-
unnar nú á dögum?
Voru svör þeirra nokkurra á
þessa leið: Hans Martensen,
biskup katólskra í Danmörku
sagði:
Merkasta viðfangsefni kirkj-
unnar er að boða guð í ver-
öld, þar sem hann virðist svo
fjarlægur flestum.
Æskulýðsleiðtogi frá Lút
hersku kirkjunni í Saxlandi
sagði:
Aðalhlutverk kirkjunnar er
að sanna, hvilíka þýðingu Krist
ur, líf hans og kenning hefur
fyrir heiminn Otr allt samfélag
manna.
Merkast í þessu finnst mér,
að hér er haldið fram jafnrétti
allra af hvaða þjóð eða kyn-
flokki sem þeir eru, eining og
bræðralag allra.
RVAMON Thaibo, biskup
spönsku mótmælendakirkjunn-
ar, sem nemur 1200.000 af hin-
um 32 milljónum Spánar,
sagði:
Aðalverkcfni allra kirkna er
að lofa guð með þjónustu við
manninn — mannkynið.
Jenny Sutton, fulltrúi
Meþodista frá Belfast á írlandi
segir:
Kirkjan leggur of mikla
áherzlu á sína sérstöðu, horfir
of mikið og lítur of stórt á
sig. Nú á dögum er kirkjan
hvorki meira né minna en
merkileg samfélagsleg stofnun
og vald hennar yfir sálum og
hugsun fólks er mjög takmark-
að.
En samt má hún ekki gefast
upp við að laga uppbyggingu
og máttarviði samfélagsins.
Kirkjan þarf fyrst og fremst
að snúa sér að mannverunni
eins og hún er, þörfum henn-
ar, gleði og böli, þrám henn-
ar og hörmum.
Þess vegna verður að
leggja langt um meiri áherzlu
á vissa lærdóma en nú er gert '
t.d. fyrirgefningu og umburð-
arlyndi, allt sem brýtur niður
þá múra, sem aðskilja og
sundi'fl. Ný von er að mynd-
ast, vtinin um að takast megi
að skapa nýjan heim. Það er
aðalvórkefni kirkjunnar.
Af hverju hefur veröldin
ekki aðeins eina kirkju — og
allar þessar stríðandi kirkju-
deildir? Hans Martensen bisk-
up svarar:
„Sættir og málamiðlun taka
langan tíma. En allt bendir til,
að nú sé stefnt að því að má
út forna fordóma, sem hafa orð-
ið til af litlu tilefni fyrir mörg-
um öldum. Deilur geta mynd-
azt á einu andartaki, en sættir
taka marga áratugi".
Karl Brause frá Saxlandi
sagði:
„Við kirkjunnar menn höf
um því miður oftast hugsað
meira um smámuni en ein-
ingu, oft lagt mesta áherzlu á
það sem sundrar, en gleymt
því sem sameinar, veitir frelsi
og heillir. Tökum sem dæmi all
ar deilurnar um altarissakra-
mentið og misjafnlega túlkun
þess. Guðfræðilegar deilur hafa
þar oft eyðilagt það, sem átti
að geta sameinað alla“.
Raimon Thaibo sagði:
Þótt guðsþjónustuform og
kirkjusiðir séu á ýmsa vegu,
þarf það engu að spilla til ein-
ingar. Einnig í fjölbreytni er
takmarkið. Það er líka fleira
sem sameinar en flesta grun-
ar að óathuguðu máli.
Bændur - Kaupfélög
- Verzlanir
Hjá okkur fáið þér allar stærðir af pokum, frá
brjóstsykurspokum uppí ullarballa, mjölpoka, sand-
poka, hausapoka, steypupoka, rófu- og kálpoka
o.m.fl. Net kartöflupokar 10, 25 og 50 kg. Hey-
yfirbreiðsluefni 2ja m. breitt, yfirbreiðslur allar
stærðir, sólskýli, töskupokar, ferðapokar, smíða-
svuntur og verkfærapokar í bíla. Ennfremur fyrir
verzlanir allar stærðir af plastpokum og litlar
pakkningar fyrir neytendasölu.
POKAGERÐIN, HveragerSi, sími 94-4287.
Jenny Sutton hefur hér síð-
asta orðið af þessum virðulegu
fulltrúum Nýborgarmótsins:
„Ég held, að öll þessi skipt-
ing í kirkjudeildir byggist
meira og minna á sögulegum
misskilningi, sem hefur þróazt
í f jarstæður og fordóma.
Kirkjan hlýtur að nálgast þá
stund, að hún sjái, að allt eru
smámunir hjá þvi að geta unn-
ið saman í elsku til guðs og
manna“.
Það væri óskandi, að þessir
fulltrúar, orð þeirra, óskir og
vinir séu raunverulegt berg-
mál af hugsun hinna ýmsu
kirkjudeilda.
Nógu lengi hefur andi sundr-
ungar og fordóma farið frost-
stoirnum haturs og heimsku
yfir gróandi lönd, þar sem
heilagur andi Krists og kær-
leika hans skyldi vekja hvert
fræ til vaxtar.
Árelíus Nielsson.
TILBOÐ
Tilboð óskast í 2 bogaskemmur, 10,0 m. x 26,0 m.
að stærð hvor. Skemmurnar eru niðurteknar og
eru til sýnis á lóð við Kleppsveg, austan við hús
Eggerts Kristjánssonar h.f.
Tilboð óskast í skemmurnar í núverandi ástandi.
Heimilt er að bjóða í hvora am sig eða báðar
saman. 1
Nánari upplýsingar eru veittar í skrifstofu vorri.
Tilboð merkt: „Bogaskemmur — 1192“, verða
opnuð á sama stað föstudaginn 30. júlí n. k.
kl. 11 f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800
"■r s
griöriö þið
sxovel.
Síinimi er
C90>mOO
Verksmiðjuafgreiðsla K E A
annast heildsöluafgreiðslu á
vörum frá framleiðsludeild-
um félagsins. Með einu sím-
tali getið þér pantað allt
það, sem þér éskið, af fjöl-
breytilegri framleiðsluþeirra,
landsþekktar úrvalsvörur, —
allt á einum stað:
Málningarvörur og hreinlæt-
isvörur frá Sjöfn, kjöt- og
niðursuðuvörur frá Kjötiðn-
aðarstöð KEA og hangikjöt
frá Reykhúsi KEA. Gula-
bandið og Flóru-smjörlíki,
Braga-kaffi og Santos-kaffi,
Flóru-sultur og safar, brauð-
vörur frá Brauðgerð KEA,
ostar og smjör frá Mjólkur-
samlagi KEA, allt eru þetta
þjóðkunnar og mjög eftir-
sóttar vörur, öruggar sölu-
vörur, marg-auglýstar í út-
varpi, sjónvarpi og blöðum.
Innkaupastjórar. Eitt símtal.
Fljót og örugg afgreiðsla.
Kynnið yður kjörin og reyn-
ið viðskiptin.
Síminn er (96) 21400.
SMJORLIKIS
GERÐ
VERKSMIÐJUAFGREIÐSLA K-E-A AKUREYRI