Tíminn - 25.07.1971, Síða 12
12
TIMINN
SUNNUDAGUR 25. júlí 1971
ferdaskrií stoía bankastræti 7
travel símar 16400 12070
VERÐ FRA
KR. 9.950,-
Beint þotuflug — 8 dagar, gisting
og 2 máltíSir á dag.
Brottfarárdagar:
ágúst — 18. ágúst — 31. ágúst
7. september
FYLKING
Vallarsveifgras.
FRÆ f GRASBLETTI
GOLFVELLI OG ÍÞRÖTTAVELLI
Eigum á larger smásendingu af hinU nýja
afbrigði FYLKING sem ber af með vöxt.
FYLKING er harðgert, myndar þétta,
sterka grasrót. Mjög áferðarfallegt og
fellur seint. Lágvaxið og bezt að nota
einlómt eða aðeins með öðrum lágvöxn-
um tegundum, sláist snöggt. Sáðmagn í
velli: 50—60 kg. ha.
Blettir við hús 1—3 kg. í 100 fermetra.
MJÓLKURFÉLAG
REYKJAVÍKUR
Símar: 11125 11130
FISCHER - LARSEN
Með þessum ótrúlega árangri
hefur Fiseher en einu sinni sýnt
fram á, að ekkert er ómögulegt,
þegar hann er annars vegar, og
nú bíður hann fullur óþreyju eft-
ir að komast í tæri við næsta and-
stæðing sinn, sem væntanlega
verður Petrosjan. Þau stórmerki-
legu tíðindi hafa sem sé borizt frá
Moskvu, að Petrosjan hafi tekizt
að leiða 9. skákina til sigurs eftir
8 jafntefli í röð og nægir honum
nú jafntefli í 10. skákinni til að
ganga með sigur af hólmi í viður-
/eigninni við Korchnoj. Takist hon-
um þetta mun lokaorustan í Áskor
endamótinu standa milli hans og
Fischers og verður fróðlegt að sjá,
hvor má sín betur í þessari viður-
eign, „vinningsvélin" eða „jafn-
teflisvélin“.
Frændi vor Bent Larsen, er
dapur í bragði þessa dagana, eins
og vonlegt er, og íhugar nú þann
möguleika að senda alþjóðaskák-
sambandinu kæru vegna óviðun-
andi keppnisskilyrða í Denver. í
viðtali, sem danska blaðið BT
hafði við Larsen 17. þ.m., en þá
stóðu leikar 4—0, hefur Larsen
m.a. þetta að segja:
L.: — Það cr fáránlegt að láta
eirtvígið fara fram að sumri til og
enn fáránlegra að vejja því staði
í Denver. Alþjóðaskáksambandið
hefði átt að gera sér grein fyrir
þvi, að hér- mundi verða alltof
heitt. Ég hefi í hyggju að senda
því kæru vegna keppnisskilyrð-
anna, sem eru fyrir neðan allar
hellur.
Sp.: — Hafið þér möguleika á
að sigra Fischer?
L.: — Það er ósennilegt. Þá
yrði hann líka að veikjast.
Sp.: — Er það eingöngu lofts-
laginu að kenna, að staðan í ein-
víginu er nú 4—0?
L.: — Eingöngu! Ég get ekld
einbeitt mér. Fiseher er vanur
hitanum.
Við skulum nú líta á 6. skákina
í einvíginu, sem jafnframt varð sú
síðasta. Larsen teflir að sjálf-
sögðu stíft til vinnings og fórnar
tveimur peðum í þágu sóknarinn-
ar. Honum tekst að opna nokkuð
kóngsstöðu Fischer, án þess þó
að Fischer stafi ver.uleg hætta af.
Á einum stáð á Larsen kost á jafn
tefli með þráskák, en hann kýs að
tefla til þrautar, eins og vonlegt
er. Allar atlögur Larsens að svarta
kóngnum stranda hins vegar á
skeleggri vörn Fischers og liðs-
yfirburðir hins síðarnefnda fara
brátt að láta að sér kveða.
Fischer nær drottningarkaupum
og eftir það eru úrslit skákarinn-
ar ráðin.
6. SKÁKIN
Hv.: Bent Lai-sen.
Sv.: Robert Fischer.
Birds-byrjun
1. f4
(Byrjun Birds. Larsen hefur frá
upphafi haft mikið dálæti á þess-
ari byrjun, en sjaldan beitt henni
síðari árin.)
1. —, c5
2. Rf3, g6
3. e4, Bg7
(Nú er komin fram staða, sem
líkist einna mest einu afbrigði
Sikileyjarvarnarinnar.)
4. Be2, Rc6
5. 0—0, d6
6. d3, e6
(Traustara áframliald en 6. —,
Rf6.)
7. Ra3, Rge7
8. c3, 0—0
9. Be3, a6
(Fischer hefur góðan skilning á
eðli stöðunnar og undirbýr atlögu
á drottningarvængnum. Hann
hræðist ekki framrás hvítu peð-
anna á miðborðinu.)
10. d4, cxd4
11. Rxd4
(Larsen ákveður að halda d-lín-
unni opinni og beina skeytum sín-
um að svarta peðinu á d6. 11.
cxd4 væri svarað með —, b5 og
hv. hefur engin tök á að færa
sér sterka miðborðsstöðu sína í
nyt.)
11. —, b5
12. Rxc6 Rxc6
13. Dd2, Dc7
(Fischer á ekki í neinum erfið-
leikum með að valda peðið á d6.
Hins vegar gæti hvíta peðið á e4
fljótlega orðið skotspónn svörtu
mannanna.)
14. Hadl, Hd8
15. Rc2, IIb8
(Framrás svarta b-peðsins gæti
komið til álita við tækifæri.)
16. a3
(16. Rd4 virðist eðlilegri leikur.)
16. —, Ra5
(Með þessum leik gefur Fiseher
andstæðingi sínum til kynna að
hann hyggist taka frumkvæðið í
sínar hendur. Larsen sér, að hann
verður að grípa til róttækra ráð-
stafana.)
17. e5, Bf8
18. b4, Rc6
(Hæpið er 18. —, Rc4 19. Bxc4
vegna 20. Bd4 og hótunin Rc2 —
e3 — g4 er óþægileg.)
19. Rd4
(Fórnar peði í þágu sóknarinnar.
Gætnari skákmenn hcfðu leikið
19. exd6, Bxd6 20. Rd4.)
19. —, dxe5
(Fischer þykir bersýnilega lítið til
peðsfórnarinnar koma og þiggur
hana með þökkum.)
20. fxe5, Rxe5
21. Bg5, Hd5
(Ekki 21. —, Be7 22. BxeV, Dxe7
23. Rf5!)
22. Df4, Hb7
(22. —, Dxc3 gengur ekki í þessari
stöðu vegna 23. Bf3! og sv.
beygður.)
23. h4, Bg7
24. Bf6, Bxf6
25. Dxf6, Dxc3
(Nú fyrst var öruggt að taka peð-
ið að áliti Fischers.)
26. h5, gxlið
(Ekki er ráðlegt að leyfa peðinu
að komast til h6.)
27. Khl,
(Sv. hótaði 27. —, De3ý ásamt 28.
—, Hxd4.)
27. —, Rg4
(Hv. hótaði m.a. 28. Hcl.)
28. Bxg4, hxg4
29. Hli6
(Ekki 29. Hel vegna —, Hh5ý
30. Kgl, De3ý og sv. vinnur.)
29. —, Bd7
30. Hf4
(Hér hefði nægt til jafnteflis:
30. Hxf7, Kxf7 31. Dxh7ý o.s.frv.
En Larsen vill meira.)
30. —, f5
31. Df6
(31. Dg5ý, Kf7 32. Hxg4, fxg4 33.
Hflý leiðir ekki til neins vegna
—, Hf5.)
31. —, Bc8
32. H4fl, Hf7
33. Dh6, Bb7!
34. Rxe6, Df6
(Þar með er sókn hvíts brotin á
bak aftur.)
35. De3, He7
36. Hdel, Hd6
37. Dg5t
(Það hlýtur að hafa verið ömur-
legt fyrir Larsen að þurfa að leika
þessum leik.)
37. —, DxD
38. Ihsíi, IIxH
39. IIxH, Bd5
40. Hc8t, Kg7.
Larsen gefst upp. F.Ó.
Leiðrétting:
í síðasta þætti brenglaðist 29.
leikurinn í 5. skákinni, en hann
á að vera sem hér segir:
29. Bc3, h5.
Veljið yður í hag - Úrsmíði er okkar fag
Nivada
OMEGA
©|—Hii
JUpjlUL
PIERPOm
lUVIiagnús E. Baldvinsson
Laugavcgi 12 - Símf 22804
FERÐAFÓLK
ís — Ö1 — Sælgæti — Heitar pylsur —
Benzín og olíur. — Verið velkomin. —
Verzlunin Brú, HrútafirSi.
*