Tíminn - 29.07.1971, Blaðsíða 11

Tíminn - 29.07.1971, Blaðsíða 11
ftmrruDAGUR 29. júií mi TlMINN 11 Dr. RICHARD BECK: Ox viður af vísi 4 Aratugum saman hafir dag- blaðið Vísir verið mér kærkom mn gestur heiman um haf. Það hefir flutt mér fréttir bæði úr Reykjavík og víðs vegar af landinu, að erlendum fréttum ógleymdum, og þá ekki sízt af Norðurlöndutn, samhliða fróð- legum greinum um íslenzk landsmál, bókmenntir og listir, og önnur menningarmál. Þar með er þó eigi allt talið, því að fjölbreytni í efnisvali hefir svipmerkt Vísi frá upphafi »ega og fram á þennan dag:, en sú vegferð er löng orðin, því að síðastliðið haust átti hann sér 60 ár að baki. Þótti mér mjög vænt um það, er ég frétti, að fornvin- ur minn, Axel Thorsteinsson, rithöfundur, hefði tekizt það verk á hendur að skrifa sögu Vísis í tilefni af 60 ára afmæli blaðsins. Hann hefir um langt árabil verið starfsmaður þess sem blaðamaður og seinustu ár in sem aðstoðarritstjóri, en lét af því starfi í árslok 1969. Er hann því flestum kunnugri sögu Vísis frá byrjun, eins og glöggt kemur fram í bók hans um það efni. En hún kom út snemma á þessu ári á vegum Bókaútgáfunnar Rökkur, er hefir með höndum aðalútsölu hennar. Bókin ber heitið Óx viður af vísi, og sýnist mér það alveg tiiválið, snjallt og hitta ágæt- iega í mark. Því að enginn fær lesið svo sögu blaðsins, minnugur þess, að það fór af stað undir nafninu „Visir til dagblaðs í Reykjavík“, að hon- sm verði eigi ljóst, að upp af þeim „vfsi“, þein) frjóanga er stofnandinn, Einar Gujinars- aon, piantaði fyrir 60 árum, hefir sprottið limaríkt tré, sem staðið hefir af sér þá storma, er Æqákvæmilega hafa um það liðsðð á langri leið. En Vísir hefir blaðið heitið frá 14. febr- áar 1911 og síðan komið út sem dagblað á hverjum virk- Hm degL Enda ber saga Axels mfirfyrirsögnina „Dagblað í sextán ár“. Það var að tilmælum nú- verandi ritstjóra Vísis, Jónasar Kristjánssonar, að Axel Thor- steinsson tókst það á hendur að rita sögu blaðsins. Segist hann, í eftirmála sínum, hafa færzt heldur undan í fyrstu af ýmsum ástæðum, en bætir síð- an við: „En vitanlega komst ég svo 8ð þeirri niðurstöðu, að mér væri ekki stætt á öðru sem gömlum Vísismanna en reyna þetta, gera það, sem ég taldi mér fært, eða að ganga frá bók, sem yrði drög að sögu blaðsins, frásögn, lýsing á liðn- um tíma, að meginefni um stofnun blaðsins og frumbýl- ingsár og ritstjórnarár þeirra Jakobs Möllers og Páls Stein- grímssonar, ásamt ágripi, sem næði til þess tíma, sem enn er eigi fjær en svo, að hann er ógleymdur. Um þetta varð eng inn ágreiningur. Af framan- greindum ástæðum og vegna þess, að mér varð því hugstæð- ara því lengur sem ég hug- leiddi hlutverk mitt, að gera gamla tímanum sem bezt skil, nær frásögn mín aðeins til loka þess tímabils, sem Hersteinn Pálsson var einn ritstjóri. Þá (1961) urðu enn þáttaskil. Gunnar G. Schram lögfræðing- ur var þá ráðinn að blaðinu sem ritstjóri, og voru þeir Her steinn og hann báðir ritstjór- ar, þar til í maí 1963, og hefði Hersteinn þá starfað við blað- ið í 27 ár, verið ritstjóri í 21 ár, að meðtöldum þeim tíma, er hann var aðstoðarrit- stjóri“. En því hefir þessi kafli eft- irmálans verið sérstaklega til færður hér, að hann lýsir því glögglega, hvernig höfundur hefir afmarkað sér sögusviðið, og er skylt að hafa það í huga, þegar dómur er lagður á verk hans. Hann tjaldar sviðið með Axel Thorsteinsson gagnorðmn inngangi, þar. sem' hann lýsir honum • fyrstu ril-.. raunum, sem gerðar voeu fil. þess að stofna íslenzkt tiág- blað, og getur þeirra braut- ryðjenda, sem þar koma við sögu. Þessu næst lýsir hann, í stuttu máli, ástandinu og bæj- arlífi í Reykjavík á þeim árum, og þeim menningarbrag er þar ríkti. Síðan telur hann upp hin helztu blöð og tímarit frá því tímabili, og dvelur sérstak- lega við blaðið Ingólf og rit- stjóra þess. Segir hann rétti- lega: „Árin frá 1896 til 1910 eru forsaga íslenzkra dag- blaða". í megindráttum dreg- ur höfundur, í lok inngangs- ins, athygli að þeim miklu breytingum, sem urðu á ís- lenzku þjóðlífi á fyrsta tug ald arinnar. Kemur þá að meginmáli bók- arinnar, en þar rekur höfund- ur ítarlega tildrög stofnunar Vísis og, í tímaröð, sfarfsferil stofnandans, Einars Gunnars- sonar, og eftirmanna hans í ritstjórnarsessinum fram til ársins 1961, en þeir voru: Gunnar Sigurðsson frá Sela læk, Hjörtur Hjartarson, Andrés Bjömsson, Jakob Möll- er, Páll Steingrímsson, Baldur Sveinsson, Kristján Guðlaugs- son og Hersteinn Pálsson. Þessi niðurröðun efnisins er bæði eðlileg og skipuleg. Afar fróðlegt er að lesa kaflann um stofnanda blaðsins og sögu frumbýlingsáranna, en það er í senn baráttu- og sigursaga. Rit stjórarnir, sem fylgdu frum- herjanum í spor, skipuðu þann sess mjög misjafnlega lengi, og gætir áhrifa þeirra að sama skapi misjafnlega. En um það, fram til ársins 1938, fer Axel þessum orðum: x,,Af Vísismönnum á því skeiði, sem fjallað er um hér að framan, settu þeir svip sinn á blaðið öðrum fremur: Jakob Möller, Páll Steingrímsson og Baldur Sveinsson“. Frásögn höfundar um starfs- feril þeitra ber því vitni, að sú staðhæfing er á traustum rökum byggð. Seinni ritstjór- arnir, sem tóku við af hinum ofannefndu, þeir Kristján Guð laugsson og Hersteinn Pálsson, skipuðu einnig sessinn með sóma og mörkuðu djúp spor í sögu blaðsins. En öll er saga Vísis, þróun- ar hans og aukins áhrifavalds, litrík og athyglisverð að sama skapi. Sú saga er einnig drjúg ur skerfur og merkilegur til þjóðmála- og athafnasögu og menningarsögu Reykjavíkur, og þjóðarinnar í hcild sinni. Koma þar við sögu, auk rit- stjóranna, fjölda margir aðrir hæfileika- og merkismenn, ekki sízt í hópi menntamanna og rithöfunda. Jafnframt lýsingunni á starfs ferli ritstjóranna, er æviferill þeirra rakinn í megindráttum, og;tekur það einriig til margra annarra starfsmanna blaðsins. Sýnir það bæði réttsýni höf- undar og eykur fróðleiksgildi bókarinnar, En í „Minningabrotum“ sín- um frá starfsárunum 1924— 1938 segir Axel mjög skemmti- lega frá æsku- og unglingsár- um sínum í Reykjavík og starfs árum sínum við Vísi. Getur hann þar fjölda manna, rit- stjóranna og annarra, sem hann vann með eða kynntist á þyi l^nga starfsfímabiti sínu. Og auðfundin er hlýja hans til samstarfsfólkáins, hvaða sess, sem það skipaði í starfsliðinu. Og ekki gleymir hann „litla sölufólkinu", blaðburðar- og sölubörnunum, eins og 1 síðar verður aftur vikið að. Að öllu athuguðu er bók þessi prýðisvel samin, af mik- illi vandvirkni og auðsjáan- legri viðleitni til þess að segja það eitt, er höfundur veit sannast og réttast. Bókin er einnig, eins og þegar hefir ver ið gefið í skyn, hin skilmerki- legasta um efnisskipun og jafn framt læsileg vel. Hún er 205 bls. að stærð, að nafnaskrá með talinni. Þessi saga bér því glöggt vitni, að Vísir hefir eigi aðeins verið, í vaxandi mæli, fjöl- breytt blað að efni, heldur einnig í ýmsum greinum braut ryðjandi í íslenzkri blaða- mennsku. Hann hefir einnig verið frjálslynt blað, þar sem menn með ólíkustu skoðanir hafa átt þess kost að láta þær í ljós á opinberum vettvangi. Okkur íslendingum vestan hafs hefir Vísir verið mjög vin- veittur frá byrjun. Fer Axel um það þessum orðum (bls. 23): .„Þegar í 2. tbl. eru bæj- ar fréttir auknar að miklum mun og birt fyrsta fréttin um Vestur-íslendinga og þeim aldrei gleymt í ritstjórnartíð Einars“. Af eigin reynd veit ég, að þau ummæli eiga jafnt réttilega við um eftirmenn hans í ritstjórnarsessinum fyrr og síðar. Hefir Vísir á sínum langa ferli flutt fjölda frétta- greina um Vestur-íslendinga, ritgerðir um skáld þeirra, svo sem á aldarafmæli Stephans G. Stephanssonar, og um merkis- tímamót í sögu þeirra, meðal anna’rs um 50 ára afmæli Þjóð- ræknifélags íslendinga í Vest- urheimi (1969), að eitthvað sé talið af slíku efni blaðsins. Auk meginmáls bókarinnar, er í henni mjög merkilegur við auki, „Konan við hlið baráttu- mannsins“, en það er frásögn Margrétar Hjartardóttur Lín- dal, seinni konu Einars Gunn- arssonar, um „Fortíð og fyrstu daga Vísis“, sem birtist í Jóla- blaði Vísis 1950. Er viðtal þetta gagnfróðlegt^og bregður birtu á stofnun blaðsins og baráttusögu þess framan af ár- um, og lýsir jafnframt stofn- anda þess og fyrstEnitstjóra. Framháld á bls. 10. Húsbyggjertdur! Kynnið yður fyrst og síðast ADAX rafmagnsþilofnana. — Þeir standa fremst, hvað varðar útlit, öryggi og sparneytni. Tvöfalt thermostat. Auðveldir í uppsetningu. Létt þrif. Margar stærðir og gerðir. 3 ÁRA ÁBYRGÐ Sjáið þér hjá okkur Einar Farestveit & co. hf raftækjaverziun Bergstaðastræti 10A. Sími 16995 t i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.