Tíminn - 18.08.1971, Síða 3

Tíminn - 18.08.1971, Síða 3
MIÐVIKUDAGUR 18. ágúst 1971 TIMINN 3 EYSTRI-RANGA SENN VEITT YFIR HUNDR. HEKTARA ÖRFOKALANDS FB—Reykjavík, þriðjudag. Eftir eina til tvær vikur verð- ur vatni veitt yfir nokkur hundr- uð hektara lands á afréttarlönd- um um átta kílómetra frá efsta bænum, Fossi, í Rangárvallasýslu, samkvæmt upplýsingum Páls Sveinssonar landgræðslustjóra í Gunnarsholti. , Páll sagði í viðtali við Tím- ann í dag, að ákveðið hefði ver- 1 ið, að taka hluta af Eystri-Rangá intii á afréttinum, og veita ánni vestur yfir hundruð hektara upp- blásturslands, þar sem ekki er stingandi strá að sjá, og ekkert nema vikur og aska. Páll sagði, að þetta gæti orðið upphafið að mik illi uppgræðslu þessa lands, þar sem rakaleysið væri eitt aðal- vandamálið á stöðum sem þess- um. Væri rakastigið nægilegt þyrfti ekki að óttast að sandur- inn, eða askan ryki burtu, og þá væru möguleikar á því að gróður gæti fengið fótfestu á landinu. Þá má ennfremur geta þess að áin ber fram með sér leir og jurtaleifar, sem verða til þess að auðvelda uppgræðsluna. Unnið hefur verið áð því að grafa skurð frá ánni, og var það gert í fyrrahaust. Þá hefur einnig vcrið unnið að stíflugerð í fram- íaldi af þessu og vcrður henni okið í þessari viku. Þegar steyp- an í stíflugarðinum hefur harðn- að verður hægt að hleypa vatninu á. Þetta er stórmerk uppgræðslu- tilnaun, sagði Páll, en svipuð til- raun hefur áður verið gerð með góðum árangri, þegar ánni Stjórn á Síðq var veitt yfir Stjórnar- sand, með góðum árangri. Vísitala framfærslukostnaðar lækkar, kaupgjaldsvísitalan hækkar FB—Reykjavík, þriðjudag. Blaðinu hefur borizt fréttatil- kynning frá Hagstofu íslands um vísitölu framfærslukostnaðar. Þar segir, að kauplagsnefnd hafi reikn- að vísitölu framfærslukostnaðar í ágústbyrjun 1971 og reyndist hún vera 154 stig, eða einu stigi lægri en í maí-byrjun, 1971. Lækk un vísitölunnar frá maí-byrjun til ágústbyrjunar var náner tiltek- ið úr 154,8 stigum í 153,6 stig, eða 1,2 stig. Lækkanir á vísitöl- unni síðan í maí-byrjun námu alls 2,3 stigum, og var þar um að ræða aukna niðurgreiðslu mjólkurverðs frá 1. júní og verð- lækkunarráðstafanir, sem komu til framkvæmda 1. ágúst s.l. Á hinn bóginn var um að ræða ýms ar verðlækkanir, aðallega á inn- fluttum vörum alls, 1,1 stig. Kauplagsnefnd hefur reiknað kaupgreiðsluvísitölu fyrir tímabil ið 1. september til 30. nóvember 1971, samk'væmt kjarasamningi 19. júní 1970 og samningi fjármála- ráðherra og Kjararáðs Bandalags starfsmanna ríkis og bæja 22. júní 1970. Er þessi kaupgreiðslu- vísitala 107,19 stig, og síkal því á nefndu tímabili greiða 7,19% verðlagsuppbót á grunnlaun. Kem ur þessi verðlagsuppbót í stað 6,25% uppbótar, sem gildir í ágúst 1971. Nefnd sett á laggirnar til að semja REGLUGERÐ UM RÁÐSTAFANIR GEGN MENGUN Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra Magnús Kjartansson, hef ur skipað nefnd til að semja drög að reglugerð, sem ráðherra hyggst setja samanber 13. gr. laga um eiturefni og hættuleg efni nr. 85/1968. Ákvæði væntán- legrar reglugerðar eiga að koma í veg fyrir mengun lofts, láðs og lagar af völdum eiturefna og hættulegra efna, sem koma fram sem úrgangsefni eða á annan hátt við iðnrekstur eða annan atvinnu- rekstur. í nefndinni eiga sæti: Benedikt Sigurjónsson, hæsta- réttardómari, formaður. Alfreð Gíslason, læknir. Vilhjálmur Lúðvíksson, efna- verkfræðingur og Páll Sigurðsson, ráðuneytisstjóri. Tillögur nefndarinnar verða lagðar fyrir landlækni og eitur- efnanefnd til umsagnar eins og fyrrgreind lög gera ráð fyrir. Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið, 17. ágúst 1971. HÓLAHÁTÍÐIN ER Á SUNNUDAGINN Ólafur Jóhannesson, forsætisráðh., flytur ávarp. FB-Reykjavík, þriðjudag. Hin árlega Hólahátíð verður um næstu helgi. Hólahátíðin var haldin í fyrsta sinn er vígður var tum sá, sem reistur var á Hólum í tilefni af 400 ára dánardægri Jóns Arasonar biskups, árið 1950, og hefur verið á hverju ári síðan. Meðal gesta á Hólahátíðinni verð ur Ólafur Jóhannesson, forsætis- ráðherra, en hann er einnig kirkju málaráðherra. Mun ráðherrann flytja ávarp í Hóladómkirkju á samkomu síðdegis á sunnudag- HTO. Hátíðin hefst með guðsþjónustu í kirkjunni, þar sem biskupinn, herra Sigurbjörn Einarsson pré- dikar. Hann mun þá minnast þess, að 400 ár eru liðin frá því Guð- brandur biskup vígðist og kom til Hóla, um mitt sumar 1571. — Ræðumaður á Hóladegi verður Jóhann Jóhannsson, skólastjóri á Siglufirði. Kirkjukór Lögmanns- hlíðar syngur undir stjórn Áskels Jónssonar, organista. Kórinn syng ur bæði við guðsþjónustuna og á samkomunni í kirkjunni. Tví- söng og einsöng syngja þau Helga Alfreðsdóttir og Eiríkur Stefáns- son, en Gýgja Kjartansdóttir leik- ur einleik á orgel. Fyrir altari þjóna sr. Pétur Sigurgeirsson, vígslubiskup og sr. Árni Sigurðs- son .formaður Hólafélagsins. Kl. 10 á sunnudagsmorgunn verður aðalfundur Hólafélagsins á Hólum. Prestafélág Hólastiftis heldur aðalfund sinn í Löngmýrarskóla á laugardaginn, og hefst hann kl. 3 síðdegis. Á Hólahátiðinni verður selt merki Hólastaðar, og ennfremur ritið Tíðindi, sem er rit Prcsta- félagsins. Buff? Sfeikfur fiskur? Ekki þó einhver nýr réffur? - Eða eru það bara þessar venjulegu bollur? Það skipfir ekki höfuðmáli. Allf þeffa gefur verið hnossgæti, ef það er malreiff á rétfan háft með rétfum efnum. Gleðjið fjöiskylduna með reglulegu góðgæti. Reynið FLÓRU-smjör- líki, það gefur malnum lokkandi úllit og Ijúffengf bragð. SMJÖRLÍKISGERÐ AKUREYRI FLORU SMJÖRLÍKI einnig eftirsótt í allan bakstur AVIDA mm Er Gylfi byrjaður námið? í gær birtist furðulegur leið- ari í Alþýðublaðinu, sem ber yfirskriftina: „Nixon og Hall- dór“. Öðrum þræði er í leiðar- anum hiakkað yfir því, að efna hagsaðgerðir Nixons og gjald- eyriskreppan í heiminum kunni að valda hinni nýju ríkisstjórn á íslandi erfiðleikum, en að hinu leytinu, er leiðarinn játn- ing á því, að það væri rétt sem Framsóknarmenn sögðu í stjórn arandstöðu allt viðreisnartíma- bilið, að þau peningalegu hag- stjórnartæki, sem verið hafa helztu úrræði hins pragmatíska kapitalisma og „viðreisnar- stjórnin“ beitti í 12 ár sam- fleytt til að reyna að efna höf- uðloforð sitt, „stöðvun verðbólg unnar“, væru úrelt og hentuðu sízt við íslenzka staðhætti, þótt enn væri notazt við þau að nokkru í háþróuðum og fjár- magnsríkum iðnaðarþjóðfélög- um. Meðan Gylfi var viðskipta- og bankamálaráðherra á fs- landi, svaraði hann því einu til að sjónarmið Framsóknar- manna væru afturhaldssjónar- mið og viðreisnarstjórnin beitti heimsviðurkenndum úrræðum til að vinna gegn verðbólgu og ekki kæmi til mála að reyna önnur úrræði. f leiðara Alþýðu blaðsins er einmitt vitnað til sömu skoðana þeirra hagfræð- inga í Bandaríkjunum, sem fylgja þessari íhaldshagfræði, og gætu þær setningar verið teknar beint úr einhverri ræðu Gylfa á undanförnum áratug, en hann hélt einmitt fram þeim sjónarmiðum, „að nægilegt væri að treysta á aðgerðir seðla- bankans, og rfkisstjórnin þyrfti ekki að grípa til frekari að- gerða en hclztu peningalegra hagst j órnartæl: j a.“ Öðru vísi mér áður brá Skoðunum þessara hagfræfb inga hafnaði Nixon forseti, en fór að ráðum hinna, sem sögðu að peningaleg liagstjórnartæki ein dygðu ekki í nútíma efna- hags- og atvinnulífi. Um það segir leiðarahöfundur Alþýðu- blaðsins, sem stílglöggir menn segja að gæti verið Gylfi sjálf- ur, að Nixon sé „á réttri leið að því leyti, að ekki verður komizt hjá viötækum afskipt- um ríkisvalds af efnahagsmál- um nútímans, hvort sem það særir tilfinningar hinna hreinu kapitalista eða ekki.“ Um 12 ára skeið var Gylfi Þ. Gíslason, formaður Alþýðu- flokksins, mest ráðandi um stjórn efnahags- viðskipta, og bankamála á íslandi. Hann var þá í stjórn með Sjálfstæðis- mönnum og því fór svo fjarri að hann særði „tilfinningar hinna hreinu kapitalista“. Þvert á móti var hann maður, sem gladdi þeirra hjarta. Nixon er á réttri lcið segir Alþýðublaðið. Og meira að að segja Gylfi virðist vera far- inn að læra líka! Hann er ekki lengur í stjórn og þarf því vafalaust ekki að taka eins mikið tillit til tilfinninga samstarfs- manna sinna og áður. En það, sem ræður þó sennilega lirslit- Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.