Tíminn - 18.08.1971, Qupperneq 5

Tíminn - 18.08.1971, Qupperneq 5
MIÐVIKUDAGUR 18. ágnst 1971 TIMINN MEÐ MORGUN KAFFINU Þegar frú Auður Auðuns varð dómsmálaráðherra í sept. sl., lét hún svo orð falla í viðtali í sjónvarpinu, að ,,hún hefði val- inn mann í hverju rúmi.“ Heyrðist þá veraldarvön eldri frú ein, sem við sjónvarp sat, andvarpa: „Aldrei hefði ég nú trúað að óreyndu, að blessunin hann Baldur minn Möller væri valinn í rúm, jafngjarn og hann er á að taka sér frest í málum.“ SegSu mér, Jóna. tnilcið í kaup? Hvað hef- Fáir eða engir málflutnings- menn hafa komizt hjá því að fá einhverjar vítur hjá dómstólum fyrir ummæli í málflutningi. Eitt sinn bar það við hjá Ólafi Þorgrímssyni hrl., að hann deildi hart á andstæðing sinn. Eftir að Hæstiréttur hafði rakið ummæli Ólafs, sem talin voru ósæmandi, komst rétturinn svo að orði: „Fyrir áðurtalin um- mæli bcr að víta greindan Ólaf Þorgrímsson." Með þessar vítur varð Ólafur hinn ánægðasti og sagði: . „Það var tími til kominn, að Hæstiréttur viðurkenndi, að ég væri greindur.“ Lögregluþjónn (kemur hlaup- andi á eftir manni): „Hevrið þér. Þér megið ekki fara með hund þarna inn.“ Maðurinn: „Nú, ég á ekkert í þessum hundi.“ Lögregluþjónn: „Hann fylgir yður þó eftir.“ Maðurinn: „Já, en það gerið þér líka, en þó veit ég ekki til að ég eigi neitt í yður.“ — Ég veit vel, að maður á ekki að afsaka sig, en það er dálítið blautt hérna. Listmálarinn, við bóndakonu: ,-,Viljið þér leyfa mér að mála litla, laglega húsið yðar?“ Bóndakonan: Já, gerið þér svo vel. En þá verðið þér líka að mála rimlagirðinguna einu sinni yfir, því annars stingur hún svo í stúf við nýmálað hús- ið.“ — Skrlfar maður van Gogh í einu eða tveimur orðum. Hinn 26 ára gamli Japani Ta- taficu, er búinn að hjóla í tæpt ár, en hann er nú á leið frá Japan í kringum jörðina og heim aftur. Hann hefur lagt að baki sér Suðaustur-Asíu, Norð- ur-Afríku, Suður-Evrópu, og hér á myndinni er hann staddur á Ráðhústorginu í Kaupmanna- höfn. Hjólið hans er ekki venju- legt tvíhjól, heldur aðeins ein- hjól. Takmarkið með þessari hjólreíðaför er að læra landa- fræði, og ef til vill að finna sér konu, og hugsið ykkur, sögðu DENNI — Það er of mikið af kossum í bíóinu þínu og ekki nógu rnikið DÆMALAUS I salt 1 Popkorni»« þinw’- iiiiiiiiiiuiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiitiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiimilllHiii ,i,. dönsku blöðin, Tataficu fellúr vel við dönsku stúlkurnar. Tata- ficu ætlar sér að hjóla dálítið um Norðurlöndin, áður en hann heldur ferðinni áfram, en engar sögur fara af því, hvort hann hyggst koma við hér á íslandi, en faiú svo, er áreiðanlegt, að hann lætur einhver falleg orð falla um íslenzkar stúlkur, eins og siður er útlendinga. — Þeir segja jú allir, að Islenzku stúlk- urnar séu þær fallegustu í hejm inum. — ★ — ★ Eftir þrjátíu ár mun umferð- in yfir Stórabelti tífaldast, mið- að .við það sem nú er. Þetta þýðir,. að á brúnni yfir sundið verða að vera 18 akbrautir, og verður þá að byggja aðra brú við hlið þeirrar sem nú er. En vera má að ekki verði nauðsynlegt að leggja í þær framkvæmdir til að mæta auk- inni umferð milli Sjálands og Jótlands. Umferðarsérfræðing- ar segja, að flugvélar muni að öllum líkindum taka að tals- verðu leyti við af bílaumferð- inni á þessari leið, bæði til mannflutninga og vöruflutninga. Paul McCartney, sá frægi bít- ill, er nú oi'ðinn stjórnandi nýrr ar popphljómsveitar. Linda, eig inkona hans, Englendingurinn Denny Laine og Denny Seiwell frá Bandaríkjunum eru sögð eiga að skipa þessa nýju hljóm- sveit með honum. Sagt er, að innan eins árs muni hljómsveit- in senda frá sér fyrstu hljórn- plötuna. Sem kunnugt er yfirgáfu þeir félagar í The Beatles hver ann- an á síðasta ári, en þá var hljóm sveitin leyst upp, eftir að búið var að skipta eignum hennar milli f jórmenninganna. Kvennablaðið Femmes d’Au- jourd’hui (Konan í dag) var með svolítið sumargaman árið 1962, en þetta sumargaman hef- ur nú breytzt í vísindalegar til- raunir, eða upplýsingastarf. — Kvennablaðið lét kasta 1501 flösku í sjóinn, en í flöskunum voru bréf frá belgískum börn- am, þar sem þau fóru þess á ieit við þá, sem fengju flösk- irnar í hendur, að þeir skrif- uðu og segðu, hvar og hvenær flöskurnar hefðu fundizt. Flösk- unum var varpað í ^jóinn skammt frá Ostende. og til- gangurinn var sá, að koma á bréfasambandi milli barna í Belgíu og annars staðar í heim- inum. Um helming flasknanna rak á land í Englandi, Hollandi, V-Þýzkalandi, Danmörku, Sví- þjóð og Noregi, og franski flot- inn fékk lista yfir þá staði, þar sem flöskurnar höfðu fundizt. Franski flotinn hefur á sínum vegum umfangsmjkla., hafrann- sóknarstofnun, sem nú hefur lát ið kortleggja flöskufundarstað- ina, og með því gert kort yfir yfirborðsstrauma. Eftir að það hafði verið gert datt vísinda- mönnum í hug, að gera enn stór- kostlegri tilraun. Þeir láta nú kasta í sjóinn frá 50.000 og allt upp í 250 þúsund flöskum í einu. Réttara mun þó vera að kalla þetta plasthylki en flösk- ur, því þau hafa verið gerð sér- staklega í þessum tilgangi og eru auðkennd sem „öldubréf“. En það eru fleiri en vísinda- menn, sem varpa flöskum í sjó- inn. Hér er mynd af dönskum manni, Olaf Christensen og Em il Magejczyk. — Emil kastaði flösku í sjóinn við strönd Pól- lands, þegar hann var enn lítill drengur. Svo liðu 11 ár, og flaskan fannst í Danmörku. Þá bauð finnandinn, Olaf Christen- sen, Emil til Danmerkur, og höfðu báðir mikið gaman af heimsókninni, sem flöskupóstur- inn hafði verið upphafið að. ★ — Plumrose, Tarzan, Grisley og' Albáng De’bang, aparnir í dýra- garðinum í Kaupmannahöfn eru nýbúnir að fá ný húsakynni. — Þeir kunna sér ekki læti i nýju híbýlunum sínum, því nú eru ekki lengur rimlar umhverfis þá, heldur glerveggir. Hér sjá- ið þið, hvernig einn þeirra horf- ir á mannshönd, sem stutt hef- ur verið á glervegginn. Apa- greyið skilur ckki, hvernig þessu er varið, en hvað um það; það er miklu skemmtilegra að hafa glerið í kringum sig held- ur en þessa árans rimlá. Milli apanna og áhorfendanna er nú 38 mm. þykkt glgr. Aparnir döns uðu stríðsdans daginn sem þeir voru fluttir í nýja búrið. Ekki aðeins vegna glersins, heldur ef til vill öllu fremur vegna þess, að síðasta mánuðinn áður en þeir fluttu. höfðu þeir orðið að láta sér nægja að hýrast í óskaplega þröngu og litlu búri. I

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.