Tíminn - 18.08.1971, Blaðsíða 6

Tíminn - 18.08.1971, Blaðsíða 6
TÍMINN MIÐVIKUDAGUR 18. ágúst 1971 Veljið yður í hag * Úrsmíði er okkar fag Mvada OMEGA ©1 Æpina. OAME PIERPOm Magnús E. Baldvinsson Laugavegi 12 — Sími 22804 Kennarastöður Tvo kennara vantar í almennum kennslugreinum við barnaskólann á Selfossi. Umsóknir sendist hið fyrsta formanni skólanefndar Snorra Árnasyni lögfræðingi, Selfossi. Laus staða Staða skrifstofustjóra viðskiptaskrifstofu Raf- magnsveitu Reykjavíkur er laus til umsóknar. Laun samkvæmt kjarasamningum Reykjavíkur- borgar. Umsóknarfrestur er til 23. ágúst. Rafmagnsveira Reykjavíkur. Notuð húsgögn og skráfstofubúnaður til sýnis og sölu á 3. og 4. hæð Hvérfisgötu 8—10 í Reykjavík (Skattstofa Reykjavíkur) miðvikudag og fimmtudag 18.—19. ágúst kl. 14.00 til 18.00 báða dagana. Selt verður: Skrifborð, fundarborð, stólar (borðstofu o.fl.), hillur, skápar, sófar og fleiri húsgögn, einnig tveggja hurða peningaskáp- ur. Ennfremur er til sölu á afgreiðslu vorri Borgar- túni 7; stór uppþvottavél, skjalaskápar, „Skrif- púlt“ 2 stk. ný, dæla með rafmótor, ljósprent- unarvél, fjölritari, bókhaldsvélar og ritvélar. INN K AUPASTO FNU N RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 FERÐAFÓLK Verzlunin Brú, Hrútafirði býður yður góða þjón- •ustu á ferðum yðar. Fjölbreytt vöruval. Verið velkomin. Verzlunin Brú, HrútafirSi. Magnús H. Gíslason á Frostastöðum: TÝRA- AUÐ GÖNGUFÖR Einhver J. ritar pistil í fslend- ing frá 21. júlí s.l. og nefnir „á fömum vegi.“ Fátt eitt sem fyrir J. ber á þessari vegferð gleður auga hans, enda er göngulagið þreytulegt. Pistil sinn byrjar J. á hjartnæmum eftirmælum um við- reisnarstjórnina sálugu, . . samhentustu og mikilvirkustu stjóm, sem við höfum átt . . .“, (mikilvirkur er nú raunar hægt að vera með ýmsu móti), — en upphefur síðan hrakspádóma fyr- ir hinni nýju ríkisstjórn. Telur hann fáa spá henni langlífi því Framsóknarmen.. séu ókyrrir í stjórnarsamstarfi og „. . . stjóm- arsamningurinn varðandi varnar- mál íslendinga séu í fullri óþökk við meiri hluta þjóðarinnar,“ enda hafi........þjóðin sjálf og grannþjóðir okkar ekki lýst fögn- uði yfir nýju stjórninni. . .“ Svo mörg em þau orð, — og þó fleiri. Varla g:etur þráseta í ríkis- stjóm út af fyrir sig talizt nein höfnð. dyggg þjá neinum stjórn- málaflokki. Heiðarlegur flokkur getur því aðeins setið í ríkis- stjórn, að hann telji málum miða í rétta átt og vilji bera ábyrgð á stjórnarstefnunni. Það er rétt, að viðreisnarstjómin sat í þrjú kjörtímabil, þótt hún efndi fæst af þeim fyrirheitum, sem hún gaf við upphaf ferils síns, en ekki er ég viss um að sú þráseta hafi verið að vilja allra Sjálfstæðis- manna. Ég man ekki betur en Sjálfstæðisflokkurinn hafi talið sig óska alþingiskosninga sl. haust, þó að reyndin yrði sú, að litli bróðir tæki þá ráðin af þeim stóra. Og i nýjasta hefti Frjálsrar v rzlunar segir Ásmundur Ein- arsson m.a.: „. . .fullyrt er að hann, (þ. e. Bjami Benediktsson), hafi verið farinn að hallast að kosningum fyrir lok kjörtímabils- ins, sem lausn á vanda flokks og stjórnar." Einhverjar brotalamir virðast því hafa verið komnar á „samhentnina" þótt ofan á yrði að standa ekki upp úr stólunum með- an setið varð. Hvaðan kemur J. sá vísdómur, að ákvörðun stjórnarinnar um að efna til viðræðna um brottför hersins sé tekin í „. . . fullri óþökk meirihluta þjóðarinnar"? Allir núverandi stjómarflokkar höfðu lýst því yfir fyrir kosning- ar að þeir vildu vinna að því, að slíkar samningaviðræður yrðu hafnar. Yæri ekki, eðlilegra að telja að frávik frá þeirri stefnu nú væri gert í „óþökk“ þess meiri hluta, sem veitti þessum flokkum brautargengi en hið gagnstæða? Það held ég flestum hljóti að sýn- ast. J. fullyrðir, að hvorki „grann- þjóðir" okkar né íslenzka þjóðin hafi fagnað ríkisstjórninni. Hvaða grannþjóðir eru það, sem J. á við? Það eru „Morgunblöð" Norður- AÐEINS VANDAÐIR OFNAR h/fOFNASMIÐJAN EINHOLTI lO — SlMI 21220 Höfum ávallt fyrirliggjandi allar stærðir skraut- I hringja á hjólbarða, bæði alhvíta og hvíta meo 1 svartri rönd. Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er. GÚMMSVINNUSTOFAN H.F. Sklpholti 35 — ReykjaVik - í - Sími 30688 landaþjóðanna. Hver bjóst við því, að íhaldsblöð á Norðurlönd- um fögnuðu vinstri stjórn á ís- landi? Trúlega enginn nema þá þessi hr. J., sem virðist telja, að þessi litli íhaldsmeirihluti á Norð- urlöndum séu Norðurlandaþjóð- imar eins og þær leggja sig og er það raunar í góðu samræmi við það álit hans, að sá meiri hluti íslenzku þjóðarinnar, sem raunvemlega myndaði vinstri stjómina, sé ekki „þjóðin sjálf,“ heldur sé hún bara liðsoddar íhaldsins, auðvitað að viðbættum J. sjálfum. Um spádómsgáfu manna skal ég ekki deila við J., en hann telur fáa spá stjórninni langlifi. Ég hef þar þó aðra sögu að segja. Fyrstu dagana eftir stjómarmyndunina héldu sumir Sjálfstæðismenn því mjög á lofti, að kosið yrði aftur í haust, því samstarfið mundi rofna. Það var þó auðvitað aðeins von þeirra en engin vissa. Nú heyri ég naumast nokkurn mann gera öðru skóna en því, að stjóm- in sitji út kjörtímabilið. Úrslit kosninganna sýndu vilja meiri hluta þjóðarinnar fyrir myndun vinstri stjómar. Því verður að ætla, að sá meiri hluti standi fast með stjóminni. Og hvað um af- stöðu Alþýðuflokksins? þegar for menn flokkanna komu fram í sjón varpinu að afloknum kosningum, sagði Gylfi að Alþýðuflokkurinn mætti vel una úrslitunum, því að stefna hans hefði stórunnið á, þótt flokkurinn tapaði. Stjómar- myndunin var rökrétt framhald af þessum sigri „alþýðuflokks- stefnunnar“ svo varla er annars að vænta, en að Alþýðuflokkur- inn verði fremur hlynntur rflös stjórninni. Enn kemur svo til, að nokkur hluti Alþýðuflokksins taldi einboðið að hann gerðist þátttakandi í stjórninm. Mér finnst einnig mega búast við, að raunsýnni menn Sjálf- stæðisflokksins vilji að andófi flokks þeirra sé haldið ínnan skikkanlegra takmarka. Þeir voru, ýmsir hverjir, orðnir lang- þreyttir á fyrrverandi ríkisstjórn og trúlitlir á vilja hennar og þó einkum getu til þess að leysa þau vandamál sem við var að fást og að steðjuðu. Og J. kemst að þeirri niðurstöðu á rölti sínu um farinn veg, að í rauninni byggi ríkisstjórnin að ýmsu ieyti á þeim grunni. sem Siálfstæðisfl. lagði á sínum síðasta landsfundi. Jafnvel Sjálfstæðisfl. sýnist þannig hafa talsverða ástæðu til að fagna rík- isstjórninni. Þegar á allt þetta er litið virð- ast mér meiri líkur á því, að J. leggi lag sitt fremur við falsspá- menn en hina, sem byggja spá- dómn sína á ra"nij1pT.j •-ja.a í vnð- horfum. Það er ekki hollur félags- skapur, hvorki á „förnum vegi“ né annars staðar. Magnús H.'Gíslason. /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.