Tíminn - 18.08.1971, Side 8
MIÐVTKUDAGUR 18. ágýsL 1971
TÍMINN
Þættir úr sögu Eskifjarösr fram að síðustu aidamótum
fjarðarkaupstaðar
í dag, 18. ágúst, er 185 ára
'mæli Eskifjarðar sem verzlunar-
aðar. Af því tilefni kemur á
essum degi út fyrsta bindi í
igu staðarins. ESKJA — bókin
m Eskifjörð. Einar Bragi rit-
ofundur, hefur séð um útgáfuna.
yrsta eintak Eskju var fært for-
■tahjónunum að gjöf frá Esk-
rðingum, er þau komu í opin-
?ra heimsókn hinn 8. ágúst s.l.
uðun Einarsson, kennari frá
skifirði, hafði handbundið það
agurlega í alskinn. Hilmar
jarnason, formaður Byggðarsögu
efndar, afhenti gjöfina og rakti
ð það tækifæri helztu þætti í
igu byggðarlagsins. Honum fór-
st m.a. orð á þessa leið:
„Elztu heimildir, sem mér eru
unnar um mannaferðir hér við
skifjörð, er að finna í Land-
ámabók og eru á þessa leið:
Þorgeir Vestarsson hét maðr
öfugr. Hann átti þrjá sonu. Var
inn Brynjólfr inn gamli, annarr
Svarr inn gamli, þriðji Herjólfr.
eir fóru allir til Islands á sínu
kipi hverr þeira.
Brynjólfr kom skipi sínu í
skifjörð ok nam land fyrir ofan
jall, Fljótsdal allan fyrir ofan
engiforsá fyrir vestan, on fyrir
fan Gilsá fyrir austan, Skriðu-
al allan, ok svá Völluna út til
'.yvindarár ok tók mikit af land-
ámi Una Garðarssonar ok byggði
ar frændum sínum ok mágum...
Á öðrum stað stendur þetta:
Evarr var fyrst í Reyðarfirði,
ður hann fór upp um fjall, en
írynjólfr í Eskifirði, áðr hann
ór upp at byggja Fljótsdal, sem
'ðr var ritat.“
Hilmar kvaðst ekki vita, hve-
iær föst byggð hefði hafizt við
jörðinn, en elzta byggðin væri
lýlið Eskifjörður frammi í daln-_
im, og hefðu bændur þar átt allt
land milli prestsetursins Hólma
:>g Svínaskála. Síðan rakti hann
; höfuðdráttum búendatal býlis-
ns frá miðri sautjándu öld fram
il ársins 1778. Gat hann þess, að
írið 1703 hefði verið tvíbýli á
örðinni Eskifirði og 13 íbúar
amtals á báðum búum, en á hjá-
eigunni Lambeyri (nálægt miðju
cauptúninu, sem nú er risið við
ískifjörð) 7 íbúar, eða 20 íbúar
:amtals við Eskifjörð. Árið 1778
)jó í Eskifirði Þorsteinn Þor-
steinsson, lögréttumaður, sem
kallaður var hinn ríki, á móti
Þorsteini syni sínum, en handan
ár bjó Kristján sonur Þorsteins
rika á hjáleigunni Eskifjarðar-
seli. Síðan hélt Hilmar áfram:
„Allt virtist horfa til langrar
búsetu þeirra frænda í dalnum.
En þá urðu óvænt þáttaskil. Þor-
lá'ki M. ísfjörð, sýslumanni,
hafði verið veitt Suður-Múlasýsla
frá 9. febrúar 1778, en um það
leyti hafði Múlasýslum verið skipt
með þeim mörkum, sem enn
gilda. Þegar Þorlákur ísfjörð fór
að huga að samastað fyrir sig og
sína á Austurlandi, fékk hann
augastað á Eskifirði. Hvort sem
um það hefur verið þingað leng-
ur eða skemur, þá selur Þorsteinn
ríki honum eignarjörð sína, Eski-
fjörð, en skilur undan Lambeyri
og leggur til hennar land allt
milli Bleiksár og Lambeyrarár
ytri, sem nú er kölluð Ljósá.
Þangað fluttust þeir nafnar með
fólk sitt, en Kristján fluttist frá
Eskifjarðarseli að Svínaskála.
Sýslumaður þurfti allan dalinn.
Þorlákur ísfjörð giftist 11. okt.
1776 Soffíu Amalíu Erlendsdótt-
ur, sýslumanns Ólafssonar í Bol-
ungarvík, en Erlendur var bróðir
Jóns Ólafssonar Grunnvíkings.
Þau Soffía og Þorlákur höfðu
áður eignazt dreng, sem fæddur
var 19. maí 1774. Drengurinn var
skírður Kjartan. Mættu Eskfirð-
ingar halda upp á 200 ára afmæli
hans, um leið og þeir minnast
1100 ára fslandsbyggðar, því að
Kjartan ísfjörð hóf árið 1802
fyrstur íslendinga verzlun á
Eskifirði og hafði hér mikil um-
svif til dauðadags 1845.
Þorlákur ísfjörð varð slcamm-
lífur, dó 2. apríl 1781 rúmlega
þrítugur. Sýslumannsembættið
var veitt 28. júní sama ár Jóni
Sveinssyni, ungum lögfræðingi.
Hann fékk inni hjá ekkju fyrir-
rennara síns. Hún var sjö árum
eldri en hann. Ekki settu þau það
fyrir sig, en gengu í hjónaband
tveim árum seinna."
Þessu næst gat Hilmar þess, að
alla einokunaröld og lengur hefði
verið rekin verzlun í næsta ná-
grenni við Eskifjörð, á Stekk við
Stóru-Breiðuvík. Þegar verzlun
var gefin frjáls með konunglegri
tilskipan 18. ágúst 1786, réð þar
ríkjum danskur kaupmaður,
Georg Andreas Kyhn, blendinn
stórbokki, sem árið áður hafði
efnazt stórlega á því að klófesta
portúgalskt skip, sem strandað
hafði við Stöðvarfjörð hlaðið víni
og ávöxtum. Og vitnum við nú
enn í frásögn Hilmars:
„Fyrsta verzlunarhúsið í Eski-
fjarðarkaupstað reisti George
Wallace, kaupmaður frá Bergen,
sumarið 1789. Var það jafnan kall
að Norska húsið. Ekki mun Kyhn
kaupmanni hafa þótt gott að hafa
keppinaut hér innar með firðin-
um, og keypti hann árið 1792 allt
Lambeyrarland ásamt Norska
húsinu og Lambeyrarbænum af
George Wallace.
Verzlun hófst þó ekki fyrir al-
vöru á Eskifirði fyrr en 1798,
þegar Danir tveir, sem áður
höfðu verið verzlunarþjónar
Kyhns, reistu hér fyrstu verzlun-
arhús sín á íslandi. Þeir hétu
Niels Örum og Jens Andreas
Wulff. Kölluðu þeir fyrirtæki sitt
Örum & Wulff. Dafnaði það mjög
vel, varð eitt af stærstu verzlun-
arfyrirtækium landsins á 19. öld-
ínni og atti víða útibú.
Eitt verzlunarhús frá þeirra tíð
er enn uppistandandi hér á Eski-
firði. svokölluð Gamla búð. sem
ákveðið hefur verið að varðveita.
Vei’zlunarstaður þeirra örum &
Wulff var kallaður Útkaupstað-
ur, en Framkaupstaður þar sem
Kjartan ísfjörð reisti verzlunar-
hús sín.
Ég sagði áðan, að íbúar við
Eskifjörð hefðu verið 20 árið
1703. Ef við skyggnumst í mann-
tal 113 árum síðar — þ.e. 1816
— þá eru íbúar á sama svæði
orðnir 60. Af þeim búa 23 í daln-
um, en 37 í kaupstaðnum. Örari
hafði fjölgunin nú ekki orðið.
Árið 1853 var Jónas Thor-
stensen settur sýslumaður í Suð-
ur-Múlasýslu, og virðist hann
vera fyrsti sýslumaður sem tekur
sér fasta búsetu í kaupstaðnum,
en síðan hafa sýslumenn Sunn-
mýlinga jafnan setið hér. Honum
var veitt sýslan 30. apríl árið eft-
ir. Um sama leyti kaupir hann
hús hér á Eskifirði, sem að því
er bezt verður séð er smíðað árið
1837 af Páli ísfeld, smið, sem
var sonur Eyjólfs fsfelds, snikk-
ara, sem margar sögur fara af
vegna fjarsýna hans.
Jónas Thorstensen deyr 1861.
Tveim árum seinna eru kornin
í manntalsröðina á sama sta& og
sýslumaður var áður Bjarni
Thorlacius, ’æknir, og Gytte kona
hans. Þau eru fýrstu læknishión
á Eskifirði, en læknissetur hefur
verið hér óslitið síðan. Biarni
lézt árið 1867, en hafði árið áður
flutzt að Lambeyri. Hinn 12. janú-
ar 1875 selur ekkja hans Jens P.
Jensen, beyki, hús sitt á Eskifirði.
Hefur það síðan verið kallað
Framhald á bls. 14.
ESKJA
BÓKIN UM ESKIFJÖRÐ
kemur út í dag á 185 ára afmæli Eskifjarðar
sem verzlunarstaðar.
Bókin verður ekki send 1 bókabúðir fyrr en með
haustinu, en seld hverjum sem vill á áskriftar-
verði (kr. 800) frá og með 18. ágúst og fyrst um
sinn í Lækjargötu 6 A, Reykjavík (Frímerkjahús-
ið — sími 11814).
Á Akureyri er pöntunum veitt viðtaka í síma
12238, í eVstmannaeyjum í síma 1633, í Stykkis-
hólmi í síma 8165. Einnig má panta bókina beint
frá formanni Byggðarsögunefndar Eskifjarðar,
Hilmari Bjarnasyni, Eskifirði.
Byggðasögunefndin.