Tíminn - 25.08.1971, Side 2

Tíminn - 25.08.1971, Side 2
/ 2 TÍMINN MIÐVIKUDAGUR 25. ágúst 1971 6500 þátttakendur í Kaupstefnnnni í Leipzig Haustkaupstefnan í Leipzig verður a@ þessu sinni dagana 5.—12. sept ember. Þátttakendur í haustsýn- ingunni verða rúmlega 6500 fyrir- tæki og sýna þau á 285 þúsund fenmetra svæði. Viðskiptamenn frá 80 löndum munu koma til Leipzig, meðal þernra forystumenn í viðskipta- og atvinnulífi, verkfræðingar, vís- indamenn og sérfræðingar á öll- um framleiðslusviðum. Sýningar Sosialistalandanna verða stærstar og sýna 13 ríki á 225 þúsund fermetrum. Þýzka alþýðulýðveldið er með þátttöku frá 4200 firmum. 15 þróunarlönd taka þátt í sýn- ingunni. Stærsti sýningaraðili frá þessum löndum er Indland. At- hyglisverðar deildir eru frá Li- banon, Brasilíu, Mexikó, Ecuador og fran. Singapor og Tansanía Breiðfylking orðsins sveitar Þessa dagana eru Hvergerðingar að halda upp á tuttugu og ftmm ára afmaeli staðarins, sem auðvitað er miklu eldri. Hveragerði varð aðeins að sérstöku hreppsfélagi fyrir aldar- fjórðungi. Og þeir sýna blómin sín og ýmislegt fleira á þessum afmælis- degi. Öllum er frjálst að horfa á heita vatnið og gufuna, sem leikur um byggðina, en skáldin verða ekiki til sýnis. Samt er Hveragerði eink- um frægt fyrir þetta þrennt, blómin, hitann og skáldin sín, en þeim hefur fækkað stórlega á síðari árum. Helzt að Gunnar Benediktsson varpi svip sínum yfir hið dálitla hverfi, en hann situr enn í náðum við uppspretturn- ar, kennir börnum með miklum ágæt um, og lætur hugann reika um hul- iðsheima liðinnar sögu, löngu fölnað- ur í pólitískri trú sinni. Hina skyldi hann eftir nyrðra. En um tíma var sannarlega fyrir að hitta breiðfylkingu orðsins sveit- ar, þegar komið var til Hveragerðis. Þeir, sem ortu, létu sig dreyma um búsetu í Hveragerði fljótiega upp úr stríðslokum, og töluðu gjarnan um ^*fcta eins og þegar þrældómsmenn á Sknfstofum og við auðssöfnun tala ui» að snúa heim og kaupa jörð í sveitinni sinni. Og nokkrir létu verða af þessu. Um tíma bjuggu þarna skáldin Jóhannes úr Kötlum, Kristján frá Djúpalæk og séra Helgi heitinn Sveinsson,- Helztu rithöfundar vora Kristmann Guðmundsson, Halldór Stefánsson, sem átti part í sumarbú- stað, og Kristján Bender, auk Gunn- ars Benediktssonar. Tveir kunnir list- málarar áttu heima í Hveragerði, þeir Höskuldur heitinn Björnsson og Kristinn Pétursson, sem gamall skóla félagi hans teiknaði eftir minni úti 1 Hönefoss. Það hefur nefnilega ekk- ert skort á eftirminnilega prófíla i fyrrgreindri sveit iistamanna. Oft er vitnað til orða Jónasar um Snorrabúð, og mætti með nokkrum sanni segja hi<j sama um Hveragerði, ef Gunnar Benediktsson sæti ekki staðinn enn. A meðan svo er skyidi enPinn lftkia ITver,'i«x»rði við stekk taka nú í fyrsta sinn þátt í kaup- stefnunni. Frá 27 iðnaðarlöndum Vestur- Evrópu, Ameríku og Asíu sýna 1600 fyrirtæki á 38 þúsund fer- metra svæði. Stærstu þátttöku- löndin eru Belgía, Sambandslýð- veldið Þýzkaland, Frakkland, Hol land, Bretland, Ítalía, Austurríki, Svíþjóð og Bandaríkin. Þátttaka Japana hefur þrefaldazt frá því í fyrra. Miklar skipulagsbreytingar voru gerðar á Kaupstefnunni í Leipzig árið 1968, svo að nú eru ekki einungis sýndar neyzluvörur á haustsýningunni, heldur einnig ýmsar iðnaðarvörur og nokkrar stórar sérsýningar. Sérsýningarnar eru aðallega sýningin „Suterscola“ með kennslutækjum og skólahúsigögn- Framhald á bls i4. enda viðbuið að sa hinn sami fengi svo sem eins og eina kveðju. Hitt er annað mál, að sviðið hefur brugðið svip. Þar sem áður voru rædd ein- stök ljóð, eða nýútkomnar bækur vegnar og metnar, ræða rafvirkjar, trésmiðir og gróðurhúsaeigendur um arð sinn og erfiði. Þó heita götur enn hljómmiklum nöfnum, eins og skáidin gengu frá þeim. Þarna eru Frumskógar, Bláskógar, Laufskógar og Dynskógar. Við hina fyrsttöldu bjuggu fiest skáldin, og vildu sumir að hún yrði nefnd Skáldagata. Því mun Gunnar hafa bjargað vegna þekkingar sinnar á hverfulleik sög- unnar, og hlotið nokkra óþökk fyrir. Þessi götunöfn hafa sum hver kom- izt í bókmenntirnar. En skáldagatan er nú að nokkru byggð fóllki, sem gengur ekki heilt til skógar. A þeim tíma, þegar mest var um skáld í Hveragerði, gistu margir staðinn í skjóli þeirra. Þarna var hlýtt og hjartarúmið mikið, og um- ræðuefnin hvorki tafs um efnahags- vanda né veður, heldur sjálfur kjarni málanna — innviðir mann- skepnunnar sjálfrar, örlög hennar og framgangsmáti allur. Eflaust hefur Hveragerði dregið til sín þessa sveit manna, vegna þess að taiið hefur verið ódýrt að búa þar. Vist er um það, að hitinn var nógur, þótt ekki byggju allir við þau þægindi að hafa einkahver í stofuhorninu hjá sér. Svo hófst skipulagslaus brottflutning- ur. Kristján frá Djúpalæk er aftur kominn til Akureyrar, Jóhannes og Kristmann báðir komnir til Reykja- víkur, einnig Kristján Bender. Þeir áttu það allir sammerkt með staðn- um, og öðrum skáldum og rithöfund- um íslenzkum, að grunnurinn var nokkuð óróiegur. En um þessar mundir munu margir minnast þess- arar fyrrverandi skáldanýlendu með þakklæti, og spyrja eins og forðum: Hvar fæ eg höfdi hallat. Því þótt blómin séu falleg, hveravatnið heitt og hverabrauð gott, þá hafði Hvera- gerði eflaust mestan veg af fámenn- um hópi listamanna, sem kom utan úr kuldanum tii að orna sér eina stund við uppspretturnar. Rvarthö«Si Frá íslendingahátiðinni. ISLENDINCAMOT A SPANI SB—Reykjavík. íslendingamót, hið fyrsta á Spáni, var haldið á Costa del Sol fyrir skömmu. Þar komu saman um 200 íslcndingar úr ferðahóp Útsýnar, auk er- lendra gesta og var glatt á hjalla. Hangikjöt og brennivín var á borð um m.a. og einnig var boðið upp á skemmtiatriði og loks dansað við undirleik Loga frá Vestmanna- eyjum. íslendingamót þetta var haldið á Hotel Las Piramides. Ingólfur Guðbrandsson, forstjóri Útsýnar, stýrði skemmtuninni, en Karl Einarsson, gamanleikari, skemmti með frásögnum og eftirhermum. Hljómsveitin Logar hefur leikið á nokkrum stöðum þarna syðra und anfarið við mikinn fögnuð og hef ur nú verið ráðin til að léika á Barbarella í Torremolinos, en það er stærsti..skemmtistaður á Spáni. Þar byrja Logar í næsta mánuði, cn þangað til munu þeir skemmta á ýmsum stöðum á Costa del Sol. Blaðaljósmyndarar og starfslið frá spænska sjónvarpinu voru við- stödd íslendingakvöldið í Hotel Las Piramides á mámudaginn og tóku myndir og viðtöl, fyrir þátt, sem birtast mun í spænska sjón- varpinu einhvern næstu daga. Árlega er haldin fegurðarsam- keppni í Barbarella og fór hún fram nýlega í ár. Sigurvegarinn var íslenzk stúlka, Gunndóra Viggósdóttir, 21 árs hárgreiðslu- dama frá Reykjavík. Þátttakend- ur voru frá 14 löndum. í viðtali við Ingólf Guðbrands- son, sagði hann ekki ólíklegt, að Útsýn gengist fyrir íslendinga- mótum suður á Costa dcl Sol á komandi árum. Þarna yæri nú orð in íslendinganýlenda mikil, enda dveldust að jafnaði 300 íslending- ar þar allt sumarið og fram í októberlok, á vegum Útsýnar. Þátttaka í hópferðum Útsýnar hef ur aldrei verið eins mikil og í sumar og það þótt sumarið hér heima hafi verið einstakiega gott. Flogið er á hverjum þriðjudegi mcð þotum beint til Malaga. Costa del Sol, strönd Malaga- héraðs, skammt fyrir norðaustan Gíbraltar, cr í mjög hraðri upp- byggingu, þvj að ioftslagið þar er talið hið þægilegasta og heilnæm asta í Evrópu. Frá Costa del Sol er örskammt til nokkurra fegurstu og sögufræg ustu staða Suður-Evrópu. Þar er fyrst að telja tvær merkustu Mára borgir Spánar, Granada og Cor- doba, en auk þess er völ á ferð- um til hinnar seiðmögnuðu borgar Sevilla, til hellisins í Nerja, fjalla þorpsins Ronda -'g síðast en ekki sízt er aðeins 2 klst. sigling til Tanger í Marokkó. í hópferðum íslendinga til ann arra landa, hefur hingað til aðal- lega verið gist á hótelum, en í ferðum Útsýnar til Costa del Sol er mcira um það, að fólk búi í íbúðum og eru nú um tveir þriðju .hlutar farþeganna í slíku húsnæði. Tslcndingar dveljast í bæ.iunum Torremolinos og Fuengirola. skammt suðvestan við Malaga, en það eru einmitt þessir tveir bæir, scm mestra vinsælda njóta á Costa dol Sol. Útsýn hefur gert samning við fyrirtækið Sofico, sem er eitt stærsta fyrirtæki Spánar í íbúðarleigú, og búa far- þegarnir í Fuengirola í stórhýs- um þess við strandgötuna, aðeins nokkur skref frá fjörunni. f Torre molinos býr fólkið i La Nogalera byggingunum { miðbænum. Auk þessa hefur Útsýn farþega á þremur lúxushótelum í Torre- molinos og Fuengirola. Haustsýningin veröur í Norræna húsinu Haustsýning félags íslenzkra myndlistarmanna verður opnuð í hinu nýja sýningarhúsnæði Nor- ræna hússins laugardaginn 4. september n.k. Að venju er öll- um heimilt að senda inn myndir olíumálverk, vatnslitamyndir, graf ik, vefnað og höggmyndir. Vænt- anlegir þátttakendur fá afhenta pappíra með skilmálum sýningar- innar á skrifstofu Norræna húss- ins, og sýningarnefnd tekur á móti listaverkum í Norræna húsinu milli kl. 14 og 17 í dag. Ekki var hægt að halda þessa haustsýningu í sýningarskálanum við Miklatún vegna þess, hve mjög bygging hans hefur tafizt, en væntanlega verður sýningar- skálinn vígður með sýningu, sem halda á í sambandi við Listahá- tíð í Reykjavík fyrrihluta sum- ars 1972. 47 laxar á 2 stangir í Svartá í Húnavatnssýslu Þeir voru sannarleg heppnir veiðimennirnir tveir, sem voru á veiðum í Svartá í Húnavatns- sýslu nú um helginu. Fengu þeir alls á tveimur dögum 47 laxa á stangirnar tvær. og er ekki hægt annað en álíta það eindæma góða veiði. Alls munu nú um 500 lax- ar vera komnir á land úr Svartá. 500 laxar veiddir í Fáskrúð í Dalasýslu Um 500 laxar eru nú komnir á land úr Fáskrúð í Dalasýslu, en ollf cn,mnrl?5 í fvrrn vpirlHnct rfim- ir 300 laxar í ánni. 3 stangir eru 1 ánni. Það er Stangaveiðifélag Akur- nesinga, sem hefur ána á leigu og hefur félagið vcrið að rækta hana upp. Veiðihús er við ána sem landeigendur leggja til. Vatns- magn árinnar mun yfirleitt hafa verið undir meðallagi í ár þrátt fyrir þessa góðu veiði í henni. Hver veiðihópur veiðir tvo daga í ánni og hafa nú um 40 hópar verið við ána. Haukadalsá, Flekkudalsá og Laxá í Dölum Frá öðrum á:: í Dalasýslu höf- nm for\ rri rV T-voni* ■P'*»Affír. oíí Laxá ætlar að gera það gott 1 sumar. Þar hafa erlendir veiði- menn verið mikið á veiðum og mikið veitt á flugu. Því miður höfum við ekki tölulegar upplýs- ingar að þess” sinni um veiðina : ánni. Þá voru nýlega um 700 laxar veiddir í Haukadalsá og hefur einkum verið veitt fyrir neðan vatnið. Stangaveiðifélag Akur- nesinga hefur helming árinnar á leigu, en hinn helminginn er Dala- Brandur með. Ennfremur mun Flekkudalsá hafa gert þat mjög gott í sumar, en hve margir laxar eru komnir þar á land, vitum við ekki — iri

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.