Tíminn - 25.08.1971, Síða 16
«*> 17 fÆREYINGAR I lEIKfÖR
MSðvifeudagur 25. ágúst 19«í-
1447 i
Vv.
-*»K '
ÚR LAXÁ
A ASDM
EB—Reykjavík, þriðjudag.
f sumar hefur verið mokveiði
í Laxá á Ásum. Samkvæmt upp
lýsingum Jóns fsbergs sýslum.
á Blönduósi voru í dag 1447
laxar komnir á land úr ánni. 20.
júní hófst veiðin í ánni. Tvær
stangir eru leyfðar í henni á
dag, þannig að samkvæmt upp-
lýsingum Jóns er meðalveiðin
rúmir 22 laxar á dag eða 11 á
hvora stöng.
Jón ísberg sagði Tímanum, að
á sama tíma í fyrra hefðu inn-
an við þúsund laxar verið komn-
ir á land úr ánni, svo að hér er
um mikla veiðiaukningu að
ræða. Þá skýrði Jón frá því, að
fyrir skömmu hefðu tveir lax-
veiðimenn fengið 47 laxa á ein-
um degi úr ánni. — Ég veiddi
meira að segja 13 laxa í ánni í
glaðasólskini um daginn, og er
þó ekki talinn góður veiðimað-
ur, sagði Jón ísberg.
4—7 punda laxar veiðast mest,
f Laxá á Ásum, en um eða yfir
12 punda laxar hafa veiðzt í ánni
f sumar. Veitt mun jöfnum hönd
um á maðk og flugu í ánni.
Ráðstefna um
markmið og
umhverfi at-
vinnurekstrar
FB—Reykjavík, þriðjudag.
Stjórnunarfélag íslands efnir
nú um helgina til ráðstefnu að
Laugárvatni. Fjallar ráðstefnan
um efnið Markmið og umhverfi
atvinnurekstrar — samræming
viðhorfa. Ráðstefnan hefst á
föstudaginn, en henni lýkur á
sunnudag.
Tilgangur ráðstefnunnar er að
fá helztu aðila atvinnurekstrar
__ atvinnurekendur, launþega,
Færeysku leikararnir á svióinu í ISnó í gær, þegar veriS var aS koma upp sviðsmyndinni fyrir leikritið Uppi t
eini eikilund. (Tímamynd GE)
BATUR SOKK UT
AF REYKJANESI
OÓ—Reykjavík, þriðjudag.
Óstöðvandi leki kom að 40 tonna
báti út af Reykjanesi í gær. Sökk
báturinn, en skipverjum var bjarg
að í annan bát, sem var með hinn
í togi í átt til Grindavíkur, er
hann sökk, og var því enginn mað
ur þá um borð.
Báturinn sem sökk var Gylfi
ÍS-303, en hann var gerður út frá
Grindavík. Eigandi og skipstjóri
Gylfa var Ólafur Sverrisson í
Grindavík. Gylfi var 40 lestir að
stærð, smíðaður úr eik 1928.
Gylfi lagði af stað frá Grinda-
vík síðdegis í gær, og var ferð-
inni heitið til Reykjavíkur. Þeg-
ar báturinn var staddur út af
Reykjanesi kom að honum leki,
sem skipverjar réðu ekki við að
stöðva. Þá var þar staddur skammt
frá Gullþór KE-85, en sá bátur
er einnig gerður út frá Grindavík.
Skipstjórinn á Gylfa hafði sam-
band við Gullþór og bað um að-
stoð. Var Gylfi tekinn í tog og
stefnan tekin til Grindavíkur. En
allt seig á ógæfuhliðina, og
hélt lekinn áfram, og þegar sýnt
var að ekki væri hættulaust að
vera um borð í Gylfa, fóru skip-
verjar yfir í Gullþór. Þegar búið
var að draga bátinn í um hálfa
klukkustund, var hann mjög sig-
inn í sjó, og þegar sýnt var að
ekki tækist að draga hann til hafn
ar var tauginni sleppt frá Guil-
þóri og skömmu síðar hvarf Gylfi
í djúpið.
Gulþór kom rnn. til Grindavík-
ur í gærkvöldi með skipverjana
af Gylfa.
Ekki þótti ástæða til að senda út
neyðarskeyti þótt óviðráðanlegur
ÞÓ—Ncskaupstað, þriðjudag.
Fyrir hádegi í dag vildi það slys
til um borð í skuttogaranum
Barða, að þegar verið var að taka
inn trollið, hlaut einn skipverja
mikinn höfuðáverka.
Pilturinn, sem er 18 ára, var
að taka togvírinn upp úr togblökk,
sem er aftast á skipinu, þá stríkk-
aði allt í einu á vírnum, þannig
að hann sló piltinn í bringuna
leki væri kóminn að bátnum, þar
sem Gullþór var nærri og kom
strax til aðstoðar, þegar beðið var
um hjálp. Hins vegar barst til
lands neyðarkall frá brezkum tog-
ara, sem var nærri þegar bátur-
inn sökk. Héldu Bretarnir að
árekstur hefði orðið milli Gylfa
og Gullþórs, en þeir höfðu ckki
orðið varir við að annar bátur-
inn var í togi. En hið sanna kom
fljótlega í ljós, og var því eng-
inn björgunarleiðangur gerður út.
með þeim afleiðingum, að pilt-
urinn kastaðist niður í borðstokks
rennuna. Við það hlaut hann
mikinn höfuðáverka.
Barði hélt rakleitt til Neskaup-
staðar og kom hann þangað um
fimmleytið í dag. Þar beið sjúkra-
flugvél eftir slasaða piltinum og
flutti hún hann á sjúkrahús í
Reykjavík. Líklegt er talið að pilt
urinn sé höfuðkúpubrotinn.
18 ÁRA PILTUR SLASAST
UM BORÐ í BARÐA
FB—Reykjavík, þriðjudag.
Havnar Sjónleikarafélagfð er
komið til Reykjavikur í leikfor,
og verða hér þrjár leiksýningar
á þess vegum. Flutt verður leik-
ritið Uppi í eini eikilund eftir
Jens Paula Heinesen. Er þetta
leikur í þrem þáttum, sem gerist
í borg, sem gæti verið hvar sem
er í heiminum, og lýsir fólki sem
lifir innilokuðu lífi, og viðbrögðum
þess undir slíkum kringumstæð-
um. Leikstjóri er Kristin Daniel-
sen, og er þetta frumraun henn-
ar sem leikstjóra.
Uppi í eini eikilund var frum-
sýnt í Þórshöfn í marz í vetur, og
voru þar tuttugu og fimm sýningar
á leiknum. Havnar Sjónleikarafé-
lagið sýnir venjulega 3 til 5 leik-
rit á hverju ári, og fer það í leik
ferðir um Færeyjar. Þetta leikrit,
sem hér verður sýnt, hefur m.a.
verið sýnt á nokkrum stöðum
utan Færeyja. Hins vegar hefur
félagið ekki áður farið í leikför
til annarra landa.
í leikförinni hingað eru sautján
manns, en í leiknum sjálfum koma
fram níu leikarar._ Fararstjóri er
Knút Wang ritstjóri og þingmaður,
en hann er einnig meðal þeirra
níu, sem í leiknum leika, auk
þess, sem hann er formaður leik-
félagsins.
Sveinn Einarsson leikhússtjóri
hjá Leikfélagi Reykjavíkur, en
það tekur á móti liinum fær-
eysku gestum, sagði það vera mik-
ið gleðiefni að fá þá hingað í
heimsókn, og hefði verið vonazt
eftir færeyskum leikflokki hingað
í heimsókn allt frá því Leikfélagið
fór til Færcyja með Hart í bak.
Loks nú gat orðið af þessari heim-
sókn, og fékk leikfélagið styrk
frá Norræna menningarsjóðnum
til þess að taka á móti Færeying-
unum.
Jens Paula Heinesen er ungur
maður, sem til þessa hefur verið
bezt þekktur fyrir ljóð sín, og
einnig hefur hann gefið út smá-
sögur. Þetta er fyrsta leikrit hans.
Nafnið á leikritinu Uppi í eim
eikilund er úr færeyskri bama-
þulu.
Færeyingar voru að koma ieik-
tjöldum sínum fyrir á sviðinu í
Iðnó í dag. ÍUcnzku leikaramir,
sem voru þeim til aðstoðar, og
höfðu séð leikritið, sögðu það sér
lega spennandi og skemmtilegt,
en gátu þess í leiðinni, að enn
einu sinni hefði komið í ljós,
hversu nauðsynlegt væri, að Leik-
félagið eignaðist nýtt og fullkom-
ið leikhús. í leiknum er ætlazt
til þess að fólk brjóti sér leið
niður um gólf, en ekkert gat er
á gólfinu á leiksviðinu í Iðnó,
sem er vcnja í öllum „fullkomn-
um“ leikhúsum. Verður þvi að
Framhaló á bls. 14
sveitarfélög og fulltrúa rikis-
valdsins til að kynna og setja
fram markmið sín og síðar í
framhaldi af því að draga upp
nokkra mynd af því, hvaða
áhrif hver þessara aðila hefur á
aðbúnað atvinnurekstrarins og
það félagslega og rekstrarlega
umhverfi, sem hann starfar' í.
Forsætisráðherra, Ólafur Jó-
24 metra net fannst við
árós Krossár í Dölum
hannesson, hefur orðið við til-
mælum félagsins um að kynna
viðhorf ríkisstjórnarinnar á þess
ari ráðstefnu. Þá hafa stjórnir
Alþýðusambands íslands, Banda
lags starfsmanna ríkis og bæjá,
Vinnuveitendasambands íslands
og Sambands ísl. sveitarfélaga
fallizt á að tilnefna ræðumenn,
er túlki viðhorf þeirra til við-
fangsefna ráðstefnunnar.
Ráðstefna þessi er, sem fyrri
ráðstefnur Stjórnunarfélagsins,
eingöngu opin íélagsmönnum og
bátttökufjöldinn er takmarkað-
ur.
EB—Reykjavík, þriðjudag.
Það mun örugglega vera sam-
dóma álit þeirra manna, sem
áhuga liafa á fiskirækt hér á
landi, að um gróft lögbrot sé að
ræða, þegar girt er mcð neti fyrir
á, sem í mörg ár hefur verið reynt
að rækta upp sem laxvciðiá, og
er leigð út til stangaveiði. Þess
vegna munu eflaust allir vera
sammála um að taka cigi hart
á slíkum veiðiþjófnaði.
Þegar Hreiðar ögmundsson úr
Reykjavík átti leið bjá Krossá
í Dölum, laugardaginn 14. þ.m.,
kom hann að neti sem var girt
þvert yfir álinn i ánni.
— Að sögn Ingva Ólafssonar,
sýslumanns Dalasýslu, var netið
24 metra langt. Málið er enn í
rannsókn hjá sýslumannsembætt-
inu. Veiðiþjófurinn er líklega
fundinn.
Hreiðar Ögmundsson, er kærði
veiðiþjófnaðinn, sagði Tímanum í
gær, að ljóst væri að netið hafi
verið búið >ð liggja þarna nokkuð
lcrgi, þar cð nokkuð slý var í
því.
Ingvi Ólafsson, sýslumaður í
Búðardal, sagði að málið væri í
rannsókn, og auglýsti veiðþjófur-
inn væri líklega fundinn, en ítrek
aði að málið væri enn í rannsókn,
og þess vegna væri að sjálfsögðu
ekki hægt að gefa það upp, hver
veiðiþjófurinn væri.
Veiðifélagið „Gári“ hefur Krossá
á lcigu og síðustu 7—8 árin hef-
ur félagið verið að reyna að
rækta ána upp. Fyrstu árin
slepptu þeir 500 seiðum árlega
í ána, en nú síðustu árin hafa þeir
sleppt 1000 seiðum árlcga í hana.
Árangurinn af þessari fiskirækt
hefur elcki komið í ljós og mun
ánni fremur hafa farið hrakandi,
enda engin furða, ef það hefur
verið stundað í mörg ár af veiði-
þjófum, að girða net þvert yfir
álinn.
Það var því engin furða þótt
Gunnar Jónsson í Reykjavík, einn
af aðstandendum „Gára“, væri
harðorður í garð veiðiþjófs-
ins, ’pegar Tíminn átti stutt við-
tal við hann í gær, en Gunnar
var einmitt við stangaveiði ofar
í ánni, þegar kunningi hans, Hreið
ar, kom að netinu.
Lögum samkvæmt eru sektir
fvrir veiðiþjófnað allt að hálfri
milljón kr.