Tíminn - 05.09.1971, Blaðsíða 1
— Sunnudagur 5. september 1971 —
Eins og við var að búast
voru dálítið deildar meiningar,
þegar stjómarskiptin urðu
1927. Jónasi Jónssyni þótti lít-
ið hafá'miðað áfram seinni ár-
in, er hann horfði yfir sviðið:
„Hér verður að byrja að
reisa bjálkabýli eins og í ó-
numdu landi“.
íhaldsmennirnir, sem senni-
lega hafa sjálfir talið sig þó
nokkra framfaramenn, spáðu
engu góðu uan framhaldið:
„Fyrsti boðskapur Fram-
sóknarstjórn^rinnar um vænt-
anlegt afrek hennar sjálfrar
varð þá sá, að hún ætli á næsta
ári að stöðva verklegar fram
kvæmdir ríkissjóðs“.
Eitthvað hafa þeir misskilið
boðskapinn, því að fljótt varð
það ekki ásteytingarsteinninn,
að of lítið væri aðhafzt, held-
ur of mikið væri að gert og
of margt haft í takinu.
Eitt hið fyrsta verk Jónasar
var að ákveða, að fyrirhugað-
ur Suðurlandsskóli skyldi reist
ur á stað, þar sem jarðhiti var,
og með þeirri ákvörðun hófst
langvinnt andóf stjómarand-
stæðinga gegn Laugarvatns-
skóla. Fyrsta skotinu hleypti
Morgunblaðið af þegar 4. sept-
amber:
„f símskeyti frá Akureyri í
gær var frá því sagt, að Arnór
Sigurjónsson, skólastjóri á
Laugum, hafi verið kvaddur
hingað suður til þess að vera
með í ráðum um fyrirkomulag
Suðurlandsskólans. . . Hver hef
ur beðið hann að koma? Eftir
því sem Morgunblaðið veit
bezt, er það ekki sýslurnar
eystra, sem mál þetta varðar
mest. En kennslumálaráðherr-
ann nýi?“
„Akureyrardekur og
„stúdentasmiðja"
Einn daginn skrifaði svo
„kennslumálaráðherann nýi“
skipstjóranum á Esju og lagði
fyrir hann að koma í veg fyr-
ir drykkjuskap á skipinu, er
það væri í strandferðum. Ann
an daginn ákvað hann að auka
tollgæzluna, sem sums staðar
Frá Siglufirði. Reyk leggur frá sildarverksmiðjunni.
FLOKKUR A
FÚINNI RÓT
,Þingið aumay/ og stjórnarandstaða Ihaldsflokksins
þótti helzt til slöpp. Hinn þriðja
hlutaðist hann til um, að tveir
læknar, sem framar öðru virt-
ist treysta á konjak og spíri-
tus til heilsubóta, sættu kárín
um. Hinn fjórða svipti hann
óreiðumann í sýslumannsstöðu
embætti og sendi Stefán Jó-
hann Stefánsson á vettvang á
varðskipi til þess að taka em-
bættið af honum með fógeta-
valdi, er hann gerði sig líkleg
an til þess að sitja áfram í
trássi við ráðherrann.
Það var þegar um réttaleytið,
sem Morgunblaðinu varð að
orði: „Þá vikuna, sem núver-
andi landstjóm gerir engin
stórvítaverð axarsköpt, verður
hún til athlægis".
í byrjun vetrar brá Jónas
sér norður á Akureyri með
stjórnarbréf, þar sem gagn-
fræðaskólanum þar var veittur
réttur til þess að útskrifa stúd-
enta. Og auðvitað var ekki að
sökum að spyrja: Morgunblað-
inu fannst það vera að bera í
bakkafullan lækinn að „stofna
nýjan latínuskóla í viðbót við
þennan eina, sem við höfum
bjargazt við hingað til“.
Seinna var talaðu m „nýja stúd
entasmiðju á Akureyri“ — „birt
ist þarna hans mikla Akureyr-
ardekur11, er aftur var talið eiga
þá skýringu, að Akureyri væri
„Tímamanna- og kommúnista-
bæli“.
„A8 leggja núverandi
þjóðskipulag í rúst"
Langvinnasta og þrálátasta
rimrnan þessi misseri varð
um rannsókn atkvæðafölsun-
armáls þess, sem kennt var við
Hnífsdal. Vom þær deilur
orðnar illvígar þegar haustið
1927, og brugðu framsóknar-
menn og Alþýðuflokksmenn
íhaldsmönnum um það, að
þeim væri ekki sérlega annt
um lýðræðisgrundvöll þjóð-
mpafi yjffPMroiHg
Verka»K*wWtai>ústaðir vlð Ásvallagötu.
skipulagsins, ef þeim væri öm-
un að því, að lögum væri kom
ið yfir þá, sem fölsuðu atkvæði
í kosningum. Morgunblaðið
svaraði:
„Illa situr á orðhákum Tím
ans að tala digurbarkálega um
það, að menn styðji morðtil-
raunir við núverandi þjóð-
skipulag, meðan Tímastjórn
situr við völd í landinu í náð-
arsól jafnaðarmanna, er þiggja
stórfé frá útlöndum í þeim op-
inbera tilgangi að leggja nú-
verandi þjóðskipulag í rúst“.
Þessar deilur út af Hnífsdals
málinu sljákkuðu ekki fyrr en
undir vor 1929, er undirréttar
dómur var kveðinn upp í Hótel
Heklu við Lækjartorg, her-
bergi nr. 8. Dómsforsendumar
voru níutíu þéttskrifaðar blað-
síður og þriggja stunda verk
að lesa dóminn. „Gerði það
Tómas Guðmundsson, cand.
jur. og fórst það vel úr hendi“,
sagði Morgunblaðið.
Atvinnubótavinnan
„algerlega óþolandi"
Það var segin saga, að Morg-
unblaðið snerist öndvert gegn
nær því hverju nýmæli nýju
stjórnarinnar og flokka þeirra,
sem studdu hana. Þetta gilti
ekki einvörðungu um fram-
kvæmdamál, heldur erigu síð-
ur um réttlætismál margs kon
ar. Má vera, að einhver reki
nú upp stór augu við að lesa,
hvað það var surnt, er óhæfa
þótti þá og stórhneyksli og
taldist til „stórvítaverðra ax
arskapta".
í ársbyrjun 1928 ákvað rík-
isstjómin að leggja fram fé til
atvinnubóta í Reykjavík. Morg
unblaðið dæmdi það á þennan
hátt:
„Sé tilfinnanlegt atvinnu-
leysi hér í bæ nú, verður vit-
anlega eitthvað að gera tíl þess
að bæta úr því. En það er bæj
arstjórnar Reykjavíkur að hefj
ast handa í þeim efnum.
(Aths.: Hún hafði áður visað
málinu á bug.) Það er henn- fc
ar að safna skýrslum um at-
vinnulausa menn og rannsaka
ástæður þeirra og hagi aíia.
Svo verður hún að vinna úr
þeim skýrslum og sjá um, að
ekkert misrétti eigi sér stað
gagnvart einstökum mönnum.
Aðferð sú, sem hér er höfð,
er með sérstökum hætti. Beej .
arstjóm Reykjavíkur finnst
ekki ástæða til að gera neitt
í málinu, en broddar sósíalísta
láta sig það engu skipta og
láta sjálfir safna skýrslum.
Þeir fara síðan með þá skýrsln
til ríkisstjórnarinnar. Hún tek-
ur skýrsluna gilda, eða án þess
að spyrja bæjarstjórnina ráða.
Hún lætur fé af hendi úr ríkis-
sjóði til atvinnubóta og segir
broddum sósíalista að sjá um
úthlutun vinnunnar. . . .
Fyrst og fremst er aðferð sú,
sem ríkisstjórnin hefur haft í
þessu máli, algerlega óþolandi.
Hún veitir stóra fjárfúlgu úr
ríkissjóði til atvinnubóta í
bænum, en spyr ekki bæjar-
stjóm ráða að neinu leyti“.
Haldið áfram í líkurii dúr:
„Hvað er hér að gerast?
. . .Þetta mál þarf að rannsak-
ast til hlítar. . . Alþingi getur
ekki l'átið málið afskiptalaust.
Ekki sízt er nauðsynlegt, að
borgarar þessa bæjar fylgist
vel með því, sem fram fer í
þessu máli. . . Er nauðsynlegt,
Framhald á bls. 17