Tíminn - 05.09.1971, Blaðsíða 12
8twÍMt
Sunnudagur 5. september 1971
DYRIN MUNU
TALA SÍNU
EIGIN MÁLI
í fslenzka dýrasafninu
ÞÓ—Reykjavík, fimmtudag.
— Hér í íslenzka dýrasafninu er
um við með nokkuð margar nýj-
ungar á döfinni, sagði Kristján
Guðmundsson er við raeddum við
hann í dag. Helztu nýjungarnar
eru þær, að fyrirhugað er að koma
upp í sýningarsalnum rafkerfi,
þar sem dýr og fuglar tala sínu
eigin máli. Þá er og fyrirhugað
að koma upp ljósastillingarkerfi,
sem á að sýna dýrin og fuglana í
allskonar birtu, svo sem að morgni
til, um miðjan dag eða þá um
næturtíma. Á bak við dýrin er
hugmyndin að komi málverk, þann-
ig að dýrin verði í sínu rétta
umhverfi.
Kristján sagði, að þetta yrðu
fjárfrekar framkvæmdir, og til
að fá eitthvað upp í kostnaðinn,
þá hefur íslenzka dýrasafnið far
ið af stað með happdrætti og vinn-
ingar í því eru 10 uppstoppuð ís-
lenzk dýr og er vonazt til að fólk
taki happdrættinu vel. Þá er
áformað að koma upp sérstakri
Gyænlandsdeild i safninu, og
sagði Kristján að hann væri búinn
að fá leyfi danskra stjórnvalda til
að afla sér dýra frá Grænlandi,
og verður þá vonandi ekki langt
að bíða eftir uppstoppuðum mos-
kusuxum og ísbjörnum, svo eitthv.
sé nefnt. Það, sem háir dýrasafn
inu mest er fjárskortur. Safnið hef-
ur fengið mjög lítinn styrk frá
hinu opinbera, en þar þarf að
verða breyting á, þannig að safn
ið geti fært enn frekar út kvíam
ar.
Varðandi aðsóknina í sumar
sagði Kristján að aðsókn væri
nokkuð róleg og að sér fyndist
nauðsynlegt að ferðaskrifstofum
ar beindu útlendingum í ríkari
mæli inn á safr.ið. Reyndar væri
alltaf svolítið um komur útlend
inga þangað, og em þe*r yfirleitt
mjög hrifnir af safninu og áfjáð
ir í að kaupa uppstopnuð dýr og
fugla. Helzt eru það vorlömb,
hrútshausar og allskonar fuglar,
sem þeir sækjast eftir. Sagði
Kristján, að Svíi einn, sem kom
í safnið, hefði beðið hann um 50
uppstoppaða lunda, en þar sem
starfsmenn safnsins eru jafn fáir
og raun ber vitni, þá var engin
leið til að verða við óskum hans.
Þingmálafundir
Þingmenn Vestfjarðakjör-
dæmis boða til almennra þing
málafunda eins og hér segir:
Að Reykjanesi föstudaginn
10. sept. kl. 17:00, að Holti
sunnudaginn 12. september kl.
15:00, í Gufudal mánudaginn
13. sept. kl. 15:00.
Allir velkomnir.
Berjaferðin
Síðustu forvöð eru að ná í
miða á mánudaginn í berja-
ferð Félags framsóknarkvenna,
sem farin verður á þriðjudag-
inn. Miðar verða seldir á Skrif
stofu Framsóknarflokksins
Hringbraut 30 og á afgreiðslu
Tímans.
EF ATHAFNAÞRÁIN
FÆR EKKI UTRÁS
GETUR ILLA FARIÐ
segir Gróa Jakobsdóttir, sem leiðbeinir föngum á Litla-Hrauni við tómstundavinnu
— Þa8 er ekkert vit, að
heilbrigðir og hraustir
menn sitji iðjulausir, og
þar að auki þurfa þeir
einna helzt á því að halda
að dreifa huganum og
drepa tímann.
Eitthvað á þessa leið fór-
ust frú Gróu Jakobsdóttur
orð, er við hittum hana að
máli nýlega og þeir, sem
hún á við, eru vistmenn á
Litla-Hrauni. Gróa hefur
leiðbeint þeim við ýmiss
konar handavinnu og þessa
dagana eru til sýnis í Æf-
ingadeild Kennaraskólans
nokkrir muna þeirra, sem
orðið hafa til undir leið-
sögn Gróu. Ekki getum við
séð betur, en þetta stand-
ist fyllilega samanburð við
ýmsa rándýra listmuni
frœgra manna.
— Já, segir Gróa. — Það eru
þarna hreinustu listamenn af
guðs náð innan um, sem aldrei
hafa lært neitt.
Á sýningunni ber mest á mun-
um úr leir, en þama eru Hka
rýateppi og púðar, málverk og
teikningar, leðurmunir og belti
með mikilli sylgju. Gróa segir
okkur, að sá, sem sylgjuna smíð-
aði, sé einhentur. Vel af sér
vikið. Þarna hangir eins konar
koparstungumynd. Er það
Kristsmynd, rist í koparplötu.
— Hvað kom til, Gróa, að þú
gerðist handavinnukennari á
Litla-Hrauni?
— Ég var nú veí kunnug
þessu þarna, maðurinn minn hef-
ur verið fangavörður á Litla-
Hrauni í 25 ár og við búum á
Eyrarbakka. Svo var Það ein-
Kristur og Júdas
hvern tíma fyrir tveimur árum
eða svo, að einn fanganna æitaði
til mín um að útvéga sér garn
í rýateppi. Þá fór ég að hugsa
um, hve mennirnir hafa þarna
mikinn tíma afgangs og enga að-
stöðu til að gera neitt sér til
dundurs, og það er nú svo, að
ef athafnaþráin fær ekki útrás,
þá getur illa farið. Jæja, til að
hafa þetta ekki langdregið, þá
fór ég á námskeið í fyrrahaust,
þar sem ég lærði meðferð leirs,
leðurvinnu og smelti. Svo var
ég með föngunum í vetur í
þessu og það kemur öllum sam-
an um, sem hafa kynnzt því,
að orðið hafi straumhvörf á
Litla-Hrauni. Þetta hefur mjög
góð áhrif á mennina. Þeir slappa
af og gleyma sér í þessu, sér-
staklega við leirinn. Það er góð-
ur kostur við þessa vinnu líka,
að þeir geta unnið hana í klef-
um sinum, þegar ég er ekki við.
— Taka þeir allir þátt í Þessu
með þér?
— Nei, ekki allir, en lang-
flestir. Þetta ætlaði að ganga
illa fyrst, því föngunum var ekk
ért um mig gefið þarna. En nú
er svo komið, að langflestir
þeirra taka þátt í einhverju af
þessu, og sumir þeirra eru orðn-
ir eins og aðrir menn, afslapp-
aðir og rólegir. Það vita allir,
sem hafa dundað við til dæmis
rýa og útsaum, hvað það dreif-
ir huganum og róar taugamar.
— Hvernig er aðstaða til
handavinnukennslu að Litla-
Hrauni?
— Hún er ekki nógu góð, en
verið er að byggja nýja álmu
og þar er ákveðið að hafa góða
handavinnustofu. En þá vantar
ofnana til að brenna leirinn. Við
höfum flntt hann hingað til
Reykjavíkur til brennslu og Þór-
ir Sigurðsson kennari hefur
brennt fyrir okkur, en það er
ekki víst, að hann geti það enda-
laust.
Annars mætti beina þvf til
réttra aðila, að yfirleitt er
hvergi f skólum nógu vel búið
að handavinnukennslunni.
— Þú heldur þessu væntan-
lega áfram í vetur?
— Já, og ég er að hugsa um
að auka fjölbreytnina. Undan-
farið hef ég verið að læra tau-
þrykk og ýmis konar föndur.
EnnÞá hefur enginn viljað
prjóna, en ef einhver vill það,
er ég reiðubúin að hjálpa. Svo
er ég að hugsa um að kynna
þeim krosssaum. Það er ekkert
eins afslappandi og róandi og
að telja út krosssaumsmynztur.
Það er auðheyrt, að Gróa hef-
ur mikinn áhuga á þessu verk-
efni sínu og við láum henni það
ekki. Eftir árangrinum, sem
við höfum séð, að dæma, hefur
Gróu greinilega tekizt að smita
nemendur sína af áhuganum.
Við þökkum Gróu fyrir spjall
ið og óskum henni og nemend-
um hennar góðs gengis.
SB.
* ,i x *
GRÓA JAKOBSDÓTTIR
Þessa bcltissylgju gerSi einhentur maSur.
(Tímamyncfir Gunnar)
ÞaS er listahandbragS á þessari leirmynd, sem gæti heitið „KveSiu-
stundin".