Tíminn - 01.10.1971, Blaðsíða 8

Tíminn - 01.10.1971, Blaðsíða 8
8 ■s R TÍMINN ■ 1 f ÞRÓTTIR FÖSTUDAGUR 1. október 1951 Vegir liggja til allra átta! — Þrw" leikir fara fram í Bikarkeppni KSÍ um helgina. — Akureyringar leika á Isafirði — Þróttarar á Neskaupstað og Valsmenn á Húsavík Finnarnir tveir með skrítnu nöfnunum, Juha Vaatainen og Seppo Tuominen, sem báðir eru mcðal fremstu langlilaupara Evrópn. Langhlaupin frá liðnu sumri hafa sýnt ótrú- framfarir í ár Klp—Reykjavík. Segja má með sanni að vegir ísL knattspymumanna liggi til allra átta um næstu helgi. Þá fara fram þrír leikir í Bikar- keppni KSÍ, einn á Austurlandi einn á Norðurlancli ng einn á Vesturlandi, og Jcurfa liðin, sem sækja á þessa staði, að ferðast ölanga vegalengd, annað hvort Úrslit í 2. og 5. fl. um helgina Klp—Reykjavík. Úrslitakeppnin í 2. flokki á íslandsmótinu í knattspyrnu fer fram tim helgina. í keppninni taka þátt þrjú lið, sem öll unnu sér rétt með sigri í sínum riðlum, en það eru KR, Fram og Akur- eyri. Fyrsti leikurinn fer fram á morgun á Melavellinum. Þá leika kl. 15.00 KR og Akureyri, en að þeim leik loknum fer fram úrslita leikurinn í 5. flokki milli KR og Fram. KIp—Reykjavík. Á morgun heldúr úrvalslið úr Reykjavíkurfélögunum í sund- knattleik utan til Skotlands, en á sunnudaginn fer fram í Edin- borg keppni í sundknattleik milli Reykjavíkur og Edinborgar. í hópnum eru 16 sundknatt- leiksmenn og fer hópurinn utan í fyrramálið. Leikurinn við Edin- borg fer fram á sunnudag, en til að vera slegið út úr keppn- inni eða til að komast áfram. Á morgun halda leikmenn Þrótt ar til Austurlands, en þar eiga þeir að leika við nafna sína Þrótt frá Ne.skaupstað. Fara þeir í 3 litlum flugvélum. og sögðu að liðið væri svo dýrt að það mætti ekki fara allt í sömu vél, en ástæðan mun nú vera nú, að þetta mun vera ódýrara fyrir félagið, sem þarf að borga allan kostnað sjálft. Austfirðingarnir þurfa líka að leggja út í nokkurn kostnað, því margir af leikmönnum þeirra eru komnir suður á land og þá þarf að ná í þá heim til að leika. Akureyringar fá flugferð til ísafjarðar, þar sem þeir mæta heimamönnum á sunnudag. Ekki er að sjá að Akureyringar séu neitt hræddir við að mæta ísfirð ingum, því þeir fara í leikinn án sinna 2. flokksmanna, sem um helgina taka þátt í úrslitakeppn- inni í 2. flokki, er fram fer i Reykjavík. í þeim hópi eru nokkr ar af beztu mönnum liðsins frá í sumar eins og t.d. Árni Stefáns- son og Eyjólfur Ágústsson. ferðin mun taka eina viku og mun liðið leika á þeim tíma nokkra leiki við félagslið í Skotlandi. Mörg ár eru síðan íslenzkt sund knattleikslið hefur keppt á er- lendri grund — eða í erlendu vatni — en mikill áhugi er aftur að vakna á þessari íþrótta- grein hér, og hefur hópurinn sem valinn var til þessarar ferðar æft af fullum krafti í allt sumar. Ekki verður langt fyrir Akur- eyringa að fara til að sjá knatt- spyrnuleik um þessa helgi, þó þeirra menn fari vestur á firði. Á Húsavík leika nefnilega hinir nýbökuðu meistarar í 3. deild, Völsungar, með Halldór Björns- son, fyrrum landsliðsmann í far- arbroddi, og 1. deildarliðið Val- ur, með allar sínar miklu og stóru stjörnur. Fer sá leikur fram á laugardag og , ætti að geta orðið f jörugur, því sagt er að kraftur sé í heima- mönnum og þeir ætla sér ekki að tapa fyrir Val, hvað sem öllum spám um það líður. Finnar legar Mjög góður árangur hefur náðst i flcstum greinum frjálsíþrótta á því keppnistímabili, sem nú er senn á enda. Evrópubúar hafa þar skarað fram úr, enda fór Evrópumót frain í Helsinki í sumar, eins og kunnugt er. Þær greinar sem mesta athygli vöktu, voru langhlaupin, 5 og 10 km. Síðarnefnda greinin var þá fremri hvað útlit á afrekaskrá allra tíma viðkcmur. Ron Clarke hafði einn allra hlaupið á betri tíma en 28 mín. eða 27:39,4 mín., en á Evrópumótinu hlupu fimm hlauparar á betri, tíma 28 min. í báðum langhlaupunum sigraði Finninn Juha Váátainen og varð þjóðhetja í landi sínu. Flestir höfðu þó spáð Bretanum Dave Bedform, sem aðeins er 22ja ára, eða Jiirgen Haase, Au.-Þýzkalandi sigri. Sá fyrrnefndi varð sjötti í hlaupinu, en Haase annar. Finn- ar gera sér miklar vonir um Váátá inen á OL'í Múnchen næsta sum- ar, en keppnin verður geysihörð þar. Segja má að EM í( sumar hafi verið fyrirboði um þau miklu átök, sem verða í Múnchen. Þó að Evrópubúar eigi marga snjalla langhlaupara, eiga t. d. Bandaríkjamenn ýmsa snjajla. Má þar nefna Stephen Prefontaine, sem aðeins er tvítugur. Margir fleiri koma til greina, t.d. Shorter og Stageberg og Young. En nú skulum við sjá heims- afrekaskrá eins og hún leit út í byrjun þessa mánaðar: 5000 m. hlaup: Dave Bedford, Engl. 13:22,2 mín. Lasse Virén, Finnl. 13:29,8 Jean Wadoux, Frakkl. 13:30,4 Stephan Prefontaine, USA 13,30,4 Kipchoge Keino, Kenya, 13,30,8 Danijel Korica, Júg. 13,31,2 George Young, USA 13,32,2 Juha Váátáinen, Finnl. 13,32;6 Rasjid Sjarafctdinov, Sovét, L33,6 Vladímir Afonin, Sovét 13,33,6 Javier Alvarez Salgado, Spáni 13,33,6. 10000 m. Iilaup: Dave Bedfor, Engl. 27:47,0 mín. Juha Váátáinen, Finnl. 27:52,8 Júrgen Haase, Au.-Þýzkal. 27:53,4 Rasjid Sjárafetdinov, Sovét, 27:56,4 Danijel Korica, Júg. 27:58,4 Maiano Haro Cisneros, Spáni, 27:59.4 Michael Tagg, Engl. 28:14,8 Seppo Tuominen, Finnl. 28:17,2 Lasse Virén, Finnl. 28:17,4 Noel Tijou, Frakkl. 28:19,2. Reykjavík-Edinborg í sundknattleik á sunnudag Sagnfræði og sannleikur Sagnfræði hefur ekki verið sterkasta hlið vinar míns og starfsbróður á Þjóðviljanum, Sdórs, sem löngum hefur viljað fara frjálslega með sannleik- ann á síðum blaðs síns. En mað ur er orðinn svo vanur slíku af hans hálfu, að maður er hættur að kippa sér upp við það, að staðreyndum sé snúið við á íþróttasíðu Þjóðviljans. Heppni Sdórs er einmitt fólgin í því, að menn taka þetta sem svo sjálfsagðan hlui af hans hálfu, að þeir nenna ekki að elta ólar við allar vitleysurnar. Hins vegar hef ég hugsað mér að bregða út af vananum í þetta skipti og leiðrétta þá endemisvitleysu, sem hann lét fara frá sér á prenti í Þjóðvilj anum í gær, undi, fyrirsögn- inni „Loksins var tekið undir“, en í þeirri grein eignar Sdór sér heiðurinn af því að hafa fyrstur manna gagnrýnt það. að íslenzku knattspyrnuliðin, sem þátt taka í Evrópukeppni, skuli leika báða leiki sína er lendis, eða eins og hann orðar það, ,,það var Kjartan L. Páls- son, ritstjóri íþróttasíðu Tím- ans, er loks s.l. þriðjudag tók undir þessa gagnrýni okk- ar . . . “ f grein sinni lýsir Sdór því fjálglega, að hann hafi gagn- rýnt. þetta árum saman í Þjóð- viljanum, en ávallt talað fyrir daufum eyrum, „Á hinu undrar mig mest“, segir hann, „að gagnrýni á að íslenzku liðin skuli leika,báða leiki sína er- lendis. skuli nú fyrst sjá dags ins ljós hjá fleiri en undir- rituðum. Enginn sagði neitt, þegar Valur lék báða leiki sína gegn Standard Liege úti í Belg íu, hvað þá. að nokkur segði orð, þegar ÍBA lék báða sína leiki úti í Sviss í fyrra, eða þá. þegar Skagamenn léku báða sína leiki gegn hollenzka lið- inu Spörtu. einnig í fyrra, og svona mætti lengí telja. Sann- arlega var meiri ástæða til að gagnrýna þá en nú . . . . “ Sdór lætur ekki að sér hæða frekar en fyrri daginn. Sann- leikurinn er sá, að margoft hef ur verið fjallað um þetta mál hér í Tímanum, og nægir í því sambandi að vitna í grein, sem Alfreð Þorsteinsson, íþrótta- fréttaritari Tímans, skrifaði 23. ágúst 1970, en hann skrifaði m.a.: „fslenzk knattspyrnulið, sem taka þátt í Evrópubikarkepjm- inni í knattspyrnu, eru komin út á hálan ís með því að semja við mótlierja sína um að leika báða leiki í 1. umferð keppn- innar á erlendri grund. Það er hægt að afsaka slíka samninga í einstaka tilfellum, t.d. þegar Valsmenn komust í 2. umferð keppninnar, en þá var komið fram á vetur og ógjörlegt að leika hérlendis. Einnig má segja, að afsakanlegt sé að semja um báða leiki erlendis, ef íslenzku liðin eru sérstak- lega óheppin með mótherja, þ.e.a.s. ef þeir eru frá fjar- lægum löndum og ferðakostn- aður er óheyrilega mikill . . . “ Ennfremur segir: „En nú hefur orðið á stefnu- breyting, því miður. Peninga- sjónarmið er nú aUsráðandi. Félögin græða fjárhagslega á að leika báða leikina ytra — og virðist láta sig litlu skipta, livort þau fá 10—20 marka flengingu, aðeins ef þau fá peninga fyrir. Minnir þetta óneitanlega á þá atvinnugrein kvenna, sem lengst hefur lifað i mannkynssögunni ..." Þá segir: „Tvö utanbæjarlið hafa nú tekið þann kost að semja við mótherja sína um að leika báða leikina erlendis, Akur- eyri og Akranes . . . “ „Pening ar skipta miklu máli, en félög- in mega ekki gleyma tryggustu stuðningsmönnum sínum, áhorf endunum, sem gjarnan vilja sjá sterkustu lið sín í kcppni við beztu lið Evrópu.“ Og ,að lokum segir: „Ef til vill er ekki rétt að stjórn Knattspyrnusambands- ins skipti sér af þessu máli. Fyrr cða síðar mun Evrópu- samband knattspyrnumanna setja rautt ljós á þátttöku ís- lcnzkra liða, og gæti það orðið afdrifaríkt. Hins vegar væri það ekki óeðlilegt, að stjórn Knattspyrnusambandsins setti það scm skilyrði fyrir þátttöku íslenzkra liða, að þau léku ann an lcikinn lieima. Að öðrum kosti yrði öðrum liðum gefinn kostur á þátttöku". Það er e.t.v. illa gert að vekja athygli á ósannsögli vin- ar míns Sdórs með þessum hætti, en honum ætti nú að vera ljóst ,að langt er síðan að fjallað var um þetta mál í Tím anum — og ýmsir urðu til þess að taka undir, m.a. hann sjálf ur, sem hann sér bezt með því að fletta Þjóðviljanum upp, svo og JBP á Vísi, sem einnig hefur mikið skrifað um þetta. Ástæða væri til að leiðrétta ýmislegt fleira í grein Sdórs, t.d. það, að Valsmenn hafi leik ið báða leiki sína erlendis við Standard Liege. Þeir léku ann- an leikinn heima, eins og allir muna — nema Sdór. Sdór talar um í greininni, að Skagamenn hefðu orðið að leika báða leikina úti, vegna þess. að þeir hefðu ekki getað fengið afnot af Laugardalsvell inum, þegar fyrri leikurinn átti að fara fram. En mér er spum — gátu þeir ekki eins og mörg önnur lið hafa gert í Evrópu- keppninni, snúið leikdögunum við, leikið fyrri leikinn ytra en þann síðari hér heima? í gær (þ.e.a.s. á miðvikudaginn) þeg ar síðari leikurinn var leikinn, var t.d, ekkert um að vera hér og allir vellir lausir, þ.á.m. Laugardalsvöllurin'n. Þessi grein mín hefur sjálf- Framhald á bls. 10

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.