Tíminn - 01.10.1971, Blaðsíða 11
F^STUDAGUR 1. október 1971
TIMINN
11
Or verinu
NESKAUPSTAÐUR
f fyrstihúsinu á Neskaup-
stað vinna að jafnaði 50 stúlk-
ur og 30 karlmenn. Afkasta-
geta er, þegar bezt lætur, um
35 tonn af fiski á dag, miðað
við að unnið sé frá kl. 08.00
til 19.00 daglega, og meiri-
hlutinn af fiskinum sé pakk-
aður í neytendaumbúðir. Unn-
ið er að mestu eftir bónus-
kerfi. 1. september var fram-
leiðslan 60 þúsund kassar, allt
unnið úr bolfiski. Er það álíka
mikið og framleitt hafði verið
um sama leyti árið 1970.
f sumar hefur verið hag-
kvæmt með útgerð smærri
báta. Veður hefur verið ein-
muna gott og fiskurinn verið
inanfjarðar oft á tíðum. Allt
að 40 trillur stunda veiðarnar,
þegar allt er talið, er þá talið
allt að 10 tonna bátar. Afli
þessara báta er frá 100 kg. á
dag í nokkur tonn hjá stærstu
bátunum. Afkastamesta veiði-
skipið er togarinn Barði, en
eins og kunnugt er, var hann
keyptur til Neskaupstaðar s.l.
vetur. Skipið var búið að vera
209 daga við veiðar 1. sept.
s.l. og afli þess á tímabilinu er
2009 tonn og verðmæti afl-
ans upp úr skipi 26 millj. kr.
Aflazt hefur mjög vel á þetta
skip og er búizt við, að reynt
verði að kaupa annað svipað
skip til Neskaupstaðar og telja
forráðamenn, að þá sé tryggt
hráefni fyrir frystihúsið allt
árið um kring. Aðstaða er mjög
hagstæð við löndun aflans og
hægt að koma mikilli hagræð-
ingu við, ef menn hafa á því
áhuga. Stutt er af bryggjunni
upp í fiskmóttöku og jafnvel
hægt að koma við færibandi
ef það þykir henta.
Eins og víða annars staðar.
er umhverfi frystihússins
ábótavant og þyrfti nauðsyn-
lega úr að bæta. Auk b.v.
Barða, gerir fyrirtækið út v.s.
Birting, sem var við síldveið-
ar erlendis í sumar og landaði
fyrir 10.4 millj. kr. V.s. Bjart-
ur, sem gerður er út af sama
fyrirtæki, landaði síld erlendis
fyrir kr. 9.4 millj. kr. og v.s.
Börkur, sem landaði erlendis
fyrir 9.4 millj kr. Alls hafa
skip Síldarvinnslunnar affað
fyrir 79 millj. kr. frá áramót-
um til 1. september. Tvö önn-
ur skip eru gerð út frá Nes-
kaupstað en það eru v.s.
Sveinn Sveinbjörnsson, sera
var á síldveiðum erlendis í
sumar og aflaði fyrir 6.5 millj.
kr. og v.s. Magnús, sem einnig
var á síldveiðum erlendis og
landaði fyrir 7.2 millj. kr.
Auk þeirrar framleiðslu,
sem talin hefur verið, er salt-
fiskframleiðsla nokkur og er
allur sá fiskur þurrkaður og
vinna nokkrir menn að stað-
aldri við saltfiskframleiðsluna.
Mikil vinna hefur verið á
Neskaupstað og hefur heldur
verið skortur á fólki en hitt.
Nokkuð er um nýbyggingar
íbúðarhúsa.
Netaverkstæði er á staðnum
og er það í myndarlegri bygg-
ingu og voru nokkrir menn
að vinna þar við að gera við
nætur síldveiðiskipanna, sem
munu fara til síldveiða um 1.
október. Þegar hausta tekur,
minnkar mjög fiskirí trillubát-
anna og minnkar þá atvinna i
frystihúsinu. Niðurlagningar-
verksmiðja er nýreist á Nes-
kaupstað. Ekki hefur verið
nægilegt hráefni til vinnsl-
unnar fyrir hendi, og síld, sem
keypt var frá Eskifirði, reynd-
ist ekki nothæf til þeirrar
vinnslu, sem ætlað var og hef-
ur af þessum sökum ekki ver-
ið eins mikil starfræksla í nið-
urlagningarverksmiðjunni og
upphaflega var gert ráð fyrir,
en vonandi fæst ufsi í haust,
svo tryggja megi vinnslu í
framtíðinni.
Ingólfur Stefánsson.
Sólun
SÓLUM HJÓLBARÐA Á FÓLKSBÍLA,
JEPPA- OG VÖRUBÍLA MEÐ
DJÚPUM SLITMIKLUM MUNSTRUM.
Ábyrgð tekin d sólnin.gunni.
Kaupum notaða sólningarhæfa nylon-hjólbarða;
önnumst allar .viðgerðir hjólbarðq með
fullkomnum tækjum.
GÓÐ ÞJÓNUSTA. — VANIR MENN.
BARÐINN HF.
Ármúla 7. — Sími 30501,—Reykjavík.
AÐEINS VANDAÐIR OFNAR
h/fOFNASMIÐJAN
EINHOLTI 10 - SlMI 21220
Við velii J.m r unfisf
• það b< srgor slg
1111
JBHnflBl - < DFN AR H/R 111
- Síðumúla 2 7 . H eykjavík i
Símar 3-55- |i||| r 3-42-00
TRÚLOFUNARHRINGAR
Fljót afgreiðsla.
Sendum gegn póstkröfu
GUÐM. ÞORSTEINSSON
gullsmiSur, Bankastr. 12
H.E ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGRÍMSSON
RÚSKINNSLÍKl
Rúskinnslíki í sjö litum á kr.. 640,00 pr. meter-
Krumplakk í 15 litum, verS kr. 480,00 pr. meter.
Sendum sýnishom um allt land.
LITLI-SKÓGUR
Snorrabraut 22 — Sími 25644.
VEUUM ÍSLENZKT <H> ÍSIENZKAN IÐNAÐ