Tíminn - 01.10.1971, Blaðsíða 9

Tíminn - 01.10.1971, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 1. október 1971 TIMINN ÍÞRÓTTIR ÖRSLIT í „UEFA CUP“ Úrslit leikja í fyrstu umfer'ð í fyrstu „UEFA keppninni-‘ í knatt- spyrnu: Leeds Engl.—Lires SK, Belgíu 0:4 (Lires áfram 4:2). Elfsborg Svíþjóð—Hertha Berlín V.-Þýzkl. 1:4 (Hertha áfram 7:2). ÍFK Helsinki Finnl.—Rosenborg Noregi 0:1 (Rosenborg áfr. 4:0). Shelbourne írl.—Vasas Ungverjal. 1:1 (Vasas áfr. 2:1). Eintracht Brunsw. V.-Þýzk.—Glent- oran N.-frl. 6:1 (Eintr. áfr. 7:1). Tottenham Engl.—Keflav., ísland 9:0 (Tottenham áfr. 15:1). Aberdeeín Skotl.—Oelta Vigo, Spáni 1:0 (Aberdeen áfr. 3:0). Aris Luxemborg—ADO, Holl. 1:1 (ADO áfr. 6:1). Academica Portúgal—W olves, Engl. 1:4 (Wolves áfr. 7:1). 1. FC Köln V.Þýzk.—St. Etienne, Frakkl. 2:1 (Köln áfr. 3:2), Lugano Sviss—Legia Warsaw, Póll. 0:0 (Legia áfr. 3:1). Nantes Frakkl.—Porto, Portúgal l:l(Nantes áfr. 3:1). St Johnstone Skotl.—Hamborger SC V.-Þýzkal. 2:0 (St Johnst. áfr. 4:2). Atletico Bilbao, Spáni—Southamt- on, Engl. 2:0 (Atletico áfr. 3:2). Anderlecht Belgíu—Bologna, Ítalíu 2:0 (Bologna áfr. 3:1). Vitoria Setubal, Portúg.—Nimes, Frakkl. 1:2 (Nimes áfr. á hag- stæðari markatölu). Basel Sviss—Real Madrid, Spáni 1:1 (Real áfr. 4:2). Juventus Ítalíu—Marsa, Möltu 5:0 (Juventus áfr. 11:0). Austria Salsb. Austurr.—UT Arad, Rúmeníu 3:l <Arad áfr. 5:4). Ferencvaros Ungv.—Fenerbahce, Tyrkl. 3:1 (Ferencvaros áfr. 4:2). Dighenis AM Kypur—AC Milan, ftaiíu 0:3 (Milan áfr. 7:0). VSS Kosice Tékkósl.—Sparta, Moskva, Sovét 2:1 (Sparta áfr. 3:2). Djurgaarden Svíþjóð—OFK Bel- grade, Júgósi. 2:2 (OFK áfr. 6:3). FC Bruges Belgíu—Sarajevo, Jú- gósl. 3:1 (Sarajevo áfr. 4:3). Rapid Rúmeníu—Napoli, Ítalíu 2:0 (Rapid áfr. 2:1). Okkur vantar enn 7 úrslit í þessari keppni, en samtals voru liðin sem tóku þátt í þessari fyrstu umferð 64 talsins. KR-FRAM í Mjög líklegt er að lcikur Fram og KR í 1. umferð loka- keppninnar í Bikarkeppni KSÍ fari fram í flöðljósunum á Melavellinum n.k. miðvikudags kvöld. Bæði Iíðin eiga nokkra af sínum leikmönnum í úrslita- keppninní í 2. flokki, senj fram fer um.næstu helgi, en bar keppa;^R, Fram og ÍBj\, og var því ekl.j, möguleiki að láta leikinn |ara fram þá. Þar sem fljóðljósin öru komin í gagnið, var ál^veðio að leika leikinn í miðri vi'ku, o/ liefur verið talað um áð þami fari fram á miðvikíidagskvöldið. —Klp. i Þegar aðrir eru í mat milli kl. 12 og 1, eru handknattleiksmenn Fram á æfingu. Þessi mynd var tekin í Laugardalshöltinni í gaer þegar fyrsta hádegisæfingin fór fram. (Túnamynd Róbert) FRAM ÆFER í HÁDEGINU Það hefur löngum verið vand ræði hjá íslenzkum íþrótta- mönnum, sem allir eru 100% áhugamenn, að koma fyrir og haga æfingum sínum þannig, að þær rekist ekki á við vinn- una og heimilislífið. Það síðar- nefnda hefur frekar orðið fyrir því. Menn liafa hlaupið beint úr vinnu, oftast dauðþreyttir eft- ir lángan vinnudag, á æfing- ar. Sumir hafa þó getað náð heiín til að gleypa í sig nökkra bita, áður en aftur er rokið út til að fara að æfa, og síðan er komið heim þegar flestir eru komnir í fasta svefn. Þetta hefur gengið hjá sumum með- an þeir eru ungir, en þegar fram líða stundir, og fjölskyldu lífið kallar að, fara menn að slá slöku við, enda er svo kom ið hér á landi, að flestir hætti að iðka íþróttir rétt liðlega tvítugir. Lengi hafa menn verið að velta því fyrir sér, hvaða ráð sé til að koma í veg fyrir þetta, og hefur verið bent á ýmislegt til úrlausnar. — En nú hafa handknattleiksmenn Fram rið- ið á vaðið með nýtt fyrirkomu- lag, sem trúlega á eftir að vekjá,; mikla ''athygli'1 * rtieðal íþróttamanna og forráðamanna þeirra liða, sem standa sveittir við að fá menn til að mæta á æfingar. — Þeir hafa einfaldlcga byrj að að æfa í hádeginu, nota matartíma sinn til þeirra hluta, og þetta hefur fengið góðar undirtektir hjá flestum leik- mönnunum. Það var í þess- ari ,viku sem Fram byrjaði á þessu undir stjórn Karls Bene- diktssonar, en liann hefur áður ur komið fram með þá hug- mynd að menn æfðu í hádeg- inu. Var fyrsta æfingin í Laug- ardalshöllinni milli kl. 12 og 1 á fimmtudag, og var vel mætt. Menn komu óþreyttir á æfing una, en slíku er ekki alltaf að,i fara; þegar kvöldæfingar eru. Þeir höfðu með sér snarl, og fengu sér að borða að lokinni æfingu og baði, og var að heyra á þeim mönnum sem við höfðum tal af í gær, að þeim hefði líkað þetta fyr- irkomulag stórvcl. Að vísu er sá vankantur á þessu, að þeir sem vinna fyr- ir utan bæ, eða þurfa að sækja langt á æfingu, eiga erf itt með að komast, en hug- myndin er að æfa 4 sinnum í viku í hádeginu og 1 sinni í viku að kvöldi. Eins og mál- um er nú háttað hjá Fram, er beðið eftir því að fá fjóra tíma í viku í sama húsi, en það hef- ur enn ekki tckizt. Þegar það fæst í gegn, verða öll tæki sem til þarf flutt þangað, og þar verðqr í?ft, Verður gaman að fylgjast með þessari tilraun Framara, og er vonandi að hún gefi góða raun, því þama er loks komið eitthvað nýtt fram á sjónarsviðið varðandi æfing- ar fyrir hina söimu áhuga- menn í íþróttum. — Klp. „Hefur jÍdú hugsað \>ér til hreyfings?" Ef ekki, — þá athugaðu hvort Júdó er ekki upplögð íþróttagrein fyrir þig :— Þ'að réynir á 'alla vöðva að æfa' júdó 'segja þeír sem æfa hjá Júdódeild Ármanns, þar sem þessi mynd var tekin í fyrrakvöld. (Tímamynd Róberf) Klp—Reykjavík. Fyrir þá sem hugsa sér til hreyfings með haustinu í sam- bandi við trimm og heilsurækt, skal á það bent, að fáar íþrótta- greinar veita eins mikla alhliða áreynslu á líkamann og sú vin- sæla íþróttagrein, sem gengur undir nafninu JÚDÓ um allan heim. „Það eru margir sem hafa þá hugmynd um júdóíþróttina að hún sé bara fyrir þá, sem vilja vera í tuski og slagsmálum í tíma og ótíma“, sögðu forráða- menn Júdódeildar Ármanns, er við ræddum við þá um æfingar og annað hjá deildinni fyrir skömmu. „En þetta er rangt, sá sem iðkar júdó af kostgæfni fær sterkan og lipran líkama, hann ræktar með sér keppnisskap og hugareinbeitingu og um leið virð ingu fyrir andstæðingi sínum. Er það samdóma álit þeirra, sem kom ið hafa nálægt þessari íþrótt að heppilegri íþróttagrein sé varla til fyrir þá sem vilja halda sér f líkamsþjálfun og hafa góða heilsu. Mikill áhugi er meðal fólks á þessari íþrótt. sögðu Ár- menningarnir. Þeir sögðu að æf- ingar á vegum deildarinnar færi fram að Ármúla *32, þar sem væru m.a. tveir æfingasalir gufubað og nokkur aðstaða til félagsstarfsemi. Þeir sögðu að kennsla færi fram í byrjendaflokkum karla, kvenna og drengja, auk framhaldsflokka karla og kvenna. Aðalkennari deildarinnar væri japanski júdó- meistarinn Jamamoto, sem er með hæstu gráðu júdókennara á Norðurlöndum (5. dan). Um æfingagjöldin sögðu þeir að þeim væri stillt í hóf. Kost- aði 2500 kr. á ári fyrir yngri en 15 ára, en 5500 kr. fyrir þá eldri, og væri allt innifalið í þessu verði. Þá væri afsláttur fyrir skólafólk og einnig ef fleiri en einn úr sömu fjölskyldu stunduðu æfingar, annars væri hægt að fá allar nánari upplýsingar lijá fé- lagsmönnum eða í síma 83295.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.