Tíminn - 01.10.1971, Blaðsíða 5

Tíminn - 01.10.1971, Blaðsíða 5
§ T .T f J r 1 T T T VðSTUÐAGUR L október 1971 TIMINN MEÐ MORGUN KAFFINU ISPEGU Öldruð hjón bjuggu í sveit einni á Suðurlandi. Þau hétu Gaðrún og Þorkell. Hjónin sváfu sitt í hvoru rúmi og var sambúðin stirð. Kvöld eitt kemur Þorkell inn feá húsverkum, og liggur kona hans þá í rúminu og hefur ekki sinnt neinum kvöldverkum. Þorkell lætur það afskipta- laust og gengur til sængur. Morguninn eftir er Guðrún enn í rúminu, en Þorkell bóndi yrðir ekki á hana og fer tii sinna verka. Sonnr þeirra hjóna liafði vei- ið að heiman, en kom heim Þenn an dag nm hádegisbilið. Hann sér strax, að eitthvað er að móður hans, og verður þess var, að hún hefur fengið siag og er máílaus. Hann ávitar nú föður sinn fyr- ir hirðuleysi um móður sína, en Þorkell mælti þá= „Ég hélt, að hún væri með fýlu, og ætlaði ekki að fara að sleíkja úr henni.** Stcinn Steinarr lá banaleguna. Þá kom til han prestur einn og spurði, hvort hann gæti gert nokkuð fyrir hann. „Ekki strax“, svaraði Steinn og brosti. — Við skulum sjá. Fjögur ný dekk og blöndungur. Það verða akkúrat hundrað krónur. Kona nokkur kom i heitnsókn til nágrannakonu sinnar, sem var mesta subba. Hún tók gestinum hið bezta. bar inn bolla, kökur og kaffi og ætlaði að fara að hella í boll- ana, en aðkomukonunni mun hafa þótt sinn bolli nokkuð ó- hreinn, því hún lyfti honum upp og sagði: „Má ég ckki lesa í bollinn fyrst?“ Kerling ein, sem var mjög mædd af andstreymi lífsins, þóttist aldrei fá bænheyrslu, Þótt hún bæði til guðs sem bezt hún kunni. — Eitt sinn sagði hún: „Það er ekki til neins að vera að biðja þennan guð um neitt. Það væri þá heldur að biðja hitt tötrið." Sæmundur kaupmaður var oft mjög viðutan. Einu sinni lá hann veikur, og kallaði þá kona hans til hans, að læknirinn væri að koma. „Hamingjan hjálpi mér!“ sagði Sæmundur þá. „Ég er í rúminu. Ég get ekki tekið á móti honum. Segðu honum, að ég sé veikur.“ Kristján hét maður og, þjó í Borgarhöfn. Hann hafði mikla ánægju af fréttaburði. Vilhelm Knudsen var þá verzl unarmaður á Papós, og var tengdamóðir hans hjá honum. Það einkennilega slys henti hana, að kjálkarnir á henni hlupu úr liði. Kristján fréttir þetta, hleyp- ur með miklum asa á næsta bæ og segir, áður en hann heilsar: „Heyrið þið piltar! Hafið þið heyrt af henni Skonsu? Það i hljóp í baklás á henni kjaftur- ! DENNÍ — Það er smákraftaverk, sem _ a , . , . _ , mig langaj' til að biðja þig að DÆMALAUBI sera mis iiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiimiiiiiiiiiiiitiiiiiMiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMMiiimiiiiiiniiiiMi Litla apabarnið, sem hér er svo ánægt á vigtinni, er um þessar mundir a'ðal aðdráttarafl ið í dýragarðinum í London. Mýridin ’cr tckih. þe^áf'áp'abarn- ið hélt sinn fyrsta blaðam.fund nýlega. Þetta er nefnil. ekkert venjulegt apabarn, heldur Babo- api, og sú tegund hefur aldrei áður fætt afkvæmi í dýragarði. En Babo-mamman lét líka Þar við sitja, því hún harðneitaði að eiga nokkuð í baminu sínu og við sjálft lá, að blessaður ung- — ★ — ★— Frank Sinatra er sagður velta fyrir sér, hvort hann eigi að kvænast á nýjan leik. Stúlkan, sem hann er að hugsa um, heitir Pamela Hayward og var áður gift Randolfph Churchill. -★-★- Flestir muna líklega eftir lean-Claude-KiIly, franska skíða- manninum, sem fékk þrjá gull- peninga á síðustu ólympíuleik- um. Síðan er Killy orðinn vell- auðugur á því að nýta auglýs- ingagildi sitt til hins ýtrasta. Hann hefur notað nafn sitt til- að auglýsa skíði, tannkrem og flest alla hluti þar á milli. En þrátt fyrir allar vinsældirnar hefur Killy aldrei kvænzt. Það hefur líka sína skýringu. Hann má nefnilega ekki kvænast og hefur undirritað samning þess efnis við General Motors. Lík- lega halda þeir ágætu menn, að kvæntir menn selji hlutina ekki eins vel. En nú eru uppi ýmsar blikur um það. að Killy rjúfi samninginn fljótlega, því hann er sagður ástfanginn. Þeg- ar hann var að leika i sinni fyrstu kvikmynd, sem auðvitað fjallar um skíðakappa, hitti hann elskuna sína, því hún lék á móti honum. Hún er frönsk lika og heitir Danielle Gaubert. inn dæi. En þá var fengin hjúkr- unarkona til að annast þann litía. Nú er Ripple, eins og hann er kallaður, á grænni grein, og étur öll reiðinnar ó- sköp. Hann gat ekki stilt sig á blaðamannafundinum, að fá sér sopa við og við, en það þykir lika tilheyi-a slíkum samkomum. Það verður að segja nm Birgittu Bardot, að hún hefur góðan smekk fyrir karlmenn, og velur sér ekía hvem sem er til fylgilags við sig. Sá síðasti, skíðakennarinn Kristian Kalt, er fytrirmyndar eintak, að minnsta kosti, hvað útlitið snert- ir. Síðan hann fór að iðka Birgittu, hefur hann ekki haft tíma til að kenna fólki á skiðum, þvi hún vill hafa sinn mann alla 24 tíma sólarhringsins. ÁstarÞörf Birgittu fær útrás í öðru.ýen eingöngu karlmönn- um. Hún nýtur þess einnig, að hlynna að fólki, sem á bágt Til dæmis borgaði hún í mörg ár húsaleiguna fyrir konuna, sem passaði hana þegar hún var bam. I sumar dó svo gamla konan eftír langa sjúkrahúsíegu, sem Birgitta kostaði einnig. — ★ — ★ — Frönsk kona hefur sett heims met í óafplánuðum fangelsis- dómum. Hún á óafplánuð 298 ár samkvæmt þeim dómnm, sem upp hafa verið kveðnir yfír henni. Glæpakvendi þetta heiör GabrieHe Lagrange og er hún 52 ára gömul. Hún hefur ávalt verið dæmd in absentia — eða að henni fjarverandi, nú sfðast í Saint-Omer í Frakklandi. Þar hafði hún framið áttugasta og annan glæp sinn, sem upp hafði komizt og bætti með honum þremur árum við dómasaínið. í þetta sinn var glæpurinn í því fólginn, að Gabrielle hafði bank að upp á hjá Madömu Germainc Godart, áttatíu ára gamalli frú, og skýrt henni frá því, að hún væri félagsráðgjafi og gengi í hús og aðstoðaði og jafnvel læknaði fólk, eftir beztu getu. -★-★- Þessi myndarmaður meö box- hanzkana er hann Jason. J?að getur víst enginn séð á honum, að þegar hann fæddist fyrir fjórum mánuðum, var hann svo lítill og veikbyggður, að honum var ekki hugað líf. Hann fædd- ist tveimur vikum fyrir tímann, en var furðu fljótur að ná sér á strik. Mamma hans var líka ákveðin í aö gefast ekki upp og brátt fór Jason að verða svo gráðugur, að honum nægði ekki móðurmjólkin ein, lieldur vildi mat. Hann fékk mat og árang- urinn varð sá, að þegar þessi mynd er tekin, á fjögurra mán- aða afmæli Jasons, vóg hann 14 kíló, sem nálgast það að vera Bretlandsmet. Jason er að æfa sig, svo hann geti bankað í þá, scm kalla hann „feitabollu" á barnaheimilinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.