Tíminn - 28.10.1971, Blaðsíða 8

Tíminn - 28.10.1971, Blaðsíða 8
8 TIMINN FIMMTUDAGUR 28. ektdber 1971 Fulltrúi íslenzkrar menningar í Ungverjaiandi ISTVAN BERNATH Undanfarið hefur ungverskur bókmenntamaður og þýðandi ís- . lenzkra ritverka, Istvan Ber- ; nath að nafni, verið hér í heim- sókn. Þetta er í f jórða sinn sem Bernath kemur hingað. Hann er sannkallaður fulltrúi íslenzkrar menningar £ Ungverjalandi, því hann er fyrsti maðurinn þar, sem þýðir íslenzkar bækur á ungversku beint úr frummál- ! inu. Bernath kennir nú skandín- avíska bókmenntasögu við Há- skólann í Budapest, en sú grein er ný af nálinni þar. Hann hef- ur þýtt mikið úr Norðurlanda- málum, m. a. gefið út einar fjórar sýnisbækur norrænna bókmennta, fornra og nýrra, og { á ísland drjúgan hlut í þeim. | Ekki alls fyrir löngu kom út | sýnisbók norrænna ljóða, sem j Bernath valdi, og eru íslenzk J kvæði fjórðungur þeirrar bók- * ar. Hefur hann sjálfur þýtt um | 60% þeirra, en beztu skáld Ung J verja hin með aðstoð hans. IFyrsta íslenzka bókin, sem Bernath þýddi, var 79 af stöð- inni eftir Indriða G. Þorsteins- son. Hlaut hún miklar vinsældir og hefur verið flutt í útvarpi í Ungverjalandi mörgum sinnum £ leikritsformi. Siðar réðst Bernath £ mikið áhugamál stt, ! nefnilega þýðingu Njálu, og ! kom hún út i ódýrri útgáfu í J 25.000 eintökum. Bemath er J hálfnaður að þýða Egilssögu, j sem var fyrsta bókin, seir. hann las á fslenzku, 3g kemur hún ! væntanlega út i Ungverjalandi ! í byrjun næsta árs í 30.000 ein- J tökum. Þá ætlar hann að þýða ! Gerplu, sem hann telur landa ! sína hafa betri möguleika á að J skilja, eftir að hafa áður kynnzt ! tveim íslenzkum fomsögum. J Hann hefur einnig þýtt Islands- J klukku Laxness. ! — Það eru venjulega 7—8 J stúdentar, sem sækja tíiua hjá mér í skandinavískum bók- menntum, sagði Istvan Bernath í viðtali við Tímann um daginn. — Þetta er mjög geðfellt ungt fólk og mikill meirihluti stúlk- ur, eða um 70%. Orsök þess, að fáir piltar velja þessa grein er eflaust sú, að kennsla er helzta starfið sem bókmennta- og tungumálafólki býðst að námi loknu. Og kennarar em þvi miður mjög illa launaðir í Ungverjalandi. Piltarnir kjósa því fremur að nema tæknigrein ar eða læknisfræði, sem gefa meira í aðra hönd. Istvan Bernath nam á sínum tíma þýzku og frönsku. Hann starfaði því næst nær eingöngu við ljóðaþýðingar um 10 ára skeið. Þýddi hann mikið skandin avísk ljóð og einnig þýzk, m. a. eftir Bertolt Brenht. Þá hefur hann einnig þýtt verk Henriks Ibsens og svo mætti lengi telja. Það var ekki fyr en eftir bylt- inguna í Ungverialandi 1956, er aukin ró tók að færast yfir í menningarmálum, að Bernath fór að hafa veruleg kynni af norrænum bókmentum. Síðan hefur honum verið auðveldara um vik að afla sér bóka frá Norðurlöndum. Auk þess sem áður en nefnt, hefur Bemath kynnt islenzka menningu í út- varps- og sjónvarpsþáttum. Þá er einnig ótalinn einn hluti starfs hans, en það er samning greina um islenzkar bókmenntir og höfunda í Alfræðibók heims- bókmenntanna, sem Ungverjar eru að gefa út. Bók þessi er að sögn mesta og merkilegasta rit sinnar tegundar, sem gefið hef- ur verið út. í henni er ekki að- eins getið einstakra höfunda, heldur hvers kyns hugmynda og fyrirbrigða í bókmenntum. — Ég hef skrifað greinar um 350 Norðurlandahöfunda í þetta verk, segir Bemath, — þar af um 60—70 íslendinga. Fyrsta bindið er komið út og nær það aðeins yfir þrjá fyrstu bókstafi stafrófsins. Annað bindið kemur út nú um jólin. Um þessar mundir hefur þó Istvan Bernath leyfi frá öðrum störfum til að ljúka doktorsrit- gerð sinni, sem fjallar um ís- lendingasögur. — Ritgerð mín er ekki strangbókmenntaleg, heldur fagurfræðileg og fjallar um þjóðfélagsfræði þessarar bókmenntagreinar, segir Istvan Bernath. — Margir útlendingar, einkum Þjóðverjar, hafa skrif- að skelfilega vitleysu um ís- lendingasögumar og veröld þeirra. Ég fjalla m. a. um Hænsna-Þóris sögu og Banda- mannasögu í ritgerð minni, en ég tel þær lýsa vel þeim tíma og þj óðfélagsháttum, sem ríktu þegar Þær gerðust og þegar þær voru skrifaðar. Hænsna- Þóris saga birtist í þýðingu í ritgerðinni. Ég hef sem sagt mestan áhuga á menningu þjóð- arinnar á þessum timum og síð- ar. íslendingar hafa til dæmis allt aðra afstöðu til bókmennta en aðrar þjóðir. Bókmenntir hóf ust fyrr hjá ykkur en t. d. í Evrópu. Við Ungverjar byrjum að skrifa prósa á 16. öld í léns- skipulagsþjóðfélagi, en þið á 12.—13. öld, við allt aðrar að- stæður. Á íslandi er furðulega mikil útgáfustarfsemi. Og það hefur vakið athygli mína, að þið eruð í 2. eða 3. hæsta sæti, hvað fjölda símtala snertir. Ég tel rétt að staldra við og flraga skapgerðareinkenni eins og þetta, sem virðast kunna smá- vægileg. Bernath héfur hug á ótal verkefnum í soihbandi við þýð- ingar úr íslenku. Hann hefur og áhuga á að skrifa bók um Halldór Laxness, stutta íslenzka bókmenntasögu, svo nokkuð sé nefnt. Hann kveðst dauðöfunda kollega sinn úr háskólanum í Búdapest, sem var hér í nokkra mánuði og lærði íslenzku. — Það væri dásamlegt, ef ég gæti átt þess kost að læra málið bet- ur. Aðspurður hvernig væri að lifa í Ungverjalandi, sagði Ber- nath: — Það er ekki slæmt. Skilyrði til að vinna eru góð og eftir 1956 hef ég fengið tæki- færi til að ferðast svolítið, en ég kom ekki út fyrir landstein- ana fyrr en eftir þrítugt. S. J. HESTAR OG MENN; Sigurjón Gestsson frá Sauð- árkróki skrifar þættinum eftir- farandi bréf: Skrif í þennan þátt eiga vin- sældum að fagna hjá hesta- mönnum. Ekki hvað sízt þegar þessi tími er kominn og flest- ir búnir að draga undan reið- hestum sínum. Og betri tími gefst til að hugleiða það, sem efst er á baugi í hestamennsk- unni. f síðustu þrem þáttum skrifar Smári og kemur ■víða við. Meðal annars fjallar hann nokkuð um hrossaræktunar- málin. Þykja mér skrif hans um þau heldur bragðlítil. Er maður ekki óvanur slíku, þeg- ar um þau mál er ritað eða rætt. Flestir virðast sammála um, að algert kák og stefnu- leysi einkenni framkvæmd þessara mála. Tuggið er á þeim voða sem því sé sam- fara að nota verðlaunaða graðhesta annars staðar en f sínum heimahéruðum. Burt séð frá því, hvort kynbótagildi þeirra nýtist betur á öðrum svæðum. Á ég þar við, að ég tel fyrstu verðlauna graðhesta betur brúkaða til undaneldis á þeim svæðum, þar sem megnið af hryssunum, sem undir þá er haldið, eru tamdar. Útilokað finnst mér, að láta fyrstu verð- launa graðhesta darka með 30 til 40 ótamdar stóðmerar, sem vonlaust er að vita yfir hvaða eiginleikum búa. Ég er ekki að lýsa yfir, að ég sé fullkomlega ánægður með hrossaræktina i dag. Vissulega væri gott að hefja skipulagða skyldleika- rækt innan hvers fjórðungs eins og Smári bendir á í einni af greinum sínum. En eins og málin standa í dag finnst mér slíkt ekki tímabært nema í örlitlum mæli. Sá grunur, sem við þurfum að byggja alla rækt un á, þarf að vera traustur. Tel ég hann yfirleitt ekki nógu traustan. Fyrst og fremst vegna þess, hversu vitneskja okkar um þann efnivið, sem við ættum okkur að vinna úr, er af skornum skammti. Margt af þeim kynbótahrossum, sem hlotið hafa fyrstu verðlaun á sýningum, eru undan ótömdum fóreldrum, önnur aftur á móti óskilgetin. Tel ég, að slíkir gripir ættu ekki að koma til greina sem fyrstu verðlauna kynbótagripir. Auka þarf kröfur, sem gerð- ar eru til fyrstu verðlaur.a hrossa. Til dæmis, að þau séu undan tömdum foreldrum, helzt dæmdum. Efla þarf rann sóknir á kynbótagildi graðhest anna með tamningu afkvæma- hópa. Auka þarf tamningar á hryssum. Eðlilegt væri að fola tollur væri lægri á tamdar hryss ur en ótamdar. Styrkja þarf þá einstaklinga fjárhagslega. sem skara fram úr í hrossa- ræktinni. Fjölga þarf sýning- um á kynbótagripum, þannig að mönnum sé gert kleift að fá gripi sina sýnda sem fyrst, en þurfi ekki að bíða í þrjú til fjögur ár, eins og verið hef ur. Herða þarf eftirlit með lausagöngu graðhesta. Ég hef talið hér upp nokkur atriði, sem ég tel skipta nokk- uð miklu máli, að færð séu til betra horfs, áður en hafizt ér handa við skyldleikaræktun i heilum landsfjórðungum. Um skrif Smára um mót skag- firzkra hestamanna á Vindheimamelum s.l. sumar langar mig að fara örfáum orð um. Lýsing hans á þremur efstu hrossunum kemur mér nokkuð einkennilega fyrir sjón- ir. Hann skrifar: „Fyrst var Hrafnkatla, brún, falleg gæða leg hryssa, en sýnilega ekki nógu gangrúm, og skortir betri tamningu. Næstur var Vinur. rauðskjóttur, nokkuð góður hestur, vel vakur og þjáll, en virðist vanta áherzlu. Þriðja var Lipurtá, rauð hryssa, góð og vel tamin, liðleg í hreyfing- um.“ Síðan kemur rúsínan í pylsuendanum, er hann segir: „Dómar á þessum alhliða góð- hestum virtust vera mjög eðli- legir og réttir." Er ég sam- mála Smára um það. En eðli- legra og réttara hefði mér fundizt, að hann lýsti hrossun- um í líkingu við það er dóm- nefnd gerði, fyrst hann er henni sammála. Því allir, sem lýsingu hans lesa, hljóta að draga þá ályktun, að dómnefnd inni hafi orðið illa á í mess- unni. Lýsing dómnefndar var hins vegar á þessa leið: „Númer eitt Hrafnkatla, 5 vetra. Fagur og ljúfur alhliða gæðingur, einkunn 8.55. Núm er tvö Vinur, 7 vetra. Alhliða gæðingur með þjálli skapgerð, einkunn 8.27. Númer þrjú Lip- urtá, 6 vetra. Tilþrifamikill gæðingur. ekki fullgerður, skortir nokkuð á glæsileika, einkunn 8.24.“ í sambandi viö umsögn Smái-a um Hrafnkötlu. þar sem hann eignar henni tvo höfuðkosti gæðingsins, þ.e. vantemslu og gangtregðu, finnst mér það í hæsta máta ósanngjarnt og sízt til þess fall ið að gefa rétt mynd af um- ræddri gæðingakeppni. Sigurjón Gestsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.