Tíminn - 28.10.1971, Blaðsíða 16
Seðlabankinn
byggir við
Söfvhólsgötu
Á árinu 1967 var gerður samn-
ingur milli Reykjavíkurborgar og
Seðlabanka íslands, sem gerði ráð
fyrir byggingu fyrir bankann á lóð
unum nr. 11 og 13 við Frikirkju-
veg. Sú ráðagerð hefur verið nokk-
uð umdeild og hefur m.a. verið
bent á, að erfitt myndi reynast í
framkvæmd að uppfylla þau á-
kvæði samningsins, er kváðu á um,
að sérkenni umhverfis Tjarnarinn-
ar skyldu varðveitt. Einnig hefur
verið á það deilt, að húsið við
Fríkirkjuveg 11 yrði rifið og það
fjarlægt.
Snemma á þessu ári hófu aðilar
því viðræður um aðra lausn á bygg
ingarþörf bankans, sem hafa leitt
til nýrrar samningsgerðar, sem
borgarráð Reykjavíkur og banka-
ráð Seðlabankans hafa nú sam-
þykkt.
Samkvæmt nýjum makaskipta-
samningi aðila afsalar Reykjavík-
urborg til Seðlabankans rúmlega
3000 fermetra lóð við Sölvhólsgötu
milli Ingólfsstrætis og Kalkofns-
vegar, en bankinn áformar að
reisa á lóðinni hús fyrir starfsemi
sína. Gert er ráð fyrir, að þar rísi
skrifstofuhúsnæði á 4 hæðum, en
í kjallara verði m.a. bifreiðageymsl
ur vegna starfsemi bankans. Kim-
fremur er fyrirhuguð á lóðinni
bygging almenns bifreiðageymslu-
húsnæðis neðan jarðar, og verður
það í eigu og á kostnað borgar-
sióðs.
Seðlabankinn afsalar hins vegar
til borgarsjóðs lóðunum nr. 13
við Fríkirkjuveg og nr. f við
Lækjargötu ásamt húseign.
(Frá skrifstofu borgarstjóra)
Raforkuvinnslan jókst
13,8% s.l.
um
ar
EJ-Reykjavík, miðvikudag.
Á fyrra hluta þessa árs, eða á
tímabilinu frá janúar til júniloka,
héfur raforkuvinnslan í landinu
numið alls 786 gígawattstundum
(ein gígawattsstund er milljón
kílówattsstundir), en það samsvar
Framhald á bls. 14
Hver íslendingur keypti
rafmagn fyrir 4317 kr.
aö meöaltali árið 1969
EJ-Reykjavik, miðvikudag.
Á árinu 1969 voru á landinu
öllu seldar að meðaltali 2.483
kilówattsstundir af raforku á
hvert mannsbarn í landinu, eða
raforka að meðaltali fyrir
4.317 krónur á íbúa.
Þetta kemur fram í nýút-
komnum Orkumálum, sem
Orkustofnunin gefur út.
Þær rafveitur, sem selt hafa
mest orkumagn á íbúa árið
1969, eru Snæfjöll og Akranes.
Hin fyrrnefnda seldi þetta ár
5.857 kílówattsstundir á íbúa,
en hin síðarnefnda 5.438 kwst.
Fyrrnefnda rafveitan seldi svo
til allt sitt rafmagn til búrekst-
urs.
Sé krónutalan tekin, þá er
Grindavík og Njarðvikur efstar
á blaði með 5.890 kr. og 5.885
kr. á íbúa. Síðan koma Akra-
ness með 5.651 krónu, Gerðar
með 5.536 kr. og Sandgerði
með 5.155 krónur á ibúa.
EKKERT GERIST í
KJARAMÁLUM
SJÓNVARPSFÓLKS
SJ-Reykjavík, miðvikudag.
„Það hefur engin hreyfing
komið á málið“, sagði Sverrir
Ólafsson, formaður félags
starfsfólks sjónvarpsins í dag,
þegar hann var spurður um
hvernig kjarabarátta sjónvarps
manna gengi.
Sjónvarpsmenn telja að sum
um þeirra hafi verið skipað
ranglega í flokka við kjara-
samningana í desember í fyrra.
Kærðu þeir þegar í fyrravetur
nokkur störf, sem þeir töldu
vanmetin, og hafa þeir fengið
minniháttar breytingar í gegn
síðan. „En fjármálaráðuneytið
virðist ekki vilja skilja sjónar-
mið okkar“, sagði Sverrir Ólafs
son,“ og lítið hefur þokazt í
áttina þegar á allt er litið“.
Sverrir brást ókunnuglega
við þeirri spurningu, hvort
„veikindaverkfallið“ í síðustu
viku hefði haft nokkur áhrif
á gang mála. Virtist hann ekki
við það kannast, að þar hafi
verið um skipulagða aðgerð að
ræða hjá starfsfólkinu, og
minntist á „að sig rámaði í að
mikið hefði verið um lasleika
einn daginn í síðustu viku!“
En sem sagt, ekkert hefur nýtt
gerzt í kjaramálum sjónvarps-
fólks.
BÆJARÞING REYKJAVÍKUR:
SAM fær engar bætur
OÓ—Reykjavík, miðvikudag.
1 gær var kveðinn upp í Bæjar-
þingi Reykjavíkur dómur í máli
Sigurðar A. Magnússonar ritstjóra
gegn fjármálaráðherra fyrir hönd
ríkissjóðs. Krafðist Sigurður 75
þús. kr. skaðabóta vegna hand-
töku og sviptingu ferðafrelsis. En
Sigurður var á sínum tíma hand-
tekinn ásamt 10 öðrum, sem setið
höfðu fund um Víetnamstyrjöld-
ina og hugðust ganga forboðna
leið frá Tjarnarbúð að bandaríska
sendiráðinu. Dómurinn er á þá
leið að fjármálaráðherra var sýkn-
aður af bótakröfum og málskostn-
aður felldur niður.
L OGREGLUSKQUNNI
NÝJUM HÚSAKYNNUM
OÓ-Reykjavík, miðvikudag.
Lögregluskólinn var settur í
nýju húsnæði s. 1. mánudag. Er
skólinn nú til húsa í byggingu
nýju lögreglustöðvarinnar við
Hverfisgötu. Er skólinn þar í hús
næði sem sérstaklega er til þess
ætlað að kenna nýjum lögreglu-
mönnum og endurhæfa hina eldri.
Lögregluskólinn hefur til um-
ráða tvær kennslustofur, aðra af
venjulegri stærð og hina stærri,
sem einnig verður notuð til al-
menningsfræðslu á sviði umferð
mála og kannski síðar afbrota-
varna, ef til kemur, sagði lög-
lögreglustjóri Tímanum. Þá er
sérstakt kennaraherbergi og lítil
setustofa fyrir nemendur til að
vera í frímínútum,
Nú er byrjunardéild í skólan-
um, einn fullskipaður bekkur. Eru
þar ungir menn, sem fara í
Reykjavíkurlögregluna og nokkr-
ir víða utan af landi.
Eftir áramótin verður skólinn
í tveimur bekkjardeildum, nýliða
deild og framhaldsdeild.
14 nýir menn munu nú bætast
í Reykjavíkurlögregluna og sagði
lögreglusljóri þörf væri á fleiri.
Kvaðst hann vel geta bætt við
allt að átta góðum mönnum, og
hafi menn áhuga munu yfirlögreglu
þjónarnir gefa nánari upplýsingar.
Skólatími byrjunardeildar stend-
ur allan daginn þann tíma, sem
Afskrift dómsins er ekki full-
gerð og er því ekki hægt að birta
forsendur hans. Tíminn snéri sér
til lögmanns stefnanda, Jóns E.
Ragnarssonar. Jón sagðist enn ekki
hafa séð forsendur dómsins, og
biði hanr. þeirra með eftirvænt-
ingu. — Mér kemur sýknudómur-
inn á óvart, sagði Jón, og kvað
hann ákvörðun hafa verið tekna
um að áfrýja málinu til Hæsta-
réttar. Ekki hefur verið tekin á-
kvörðun um það, hvernig snúast
skuli við því ákvæði dómsins um
''kostnaður félli niður, en
nt lögum sé hér um gjaf-
i^..„i.rmál að ræða.
hann starfar, eða svipaða tíma-
lengd og í öðrum skólum. Auk
húsnæðisins við Hverfisgötu hef-
ur lögreglan einnig þjálfunarstöð
á Seltjarnarnesi og fara þar fram
verklegar æfingar.
Rangárvallasýsla
Aðalfundur Framsóknarfélaganna í Rangár-
vallasýslu verður haldinn að Hvoli sunnudaginn
31. október kl. 15.30. Fundarefni: Venjuleg aðal-
fundarstörf, og kosning fulltrúa á kjördæmis-
þing. Björn Fr. Björnsson alþingismaður mætir
á fundinum og ræðir um stjórnmálaviðhorfið.
:***VV#1
■mw ♦ yM j ♦«. 0 Í ¥* „ y**
**£ ■>? t : '*.**** ¥ *** j iiv * i ii I i. i 6 i i i i>
$£« r. ***
ilSt
•i| i'óv *
FUF í Árnessýslu
Aðalfundur FUF i Árnessýslu verður haldinn
í Framsóknarsalnum á Selfossi á morgun, föstu-
dag, og hefst hann kl. 21. Dagskrá: Venjuleg
aðalfundarstörf, kosnir fulltrúar á kiördæmis-
þing. Gestur fundarins verður dr. Ólafur R.
Grímsson. — Stjórnin.
Byrjunardeild lögreglusltólans í nýju liúsakynnunum. Að baki nemendunum stendur Guðinundur Ilermanns-
son, aðstoðaryfirlögregluþjónn. (Tímamynd G.E.)
SKAGFIRÐINGAR
Framsóknarfélag Skagfirðinga heldur fund í
Framsóknarhúsinu á Sauðárkróki fimmtudag-
inn 11. nóvember n.k. Fundurinn hefst kl. 21.
Áskell Einarsson, framkvæmdastjóri Fjórð-
nngssambands Norðurlands talar um byggða-
málefni Norðurlands.