Tíminn - 28.10.1971, Side 9
FIMMTUDAGUR 28. október 1971
TÍMINN
9
Otgafandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
rramkvaemdast)órl: Kristján Benedlktsson Rltstjórar: Þórarinn
Þórartnssen (áb), Jón Helgason, tndriOl G. Þorstelnwon oc
Tómas Karisson Auglýslngasrtjórt: Stelngrlnrar Gislason Rlt
rtjórnarskrifstofur I Edduhúslnn, stmai 18300 — 18300 Skrtt-
stofur Bankastrætl 7. — AfgreiOsluslmJ 12323. Auglýstngaalml:
10523. AOrar skrifstofur slml 18300. Askriftargjald kr 195.00
i minuðl tnnamlaads. 1 lansasölu kr. 12,00 etnt - Prentsm
^di U.
Læknaskortur
Það var að vonum, að læknaskorturinn yrði eitt fyrsta
málið, sem kæmi til umræðu á hinu nýbyrjaða Alþingi.
Vilhjálmur Hjálmarsson lagði fram strax í þingbyrjun
fyrirspum um, hvað ríkisstjómin hygðist gera til að
bæta úr læknaskorti í strjálbýli, en þar em nú mörg
héruð læknislaus. Magnús Kjartansson heilbrigðismála-
ráðherra skýrði frá því, að ekki væri aðeins um að ræða
læknaskort í strjálbýlinu, heldur væri hann einnig í þétt-
býlinu, þótt hann væri ekki eins tilfinnanlegur þar. Hann
ræddi svo þær ráðstafanir, sem til greina kæmu, en
fyrstu viðbrögð hans hefðu orðið þau að reyna að fá
sjálfboðaliða í strjálbýlishéruðin næstu mánuðina. Um
aðra bráðabirgðalausn væri tæpast að ræða.
í stuttu máli má segja, að umræðurnar á Alþingi hafi
staðfest þær niðurstöður, sem komu fram í viðtali við
Arinbjörn Kolbeinsson, fyrrv. formann Læknafélags ís-
lands, er birtist hér í blaðinu síðastl. laugardag. Fyrsta
skrefið, sem stíga þarf til að leysa læknaskortinn til fram-
búðar, er að gera þær breytingar á læknadeild Háskólans,
sem tryggi það, að mun fleiri læknar útskrifist þaðan.
Þá þarf að koma upp læknamiðstöðvum og heilsugæzlu-
stöðvum, þar sem skilyrð^ru fyrir hendi, og sameina
læknishémð með tilliti tilvþess. Öll einmenningshéruð
verða þó ekki lögð niður, sokum staðhátta og samgöngu-
skilyrða.
Því má vafalítið treysta, að núv. ríkisstjóm mun gera
sitt bezta til að vinna að lausn þessara mála. En leggja
ber áherzlu á það, sem kom fram í umræðunum á Alþingi
og í umræðuþætti í sjónvarpinu, að þessi mál verða ekki
leyst sem sérstakt vandamál, heldur þáttur í alhliða við-
reisn strjálbýlisins, sem stuðli að því að læknar og annað
sérlært fólk vilji una þar. Það er t.d. grundvallarskilyrði
hinnar nýju tilhögunar, sem að er stefnt, að samgöngur
í strjálbýlinu verði stórbættar og þó alveg sérstaklega
vegakerfið. Læknamálið minnir á það, eins og svo fjöl-
margt annað, að bættar samgöngur eru eitt allra mikil-
vægasta mál hinna strjálbýlli héraða.
Hverjir eiga Mbl.?
Þess verður áþreifanlega vart, að margir Sjálfstæðis-
menn em undrandi og hneykslaðir yfir skrifum Mbl. um
Einar Ágústsson utanríkisráðherra síðustu dagana. Svo
langt gengur blaðið í öfgum og útúrsnúningurr Því er
líka veitt athygli, að hin stjórnarandstöðublöðin, Alþýðu-
blaðið og Vísir, ganga stórum skemmra í öfgunum en
Mbl.
En ritstjórar Mbl. hafa sínar afsakanir. Hér er hvergi
nærri taugaæsingi þeirra einum um að kenna, þótt vissu-
lega sé hann mikill. Þeir hafa sína húsbændur. Mbl. er
ekki eign Sjálfstæðisflokksins, heldur tiltölulega fárra
manna, er virðast haldnir alveg sérstöku ofstæki í utan-
ríkismálum. Lítið dæmi um þetta er það, að einn þeirra
skrifaði nýlega grein í Mbl., þar sem hann lagði til að
íslendingar hættu öllum viðskiptum við Rússa og slitu
stjórnmálasambandinu við þá.
Mbl. er sorglegt dæmi um, hversu illa getur farið, þeg-
ar fjölmiðlar lenda í óheppilegri einkaeign og öfgafullar
klíkur geta því ráðið stefnu þeirra. Springerblöðin í
Vestur-Þýzkalandi eru annað dæmi um þetta. Vissulega
ber að harma þessi örlög Morgunblaðsins, en mikilvægast
er þó, að menn geri sér fulla grein fyrir ástæðunni, er
veldur æskiskrifum þess. Þ.Þ.
RÆÐA KOSYGINS í OTTAWA:
Stórveldin bera mesta ábyrgð
á varðveizlu heimsfriðarins
í alþjóðaviðskiptum eiga allar þjóðir að vera jafn réttháar
Kosygin var sæmdur höfuöbúnaöi Eskimóahöföingja, er hann kom tll
Edmonton t Kanada.
Forustumenn Sovétríkj-
anna gera víðreist til vest-
rænna landa um þessar
mundir, Kosygin hefur ver-
ið í Kanada, Breshneff er
nú í Frakklandi. Tímanum
hefur borizt frá rússnesku
fréttastofunni APN ræða sú,
sem Kosygin hélt í hádegis-
verðarboði í þinghúsinu í
Ottawa. Rétt þykir að birta
þessa ræðu hér, því að hún
er allgott dæmi um mál-
flutning þeirra Kosygins og
Breshneffs í ferðalögum
þeirra vestantjalds. At-
hyglisvert er, að ádeilum á
Bandaríkin og önnur vest-
ræn ríki er nú að mestu
sleppt, en þeim mun meira
rætt um nauðsyn batnandi
sambúðar. Hefst svo ræða
Kosygins:
ÞAÐ er okkur ánægja að
hitta yður, herra forsætisráð-
herra, og starfsbræður yðar, en
sumum þeirra höfum við þegar
kynnzt í Moskvu. Það segir
mikið, að stjórnir SSSR og
Kanada skuli hafa talið það
gagnlegt að skiptast á heim-
sóknum forsætisráðherra á
einu ári, og merkir það þá
fyrst og fremst, að góð sambúð
og grannskapur er að takast
milli rikja okkar. Við erum
þakklátir herra B. Trudeau
fyrir vinsamleg ummæli hans
um land okkar og fyrir það,
hve mikils hann metur sam-
skipti og samvinnu landa okk-
ar, og erum við þar fyllilega
sammála. Ég vil einnig Koma
á framfæri einlægu þakklæti
okkar fyrir þá gestrisni, sem
okkur hefur verið auðsýnd. Við
þiggjum hana sem vináttu-
merki af hálfu Kanadamanna
til hinnar sovézku þjóðar, og
ég hlýt að segja, að Sovét-
menn bera líka vinarhug til
kanadisku þjóðarinnar — vin-
gjarnlegs og starfsams fólks.
Við lítum á allt hið jákvæða,
er áunnizt hefur í samskiptum
SSSR og Kanada, sem beina
afleiðingu af viðleitni þjóða
þessara landa til að lifa í friði
og vináttu hver við aðra, sem
árangur af starfi beggja ríkis-
stjóma til að koma á tengsl-
um, er báðum væri hagur í.
Lönd okkar stunda nú sam-
vinnu á srviði stjórnmála, verzl
unar og viðskipta, vísinda og
tækni, menningar og mörgum
Iöðrum. Nú beinist viðleitni
beggja að því að efla þetta
samstarf og gera það stöðugra,
svo hægt verði að ákvarða þró-
? un sovézk-kanadisks stamstarfs
mörg ár fram í tímann og auka
það að umfangi og fjölbrevtni.
VIÐ leggjum mikið upp úr
því samkomulagi milli iand-
anna um gagnkvæmt samráð
á sviði stjórnmála, sem undir-
ritað var í maí þessa árs. Með
því er í fyrsta skipti komið á
með ríkjunum okkar stöðugu
sambandi og skoðanaskiptum
um allt, er varðar alþjóðamál
og bæði ríkin sérstaklega.
Ég held, að einhver þýðing-
armesti árangurinn af heim-
sókn forsætisráðherra Kanada
herra Troudean, til lands okkar
sé í því fólginn, að bæði lönd-
in sýndu og sönnuðu áhuga
sinn á varðveizlu friðarins og
alþjóðlegs öryggis. Ríki okkar
— Sovétríkin — ólst upp og
harðnaði í grimmilegri baráttu
við erlendar innrásir. f nafni
friðar, frelsis og framfara
færði sovézk alþýða gífurlegar
fórnir í mannslífum og eign-
um. Þess vegna hlýtur hið sov-
ézka ríki að líta á eflingu frið
arins sem hornstein utanríkis-
stefnu sinnar. Það er hið stóra
mál, og allar okkar athafnir á
alþjóðavettvangi beinast, þeg-
ar öllu er á botninn hvolft, að
lausn þess. Aukin og bætt sam-
skipti við land ykkar eru einn
liður í þessari viðleitni, og
maíheimsókn herra Traudeau
varð henni mikil lyftistöng.
Sovétríkin leggja til við öll
ríki að vinna saman að lausn
alþjóðlegra deilumála, sem
valda spennu í heiminum og
tefja þjóðirnar frá friðsam-
legri uppbyggingu. Skoðanir
okkar á því, hvað gera þyrfti
við núverandi aðstæður, voru
settar fram í hinni alkunnu
friðaráætlun, sem aðalritari
Miðstjórnar KFS L. I. Bresh-
neff, birti í ræðu sinni á 24.
flokksþinginu.
ÁTLUN okkar er beint til
allra landa, sem að sínu leyti
eru reiðubúin að taka þátt í
samvinnu til að efla friðinn á
grundvelli friðsamlegrar sam-
búðar. Það verður tæpast dreg
ið í efa, að á næstu áratugum
mun framtíð mannkynsins að
miklu leyti verða undir því
komin, hvort friðsamleg sam-
búð verður undirstaða gagn-
kvæmra samskipta ríkja á
milli eða hvort spenna muni
ríkja í alþjóðamálum og víg-
búnaðarkapphlaupið halda
áfram. Við lítum á þróun sam-
skipta SSSR og Kanada sem
ákveðið framlag til stuðnings
friðsamlegrar sambúðar yfir-
leitt, oð því er eðlilegt, að sov-
ézkur almenningur fagni þess-
ari þróun.
Það er hægt að verja og
treysta friðinn, ef öll friðelsk-
andi riki taka höndum saman
í virkri baráttu gegn vélabrögð
um árásarafla og stríðsæsinga-
manna og til að verja frelsi og
sjálfstæði allra þjóða og helg
an rétt þeirra til sjálfstæðrar
þróunar.
Því snúum við okkur til S
allra með friðaráætlun okkai. 1
Þess vegna er samstarfi SSSR |
og Kanada ekki beint gegn
neinum. Hins vegar stuðlar ’
það — og við vildum gjarna,
að það stuðlaði enn betur — að
alþjóðlegu öryggi. Við höfum
engin dulin markmið.
EF RÍKI miða utanríkispóli-
tík sína við það að grafa und-
an öðrum og kreppa að lög-
mætum réttindum þeirra og
hagsmunum, getur það aðeins
orðið til að auka spennu í
heiminum, tefja fyrir pólitískri
lausn á aðkallandi vandamál-
um og hrinda af stað kreppum
og átökum. Hvernig sem reynt
er að hylja slíka stefnu á bak
við orðagjálfur. þá kemur það
fram fyrr eða síðar, hve órétt-
lætanleg og hættuleg hún er,
Framrald a bls. 14.