Tíminn - 12.11.1971, Side 5

Tíminn - 12.11.1971, Side 5
FÖSTUÐAGUR 12. nóvember 1971 í jámbrautarklefa sat skap- 31, eldri kona við hliðina á ungri móður með grátandi bamið í fanginu. Sú gamla gaf barninu lengi vel illt auga, en gat svo ekki orða bundizt: —- Það er hættulegt að ferðast með böm, sem eru veik. Þetta gæti verið smitandi. — Þá ættuð þér að gleðjast, svaraði móðirin. — því barnið er að taka tennur. Nýlega fréttum við um konu, sem ætlar að steinhætta að ganga í síðbuxum vegna þess, að einu sinni kom hún að mann inum sínum, þar sem hann var að leita í buxnavösum hennar. — Já, svona persónulega, þá verð ég ekkert var við kennara- skortinn. — Lena! Því í ósköpunum sögðuð þér manninum, að ég væri heima? Nú verð ég að borga 300 króna reikning. — Já, en þér eruð heima. — Lena! Eftir að hafa verið svona lengi á heimilinu, ættuð þér að geta séð það á fólki, hvort ég er heima eða ekki. — Það er til dýr, sem er voldugra en ljón. Hvaða dýr er það? — Það hlýtur að vera líón- ynjan. — Hann er bezti sölumaður- inn okkar. Fyrst reynir hann rólega, en Þegar það dugar ekki, þá þetta . . . Nirfillinn var að kvarta við vin sinn yfir Því, hvað bensín- ið væri dýrt. — Já, en þú átt ekki bíl. — Nei, en ég á kveikjara. Það var óperuæfing og stjórn andinn var að vanda um við tenórinn. — Þú verður að syngja með meiri tilfinningu. Hefurðu aldrei elskað? — Jú, en ég söng ekki um leið. — Hvað kostar bindið? — Þú færð tvö fyrir 200 krónur. — En eitt? — Það kostar 125 krónur. — Gott, þá tek ég hitt. DENNI DÆMALAUSI Ef ekkert sniðugt er í sjón- varpinu geturðu iækkað tóninn, og horft á myndina á haus. TÍMINN 5 f Tito Jugóslaviuforseti og j kona hans snæddu hádegisverð j í Buckingham-höll í boði Elísa- i betar Bretadrottningar, nú fyr- | ir fáum dögum. Forsetahjónin j — ★ — ★ e j Edward Heath forsætisráð- | herra Breta hefur alla tíð verið j piparkarl, og fólk hefur aldrei j svo mikið sem reynt að kenna í hann við kvenmann. Nú er í hann 55 ára gamall, og allt í j einu eru komnar alls kyns sög- j cr á kreik. Ekki seinna vænna. j Ástæðan er sú, að forsætisráð- j herrann bauð til miðdegisverð- ar þekktri konu, og við höfum meira að segja sagt frá þessu heimboði hér í Speglinum, en þá hafði enn engum dottið í hug, að þarna gæti verið um framtíðar forsætisráðherrafrú að ræða. Hver var svo konan, sem Heath bauð heim? Jú, það rar Olivia de Havilland, sem eitt sinn var þekkt leikkona. Hún er 55 ára gömul, og reyndar gift, en hefur ekki búið með manni sínum í lengri tíma, svo hver veit, nema hún í-eyni nú ið fá lögskiinað á næstunni. — ★ — ★ — Alma Nissen, 75 ára gömul dönsk dama, hefur skýrt frá því, að ekki sé til betri lækn- ing við liðagikt en að drekka kartöflusoð, og lækningamátt- urinn aukist að mun, sé bland að saman við það vatni, sem sellerí hefur verið soðið í. Frú in rekur hressingarhæli fyrir liðagiktarsjúklinga í Söder- talje í Svíþjóð. og sjálf hefur hún reynt lækningamátt þessa vatns. Hún drakk það stanz laust í 40 daga og borðaði ekk- ert annað, og við það læknað- ist hún algjörlega af liðagikt- inni. ____ komu til hallarinnar í þyrlu, og er þetta í fyrsta skipti, sem slíkt hefur gerzt Þar um slóðir. Hér er mynd af boðsgestunum, þar sem drottningin og maður Geysilegt uppistand varð ný- lega í vændishúsahverfinu í Amsterdam, þegar uppgötvað- ist, að predikarinn mikli, Billy Graham. var allt í einu kominn þangað í dularklæðum. Predik- arinn segir sjálfur, að hann hafi komið þangað í Þeim til gangi einum, að kynna sér, það sem þar fer fram ósiðlegt, én sumir hafa furðað sig á heimsókninni, sér í lagi vegna þess að Billy Graham kom í dularklæðum, eins og fyrr get- ur, með dökk gleraugu og hatt niður í augu. — ★ — ★ — Svo virðist, sem Sinatra-fjöl- skyldan ætli senn að hverfa af sjónarsviðinu, eða að minnsta kosti draga sig í hlé um sinn. Allir vita, að Frank Sinatra hef ur hætt algjörl.cga að koma fram opinberlega, og gerði hann það með því að halda mikla kveðjuhátíð fyrr á þessu ári. Nú er röðin komin að dóttur hans Nancy. Hún er þekkt söng kona, en ætlar að leggja söng- inn á hilluna, um sinn, vegna þess að hún er í þann veginn að fjölga mannkyninu. — ★ - ★ — í Kasakhstan hefur fundizt manganauðugt samband, kar- folít, og önnur áður óþekkt bergefni. Eitt þeirra hefur hlot- ið nafn fyrsta geimfarans og kallast gagarínít. Það inniheld- ur kalcium, yttrium og fluor. hennar Filipus prins bjoða þau velkomin. Til hliðar stendur Margrét prinsessa, sem virðist orðin heldur bústin og maddömuleg. ★ — ★ — Hinn heimsfrægi leikari og listamaður Maurice Chevalier er orðinn mjög heilsutæpur. Hann hefur dregið sig algjör- lega í hlé, og býr nú einn og út af fyrir sig með hjúkrunar- konum tveim, sem hjálpa hon- um. Maurice er 83 ára gamall, nánar tiltekið, varð það 12. september sl. Hann hefur arf- leitt gamla leikara að þremur stóreignum, sem hann á. — ★ — ★ — Hin yndislega franska leik- kona, Marina Vlady, segist hafa fundið leiðina að hamingju- sömu hjónabandi. Hjónin eiga ekki að sjást of oft. Hún er gift rússneska leikaranum Vol- odia Vyssotsky, og þau sjást ekki nema fjórum sinnum á ári, einn mánuð í senn. Þess á milli vinna þau hvort út af fyrir sig, hann í Moskvu og hún í París. — Þessi mánaðartími hverju sinni er eins og hveiti- brauðsdagarnir, scgir Marina. — Og svo fæ ég dásamlegustu bréf, sem hægt er að hugsa sér, þess á milli. ukiuiuiaumuuiuiMiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiimiiiimifniiimiiuiuttHiuiiinHiiitiittiintHtu

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.