Tíminn - 12.11.1971, Qupperneq 9
FÖSTUDAGUR 1«. nóvcmber 1971
TÍMINN
Ot|«fandl: FRAMSÖKNARFLOKKURINN
IhntuAvamdaatjðrl: Krtotjáai Benediktsson Ritstjórar: Þóra-tnn
Þórarlnaeon (áb), Jón Helgason, tndrlBj G. Þorstelnsson og
Táane Karlseon Anglýsingastjórt: Stelngrtmnr Gistason Rit
ctjdrnankrtfstofnr t Eddubúslnn. sUnar 18300 — 18300 Skrtt
stofnr Baafcastnetl 7 — AfgrolOslusim! 12323. Auglýslngasinu:
10023. Atrar akrtfatofnr simi 18300. Askrtftargjald kr 199,00
á máautn trmanlands t lansasSta fcr 12,00 eint — Prentsm.
Edda bf.
íslendingar hafna
kvótafyrirkomulaginu
í viðtali því, sem Lúðvík Jósefsson sjávarútvegsmála-
ráðherra átti við fjölmiðla eftir heimkomu sína frá
Moskvu, skýrði hann m.a. frá viðræðum, sem hann hefði
átt við rússneska ráðamenn um landhelgismálið. í við-
ræðum þeim, virðist hafa komið fram, að Rússar muni
ekki viðurkenna 50 mílna útfærsluna að svo stöddu, en
þeir muni hvorki beita hervaldi né viðskiptalegum þving-
unum til að reyna að hagga henni og þannig virða hana
í reynd. Fyrir íslendinga væri það mikilsverður árang-
ur, ef þessi yrði afstaða annars mesta stórveldis heims
og það einmitt þess ríkis, sem ákveðnast berst fyrir því á
alþjóðlegum vettvangi, að sérstakri fiskveiðilandhelgi
strandríkja sé skorinn sem þrengstur stakkur. í því
felst mikilvæg viðurkenning þess á hinni algeru sér-
stöðu íslands.
Að sjálfsögðu verður þess vænzt í lengstu lög, að
bandalagsþjóðir okkar í Vestur-Evrópu reynist okkur
ekki örðugri viðureignar í þessum efnum en Rússar.
í áðumefndu viðtali, sem sjávarútvegsmálaráðherra
átti við fjölmiðlana, virtist það einnig koma fram, að
Rússar væru reiðubúnir til samninga um, að íslendingar
hefðu vissan forgangsrétt til veiða á íslandsmiðum. Þar
virðist vera á ferðinni kvótareglan illræmda, sem ómögu-
l^gt er fyrir ríki, sem hefur svipaða aðstöðu og ísland,
að fallast á. í tilefni af því ber að undirstrika þau um-
mæli í fomstugrein Morgunblaðsins í fyrradag, að „allir
íslenzkir stjómmálaflokkar hafa verið sammála um, að
ekki komi til mála að fallast á kvótafyrirkomulag.“ Af
hálfu íslendinga hlýtur alltaf að verða svarað neit-
andi öllum tillögum um kvótafyrirkomulag, er á ein-
hvem hátt takmarkar eða skerðir veiðar þeirra sjálfra á
miðum, sem samkvæmt öllum eðlilegum efnahagslegum
og landfræðilegum rökum eiga að heyra undir íslenzka
lögsögu. Að sjálfsögðu gildir öðm máli um úthafið. sem
ekki heyrir undir lögsögu neins ákveðins ríkis.
Islendingar þurfa að gera það Ijóst Rússum og öllum
öðram, sem þeir ræða við um þessi mál, að þeir fallast
aldrei á neins konar kvótafyrirkomulag á íslandsmiðum.
Eins og Mbl. sagði réttilega í fyrradag, hafa allir íslenzk-
ir stjómmálaflokkar verið sammála um að hafna þeirri
leið, og sú afstaða mun ekki breytast.
Falið ritverk
Morgunblaðið reynir að gera mikið veður út af ágrein-
ingi í Framsóknarflokknum. Það reynir m.a. að notfæra
sér svonefnda hvítu bók, sem hefur verið gefin út í til-
efni af átökunum, sem nýlega urðu í Félagi ungra Fram-
sóknarmanna. En Mbl. þegir jafn vandlega um annað rit,
sem þvi ætti þó að þykja enn merkilegra. Það er eins
konar úttekt leiðtoga ungra Sjálfstæðismanna á Sjálf-
stæðisflokknum og Morgunblaðinu. Fyrir lesendur Mbl.
ætti það vissulega ekki að vera neitt leyndarmál, hvemig
ungir Sjálfstæðismenn meta forustu Sjálfstæðisflokks-
?ns of? hversu vel og gæfulega þeir telji Mbl. rejmast sem
aðalmálgagn flokksins. Hvers vegna sanna þeir Eyjólfur
og Matthías ekki marglofað frjálslyndi Morgunblaðsins
með því að birta umrætt ritverk ungra Sjálfstæðis-
manna? ÞJÞ.
ERLENT YFIRLIT
Semja Bretar við uppreisnar-
stjórnina í Suður-Rhodesíu?
Slíkir samningar munu mælast illa fyrir í Afríku
ÞAÐ hefur að vonum vakið
mikla athygli, að brezka stjóm-
in hefur ákveðið að utanríkis-
ráðherra hennar, Alec Douglas-
Home, skuli heimsækja Suður-
Rhodesiu og reyna að ná sam-
komulagi við uppreisnarstjórn-
ina þar um sambúð landanna
í framtiðinni. Áður hefur sér-
stakur erindreki brezku
stjómarinnar rætt við stjórn
Suður-Rohdesiu. För Home þyk
ir benda til þess, að samkomu-
lag sé að nást, en þó hefur
brezku stjórninni þótt rétt að
fá heimild þingsins til að fram-
lengja viðskiptabann á
Suður-Rhodesiu í eitt ár enn.
Það á bersýnilega að vera
svipan, sem Alec á að grípa til,
ef annað þrýtur.
Þar sem þetta mál hefur ver-
ið mjög rætt á alþjóðlegum
vettvangi síðasta áratuginn, er
ekki úr vegi að rekja nokkra
aðaldrætti úr forsögu þess.
ÁRIÐ 1890 tóku fyrstu hvítu
landnemarnir, um 180 að tölu,
sér bólfestu. í landi því, sem
nú er nefnt Suður-Rhodesia.
Þeir settust að á þeim slóðum,
þar sem nú er höfuðborg lands-
ins, Salisbury, en hún ber nafn
þáverandi forsætisráðherra
Bretlands. Aðalhvatamaður
þessa landnáms var Cecil
Rhodes, en hann hafði árið
áður haft forgöngu um stofn-
un brezks nýlendufélags,
British South Africa Company,
sem skyldi sækjast eftir yfir-
ráðum á þessum slóðum. Það
ýtti undir stofnun þessa félags,
að orðrómur gekk um það, að
Portúgalar hefðu 1 huga ;;ð
leggja undir sig landsvæði
það, sem væri á milli nýlendna
þeirra Angola og Mozambique
og sunnan Suður-Afríku. Cecil
Rhodes, sem var mikill áhuga-
maður um landvinninga, fékk
því brezku stjórnina til að
veita umræddu félagi stuðn-
ing sinn. Félagið hóf starf
sitt með því að semja við ýmsa
svertingjahöfðingja um námu-
réttindi, en í framhaldi af því
lagði það landið fljótlega und-
ir sig. Fyrsta áratuginn kom
oft til harðra og blóðugra
átaka milli innfiytjendanna og
hinna innfæddu þjóðflokka, en
þeim lauk með fullum sigri
hinna fyrmefndu. Áðurnefnt
félag fór formlega með stjórn
Suður-Rhodesiu til 1923, en
hinir hvftu íbúar fengu strax
allvíðtæka sjálfsstjórn. Árið
1922 voru hvítir menn í ný-
lendunni taldir um 34 þús. Þá
fór fram atkvæðagreiðsla með
al þeirra um það. hvort Suður-
Rhodesia skyldi sameinast
Suður-Afríku. Því var hafnað.
Á næsta ári voru yfirráð
brezka nýlendufélagsins endan
lega afnumin og Suður-Rhod-
esia varð formlega brezk
sjálfstjórnarnýlenda. Sérstakt
þing var sett á laggirnar og
myndaðist allsterkt þjóðfélag,
sem byggðist alveg á yfirráð-
ALEC DOUGLAS-HOME
um hvíta kynþáttarins. j ;Fram-
farir urðu miklar næstu áratug
ina og óx því straumur inn-
flytjenda til landsins. Það
studdi að þessu, að landið er
auðugt og stórt, nærri fjórum
sinnum stærra en ísland.
EFTIR síðari heiimsstyrjöld
ina hlaut sú hugmynd vaxandi
fylgi, að helztu brezku nýlend-
urnar í Suður-Afríku, þ.e. Suð-
ur-Rhodesia, Norður-Rhodesia
og Nyasaland, mynduðu sér-
stakt sambandsríki, sem bráð-
lega fengi fullt sjálfstæði.
Þetta sambandsríki komst á
laggirnar 1953, en það hélzt
ekki nema í 10 ár. Svertingjar
náðu yfirráðum bæði f Norður-
Rhodesiu og Nyasalandi og ótt-
uðust þeir mjög yfirgang af
hálfu hinna hvítu í Suður-
Rhodesiu. Árið 1963 gengu
bæði Norður-Rhodesia og Ny-
asaland úr sambandsríkinu
með samþykki brezku stjórnar-
innar. Bretar veittu svo þess-
um löndum fullt sjálfstæði á
næsta ári (1964) og hlaut1
Norður-Rhodesia nafnið Zam-
bia, en Nyasaland hlaut nafn-
ið Malawi.
EFTIR AÐ Norður-Rhodesia
og Nyasaland höfðu fengið
fullt sjálfstæði, efldist mjög
sjálfstæðisstefna £ Suður-
Rhódesíu, enda var Suður-
Rhodesia á margan hátt bezt
undir sjálfstæði búin af þess-
um nýlendum. Sá meinbugur
var hins vegar á þessu, að öll
völd voru þar í höndum hvítra
manna og þeir vildu eki láta
þau af hendi. Bretar töldu sig
ekki geta veitt Suður-Rhodesíu
sjálfstæði, nema það yrði
tryggt, að fullt lýðræði kæmizt
á, þ.e. að meirihluti íbúanna
fengi að ráða, hvort heldur
hann væri svartur eða hvítur.
Samkvæmt stjórnarskrá Suður-
Rhodesiu frá 1961 var þingið
þar skipað 65 þingmönnum. 50
þingmenn kosnir af tekjuhærri,
eignameiri og betur menntuð-
um kjósendum, en 15 þing-
menn af öðrum kjósendum.
Þannig var hvítum mönnum
tryggður alger yfirráðaréttur.
Þegar 20. allsherjarþing Sam
einuðu þjóðanna hóf störf sín
haustið 1965, stóðu yfir samn-
ingar milli brezku stjórnarinn-
ar og heimastjórnarinnar í
Rhodesiu. Hvítir menn í Suð-
ur-Rhodesiu höfðu þá mjög í
hótunum að lýsa yfir stofnun
sjálfstæðs ríkis, ef ekki næð
ist samkomulag við Breta, sem
þeir gætu fallizt á. Af þessum
ástæðum höfðu ýmsir fulltrúar
Afríkuþjóðanna forgöngu um,
að mál Suður-Rhodesiu væru
tekin til umræðu í nýlendu-
nefndinni. I framhaldi af því
samþykkti allsherjarþingið 5.
nóv. 1965 tillögu, þar sem
lýst var stuðningi við sjálfstæði
Suður-Rhodesiu, en þess jafn-
fram krafizt af Bretum, að
það væri áður tryggt, að fullt
lýðræði yrði í landinu, þ.e. jafn
kosningaréttur. Var skorað á
Breta að beita hernaðaraðgerð-
um til að koma þessu fram, ef
það yrði ekki gert með öðru
móti. Tillaga þessi var sam-
þykkt með 82 atkvæðum gegn
9 atkvæðum. Átján riki sátu
hjá og voru Norðurlönd meðal
þeirra. Flest ríkin, sem sátu
hjá, byggðu hjásetu sína á því,
að þótt þau væru fylgjandi
meginefni tillögunnar, gætu
þau ekki greitt atkvæði með
því að gripið yrði til hernaðar-
aðgerða. f fyrsta lagi vildu
þau, að reynt yrði í lengstu
lög að leysa þetta deilumál frið
samlega. í öðru lagi væri það
hlutverk öryggisráðsins, en
ekki allsherjarþingsins, að
ákveða hernaðaraðgerðir, ef til
þeirra þyrfti að grípa.
ÞESSI ályktun allsherjar-
þingsins 1965 virðist bersýni-
lega hafa haft lítil áhrif á
stjórnina í Salisbury, því að
sex dögum síðar, eða 11. nóv-
ember 1965, lýsti hún yfir stofn
un sjálfstæðs ríkis í Rhodesiu.
Brezka stiórnin lýsti því strax
yfir, að hún teldi þessa ríkis-
’ stofnun ólöglega og þá stjórn,
sem færi með völd í Salisbury,
ólöglega. Jafnframt myndi híin
halda áfram að vinna að því eft
ir öllum friðsamlegum leiðum
að koma á lýðræðislegum
stjórnarháttum í Suður-Rhode-
siu og veita landinu fullt sjálf-
stæði í framhaldi af því.
f samræmi við bessa afstöðu
óskaði Bretland eftir fundi í
öryggisráðinu og var hann hald
inn strax daginn eftir (12.
nóv). Þar flutti brezki utanrík-
isráðher-ann ítariega _ skýrslu
um málið Samþykkti Öryggis-
ráðið 20. r.óv. tillögu. þar íem
hin nýja stjórn í Suður-
Rhodesiu var fordæmd og úr
Framh. á bls. 15