Tíminn - 12.11.1971, Blaðsíða 13

Tíminn - 12.11.1971, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 12. nóvember 1971 (ÞRÓTTIR TIMINN ÍÞRÓTTIR FH-ingar dældu mörkunum inn eins og vatni í fötu Sigruðu fádæma lélegt lið KR með 18 mörkum, 33:15 Ef maður hefur nokkurntímann séð lið flengt opinberlega, þá sá maður það þegar fslands- meistararnir FH tóku nýliðana í L deiH fslandsmótsins í hand- knattleik, KR, til bæna í fyrsta leik FH í 1. deildinni í ár, og um leið fyrsta leik í 1. deild á heimavelli sínum í Hafnarfirði, á míðvikudagskvöldið. KR-ingamir fóru út af eins og lúbarðir hund- ar eftir að hafa fengið á sig 33 mörk — þrjátíu og þrjú!!! — sem mun vera það mesta sem skorað hefur verið hjá einu liði í 1. deild í fjölda ár. Sjálfir skoruðu þeir ekki nema 15 mörk — og töpuðu því leiknum með 18 marka mun. sem segir sína sögu um getuleysi þeirra. Það var aðeins á fyrstu mínút- unum, sem KR-ingarnir „héidu haus“, eins og kallað er. Þá héldu þeir í við FH-inga og voru komnir yfir 3:2. En þá lokaðist fyrir allt hjá þeim og FH-ingar skoruðu næstu 5 mörk í röð, 7:3. Það sem skeði hjá KR var ein- faldlega það, að menn hættu að hugsa. Þeir fóru að elta FH, sem léku á fullri ferð, og réðu ekki við hraðann — enda úthaldið ná- kvæmlega ekkert. Ekki bætti úr skák að menn hættu að hugsa um það, sem þeim var sagt fyrir leik- inn, að skjóta á Hjalta Einarsson, sem stóð í marki FH, á þann stað sem hann er veikastur fyrir — niðri í homið vinstra megin við hann. Þetta var búið að segja öll- um fyrir leikinn — en það gleymd ist eftir 5 mín. spil, og.þess í stað var skotið í tíma og ótíma — mest uppi, þar sem Hjalti ver upp á sitt bezta. Upphlaup KR-inga stóðu varla nema í örfáar sekúndur — þá þurfti einhver að skjóta. Ef KR- ingar ætla að hanga í hinum lið- unum, verða þeir að halda knett- inum og skjóta ekki nema í dauða færi. Það er það eina sem þeir geta, til þess að fjúka ekki niður í 2. deild aftur, án þess að hljóta stig. En það var ekki nóg að sóknar- lotur KR væru stuttar og aumar í þessum leik. Vamarleikurinn var einnig í molum, enda höfðu menn ekki úthald til að standa sig vel í vöminni, þegar þeir gerðu ekkert annað en að hlaupa endana á milli í vörn og sókn. FH ingarnir gátu skorað þegar þá langaði til — og það gerðu þeir svo sannarlega. Þar var fremstur í flokki sjálf- ur Geir Hallsteinsson, sem 13 sinnum skaut á markið og 11 sinn um sendi knöttinn inn. Þar fyrir utan sendi hann á línuna, sem oftast var opin, og þaðan skoruðu félagar hans hvað eftir annað. Það voru allir nema einn af úti- spilurum FH sem skoruðu í þess- um leik — meira að segja Gils Stefánsson, sem hingað til hefur ekki verið sérlega laginn við það, gerði það tvívegis. Hann hafði mest verið í því að slást við mótherjana, en þess þurfti hann ekki með í þessum leik, KR- ingar hlupu jafnvel frá honum þegar hann kom með alla sína vöðva inn í vörnina. Það var gaman að horfa á FH- liðið í þessum leik. Enda létt og auðvelt að gera kúnstir, þegar engin er mótstaðan. Geir var stór- kostlegur, svo og „litli sekúndu- vísirinn" Jónas Magnússon, sem Framh. á bls. 15 Þorvarður GuSmundsson, með KR-band um höfuðið, fær óbiíðar viðtökur hjá Auðunni og Jónasi í FH, en Geir Friðgeirsson, hefur sioppið undan á meðan. Taka 10 þús. kr. fyrir /eikinri" Við náðum í gær tali af Guð- mundi Ingólfssyni, sem á sæti í sundkn.leiksnefnd Sundsamb. íslands, og spurðum hann um, hver ástæðan væri fyrir þess- um felnleik með heilu mótin og leikina í sundknattleik hér í Reykiavík, en frá því var skýrt, og undrast á, í blaðinu í fyrradag. Guðmundur sagði að það væri misskilningur, sem komið hefði fram í þessari grein, að það væri Reykjavíkurmótið, semnú færi fram, og enginn fengi að sjá. Þetta væri ekki Reykja- víkurmótið heldur sjálft ís- landsmótið. Ástæðan fyrir þessum felu- leik, eins og við nefndum hann, væri fjárhagslegs eðlis. Stefán Kristjánsson, íþróttafulltrúi Reykjavíkurborgar, hefði tjáð nefndinni, sem ætti að sjá um mótið, að kostnaður við eitt leikkvöld væri 10 þúsund krón ur, og út í þann kostnað hefði nefndin ekki treyst sér, því hún væri með stóran skuldabagga á sér eftir sumarið — en þá var m.a. haldnar landsliðsæf- ingar og úrval sundknattleiks- manna fór utan til Skotlands, — fyrsta ferð þeirra í ein 20 ár. „Við töldum okkur engan veginn fært að ráðast út í að hafa mótið opið fyrir áhorfend- ur og borga fyrir það 10 þús. krónur“ sagði Guðmundur. „Ef við höfum það lokað, kostar það okkur ekki nema um 250 krón- ur, það er venjuleg greiðsla fyrir æfingatíma". Við fórum í gær að kanna hver ástæðan væri fyrir þess- um mikla kostnaði við að halda einn leik í sundknattleik hér á landi, og fengum þær upplýsing ar, að hann lægi f ræstingu og öðru. Við komust líka að því að allt starfsfólk Sundhallar- innar er kallað út til að vinna, þegar svona leikir fara fram, en það munu vera 10 manns. Sundknattleiksmenn hafa sjálf- ir boðizt til að þrífa og taka til eftir sig eftir hvem leik, en því var hafnað. Að okkar viti er þarna verið að níðast á iþróttagrein, sem lítið má sín, og staðið í vegi fyrír framgangi hennar. Væri fróðlegt að fá að heyra eitt- hvað frá íþróttafulltrúa Reykja vikurborgar um ástæðuna fyrir því. Einnig væri gaman að heyra frá foráðamönnum fþróttamála í Hafnarfirði, um þær fréttir, sem hafa borizt þaðan, að sund- knattleiksmönnum þar í bæ sé neitað að æfa súta íþrótt í Sundhöllinni þar. —klp— , JROLLIÐ AÐ NORÐAN“ VAR HAUKUM OFVIÐA Ekki var nú mikill meistara- svipur yfir Valsmönnum, þegar þeir mættu Haukum í sínnm fyrsta leik í 1. dcildarkcppninni í hand- knattleik í íþróttahúsinu í Hafnar firði á miðríkudagskvöMið. Þeir fóm að rísu með sigur af hólmi 16:12 — en þeir voru langt frá að vera sannfærandi í þessari fyrstu þrekraun sinni í deQdinni, sem þeir ætla sér að sigra í. Haukarnir voru mun betri í þess um leik en gegn Fram á dög- unum, og á köflum mátti jafnvel sjá glitta í gamalt og gott til liðsins frá þeim tíma, þegar Hank ar voru og hétu eitt af beztu lið- um landsins. En það var áður en Þórarinn og Viðar yfirgáfu hóp- inn, til að ganga í raðir „stóra bróður“ FH. Til að byrja með var leikurinn eitt mikið og stórt fum á báða bóga. Sérstaklega voru Valsmenn krókloppnir með boltann — sendu hann í hendurnar á Haukunum hvað eftir annað, en þeir þökk- uðu fyrir sig með því að senda hann útaf — en það er föst regla í þeim búðum að gera siíkt nokkr um sinnum í hverjum leik. Valsmenn höfðu auga með 3 möJMMim Haukanna, Óiafi Ólafs- sjmi, Þórði Sigurðss. og Stefáni Jónssyni. Með þá fyrir augunum ailan tímann tókst þeim að koma í veg fyrir sigur Haukana, en tfl þess þurftu þeir sjáifir að komast tvívegis upp úr meðal- mennskunni og það gerðu þeir með þeim árangri að þeir gengu með bæði stigin út. Fyrri kaflinn kom undir lok fyrri hálfleiks, þegar þeir breyttu stöðunni úr 5:4 fyrir Hauka í 5:8. Þar sýndu þeir klærnar, og svo aftur í byrjun síðari hálfleiks ér þeir lokuðu hreinlega vörninni í 15 mínútur — það var varla glufa að finna á henni á þeim tíma, en þá skoruðu þeir fyrst 3 mörk í röð 11:5 og síðan 12:6. Þá datt allt niður aftur. Sá eini sem skaut upp höfði í Valsliðinu eftir það, var Gísli Blöndal, sem var í miklu formi í leiknum og skoraði þegar mest lá á. f síðari hluta seinni hálfleiks kom fram nýr maður hjá Haukum, Elías Jónasson. Hann. hefur ieikið n-.eð Haukum síðan 1966, en aldrei borið neitt á honum fyrr en í þess um leik. Hann tók af skarið þeg- ar „þrí-stirnið“ var búið að gefast upp, og skoraði 4 af 6 síðustu mörkum Hauka. Ilann, ásamt Pétri Jóafcimssyni, markverði báru af öðrwm Haukum í þessum. leik. Pétur varði oft meistaralega vel, en hann réði ekkert ríð „tröllkarl- mn að norðan“ Gísla Blöndal, sem sendi knöttinn 8 sinnum í net- ið hjá honum — og notaði til þess 9 skot. Gfeli bar af öðrum í Valslið- inu, og er ekki hægt að ssgja annað en að honum hafi verið mikill fengur fyrir Valsmenn. — Ágúst Ögmundsson átti einnig góðan leik í sókninni, skoraði 3 mörk, svo og var Jón Ágústsson, skemmtilegur, þó lítið fari fyrir honum í þessu „stjömuliði" Vals. f vörninni voru þeir áberandi Ólafur Jónsson, Stefán Gunnars- son og Gunnsteinn Skúlason, svo og Bergur Guðnason, en sóknar- leikur hans var heldur á verri hliðina í þetta sinn. Dómarar leiksins voru þeir Jón Friðsteinsson og Kristófer Magnús son. Dæmdu þeir þokkalega vel, en Kristófer lét þó of stjómast af köllum sinna heimamanna í áhorfendapöllunum. Þegar þeir kölluðu „áminning" þá áminnti hann, og þegar þeir kölluðu „útaf með hann“ var sá. sem átt var „TrölliS að norSan" — Gísli Blöndal skoraði helming af mörkum Vals ( lelknum gegn Haukum. við, sendur útaf. f báðum til- fellum sem manni var vísað útaf — eftir pöntun — var það Gísli Blöndal, sem fékk samtaís 7 mín. Þetta var of áberandi hjá Kristó- fer, því aðrir máttu einnig fara útaf, bæði úr Val og Haukum — en þeir voru ekki pantaðir!!! — klp.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.