Tíminn - 12.11.1971, Qupperneq 15

Tíminn - 12.11.1971, Qupperneq 15
TÍMINN OTWNUDAGUR 7. nóvember 1971 Erient yfirlit Framhald af bls. 9. skurðuS ólögleg. SkoraS var á Breta að kveða þessa byltingu niður, og koma á lýðræðisleg- um stjómarháttum í landinu. Skorað var á öll ríkin af forð- ast allar aðgerðir, sem gætu styrkt hina ólöglegu stjórn Suður-Rhodesiu í sessi, að draga sem mest úr öllum efna- hagslegum viðskiptum við land ið, emkum þó í sambandi viö olíu og olíuvörur. Fram kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð anna sendi öllum þátttökuþjóð- tmum þessa ályktun og óskaði eftir svörum um undirtektir þeirra. Flest ríkin urðu nær strax við þessari áskorun. BRETAR gengu þjóða lengst í þvi að leggja hömlur á við- skipti við Suður-Rhodesiu. Hinn 30. janúar 1966 lögðu þeir bann á alla oliuflutninga þangað og nær alla vöruflutn- inga aðra. í apríl 1966 fengu þeir leyfi Öryggisráðsins til að stöðva olíuflutninga til Suður- Rhodesiu með valdi. Jafnframt því, sem Bretar gripu til þessara og annarra viðskiptaþvingana gegn stjórn- inni í Suður-Rhodesiu, reyndu þeir að ná samningum við hana. Vorið 1966 fóru fram ó- formlegar viðræður milli full- trúa brezku stjórnarinnar og stjórnarinnar í Salisbury, en þær báru engan árangur. Á fundi, sem forsætisráðherrar Samveldislandanna héldu í Lon don í september 1966, var Rhodesiu-málið helzta umræðu- efnið. Ráðherramir voru sam- mála ujn, að Bretar skyldu aít- nr taka við stjórn í Suður- Rhódesiu eftir fall hinnar ólög- legu stjórnar þar og ekki veita Suður-Rhodesíu fullt sjálf- stæði fyrr en tryggður hefði verið almennur kosningaréttur. Þá voru ráðherrarnir sammála um, að Bretar skyldu fara þess á leit við Öryggisráðið, að gripið yrði til efnahagslegra þvingana gegn Suður-Rhódesiu, ef ekki hefði náðst samkomu- lag við stjórnina þar fyrir árs- lok 1966. Á 21. ALLSHERJARÞINGI Sameinuðu þjóðanna, sem kom saman í september 1966, urðu miklar umræður um mál Suð- ur-Rhodesiu, einkum í 4. nefnd inni. Fulltrúar ríkjanna í Afríku og Asiu heldur því fram, að hinar efnahagslegu aðgerðir gegn Suður-Rhódesiu hefðu lítinn eða engan árangur borið og ekki dyggði annað en að Bretar beittu hernaðarlegu valdi, ef koma ætti hinni ólög- legu stjórn þar á kné. Þar báru fram tillögu, sem gekk í þessa átt. Sú tillaga var samþykkt í nefndinni með 94 atkv. gegn 2, en 17 sátu hjá. Tillagan var síðar samþykkt á Allsherjar- þinginu með 98 atkv. gegn 2, 17 sátu hjá. HINN 1. desember 1966 til- kynnti Wilson forsætisráð- herra brezka þinginu, að hann myndi eiga viðræður við brezka landstjórann i Suður- Rhodesiu, og Jan Smith for- sætisráðherra hinnar ólöglegu stjórnar þar. Þessar viðræður fóru fram á herskipinu Tiger úti fyrir Gibraltar dagana 2.— 4. des. Þar náðist bráðabirgða- samkomulag, sem þeir undir- rituðu báðir, Wilson og Smith. Þegar til kom, fékk Smith ekki stjórn sína til að fallast á sam komulagið, og varð því ekkert úr því. Rétt er að geta þess, að þetta samkomulag hefur verið gagnrýnt af fulltrúum margra Afríkuríkja og talið ganga of skammt til að veita blökkumönnum full réttindi. Þegar það lá fyrir, að Smith- stjórniri hefði hafnað þessu svokallaða Tigersamkomulagi, lýsti Wilson yfir því í brezka þinginu, að brezka stjórnin hefði afturkallað allar fyrri til- lögur um nýja stjórnskipan í Suður-Rhodesiu og myndi ekki leggja fyrir brezka þingið til samþykktar aðrar tillögur en þær, sem fælu í sér örugga tryggingu fyrir þvl, að meiri- hluti kjósenda í Suður-Rhode- siu fengi að kjósa stjórn lands- ins. Jafnframt óskaði brezka stjórnin eftir fundi í Öryggis- ráðinu. í framhaldi af því var þetta mál rætt á fjórum fund- um Öryggisráðsins dagana 8.— 16. desember. Að loknum þeim u-mræðum samþykkti Öryggis- ráðið tillögu, þar sem það lagði fyrir þátttökuríki Samein uðu þjóðanna að leggja mjög víðtækt viðskiptabann á Suður- Rhódesiu. Hér var um hina sögulegustu tillögu að ræða, því að þetta var í fyrsta skipti sem öryggisráðið lagði fyrir þátttökuríki S.Þ. að beita víðtæku viðskiptabanni gegn ákveðnu landi. í ÁLYKTUN þeirri, sem Alls herjarþingið samþykkti í nóv ember 1966, var lagt fyrir sér stöku nefndina svonefndu, — en það er tuttugu og fjögurra manna nefnd, sean var skipuð fyrir nokkrum árum til að fylgj ast með nýlendumálum, — að fylgjast með gangi Rhodesiu- málsins og skila skýrslu um það til allsherjarþingsins 1967. Þegar allsherjarþingið 1967 kom saman, lá fyrir ítarleg skýrsla frá nefndinni, sem hún hafði gengið frá í júnímánuði 1967. Meirihluti nefndarinnar, sem var skipaður fulltrúum Afr íku- og Austur-Evrópuríkja, taldi sig hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að viðskiptabann Öryggisráðsins hefði ekki náð árangri og myndi ekki ná ár- angri, nema Bretar framfylgdu því með valdi. Eina raunhæfa lausn Rhodesiumálsins væri sú, að Bretar beittu hernaðarvaldi til að steypa Smith-stjóminni. í yfirlitsskýrslu þeirri, sem U Thant, framkvæmdastjóri S. Þ., sendi allsherjarþinginu 1967 samkvæmt venju, var nokkuð vikið að Rhodesiumálinu. Hann segist hafa skýrt öllum þátt- tökuríkjum S.Þ. frá ávörðun Öryggisráðsins og óskað eftir skýrslum frá þeim um það, hvemig þau framfylgdu við- skiptabanninu. U Thant segist ekki geta skýrt frá endanlegum niðurstöðum, þar sem sum ríki, og þar á meðal þau, sem hefðu mest skipti við Suður- Rhodesiu, hefðu engu svarað. Ljóst væri þó, að rnikill sam- dráttur hefði orðið í viðskipt um margra landa við Suður- Rhodesíu, en þessi samdráttur hafi þó ekki leitt til óyfirstíg anlegra erfiðleika fyrir stjóm Suður-Rhodesiu og ætti það mestan þátt í því, að Suður- Afríka og Portúgal, sem réðu yfir landleiðum til Suður- Rhodesiu, hefðu ekki framfylgt banninu. MIKLAR umræður urðu um málið á allsherjarþinginu 1967. Þær snerust mjög um það, hvort viðskiptabannið hefði heppn- azt. Fulltrúar Afriku- og Asíu ríkjanna héldu því yfirleitt fram, að bannið hefði ekki bor ið neinn teljandi árangur og myndi ekki bera neinn teljandi árangur, nema því væri fram fylgt með hernaðarvaldi. Þeir héldu því fram, að eina raun- hæfa lausnin til skjótrar lausn ar á málinu, væri sú, að Bret ar beittu hernaðarvaldi til að reka Smith-stjórnina frá völd- um, enda bæri þeim skylda til þess. Þeir nefndu ýmis dæmi þess, að Bretar hefðu oft áður ekki hikað við að beita her- valdi í nýlendum sínum. Full trúar kommúnistarikjanna tóku mjög í sama streng, en reyndu annars að nota málið til skipu legs áróðurs gegn Bretlandi, Bandaríkjunum, Vestur-Þýzka- landi og Nato, sem væru í sam einingu verndarar Smith-stjórn arinnar. Af hálfu fulltrúa Bretlands var því haldið fram, að viðskipta- bannið hefði þegar valdið Suð ur-Rhodesiu miklum erfiðleik um og myndu þeir þó eiga eft- ir að aukast verulega. Þá sagði brezki fulltrúinn, að Suður- Rhodesía hefði allöflugan og vel þjálfaðan her og myndi það kosta mikil og blóðug átök, ef reka ætti Smith-stjórnina frá með valdi. Hann kvað mögulegt að herða enn viðskiptabannið og Bretar myndu vinna að því af kappi. Jafnframt myndu þeir reyna allar aðrar friðsamlegar leiðir til lausnar deilunni. Hann endurtók þá yfirlýsingu brezku stjórnarinnar, að Bretar myndu aldrei fallast á að veita Suður- Rhodesiu sjálfstæði, nema rétt ur meirihlutans yrði tryggður. FULLTRÚAR þeirra Vestur- Evrópuríkja, sem töluðu, lögðu yfirleitt áherzlu á að viðskipta bannið yrði hert og það reynt til fulls, hvaða árangur það bæri. Mikilsvert væri fyrir Sameinuðu þjóðirnar, að bann ið bæri árangur, þar sem þetta væri í fyrsta sinn, er öryggis ráðið hefði fyrirskipað slíkt bann. Það væri verkefni ör- yggisráðsins að fyrirskipa eða ákveða hernaðarlega valdbeit- ingu. Mjög var deilt á Suður- Afríku og Portúgal fyrir að- stoð þeirra við Suður-Rhodes- íu. Suður-Afríka svaraði þessu engu. Fulltrúi Portúgal sagði hinsvegar, að Portúgalar hefðu ekki aukið viðskipti sín við Suður-Rhódesiu. Það væri hins- vegar rétt, að Portúgalar hefðu ekki stöðvað vöruflutninga um lönd sín til Suður-Rhodesíu. Portúgalar teldu sér ekki heim- ilt samkvæmt alþjóðalögum að stöðva flutninga til landa, sem hvergi ættu aðgang að sjó. LOKAAFGREIÐSLA málsins á þingi 1967 varð sú, að sam þykkt var tillaga með 92:2 at- kvæðum, en 18 sátu hjá, þar sem krafizt var hernaðarlegra aðgerða af hálfu Breta gegn stjórn Suður-Rhodesíu. Svipaða afgreiðslu hefur þetta mál feng ið á öllum allsherjarþingum S. Þ. síðan. Bretar hafa neitað að beita hernaðarlegum aðgerðum enda talið, að viðskiptabann- ið bæri vaxandi árangur og myndi með tíð og tíma koma stjórninni á kné. Víst er það líka, að það hefur valdið stjórn Suður-Rhodesíu miklum erfið- leikum og hefði vafalítið kom ið henni á kné, ef Suður-Afríku menn og Portúgalar hefðu ekki sniðgengið viðskiptabannið. Margt bendir til, að viðhorf brezku íhaldsstjórnarinnar til Suður-Rhódesíu sé talsvert ann að en stjórnar Wilsons. Áreið anlega mun það vekja miklar deilur á alþjóðlegum vettvangi, ef brezka stjórnin semur við stjóm Suður-Rhodesíu á þann hátt. að réttur svertingja sé skertur. fbúar Suður-Rhodesíu eru nú um 4,5 millj. en þar af eru 280 þús. hvítir. Þó ráða þeir öllu í landinu. Ríki blökku- manna í Afríku mun ekki geta sætt sig við, að Bretar semji á þann hátt, að völd hvíta kyn- stofnsins verði tryggð í Suður- Rhodesíu um ófyrirsjáanlega framtíð. Þ.Þ. íþróttir Framhald af bls. 13 nú lék aftur með. „Stóri vísir- inn“ Ólafur Einarsson var einnig ágætur, þó hann væri með skot- æði — 12 skot 5 mörk. En menn hafa gaman að honum, því hann gerir allt til að eftir honum sé tekið. Auðunn Óskarsson var einn- ig góður, skoraði 4 mörk í 4 til- raunum. Allir voru reyndar góðir — því það er ekki hægt annað, gegn jafn lítilli mótstöðu og KR veitti. Hjá KR var ekkert um afburða- menn. Hilmar Björnsson, skoraði flest mörkin, eða 7 talsins, en til þess notaði hann 15 skot. Karl Jóhannsson skoraði 2 mörk í 9 tilraunum og Björn Blöndal 1 í 7 tilraunum. Frændurnir Björn og Haukur Ottesen, eru hvorki fugl né fiskur, og er mikill munur á getu þeirra nú og áður, því að und anfarin 2 ár hafa þeir verið með beztu mönnum KR. FH-ingar dældu mörkunum inn eins og vatni í fötu. Þeir yoru komnir 7 mörkum yfir í hálfl. 14;7 og í þeim síðari komust þeir í 18:7 og síðan 20:9 — 21:13 og þar næst 26:13 — 28:15 og loks 33:15. Dómarar leiksins voru Sigurð- ur Bjamason og fyrirliði hinna nýbökuðu Bikarmeistara í knatt- spyrun, Gunnar Gunnarsson. Þeir dæmdu s; milega vel, enda var lítið annað að gera hjá þeim, en að dæma mörk. — klp.— Á víðavangi Fi mhald af bls. 3. hvorki meira né minna en 910 milljónir króna. Útflutningsupp bætur verða miklu hærri en stjórnarflokkarnir fyrrverandi vildu áætla í gildandi fjárlaga frumvarpi, og þá viðbótarupp- ’ hæð verður vitaskuld að greiða. Þá eru það 235 millj., sem samþykkt var að greiða fyrir Vegasjóð, eftir að gild- andi fjárlög voru samþykkt. Af hækkun fjárlagaútgjald- anna fara 500 milljónir króna til aukinna niðurgreiðslna. 150 milljónir bætast svo við sem hækkun á rekstrarliðum. Það, sem tilheyrir núverandi ríkis- stjóm af þeirri þriggja millj- arða króna útgjaldahækkun á fjárlagafrumvarpinu, eru í rauninni aðeins 250 milljónir, sem hún hefur ákveðið að fari til framkvæmda og félagsmála. Þessar staðreyndir lciða til þess að sjálfsögðu, að hin nýja ríkisstjórn verður að grípa til nýrrar tekjuöflunar við af- greiðslu fjárlaga fyrir árið 1972, svo hún geti veitt fé til þeirra margvíslegu ráðstafana, sem hún hefur heitið þjóðinni að beita sér fyrir á kjörtíma- bilinu. — TK Kjaradeila Framhald af bls. 1. launuðu, þá verst settu í þjóðfé- laginu. Einnig minnti forsætisráðherra á, að ríkisstjórnin myndi bæta jarð veginn fyrir komandi kjarasamn- inga, með breytingum á almanna- tryggingalögunum sem nú eru í endurskoðun, svo og breytingum á skattalöggjöfinni, í því efni myndu þeir verst settu í þjóðfélaginu fá bættan hlut. Forsætisráðherra sagði, að þeir kjarasamningar, sem framundan væru, yrðu meiri allsherjarsamn- ingar en áður hefðu verið gerðir. Nú yrði ekki samið við hvert verka lýðsfélag út af fyrir sig. Þá væri mjög þýðingarmikið að samningar yrðu gerðir til tveggja ára og FLUGVÉL HVOLFDI í LENDMGU OÓ-Reykjavík, fimmtudag. Lítilli flugvél hvolfdi í lend- ingu við Eskiholt í Borgarfirði í dag. Engin slys urðu á mönn- um ,en flugvélin skemmdist. Flugvélinni, sem er af Cessna gerð, hlekktist á um kl. 4,30. kaup hækkaði í áföngum, Þannig yrði um minni sveiflu að ræða. ■— Það verður að reyna að stýra hjá verkföllum. Þessi mál eiga að leysast með samningum, sagði forsætisráðherra og minnti á, að launafólkið í landinu þyrfti að gera sér það ljóst, að sú ríkis- stjórn, sem nú færi með völd á íslandi, væri því velvilja. Það hefðu ekki alltaf verið slíkar ríkis- stjómin við völd hér á landi og vinnuveitendur ætti að átta sig á, að nú væru farnar nýjar leiðir í kjaramálum, kaupið skyldi hækka í áföngum. — Hvað sem öðru líður verður kaup þeirra lægstlaunuðu að hækka. Ég hef sagt við vinnuveit- endur, að ég myndi ekki geta lafið af því kaupi og þeir myndu ekki gera það heldur, sem hinir lægst- launuðu hafa í dag, sagði forsætis- ráðherra. Að lokum sagði hann m.a. um þetta efni, að sú saga mætti ekki endurtaka sig, að þegar hinir lægst launuðu fengju kauphækkun þá fengju þeir sem betur væru settir einnig kauphækkun, sú saga hefði endurtekið sig of oft. Nánar segir frá fundinum á bls. 3. Færeyingar Framhald af bls. 1. Politiken segir, að Atli Dam hafi lýst því yfir í færeyska út- varpinu, að tillaga EBE um sjáv- arútvegsmál yæri óaðgengileg fyr- ir Færeyjar, og látið í það skína, að Færeyingar myndu á eigin spýtur færa fiskveiðilögsögu sína út ef fsland gerði það. Berlinske Tidende segir, að Atli Dam hafi í ræðu á viðræðu- fundi lýst því yfir, að Færeyjar gætu ekki samþykkt tillögu EBE um stefnu í sjávarútvegsmálum, heldur verði að taka sérstakt til- lit til t.d. Færeyja og ganga þann- ig frá málum, að Færeyjar gætu fært fiskveiðilögsögu sína út ef ísland gerði það. Færeyjar geta ekki látið vera að færa fiskveiði- lögsögu sína út, ef ísland og Kan- ada framkvæma útfærslu, sagði hann. Vegaskattur Framhald af bls. 28 stæði', að fella vegaskattinn niður á næstunni, eða eins og síðar hefði komið fram, strax eftir að varanleg vegagerð hefði komizt á lciðinni Reykjavík — Selfoss, yrði vega- skatturinn samkvæmt því aðeins lagður á Reykjanesbraut eina. Matthías Á. Mathiesen (S) reyndi að halda uppi vörnum fyrir fyrr- verandi samgönguráðherra, en auk þess tók Guðlaugur Gíslason (S) til máls.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.