Alþýðublaðið - 13.12.1995, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 13.12.1995, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 m e n n i n g ■ Við höldum áfram að skoða hvaða myndir kvikmyndahúsin bjóða upp á yfir jólin. Að þessu sinni eru jólamyndir Laugarásbíós á dagskrá. Agnes og þrumuguðinn mikli Tilbúnir í slaginn. Úr Mortal Kombat. Sjötta Ijóða- bók Ragnars Inga Ut er komin hjá bókaútgáfunni Reykholti ljóðabókin Island í mynd- um eftir Ragnar Inga Aðalsteins- son. Island í myndum er sjötta ljóða- bók Ragnars Inga. f henni eru fjöru- tíu ljóð sem eiga það sammerkt að vera stutt og gagnorð og fjalla á ein- hvern hátt um fsland og sérkenni þess. Ragnar Ingi er þekktur fyrir að halda tryggð við hið hefðbundna ljóðform og er þessi nýja bók þar ekki undantekning. En þó hér séu notaðir stuðlar og höfuðstafir og hrynjandi ljóðanna minni á forna hætti þá er ljóðform Ragnars Inga að mörgu leyti nýstárlegt. Ný íslensk stórmynd Astríður, svik og blóðug hefnd eru viðfangsefni Agnesar, nýrrar ís- lenskrar stórmyndar, sem styðst við atburði frá fyrri hluta nítjándu aldar. Frumsýning veður föstudaginn 22. desember í Laugarásbíói og verða almennar sýningar þar og í Stjörnu- bíói. Agnes fjallar um þá dramatísku at- burðarás sem leiddi til síðustu aftök- unnar á íslandi árið 1830, þegar Ag- nes Magnúsdóttir og friðrik Sigurðs- son voru tekin af lífi fyrir morðið á Natan Ketilssyni. Þessir atþurðir eru kveikjan að handriti myndarinnar, sem skrifað er af Jóni Ásgeiri Hreínssyni og framleiðandanum Snorra Þórissyni, en myndin lýtur lögmálum skáldskapar fremur en sagnfræði. Agnes er ung og aðlað- andi einstæð móðir, sem starfar sem vinnukona hjá sýslumanni í Húnavatnssýslu og eiginkonu hans. Hún fellur fyrir Natani Ketilssyni, dularfullum og djarftækum kvenna- manni og sjálfmenntuðum lyflækni, sem dæmdur hefur verið fyrir ólög- lega lækningastarfsemi. Dramatísk samskipti aðalpersónanna þriggja, Agnesar, Natans og Sýslumanns, hrinda af stað örlagaþrunginni at- burðarás, þar sem ástarsamþand breytist í martröð ofbeldis og tortím- ingar. í aðalhlutverkum eru María El- lingsen, sem leikur Agnesi, Baltas- ar Kormákur fer með hlutverk Nat- ans og Egill Ólafsson leikur sýslu- mann. í öðrum helstu hlutverkum eru, Hilmir Snær Guðnason, Magnús Ólafsson, Hanna María Karlsdóttir, Guðný Guðlaugs- dóttir, Gottskálk Dagur Sigurð- arson og Árni Pétur Guðjónsson. Leikstjóri er Egill Eðvarðsson, kvikmyndataka var í höndum Snorra Þórissonar, hljóðvinnslu annaðist Ragnar Ingi hefur áður sent frá sér fimm ljóðabækur og þrjár kennslu- bækur í bragfræði. Einnig kemur út núna fyrir jólin hans fyrsta skáldsaga Febrúarkrísur Brúðkaup að fornum sið. Þorbjörn Erlingsson, leikmynd Þór Vigfússon, búninga hannaði Helga I. Stefánsdóttir, Ragna Fossberg sá um förðun, Klippingu Steingrím- ur Karlsson og tónlist samdi Gunn- ar Þórðarson. Framkvæmdastjóri varSigrún Ósk Sigurðardóttir. Agnes er framleidd af Pegasus hf. í samvinnu við Journal Film í Berlín og Zentropa Entertainments í Dan- mörku og naut gerð hennar styrkja úr Kvikmyndasjóði íslands, Berlin Brandenburgsjóðnum, kvikmynda- sjóði Evrópuráðsins Eurimages og Norræna sjónvarps og kvikmynda- sjóðnum. Mortal Kombat Heimsins bestu bardagahetjur há alræmdustu orustu allra tíma í ævin- týra og spennumyndinni Mortal Kombat. I niu kynslóðir hefur Shang Tsung, illræmdur seiðmaður sem er ekki af þessum heimi, leitt valdamikinn prins til sigur gegn dauðlegum óvin- um sínum. Sigri hann tíundu Mortal Kombat keppnina mun illska og hat- ur sem blómstra í heimi; myrkraafl- anna, taka sér bólfestu á jörðinni að eilífu. Nú hefur Rayden, þrumuguðinn mikli ákveðið að senda þrjár þar- dagahetjur til að etja kappi við þessa yfirnáttúrulegu og illu krafta. Tvo menn og eina konu og þau verða að kafa djúpt í hugarfylgsn sín til að magna upp þann kraft sem þarf til að sigra öfl myrkranna. Myndin er uppfull með bardaga- María Ellingsen í hlutverki Agnes- ar. senur og tæknibrellur og hefur notið mikilla vinsælda í Bandaríkjunum á þessu hausti. Oöruvísi unglingabók Lárus Már Björnsson: K/K - Keflavíkurdagar/ Keflavíkurnætur Mál og menning 1995 Þetta er unglingasaga, þroskasaga Óla sem er fimmtán ára Keflvíkingur í tíunda bekk. Það er Óli sem segir sög- una og þar sem hann er einungis fimmtán ára býr hann yfir orðaforða sem gjaldgengur er í unglingaheimin- um en hefur Ifklega ekki mikið vægi annars staðar. Lárusi Má Björnssyni tekst mjög vel að skrifa texta sinn á unglingamáli án þess að gera hann að glórulausum kynjatexta. Textinn er áieynslulaus en hugmyndarík blanda af kynlegum en skemmtilegum slett- um og viðurkenndari orðnotkun. í seinna tilvikinu er oft urn að ræða ljóðrænan texta sem gerir verkið á köflum mjög seiðandi. Árangurinn er skemmtilega skrifuð bók. Mér sýnist að í Lárusi Má Bjöms- syni sé kominn höfundur sem vert sé að veita athygli. A bókarkápu segir að höfundur hafi lifað og hrærst í heimi unglinga í fjölda ára og gjörþekki við- fangsefni þeirra og væntingar. Bókin ber einmitt með sér þennan skilning sem er mikilvægur og mun örugglega gera það að verkum að unglingum á eftir að finnast að þessi bók komi þeim við; að þar sé verið að fjalla urn þá eins og manneskjur en ekki verið að lesa yfir þeim. Þetta er einkar trúverðug saga. Á einstaka stað hefði höfundur reyndar mátt kafa dýpra í krefjandi viðfangs- efni. Það er of oft farið hratt yfir sögu þegar tækifæri hefði verið til að staldra við. Þetta á sérstaklega við um heimiiisaðstæður og fjölskylduhagi Óla, en þeim þáttum hefði mátt skapa meira vægi og svigrúm til umfjöllun- ar. Þetta er unglinga- bók sem ég mæli með. Hún er ekki bara betur skrifuð en þær flestar, hún einkennist einnig af dýpri skilningi á högum og hugsunarhætti unglinga en al- gengt er að sjá í íslenskum ung- lingaskáldsögum. Óli, sem segir söguna, lifnar á síð- um bókarinnar, en aukapersónur eru ekki nægilega vel mótaðar. Kennarinn Ari kemur nokkuð við sögu. Hann er eins konar málpípa höfundar og tjáir sig í vel meinandi orðum, reyndar stundum of predikunarkenndum. I þeirri persónugerð sannast enn eina ferðina gamla sagan að fáar persónur eru jafn þreytandi og óáhugaverðar í skáldverkum og góðu, skilningsríku manneskjumar. Þetta er unglingabók sem ég mæli með. Hún er ekki bara betur skrifuð en þær flestar, hún einkennist einnig af dýpri skilningi á högum og hugsun- arhætti unglinga en algengt er að sjá í íslenskum unglingaskáldsögum. ■ ■ Lóa fer út Leigjandinn kemur inn Nýtt verk á Smíðaverk- stæðinu Nú er lokið sýningum á Taktu lagið Lóa\ sem sýnt hefur verið á Smíða- verkstæði Þjóðleikhússins við griðar- legar vinsældir. Leikritið víkur nú um sinn fyrir nýju verki sem heitir Leigj- andinn sem er breskt verðlaunaleikrit eftir Simon Burke. Leigjandinn fjalar um unga konu sem kemur til ókunnrar borgar í leit að húsnæði. Hún hyggst hefja nýtt h'f en fortíðin eltir hana miskunnarlaust uppi. Æfmgar á Leigjandanum em vel á veg komnar og er fyrirhugað að fmmsýna um miðjan janúar. Leikstjóri er Ilallmar Sigurðsson, þýðandi Hallgrímur H. Helgason, hljóðmynd annast georg Magnússon, Vignir Jóhannsson er höfundur leik- myndar og búninga en Jóhann Bjarni Pálmarsson hannar lýsingu. Leikendur em Tinna Gunnlaugs- dóttir, Örn Ámason, Randver Þor- láksson, Pálmi Gestsson, Stefán Jónsson og Anna Kristín Arngrúns- dóttir. Saga ylræktar Út er komin bókin Hallir gróðurs háar rísa - Saga ylrœktar á íslandi á 20. öld eftir Haraíd Sigurðsson sagn- fræðing. Bókin fjallar um það hvemig ný atvinnugrein, yiræktin eða garð- yrkjan, ryður sér til rúms á umbrota- tímum í íslensku þjóðlifi og skapar sér sess í menningu þjóðarinnar. I bókinni er greint frá upphafi rækt- unar í gróðurhúsum hér á landi á fyrri hluta aldarinnar, þegar einstaka ifum- kvöðlum hugkvæmdist að nýta þann yl sem bjó í iðram jarðar til að rækta suðræn blóm og aldin í íslenskri mold á hjara veraldar. Auk þess sem saga garðyrkjubænda er almennt rakin er fjallað um hvemig afurðir gróðurhús- anna, blóm og grænmeti, öðluðust með tímanum sess í neyslumenningu þjóðarinnar. Skýrt er frá því hvemig matarmenning landsmanna breyttist og saga blómaverslunar er rakin. Þá er sérstakur kafli um upphaf trjáræktar og eflingu skrúðgaiðyrkju í landinu. Þó að aðaláhersla sé lögð á sögu garð- yrkjunnar á 20. öld þá er í upphafi bókarinnar gefið ágrip af garðyrkju landsmanna á fyrri öldum. Bókina prýðir á annað hundrað ljós- myndir og sagan er krydduð léttari frásögnum úr ýmsupi áttum. Ný Ijóðabók eftir Birgi Svan WCP SV' •4'ON.VtSCN $ ÉM fc m Út er komin ljóðabókin Sniglapóst- ur eftir Birgi Svan Símonarson. Þetta er tólfta 1 j ó ð a b ó k Birgis og hefur hún að geyma 28 ljóð. Við- fangsefnin eru fjölbreytt að vanda. I bókinni eru ástarljóð, þjóðfélags- gagnrýni og ljóð um nátt- úra íslands. Bókin er gefin út í fáum eintökum og fer ekki í almenna dreif- ingu. Hún mun hins vegar fást í stærstu bókaverslununum á Reykja- víkursvæðinu og beint frá höfundi. Þeir sem þekkja til bóka Birgis ættu ekki að láta þessa vanta í safnið. SlÍLsMSTUR

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.