Tíminn - 07.01.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 07.01.1972, Blaðsíða 5
ir v ▼! t \ rr n T T 7f f WðSTUDAGUR 7. janúar 1972 TIMINN 17 LANDFARI „Mánudagur til mæSu" Landfari hefur haldið sig inn an dyra hér í blaðinu undan- farnar vikur, enda hefur fólk verið latt að skrifa honum. í verkfallinu fyrir jólin var hann á faraldsfæti og að því loknu var jólahelgin svo að segja skollin á og enginn virtist mega ivera að því að skrifa honum, ídlir höfðu nóg með jólakort- in. En í gær brá svo við, að hann fékk hressilegt bréf frá húsmóður, sem vaknað hefur við vondan draum eftir áramót- in. Og hér kemur bréfið og mætti kalla það og þennan þátt allan „mánudag til mæðu“. Húsmóðurin segir: „Lengi getur vont versnað, og nú þykir mér skörin enn færast upp á bekkinn. Nú virð- ast þeir góðu herrar, sem sölu- búðum ráða helzt vera á þeim ENSKIR RAFGEYMAR LONDON CATTERY KOMIN AFTUR í allar gerðir bfla og dráttarvéla. Lárus Ingimarsson, heildverzlnn. Vitastíg 8 a. Sími 16205 buxunum að hafa þær lokaðar á mánudagsmorgnum allt til há degis, svo að fólk verður að fara að kaupa sér mánudags soðninguna á laugardögum eða helzt á föstudögum. Hvítík þjónustusemi! Allt fyrir við- skiptavininn er auglýsingakjör orð kaupmanna. Þetta þras um viðskiptatíma sölubúða, eða „opnunartímann“, eins og oftast er sagt af óbrigð ulli málsnilli, hefur nú staðið ár og dag. Einhvers konar skiptiskipan virtist komin á í haust, og héldum við þá, að betri tímar færu í hönd. En Adam var ekki lengi í Paradís. Nýársgjöfin frá þeim blessuð- um var ný ringulreið ennþá verri en fyrr, og nú kennt um breytingu vikulegs vinnutíma afgreiðslufólks úr 44 stundum f 40 stundir. Öðlingarnir, sem alltaf eru að hugsa um við- skiptavinina, segja, að þessi stytting komi sér bezt fyrir alla á mánudagsmorgnum. Er nú ekki kominn tími til þess, húsmæður góðar, að við höfum með okkur ofurlítil sam tök og sýnum, að við eigum að ráða ofurlitlu um þetta ekki síður en yerzlunareigandi. Slík samtök húsmæðra í tilteknu verzlunarhverfi, eða meðal við- skiptavina tiltekinna neytenda- verzlana, hafa víða ágæt áhrif á viðskiptalagið. Slíkir hús- mæðrahópar fylgjast til að mynda með verðlagi, vörugæð- um .vöruvali, afgreiðslu o.fl. I þeirri sölubúð, sem sér hverf- inu fyrir helztu daglegum neyzluvörum, og þegar þeim finnst eitthvað að, segja þær verzlunarstjóranum til synd- anna og hafa samtök um að skipta ekki við búðina, fyrr en úr er bætt. Verzlun er þjón- ustustarfsemi, og þeir eiga að ráða mestu um vörur og starfs hætti, sem þjónustunnar njóta. Tillitslaus einkabisniss er úr- elt þing, húsmæður góðar. Húsmóðlr." Landfari telur þetta bréf að ýmsu leyti orð í tíma töluð. Væri nú ekki ráðlegt, að hús- mæður létu til sín heyra, sýndu að þær hefðu eitthvað um þetta segja — og gera? Hvernig fellur þeim tilhugsun um mánudagslokun? Landfari álítur, að þessu eigi þær að ráða og hafi í hendi sinni að ráða því, ef þær vilja. HLJÓÐVARP Föstudagur 7. janúar. 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 9.15: Kristín Sveinbjörns- .dóttir heldur áfram sögúnni af „Síðasta bænum í daln- um“ eftir Loft Guðmunds- son (5). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Sólun SÓLUM HJÓLBARÐA Á FÓLKSBÍLA, JEPPA- OG VÖRUBÍLA MEÐ DJÚPUM SLITMIKLUM MUNSTRUM. Ábyrgð tekin á sólningunni. Kaupum notaða sólningarhæfa nylon-hjólbarða. önnumst allar .viðgerðir hjólbarða með fullkomnum tækjum. GÓÐ ÞJÓNUSTA. — VANIR MENN. BARÐINN HF. Ármúla 7.— Sími 30501. —Reykjavík. Spjallað við bændur kl. 10.05. Tónlistarsaga kl. 10.25 (endurt. þáttur A.H.Sv.). Fréttir kl. 11.00. Tónlist eftir Robert Sehu- mann. Artur Rubinstein leikur á píanó Carnival op. 9; Janos Starker og Sin- fóníuhljómsveit Lundúna leika Sellókonsert í a-moll op. 129; Stanislaw Skrovacz- ewski stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Þáttur um uppeldismál (endurtekinn): Eyjólfur Melsteð talar um tónlist til lækninga. 13.45 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Síðdegissagan; „Victoria Benediktsson og Georg Brandes". Sveinn Ásgeirs- son hagfræðingur les þýð- ingu sína á bók eftir Fredrik Böök (12). 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Lesin dagskrá næstu viku. 15.30 Miðdegistónleikar. Dietrich Fischer-Dieskau syngur lög eftir Haydn. Gerald Moore leikur á píanó. Hljómsveit leikur Forleik og svítu í e-moll eftir Georg Philipp Telemann; August Wenzinger stj. 16.15 Veðurfregnir. Endurtekið efni úr þættin- um „Við, sem heima sitj- um“. a) Soffía Guðmundsdóttir hugleiðir spuminguna „Hvers vegna sitjum við heima?“ (Áður útv. 14. apríl 1970). b) Svava Jakobsdóttir segir frá írsku greifafrúnni og frelsishetjunni^ Constance Markiewicz. (Áður útv. 10. marz 1970). 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.40 Útvarpssaga bamanna: „Högni vitasveinn" eftir Óskar Aðalstein. Baldur Pálmason byrjar lestur sög- unnar. 18.00 Létt lög. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Þáttur um verkalýðsmál. Umsjónarmenn: Ólafur R. Einarsson og Sighvatur Björgvinsson. 20.00 Kvöldvaka. a) íslenzk einsöngslög. Þuríður Pálsdóttir syngur lög eftir Pál Lsólfsson. Guðrún Kristinsdóttir leikur á píanó. b) Selkolla. Þorsteinn frá Hamri tekur saman þáttinn og flytur hann ásamt Guðrúnu Svövu Svavarsdóttur. c) Dulargáfur. Margrét Jónsdóttir les þátt eftir Brynjólf Jónsson á Minna-Núpi. ••••••niiliin*iiiiinininiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiniiiiiiuiiimiiniiiiiiniiHiMiiiiiin»HHiiniiiiniimimniiiiiiiiimnniiiiiiiiiiiiiiininiiiiiiiiiiiiiniiiiiii»iiuiiiii|minmiinniiiiiiiiiiiinmii»iMmiiiiiiiiiiini»i»n»nmii, Það er óleyfilegt, að vera með hunda í klefunum. Hann verður að fara í hunda- klefann. — Það er ekki hundur, sem ég er með hérna hjá mér, heldur úlfur. — En herra, herra. . . — Ég sagði honum, að þú vildir hitta hann skipstjóri, en hann sagði, að þú gætir komið til hans. — Hvað þá? — og svo sagði ég honum, að hann mætti ekki vera með hund inni hjá sér. — Hann kemst að því áður en langt um líður, hver stjórnar hér um borð. — Kom inn. d) „Held ég enn í austur- veg. Hulda Runólfsdóttir fer með ljóð og stökur eftir Eirík Einarsson alþm. á Hæli og minnist hans einnig nokkrum orðum. e) Kórsöngur. Árnesingakórinn í Reykja- vík syngur lög eftir Ámes- inga. Söngstjóri: Þuríður Pálsdóttir. f) Það fór þytur um krónur trjánna. Sveinn Sigurðsson fyrrum ritstjóri flytur stutta hug- leiðingu um skéldskap Einars Benediktsconsr. g) Um íslenzka þjóðhætti. Ámi Björnsson cand. mag. flytur þáttinn. 21.30 Útvarpssagan: „Vikivaki" eftir Gunnar Gunnarsson. Gísli Halldórsson leikari les sögulok (20). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: „Sleðaferð um Grænlandsjökla" eftir Georg Jensen. Einar Guð- mundsson les þýðingu sína á bók um hinztu Grænlands- för Mylius-Erichseng (14). 22.35 Þetta vil ég heyra. Jón Stefánsson kynnir tón- verk að óskum hlustenda. 23.30 Fréttir í stuttu máli. Dagskrárlok. SJÓNVARP Föstudagur 7. janúar. 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Vaka. Dagskrá um bókmenntir og listir á líðandi stund. Umsjón: Njörður P. Njarðvík, Vigdís Finnbogadóttir, Björn Th. Björnsson, Sigurður Sverrir Pálsson og Þorkell Sigur- björnsson. 21.10 Adam Strange: skýrsla nr. 4407. Að hjartagjafa forspurð- um. Aðalhlutverk: Anthony Quayle, Kaz Garas og Anneke Wills. Þýðandi: Kristmann Eiðsson. Adam Strange er miðaldra sakamálasérfræðingur með sérþekkingu á lögum og félagsfræði. Hann hefur að mestu dregið sig í hlé frá störfum, en tekur þó að sér að upplýsa flókin og aðkall andi mál, þegar mikið ligg- ur við. Aðstoðarmaður hans og fé- lagi er Ham Gynt, ungur Ameríkumaður, sem lagt hefur stund á læknisfræði, en ekki lokið námi, þar eð aðrar vísindagreinar eru honum ofar í huga. Lista- konan Evelyn er nábúi þeirra og vinur, og kemur hún mjög við sögu, án þess þó að vera beinn aðili að starfsemi þeirra félaga. 22.00 Erlend málefni. Umsjónarmaður: Jón Hákon Magnússon. 22.30 Dagskrárlok. Suðurnesjamenn Leitið tilbaða hjá okkur Látið ókkur prenta fyriryJckur ii**'hhii iiiiii i •' Fljót afgreiðsla - góð þjónusta Prentsmiðja Baldurs Hólmgeirssonar Hranimrjrötu 7 — KeflavÖi I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.