Tíminn - 10.02.1972, Blaðsíða 14

Tíminn - 10.02.1972, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Fimmtudagur 10. febrúar 1972 DR. JEKYLL & MR. SVARTHÖFÐI Meinhornaskrif er einu nafni nefnd sú tegund blaöamennsku, sem felst i þvi að senda frá sér dagiegan skammt af rituöu efni meö persónulegum skoöunum um þjóöfélagsmál. Astæöan til nafn- giftarinnar er sú^aö menn hneigj- ast mjög i slikum skrifum til óvæginna og ódrengilegra árása á raunverulega eða imyndaöa and- stæöinga sina. Þessi tilhneiging kann að vera óumflýjanleg vegna þess aö oröfáir þættir, samdir i slikum flýti og af slikri tiöni, geti ekki verið annað er snöggar, mið- ur vel réttlættar atlögur að af- mörkuðum viðfangsefnum. Aö- feröin særir iitið eitt samvizku höfunda sinna, eins og sést bezt á þvi, aö þeir taka sér dulnefni eða skrifa nafnlaust, og skapa þannig vissa fjarlægöarblekkingu milli sin og skrifa sinna. Bæöi þeir og aörir sjá þó i gegnum blekking- una, likt og dr. Jekyll gerði sér grein fyrir uppruna mr. Hydes. Tilefni þessara hugleiöinga eru mörg, en þaö, sem ýtti við mér nú, var pistill Svarthöföa i Tim- anum hinn 3. febrúar s.l. Hann notar horn sitt þar til að dylgja um heilsufar stúlku nokkurrar, sem tók þátt i sjónvarpsþætti ásamt fjöldamörgum öörum. I þættinum olli hún ekki meiri truflunum en ýmsir aörir, miklu fremur lagöi hún sitt af mörkum til aö gera sjónvarpsefnið lifandi og eftirtektarvert. Bollaleggingar um heilsufar hennar „fyrir skö- mmu” koma fyrrgreindum sjón- varpsþætti ekki hót viö, en stil- brögð af þessu tagi ættu að vera fyrir neöan viröingu islenzkra blaöamanna. Skrif Svarthöföa, sem hér er vitnaö i, hljóöa þan- nig: „Þarna sýndist m.a. komin óboö- in persóna, sem haföi veriö talin svo heilsutæp fyrir skömmu, að ekki varö neinu tauti við hana komið út af miklu nærtækari at- riðum en Viet-Nam striöi.” Eins og sjá má lætur Svarthöföi i sömu andránni getiö þeirrar Bifreiða- viðgerðir — Fljótt og vel af hendi leyst. — Reynið viðskiptin. — BIFREIÐASTLLINGIN Síðumúla 23. Sími 81330. skoðunar sinnar, að Vietnam- striðiö sé litt nærtækt atriði. Nokkru neðar itrekar hann þetta sjónarmiö^þar sem hann talar um ,,hið endalausa þras um einhver sakhæf aðriði, sem reynt er að kalla menn til ábyrgðar fyrir, þótt þau gerist i Vietnam, Grikk- landi eöa Belfast, og séu ekki að neinu leyti i ábyrgð hérlendra manna.” Þótt oröalagið kunni aö vera formað i flýti,get ég ekki látiö vera aö taka afstööu gegn meiningunni. Islenzka þjóöin er eins og sakir standa þátttakandi i bandalagi, sem að sögn er stofnaö til verndar frelsi og lýöræði. Samt sem áöur er það staðreynd, aö með okkur i þessu bandalagi er brezka stjórnin, sem stendur fyr- ir fjöldamoröum á Norður-lr- landi, griska stjórnin, sem er dæmigerð . einræöisstjórn, og Bandarikjastjórn, sem hefur um árabil haft mörg hundruö þúsund hermanna sinna i þvi starfi að murka lifiö úr vanþróaðri Asiu- þjóö. Viö þennan lista má bæta Portúgalsstjórn, sem iökar morð i Mozambique og Angola i góðu næöi fyrir bandamönnum sinum. lslenzka þjóöin verður aö gera sér ljóst, aö hún getur ekki lagt lag sitt viö bandariska herinn, léö honum land, veriö i fóstbræöra- lagi viö stjórn hans, nema hún geti sætt sig viö framkomu þessa sama hers og þessarar sömu stjórnar gagnvart öllum öörum þjóöum. Islenzka þjóöin verður aö gera sér grein fyrir, að hún getur ekki gert bandalag viö Jekyll, en lokað augunum fyrir tilvist Hydes. Ef við fordæmum morðæði Bandarikjahers i Vietnam, en höldum jafnfram áfram meö þeim þátttöku i „varnarbanda- lagi” „frelsis” og lýðræðis”, þá erum við siölaus þjóö. Ef við for- dæmum þaö hins vegar ekki, þá er Nató sannarlega félagsskapur við okkar hæfi Við njótum stöku sinnum góös af nærveru bandariska hersins hér á landi. Hjálparsveit hans brá viðaf aödáunarverðu snarræöi og bjargaði nauöstöddum landa okk- ar upp iþyrlu úr köldum og úfn- um sjó. En það eru menn úr sama her, sem fleygja vietnömskum frelsisvinum lifandi út úr sams konar þyrlum hátt i lofti. Það er ekki eins aðdáunarvert. Þó eru þeir einnig bandamenn okkar. Og við berum okkar hluta af ábyrgð- inni. Ég treysti Svarthöfða til að hætta að slá ryki i augu sin og annarra i þessu efni. Reykjavik, 7. febrúar, 1972. Þorbjörn Broddason. A þingi Farmanna og fiski- mannasambandsins i des.. 1971 var meöal þeirra mála er voru til umræöulmöskvastærö neta.Vitaö er aö á undanförnum árum hefur möskvastærð þorskaneta minnk að mjög mikiö. Lengi hefur það viðgengizt að skip við Faxaflóa hafa notað smærri riöil en t.d. Vestm annaeyingar og Aust- firöingar, sem stunda sjó frá Hornafirði, eða stunda veiðar i bugtunum sunnanlands og austur um Hornafjörð. Margir lita þessa þróun óhýru auga, og hafa menn haldiö þvi fram. aö i sumum ver- stöðvum gengi þetta svo langt aö ókynþroska fiskur væri veiddur á vetrarvertið i net. Um það liggja nokkuð góöar upplýsingar, hvernig þessum málum er háttaö, netasala er þar ótvirætt bezta sönnunin, og mun þaö leggja ljóst fyrir aö smækkandi riðill er alls- ráöandi. Ékki er vafi á þvi aö þótt einhverjar hömlur yrðu settar á möskvastærö neta, þá er mikill vandi á höndum, hvað varðar smáfiskdráp og seiðadráp og getur veriö um langtum stærra mál aö ræöa, heldur en möskva- stærö neta. Smáfiskurinn er drepinn misk- unnarlaust á uppeldisstöövum sinum og er þar um bæöi innlend og útlend togveiðiskip að ræða. Svo langt hefur þetta gengiö að innan við tiunda hluta aflans er hirtur til vinnslu. Þarna fer fram mikið alvarlegri hluti rányrkju en gerist á vertið, þrátt fyrir smækkun riðilsins, að auki er vitaö að seiðadráp er mikiö á ýsmum veiðisvæðum og þarf, eins og þing F.F.S.I. hefur bent á, að gefa fiskifræðingum langtum viðtækara vald til þess að stööva veiðar en verið hefur, þar sem svo hagar að veruleg brögö eru aö seiða eða smáfiskdrápi. Nú mun standa yfir endurskoöun ýmissa tilskipana um þessi efni og nauðsynlegt að gera þær breyt- ingar, sem auðvelda eftirlit meö þessum þáttum. A þingi F.F.S.I. i des. komu fram tiilögur varðandi meðferð aflans, og voru menn yfirleitt sammála um að farið yrði með aflann eins vel og frekast væri unnt. Frá áramótum hefur verið miklu meira um að bátar stund uðu veiðar með linu en verið hefur á undanförnum árum. Frá Keflavik hafa milli 20 og 30 bátar TILKYNNING frá fjárveitinganefnd Alþingis Fjárveitinganefnd Alþingis hefir ákveðiö að setja eftirfarandi reglur um frest til að skila umsóknum um fjárveitingar f fjár- lögum fyrir árið 1973: Umsóknir um fjárveitingar til fjárfestingarframkvæmda skulu hafa borizt viðkomandi ráöuneyti eigi siðar en hinn 1. maf n.k. Umsóknir um fjárveitingar til annarra málaflokka frá ein- staklingum og félagasamtökum skulu hafa borizt viðkomandi ráöuneyti fyrir 1. júni n.k. Gera má ráö fyrir, að umsóknum, sem síðar berast, geti nefndin eigi sinnt við afgreiöslu næstu fjáriaga. Fjárveitinganefnd Alþingis. Hjúkrunarkonur Hjúkrunarkonur vantar i Vifilsstaðahælið. Upplýsingar hjá forstöðukonu, simi 42800. Skrifstofa ríkisspitalanna. CANMÖRK- FÆREYJAR Ódýmvll daga hvutgferdir Sími 21460 með m.s. GULLFOSSI í marz- og aprilmánuði til Kaupmannahafnar með viðkomu í Tórshavn. Verð kr. 14.500.00 - gisting og morgunverður innifalið í verðinu, á meðan dvalizt er í Kaupmannahöfn? Brottfarardagar: 3. marz, 16. marz, 6. apríl og ,20. apríl. Ferðizt ódýrt — Ferðizt með Gullfossi EIMSKIP Allar nánari upplýsingar veitir: FARÞEGADEILD EIMSKIPS verið með linu, en eins og öllum er kunnugt hefur veðrátta hamlað mjög veiðum. Eins er um veiðar frá Sandgerði og Grindavik,- þar hafa stærstu bátarnir verið á úti- legu og hafa stundað veiðar i Breiðafiröi með oft góðum afla. Vantað hefur góða beitu, en á þvi riðui; þegar linuveiðar eru stund- aöar. að beita sé góð. Útilegubátar frá Reykjavik hafa haft góðan afla. Erlendar fréttir I Fiskaren 29. des. 1971 segir frá aflabrögðum Norðmanna á þvi ári. Veiði var æði mikil og hefur afli Norðmanna ekki verið meiri að vöxtun nema eitt ár, en það var árið 1967 að heildaraflinn komst yfir 3 millj. lesta»en varð á árinu 1971 um 2.8 millj. lesta. A árinu reyndist loðnuaflinn vera helmingur alls aflans sem veiddist heima og á fjarlægum miðum. Af heildaraflanum veiddu snurpuskipin við Afriku 200.000 tonn, mest makril, og var hann allur unninn i verksmiðjuskipum. Verðlag var hærra en nokkru sinni hefur áður verið. Athyglisvert er, að ekki veidd- ist leyfilegt magn vetrarsildar, og gefur það hugmynd um. hvað á seyöi er. Magnið hefur minnkað ár frá ári, og horfir illa um þá sild þar, eins og hér á undanförnum árum. Það sama eru um stór- sildar veiöarnar að segja. aö ekki veiddist leyfilegt magn af henni, og bendir það til þess að þessir stofnar séu i lágmarki og þurfi verndunar við, eins og hér hefur verið gert. Af heildaraflanum fóru rétt um 2 millj. tonna til fiskimjölsfram- leiðslu og lýsisframleiðslu, en eins og nú horfir er slæmt útlit með þessar afurðir. Ingólfur Stefánsson. SAMVINNUBANKINN Hassneyzla Frh af bis. 1 — Nei, ekki enn, og hass- neyzlan hefur mér vitanlega ekki náð i teljandi mæli til gagnfræðaskólanna hingað til, heldur einkum til nem- enda framhaldsskóla. En við erum farnir að óttast að dragi að þvi, að yngra og yngra fólk neyti hass. — Hvaðan hefur þú þinar upplýsingar um þessi mál? — Ég er i sambandi við fjöldann allan af ungu fólki og þekki menn, sem neyta eiturlyfja. Ég hef leitazt við að kynna mér þessi mál, til þess að vera undirbúinn hverjum tökum beri að gripa þau ef þau verða vanda mál hér innan húss. Þvi miður eru bæði ég og aðrir farnir að óttast að liða kunni að þvi, þótt erfitt sé að full- yrða nokkuð um þessi mál. Við starfsfólk Tóna- bæjar erum farin að undir- búa okkur að vera viðbúin að takast á við þetta vandamál ef til kemur. A laugardag verður efnt til námskeiðs fyrir allt starfsfólkið, þar sem eiturlyfjamál verða kynnt. Við fáum fræðslu um eiturlyf, áhrif og einkenni eiturlyf janeyzlu. Kennt verður að þekkja lykt af ák- veðnum efnum og við yfir- leitt frædd um þessi mál eins og kostur er á stuttu námskeiði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.