Tíminn - 22.03.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.03.1972, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Miövikudagur 22. marz 1972. „Frammi fyrir ógnunum" Sighvatur Björgvinsson, rit- stjóri Alþýðublaðsins, ræðir um landhelgismálið i helgar- pistlum sinum i fyrradag, og er þar margt réttilega mælt og af góðum skilningi. bað er mikilvægt, og þakkarvert, er stjórnarandstæðingar sýna Bretum það þannig svart á hvitu, hver eining allra flokka og þjóðarinnar er, þegar hún stendur nú „frammi fyrir hótunum” Breta. Slik jákvæð skrif stjórnarandstæðinga eru til þess fallin að sýna brezku stjórninni, hve herskipasend- ing á Islandsmið væri nú van- hugsuð, og margir telja, að hefði þessi samstaða verið Bretum alveg ljós fyrir út- færsluna i 12 milur hefði aldrei til herhlaupsins komið. Sig- hvatur segir m.a.: „Frammi fyrir slikum ógn- unum byggist sigur okkar i landhelgisbaráttunni aðallega á þrennu: í fyrsta lagi á órofa samstöðu þjóðarinnar, þar sem allir tslendingar standa saman sem einn maður. 1 öðru lagi á þvi að njóta virks stuðn- ings frá öllum þeim erlendu aðilum, þjóðum, hópum og einstaklingum, sem skilja for- sendur okkar fyrir baráttunni og samþykkja þær. t þriðja lagi byggjast sigurvonir okkar á þvi, að fulltrúar erlendis haldi ávallt skynsamlega á okkar málstað þannig, að and- stæðingarnir fái ekki á okkur óþarfan höggstað, og þeir, sem okkur eru velviljaðir, þurfi ekki að vera hikandi i virkum stuðningi við okkur, svo að við komum sterkari en ekki veikari út úr hverri raun, og þannig sé á málum haldið, að þjóðin beri ávallt öli fyllsta traust til þeirra manna, sem mál okkar flytja, og þeirri þjóðareiningu, sem náðst hefur um málið, verði þvi ekki i hættu stefnt”. Skynsamleg áminning Undir þessi orð er ástæða til að taka, og um þau ættu allir að geta verið sammála. Aminning sú, sem i þeim felst, er einnig timabær, svo að stjórnvöld, sem um þessi mál eiga að fjalla, hafi jafnan i huga, hve mikið er hér i húfi. Þótt málstaðurinn sé góður, þjóðin einhuga og hvergi lát á þeim sjálfstæðishug, sem málinu fylgir, verður það aldrei nógsamlega brýnt fyrir öllum, sem þar standa i stykki, hve þjóðin á nú mikið undir talsmönnum sinum i málinu. Ihald er móðurmjólk kommúnista 1 Reykjavikurbréfi Mbl s.l. sunnudag eru skritilegar vangaveltur um það, að hér gæti nú verið hætta á, að „skapist einhvers konar hernaðar-eða byltingarastand vegna starfsemi sósialista”, og jafnframt verið að bögglast við að hnoða fætur, undir þær dylgjur, að ef til vill sem „lýöræðissinnar” i nú- verandi stjórn ekki nógu sterkir á verði gegn þvi. Þessi grýla er engin nýlunda i áróðri Mbl, en af þessu tilefni er rétt að mina Mogga á þá staðreynd, að sterkustu varnir gegn byltingarkommúnisma eru stjórnarhættir framfara sinnaðra félagshyggjumanna, en hatrömm ihaldstjórn, sem ber til að mynda einkum fyrir brjósti skattfrelsi peninga- arðs, er og hefur ætið verið sannkölluð móðurmjólk kommúnista. -AK Feluleikur í Félagsmála stofnuninni „Agæti Landfari: Þar sem ég er orðin svo fokreið, að ég verð að fá útrás sný ég mér til þin. Þannig er málið vaxið, að i allan vetur hefur viss manneskja hjá Félagsmálastofnun Reykja- vikurborgar verið með ákveðið mál fyrir mig. Upphaflega var mér sagt, að málið yrði áreiöan- lega komið i höfn fyrir jól. En ekkert hefur gerzt og það sem verst er: —Ég get ekkert fengið að vita, þvi að manneskja sú, sem er með málið, er aldrei til viðtals. I margar vikur hef ég hringt og farið niðureftir, en á- rangurslaust. Ég hef aðeins tima til að fara út fyrir hádegi og þá er mérjafnan sagt, aö menneskjan sé á fundi. Ég hringi, kannske oft á dag. Stundum tekur margar minútur að fá simann til að svara, og þegar það loks gerist, er helzt að heyra á tóninum, að verið sér að gera manni greiða með þvi. En nóg um það. Ég spyr eftir „minni” manneskju þarna, en undantekningarlaust, er mér svarað, að viðkomandi sé að tala i simann og það biði fleiri. —Ég segist ætla að biða en eftir drykk- langa stund rofnar sambandið. Þannig hefur þetta gengið i margar vikur og ég veit ekkert um mitt mál. Hvað get ég gert? Ein langþreytt.” Vafalaust er saga sú, sem „ein langþreytt” segir hér, eikkert Nýkomnir varahlutir í RAMBLER spindilkúlur spindilkrossar stýrisendar upphengjur sektorarmar fram og aftur gormar vatnsdælur og sett hraðabarkar kúplingsdiskar benzindælur straumlokur höggdeyfar BÍLABUÐIN H.F. Hverfisgötu 54 Simi 16765. einsdæmi um viðskipti við ýmsar opinberar stofnanir. Það er eng- inn leikur að komast áfram i frumskógi. Vilji stofnunin gefa einhverjar skýringar á þessu, er rúm frjálst hjá Landfara, og eins er sjálfsagt aö stofnunin fái að vita, hver sú „langþreytta” er, svo að samband náist. Kálhaus villir á sér heimildir og þó O g hér er skemmtilegt bréf um það, hvernig misgrip enduðu eins og bezt varð á kosið: „Kæri Landfari: t vorbliðunni á dögunum, seint á þorra, var ég á heilsubótar- göngu um götur höfuðborgar- innar og hafði ekkert sérstakt fyrir stafni þann dag, enda i vaktafrii. Á leið minni um mið- borgina leit ég á nokkra búöar- glugga og rak á einum stað augun i bók, sem vakti strax forvitni mina, þar eð myndin á kápusið- unni kom mér til að halda, að þarna væri bók, sem gæti komið mér að góðum notum —, sem sagt full af grænmetisuppskrift- um, en segja má, að ég sé forfall- ip grænmetisæta og skammast ég min ekkert fyrir að játa það fyrir hverjum sem er. Framan á bóka- rkápunni, sem er græn að lit, er stór mynd af,,brosmildu” kál- höfði á herðum manns, og án þess að athuga bókarheitið nánar, vatt ég mér inn i búðina og fékk að kikja i umrædda bók. t fyrstu varð ég fyrir nokkrum vonbrigðum, þvi að i henni er ekki ein einasta grænmetisuppskrift, eins og ég hafði þó fastlega vonað. Hún er full af ljóðum og lausa- visum og ver heitið: „Hryðjuverk og hringhendur”, en höfundar- nafnið er Kálhaus, sem hlýtur að vera dulnefni. Af einhverri rælni og nokkurri forvitni, keypti ég eitt eintak af þessari bók, sem ekki kostar meira en svo sem hálft karton af sigarettum. Er ég kom heim, fór ég strax að „grauta” i bókinni og því meira, sem ég las af innihaldinu, þvi ánægðari varð ég með kaupin, sem ég hafði gert. Kannski hef ég ekki mikið vit á ljóðagerð, en ekki hef ég lesið aðra bók með meiri ánægju en þessa, og þótt ég eigi engra hags- muna að gæta i sambandi við um- rædda bók, mundi ég vilja hvetja • fólk, sem þjáist af lifsleiða og þunglyndi, að ná sér i eintak af henni, þvi að það má vera skritinn manneskja, sem ekki kemst i gott skap við að lesa hana. „Hryðjuverk”, (eins og höfundurinn kallar ljóðin i bókinni) eins og: t sveininni, Dá- samleg fyrirheit, Hnifurinn i kúnni, Gröfturinn, Lifið er skritið, öfundin, Vaninn og Gengið á fjörur, svo eitthvað sé nefnt, koma manni alltaf i gott skap, hversu fúlt sem það er fyrir. Hringhendurnar eru margar, já og flestar ágætar, en þó eru sumar þeirra, að minum dómi, ekki eins vel unnar og gjarnan mætti vera. Allur frágangur bókarinnar er sérstaklega góður og myndskreytingarnar frábær- ar. 1 kynningarpistli i bókinni er höfundurinn skemmtilega kynn- tur fyrir lesendum og megi hann hafa góða þökk fyrir framlag sitt á sviði bókmenntanna, og ef frá honum kemur önnur bók, mun ég að mér heilum og lifandi kaupa hana, þótt i henni verði ekkert nema „andlegt” grænmeti. Reykjavik 3.marz 1972. Forfallin grænmetisæta. (Nafnnúmer: 7941-1205). S. Helgason hf. STEINIÐJA Einholti 4 Sfmar 26677 og 14254 FÓRNARVIKA KIRKJUNNAR HJALPUAA KIRKJUNNI AÐ HJALPA GÍRÓ 20001 þarf að segja meira ? Mercedes-Benz MERCEDES BENZ ® Auðnustjarnan á öllum vegum RÆSIR H.F.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.