Tíminn - 22.03.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 22.03.1972, Blaðsíða 9
TÍMINN 9 Verzlunarskóla norður Enginn vafi er á þvi, að aðgangur að verzl- unarmenntun og almennri bókhalds- og st- jórnunarmenntun er ekki nógu greiður hér á landi. I landinu eru reknir tveir verzlunar- skólar á vegum einkaaðila og þar komast miklu færri að en vildu og þörf er fyrir i at- vinnulifinu. 1 nútima þjóðfélagi verður æ rikari þörf fyrir fólk með þá menntun, sem verzlunar- og stjórnunarfræðaskólar veita. Ef litið er til tækniþjóðfélaga i nágrannalöndum sést best, hve rik áherzla er þar lögð á nám af þessu tagi. íslenzka rikið rekur margskonar sérskóla, en á enga hlutdeild i rekstri verzlunarskóla. I málefnasamningi rikisstjórnarinnar er kveðið á um endurskoðun á fræðslukerfinu frá rótum og að gerð verði heildaráætlun um þörf þjóðarinnar fyrir hvers kyns fræðslustofnanir, kennaralið, námsleiðir og tengsl milli þeirra, i þvi skyni að skapa samræmt og heilsteypt menntakerfi. íslenzkt menntakerfi er i ólestri og þar er margt, sem færa verður hið fyrsta til betri vegar. Skortur á námsleiðum til bókhalds- stjórnunar- og verzlunarmenntunar er áreiðanlega meðal meinanna. 1 þeirri endurskoðun^sem framkvæma þarf á skólakerfinu, hljóta að koma til skoðunar einnig þær hugmyndir, sem uppi eru um flutn- ing skóla og rikisstofnana út um landsbyggðina og stofnsetningu nýrra skóla og stofnana úti á landi. 1 grein, sem Ingvar Gislason, alþingismaður, ritaði hér i Timann i sl. viku, ræddi hann m.a. um þörfina fyrir verzlunarskóla og taldi til- valið að honum yrði valinn staður á Akureyri. Undir þetta till Timinn taka. í grein sinni sagði Ingvar m.a.: ,,Má furðulegt heita, hversu seint miðar i þá átt að efla verzlunarmenntun i landinu, og að- eins tveir einkaskólar vera starfandi á þessu sviði á landinu öllu. Það mega nú teljast for- réttindi, ef unglingar komast i verzlunarskóla. Þessu ástandi verður að breyta. Rikinu ber að hafa forgöngu um stofnun nýs verzlunarskóla, og ekki er áhorfsmál, að sá skóli væri vel settur á Akureyri. Það kæmi einnig til greina, að samvinnuhreyfingin og samtök einkarekstrar- manna stæðu að stofnun verzlunarskóla á Akureyri með styrk úr rikissjóði. Raunar mætti einnig hugsa sér, að norðlenzkur ver- zlunarskóli hefði enn viðtækara verksvið, m.a. að á hans vegum starfaði félagsmáladeild, sem hefði það hlutverk að þjálfa starfsfólk og trúnaðarmenn verkalýðs- og stéttarsamtaka.” Þessar ábendingar Ingvars Gislasonar eru þarfar og timabærar. Menntamálaráðherra þarf hið fyrsta að taka verzlunarmenntunina til gagngerrar skoðunar og varðandi aðsetur nýs verzlunarskóla á vegum rikisins hljóta augu manna að beinast til Akureyrar. —TK Horfurnar í Ródesíu eru afar uggvænlegar Deilan harðnar og ofbeldisverk verða varla umflúin Mauritx l'’oli>v. fvrrv. ráðhorra. Köiiiiunariiofnd l’oaroo lávaröar or komin hcim frá Ilódosiu, og or gort ráft fvrir. aft nifturstafta lionnar verfti á þá loift, aft yfir- tína'fandi meirililuti innfæddra Afríkumanna hafni samkomulagi lan Smiths og Sir Alee Douglas-llome. Maurice Foley, þing- niaftur Vorkamannaflokksins og ráftherra Afrfkumála i rikis- stjórn Nilsons, or cinn eirra sárafáu brczku þinginanna, sem voru á forft i Ródesiu moftan könnunarnofnd Pearce lávarftar var þar aft störfum. Kric Silver átti vift liann vifttal, sem birt var f hroz.ka blaftinu The(íuardian, og fer þaft hér á eftir. K.S.: Horfur viröast á, að könnunarnefnd Pearce lá- varðarlýsi þvi sem niðurstöðu sinni, að mikill meirihluti inn- fæddra Afrikumanna hafni samkomulagi Ian Smiths og Sir Alec Douglas-Home. Gefur það, sem þér sáuð og heyrðuð i landinu þessa viku, sem þér dvölduð þar, yður tilefni til að draga þessa niðurstöðu i efa? M.F.: Ég sannfærðist um það við dvöl mina i landinu, að mikill meirihluti innfæddra Afrikumanna hafnaði til lögunum en allur þorri afkom- enda Evrópumanna sam- þykkti þær. E.S.: Hvaða afleiðingar hefir þetta fyrir rikisstjórn Ian Smiths og minnihluta hvitra manna? M.F.: Sumir hvitir menn munu segja sem svo, að Smith hefði aldrei átt að leggja út i þetta ævintýri. Aðstaða hans versnar. Ég geri ráð fyrir, að hann grfpi til einhverra þvingunaraðgerða til að firra sig hættu. Þær munu koma niður á prestum, bændum og öðrum þeim, sem börðust opinberlega fyrir synjuninni. Þetta verður fyrsta viðbragð Smiths til að styrkja stöðu sina. Synjunin eykur að minu viti á þann ótta, sem hvitir ibúar landsins bera i brjósti. Afriku- menn eru 20 á móti hverjum einum ættuðum frá Evrópu. Fæðingar meðal innfæddra Afrikumanna eru 3,6 á hun- drað en 1,1 hjá hvitum mön- num. Hlutfallið breytist þvi ört hinum hvitu i óhag. Þetta eitt veldur nokkrum ótta. Hvitir menn hafa mótað samfélagið þannig, að Afriku- mönnum er meinað að ráða, en þeir reynast svo allt i einu hafa raunverulegt vald, — neitunarvald. Þetta eykur ugg hvitra manna. Smith mun þvi byrja á þvi að svipta Afriku- mennina forustunni. Þvi næst mun hann lýsa yfir, að hvitir menn haldi áfram baráttu sinni. E.S.: Afneitar hann þá samkomulaginu við Sir Alec? M.F.: Nei. Muna ber, hvað þvi olli, að hann hóf samn- ingaviðræðurnar. Ein af ástæðunum var, að sumar refsiaðgerðirnar valda veru- legum erfiðleikum. Smith varð þvi að reyna að semja og koma á eðligeu ástandi. Ef til vill vonar hann, að niðurstaða brezku stjórnarinnar verði: „Við höfum gert, hvað við gátum. Ef þú stendur við þinn hluta samkomulagsins, skulum við falla frá refsiað- gerðunum, en við getum ekki veitt stjórninni fulla viður- kenningu.” E.S.: En hvaða áhrif hefir synjunin hjá Afrikumönnum? Geta stjórnmálin i Afriku nokkurn tima orðið með sama hætti og áður? M.F.: Nei. Nýtt viðhorf er komið til. Þarna kemur fram raunveruleg eining i fyrsta sinni I tiu ár. Afrikumenn sannfærast um einingarmátt, sem þá dreymdi ekki um. Könnungarnefnd Pearce lávarðar hefir leitt i ljós, að Afrikumenn eru að rumska. E.S.: Fregnir frá Ródesiu benda til, að Afrikumenn eigi von á þvi, að brezka stjórnin taki að nýju upp samninga og nái hagfelldari niðurstöðu en áður. Horfur virðast ekki á að svo fari, og hvaða afleiðingar geta þau vonbrigði Afriku- manna haft.? M.F.: Ég geri ráð fyrir miklum erfiðleikum. Hin nýja eining kemur sennilega fram með ýmsu móti, og hún gæti leitt til ofbeldisverka. Evrópu- menn i afskekktum sveita- héruðum gætu orðið fyrir of- sóknum, sem ekki eru dæmi um til þssa. Afskipti Suður Afrikumanna gætu einnig komið til, einkum ef hvitir menn i Ródesiu standa alger- lega einir uppi og geta ekki treyst á afrikönsku lögregluna eða Afrikumenn i hernum. Framvindan gæti orðið ótrú- lega hröð. E.S.: Haldið þér, að komið gæti til alvarlegra ofbeldis- verka? M.F.: Já. E.S.: Hvenær þá? Að tiu eða tuttugu árum liðnum, eða ef til vill að ári? M.F.: Ég er sannfærður um algert vandræðaástand, ef menn af evrópskum uppruna ná engum samningum, ekki einu sinni við hægfara Afriku- menn. Hjá þvi getur ekki farið, að innfæddir Afriku- menn fyllist þrjózku, og til ofbeldis hlýtur að draga, ef ekki bólar á neinum fram- förum eða samkomulagi. K.S.: Haldið þér að til þessa komi á næstu þremur árum til dæmis? M.F.: Ekki þarf það endi- lega að vera. öldurnar kann að lægja I bili. En blóðsút- hellíngar eru óhjákvæmileg afleiðing þess, að ekkert sam- komulag næst. Ég treysti mér ekki til að segja fyrir um, hvort til þess kemur eftir eitt, tvö, þrjú, fimm eða tíu ár. E.S.: En ef við vendum nú okkar kvæði í kross. Hvað getur rikisstjórn Ihaldsflokks- ins hérna heima gert? M.F.: Lögin um refsiaö- gerðirnar þarf að leggja fyrir þingið að nýju i haust og flokksþing Ihaldsflokksins er einnig I haust. Stjórnin hefir þvi fáeina mánuði til stefnu. Ég geri ráð fyrir, aö sumir af fylgismönnum hennar hefji baráttu fyrir því, að fallið verði frá refsiaðgerðum og Smith viðurkenndur raun- verulegur stjórnandi Ródesiu. Sumir ráðheranna vilja senni- lega fallast á þetta. Nokkrar likur eru þó á, að meirihluti Ihaldsflokksins vilji segja sem svo: „Við sögðumst halda fast við fimmta atriði samkomulagsins, eða að aðilar vildu veita þvi viðtöku. Nú hefir komið i ljós, að svo er ekki, og þess vegna verður allt að vera óbreytt. Refsiað- gerðum verður að halda áfram, og stjórn Smiths verður ekki viðurkennd. Við getum ekki miðað stefnu okkar einungis við Ródesiu, heldur verðum við einnig að hugsa um virðingu okkar á alþjóðavettvangi”. E.S.: Ef við hverfum nú frá andstæðingunum og snúum okkur að yðar eigin flokki. Hvernig bregzt stjórnarand- staða Verkamannaflokksins við væntanlegum afneitunar- úrskurði könnunarnefndar Pearce lávarðar? M.F.: Ég geri ráð fyrir, að bæði skuggaráðuneytið og stjórn flokksins telji afneit- unina órækan úrskurð. Þess vegna er ekki aðeins óhjá- kvæmilegt að halda refsi- aðgerðum áfram, heidur verðum við einnig að herða á þeim og efla framkvæmd þeirra, einkum hjá Smeinuðu þjóðunum. 1 öðru lagi verðum við undir eins að krefjast þess, að ábyrgir leiðtogar Afriku- manna taki þátt i öllum sam- komulagsumleitunum i fram- tiðinni. I þriðja lagi þurfum við að taka til athugunar, með hvaða hætti við getum stuðlað að varðveizlu einingar Botswana og Zambiu i þvi róti, sem er á viðskiptum og efnahagsfram- vindu i þessum hluta álfunnar. Viðurkenna veröur I fram- kvæmd, að þessi lönd hafi sér- stöðu, og okkur ber að veita þeim meiri stuðning og aðstoð en við höfum til þessa gert. E.S.: Hve miklu ræður fyrr- verandi stjórn Verkamanna- flokksins um afstöðu hans nú i stjórnarandstöðu? Hann ræddi við hvita Ródesiumenn, sem voru að reyna að ná sam- komulagi, og litlu munaði að það næðist i viðræðunum, sem fram fóru tvivegis. Gæti Verkamannaflokkurinn til dæmis, svo að eitthvað sé nefnt, nokkurn tima fallizt á, að Bretar beittu ■hervaldi I Ródesiu? M.F.: Mikið vatn hefir til sjávar runniö siöan i upphafi þessara átaka, að við vildum sumir láta handtaka Smith og félaga hans, en það hefði að sjálfsögðu vakið mikla furðu i nokkra daga. Mer var þegar ljóst, að úr þessu gæti aldrei orðið, ef það væri ekki gert fyrstu vikuna. Ég hefi ekki trú á, að nein brezk rikistjórn gæti Framhald á bls. 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.