Tíminn - 26.08.1972, Side 16
Fengu
200 kg af
kræki-
berjum á
fyrsta degi
Klp—Keykjavik
í gær hóf Áfengis- og tóbaks-
verzlun rikisins aö taka á móti
krækiberjum, sem fyrirhugaö er
aö nota i framleiöslu á kræki-
berjalikjör. Sá drykkur þótti
góöur i fyrra, er hafin var fram-
leiösla á bonum, en þá seldust á
milli 2000 og 2000 hálfflöskur á
tveint dögum.
ÁTVR kaupir kiíóið af góðum og
vel hreinsuðum krækiberjum á 60
kr, og i gær bárust til verksmið
junnar á Draghálsi 200 kiló. Hel-
mingurinn af þessu magni kom
frá Akureyri. en hitt héðan af
Suöurlandi. í fyrra fékk ÁTVR i
allt 800 kiló af krækiberjum. og er
allt útlit fyrir að i ár fáist mun
meira magn, það sýna undir-
tektirnar á þessum fyrsta degi.
SÁL stofnar
leiklistarskóla
1>M—Reykjavík
Samtök áhugafólks um leiklist-
arnám, SAb, liafa nú ákveöið aö
stofna heilsdagsleiklistarskóla,
sem byggður sé á tillögum um
reglugerö samtakqnna um leik-
listarskóla. Vonast samtökin eftir
liösinni menntamálaráös, en
áætlaöur kostnaður viö rekstur
skólans er 420 þúsund krónur á
ári.
Átta manna hópur innan SÁL,
sem beðið hefur i 3 ár eftir að
komast i leiklistarnám, hefur
þegar komiö á fót bráðabirgða-
skóla, sem starfa mun á kvöldin
frá 1. október til 1. mai. 1 þeim
skóla eru um 16 manns.
Sérfróðir menn hafa samið
kennsluskrána, og á henni eru
m.a. likamsþjálfun, raddþjálfun,
söngur, leiklistarsaga, stilsaga,
leikritalestur og uinræða.
i tillögu SÁL til reglugerðar um
leiklistarskóla segir, að skólinn
skuli vera fjögurra ára skóli, lág-
marksaldur nemenda 18 ár, en
hámarksaldur enginn. Nemendur
skuli teknir inn i skólann árlega,
og æskilegt væri að nemendur
byrjuðu að starfa við leikhús þeg-
ar á öðru skólaári. Kennslugrein-
arnar eru alls 32. Lögð verði sér-
stök áherzla á að vekja skilning
nemenda á þvi, að leikhús byggist
á hópvinnu en ekki einstaklings-
framtaki.
Mála aftur
nafir og
númer!
Brezkir togarasjómenn, sem
fyrir nokkrum dögum siðan
máluðu yfir nafn og númer tog-
ara, sem voru að búast til veiða á
lslandsmiðum, máluðu nöfn og
númer á nýjan leik á skip sin i
gær. Ástæðan er sú, að brezk
tryggingafélög hafa neitað að
tryggja þau skip, sem bera ekki
skrásetningarnafn og númer i
samræmi við alþjóðareglur.
Þrátt fyrir þetta er alls óvist,
hvað brezkir togarasjómenn
gera, þegar togarar þeirra eru
komnir á lslandsmið, Er talið
eins vist, að þá muni þeir á ný fela
nafn og númer.
Laugardagur 26. ágúst 1972
Ohugnan
leg slysa
alda á
ísafirði
— Ííg hel' vcriö hér i átján ár, og
ég ininnist ekki slikrar slysaöldu
sem þeirrar, er hér hcfur gengiö
yl'ir siöast liöna viku, sagöi yfir-
læknirinn i sjúkrahúsinu á isa-
liröi, úllur (íunnarsson rithöf-
undur, viö Iréttaritara Timans á
isafiröi, (iuömund Sveinsson, er
þeir ræddu saman i gær. Slasaö
fólk liel'ur hókslaflega drifiö aö,
sagöi yfirlæknirinn.
ÍJelta er ekki orðum aukið eins
og sjá má á þvi, sem á eftir fer:
Tveir hal'a höfuðkúpubrotnað,
tveir lærbrotnað, tveir farið úr
axlarlið, þrir fengið heilahristing,
drengur handleggsbrotnað og
stúlka misst Iraman af þrem
lingrum á annarri hendi. Lar að
auki eru svo mennirnir tveir, sem
voru i oliubilnum, sem hvolfdi i
Súgandafiröi - annar með
meiðsli innvortis, en hinn með
skurö á andliti.
Annar sjúklinganna sem hlaut
höfuðkúpubrot, er kona, sem var
að leggja af stað með Esju en datt
i stiga, er skipið var komið rétt úl
á fjörðinn. Stúlkan. sem missti
framan af fingrunum, var að þvo
vél i ishúsi, er hanzkaklædd hönd-
in dróst með vatnssliingu ofan i
vélina, og skipstjórinn á Fagra-
nesi er annar þeirra, er fór úr
axlarlið.
Allt er þetla slasaða fólk úr tsa-
I'jarðarkaupstað eða nágrenni
hans, nema mennirnir á oliubiln-
um. sem eru Reykvikingar.
70 bílar í árekstri
á hraðbraut:
Fólksbíll varð
að 40 cm plötu
Séra .lóhnnn (lli ynjólfur .lóhamiTsson ) lagaöur til fyrir upptöku
(Timamyndir: Róbcrt)
Séra Jóhann var
með 25-eyringana
handa Álfgrími í buddunni sinni
NTR—Rotterdam
Áö minnsta kosti 16 manns létu
liliö i gær og 30 slösuöusl. er 70
hílar lentu i einum og sama
árekslriiíum á þjóöveginum milli
Rotterdam og Kreda. Mikil þoka
olli árekstri þessum.
1 gærkvöldi var enn ekki full-
Ijóst, hversu margir höfðu látizt,
en talið er, að þeir geti verið 25.
Slys þetta er hið mesta, sem orðið
hefur á akvegum i Evrópu i mörg
ár. Enginn veit, hvernig þetta
byrjaði, en skyndilega var komin
þarna mesta bilaþvaga. Oliubill
sprakk, og við það kviknaði i
mörgum öðrum bilum. Fólksbill,
sem var á milli tveggja vörubila,
þegar áreksturinn varð, pressað-
ist saman i 40 cm þykka járn-
plötu.
HM—Reykjavik
t gær voru Brekkukotsmenn i
óða önn að kvikmynda i kirkju-
garðinum viö Lágafell, og létu
þeir rigninguna ekkert á sig fá.
Það var verið að taka upp öll þau
atriðisem fram fara i kirkjugarð-
inum, eins og t.d. samræður Álf-
grims og séra Jóhanns og fund
þeirra Álfgrims og Garðars Hólm
við styttuna af Gabriel erkiengli.
Séra Jóhann var hinn virðulegasti
með pipuhatt og skeytti ekki um
suddann þar sem hann tindi upp
úr gömlu buddunni aurana sem
Alfgrimuráttiaðfá fyrir sönginn.
Ekki voru þeir óásjálegri lik-
mennirnir, með harða hatta og
stifa flippa.
Unnið er að kvikmyndun á
hverjum degi, ýmist i stúdióinu
inni i Skeifu eða úti undir beru
lolti, þegar veður leyfir. Hingað
til hefur allt gengið vel, þegar frá
er talið slysið, sem leikstjórinn
Hadrich og aðstoðarmenn hans
urðu fyrir. Margir munu verí
farnir að hlakka til að sjá mynd
ina á sjónvarpsskerminum, er
eins og áður hefur verið sagt frí
mun hún væntanlega verða frum
sýnd um jólaleytið.
ÓVENJU MIKIL AÐS0KN
AÐ MENNTASKÓLUNUM
í REYKJAVÍK
SJ—Ileykjavik
Óvenjumikil aðsókn er að
fyrstu bekkjum menntaskólanna i
Reykjavik á þessu hausti. og
verður kennsla i námsefni fyrsta
bekkjar tekin upp viö gagnfræða-
skóla Austurbæjar og Vighóla-
skóla i Kópavogi, þar sem ekki er
rúm fyrir alla nýju nemendurna i
menntaskólunum þrem i borg-
inni.
Hins vegar munu menntaskól-
arnir úti á landi ekki fullsetnir
enn. Þess eru dæmi, að foreldrar
úti á landi eigi auðveldara fjár-
hagslega með að setja börn sin i
skóla hér i Reykjavik en senda
þau i heimavistarskóla.
Þá hefur einnig verið ákveðið
að stofna til varanlegrar
menntaskólakennslu i Kópavogi.
Eftirfarandi fréttatilkynning
frá Menntamálaráðuneytinu um
þetta má barst blaðinu i gær.
..Fyrirhugað er. að a þessu
hausti verði komið á kennslu i
námset'ni fyrsta bekkjar mennta-
skóla við annan gagnfræðaskól-
anna i Kópavogi, Vighólaskóla.
Hefur jaínframt verið tekin
ákvörðun um að stofna til varan-
legrar menntaskólakennslu i
Kópavogi og þá gert ráð fyrir. að
hún gæti i framtiðinni orðið þátt-
ur i fjölbrautaskóla þar. Er miðað
við. að skólastjóri fyrir hina nýju
skólastofnun verði skipaður á
fyrri hluta ársins 1973.
Þá er og i ráði. að i vetur veröi
kennsla fyrir tvær deildir fyrsta
bekkjar menntaskóla við Gagn-
fræðaskóla Austurbæjar i
Reykjavik. Hliðstæð kennsla
hefur áður verið heimiluð við
Gagnfræðaskólann á Akranesi.
Flensborgarskóla i Hafnarfirði og
Gagnfræðaskólann i Neskaup-
stað."
Séra Jóhann telur aurana handa Álfgrimi fyrir saunginn.