Tíminn - 12.09.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 12.09.1972, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 12. september 1972 TÍMINN 9 ■XvX-v\ Útgefandi: Framsóknarflokkurinn ■ Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór-:::;::::::: : arinn Þórarinsson (ábm.). Jón Helgason, Tómas Karlsson,::::::::::: i'Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Tlmans,). :j;:;:;:;:; : Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason , Ritstjórnarskrif-::::::::::: stofur I Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-lS306|:;g:!: ! Skrifstofur 1 Bankastræti 7 — afgreiðslusfmi 12323 — au'glýs-t:;:;:;:;:; ; ingasimi 19523. Aðrar skrifstofur:simi 18300. Askriftargjaldj:;:;:;:;:: ; 225 krónur á mánuði innan lands, I lausasölu 15 krónur ein-lxWÍ takiö. Blaðaprent h.f. Akureyrarfundur þingflokksins Dagana 6.-8. þ.m. var haldinn á Akureyri fundur þingflokks Framsóknarmanna til að ræða um undirbúning þingmála. Fram- kvæmdastjórn flokksins tók einnig þátt i fund- inum. Á fundinum fluttu ráðherrar flokksins yfirlit um efnahagsmálin og landhelgismálið, en nokkrir þingmenn höfðu framsögu um ein- staka málaflokka, sem liklegir eru til að verða ofarlega á baugi á næsta þingi. Á fundinum mættu nokkrir gestir, eins og t.d. stjórn Kjör- dæmasambands Framsóknarmanna i Norður- landskjördæmi eystra og bæjarfulltrúar flokksins á Akureyri. Þá tóku varaþingmenn Framsóknarflokksins i Norðurlandskjördæmi eystra þátt i störfum fundarins. í sambandi við fundinn boðuðu kjördæma- sambönd Framsóknarflokksins á Norðurlandi til tólf landsmálafunda samtimis einn fundar- daginn, en siðar var haldinn fundur á Akur- eyri. Á þessum fundum höfðu þingmenn og framkvæmdastjórnarmenn framsögu, en siðar fóru fram almennar umræður, sem viða urðu allmiklar. Flestir fundanna voru vel sóttir, enda þótt veður væri óhagstætt. Samtals sóttu mörg hundruð manns þessa fundi. Það er óhætt að fullyrða, að fundahöld þessi voru hin gagnlegustu fyrir Framsóknarflokk- inn. Á fundi þingflokksins fékkst glöggt yfirlit um stöðu stjórnmála og undirbúning þingmála, og mun það auðvelda starf hans á komandi þingi. Þá kynntust ráðherrar, þingmenn og framkvæmdastjórnarmenn vel viðhorfi al- mennings á hinum mörgu landsmálafundum, sem voru haldnir i sambandi við þingflokks- fundinn. Á þeim var rætt jöfnum höndum um landsmál og héraðsmál, og fengust þannig margar gagnlegar upplýsingar. Fyrir þingflokksfundinn hafði það svo sér- staka þýðingu, að hann var haldinn á Akureyri. Þetta er fyrsti fundur þingflokksins, sem hald- inn er utan Reykjavikur. Tilgangurinn með þvi var að reyna að skapa enn nánari tengsl milli þingflokksins og samtaka flokksins úti um land og auka kynni fleiri þingmanna en heimaþing- manna á mönnum og málefnum norðanlands. Vafalitið hefur talsvert unnizt i þessa átt með fundarhaldi þingflokksins á Akureyri. Ætlunin er, að þingflokkurinn fylgi þeim sið áfram að halda haustfundi sina, þegar þingmál eru undirbúin, utan Reykjavikur. Kjördæmasam- band Austurlands hefur þegar óskað eftir að næsti slikur fundur þingflokksins verði haldinn austanlands. Óhætt er að segja, eftir þessi fundahöld, að yfirleitt riki ánægja með rikisstjórnina. Sérstaklega fagna menn aðgerðunum i land- helgismálinu, þar sem meginforustan hefur hvilt á ráðherrum Framsóknarflokksins. Þá fagna menn stefnubreytingu, sem orðið hefur á mörgum sviðum. Hins vegar rikir uggur i sam- bandi við efnahagsmálin, og þar biður rikis- stjórnarinnar og stjórnarflokkanna eitt höfuð- verkefnið á næsta þingi. FRLENT YFIRLIT Eleanor McGovern er manni sínum góð stoð Hún tekur mjög virkan þátt í kosningabaráttunni Eleanor McGovern ALLAR skoðanakannanir og spár i Bandarikjunum benda til þess, að McGovern muni biða svipaðan eða meiri ósigur i forsetakosningunum i haust en Goldwater 1964, en ósigur hans var sá mesti, sem for- setaefni annars aðalflokksins hafði beðið siðan 1932. Astæð- an til þess, að-þeim McGovern og Goldwater er oft jafnað saman, er m.a. sú, aö þeir sigruðu i prófkjörunum með tilstyrk harðsnúins minnihluta i viðkomandi flokki, en tókst ekki að sameina flokkinn i sjálfri kosningabaráttunni. Að visu er enn ekki útilokað, að McGovern takist það, en hon- um hefur ekki heppnazt það til þessa. Enn eru hins vegar eft- ir nær tveir mánuðir til kosn- inganna, og oft hafa orðið miklar breytingar á afstöðu kjósenda á þeim tima. Mc- Govern er fyrst nú áð hefja aðalsóknina og ætlar að halda henni látlaust áfram fram að kjördegi. Von hans og stuðn- ingsmanna hans er sú, að demokratar og ýmsir óháðir kjósendur muni sameinast um hann áður en lýkur. McGovern hefur lika breytt talsvert mál- flutningi sinum til að gera það ljóst, að hann er ekki eins rót- tækur vinstri sinni og and- stæðingar hans vilja vera láta. I þeim efnum hjálpar það ekki sizt andstæðingunum, að þeir þurfa ekki annað en að vitna i ummæli ýmissa keppinauta hans i prófkjörunum. ÞAÐ verður vafalitið erfiöur og strangur timi hjá Mc- Govern fram aö kosningum. Hann verður að fara fram og aftur um landið, halda marga fundi á dag og mæta i margs konar samkvæmum. Hann verður jafnan að vera viðbú- inn að tala við blaðamenn og koma fram i sjónvarpi. Hann verður jafnframt að fylgjast vel með kosningastarfinu á öðrum sviðum. Við þetta bæt- ist, að hann hlýtur að vera orðinn langþreyttur, þar sem hann er nú raunverulega bú- inn að heyja stöðuga kosn- ingabaráttu á annað ár, en hann hóf fyrstur allra fram- bjóðendanna að undirbúa þátttöku sina i prófkjörunum. En kosningabaráttan verður ekki siður erfið og ströng fyrir ýmsa samverkamenn hans, sem leggja sig nú alla fram. En erfiðust getur hún þó orðið fyrir konu hans, sem tekur engu minni virkan þátt i bar- áttunni en maður hennar. Hún gerir það á eigin spýtur, en fylgir ekki manni sinum, eins og konur frambjóðenda gera oftast, ef þeir koma opinber- lega fram á annað borð. Hún fer á fundi, að sjálfsögðu með fylgdarliði, og heldur þar ræð- ur. Hún heimsækir stofnanir og vinnustaði og ávarpar þar fólk og ræöir viö það við ólik- ustu kringumstæður. I þessu hefur hún þegar fengiö slika þjálfun, að fáir frambjóðend- ur gera þaö betur. Þó segist hún jafnan vera hálffeimin eða kviðin i hvert skipti, sem hún heldur ræðu. Raunar er þetta reynsla margra stjórn- málamanna, og það oft þeirra, sem hlotið hafa mesta þjálfun. Frú McGovern skortir ekki heldur þjálfun, þvi að hún hef- ur æftræðumennsku siðan hún var i barnaskóla. ELEANOR MCGOVERN fæddist 25. mai 1921 i Suður- Dakota. Faðir hennar var bóndi af norskum ættum, Earl Stegeberg, en móðir hennar var ensk. Hún segir oft i gamni, að hún hafi komiö óvænt i heiminn, en hún fædd- istsiðar af tviburasystrum, og hafði engan grunað fyrr en hún fæddist, að tviburar væru á leiðinni. Þær systurnar voru mjög samrýndar. Móöir þeirra dó, þegar þær voru ell- efu ára, og urðu þær þá að taka við stjórn heimilisins, og þótti þeim takast það vel. Þeim gekk báðum vel i skóla og tóku báðar þátt i málfunda- félagi skólans með góðum árangri, einkum þó Eleanor. Þaö féll i hennar hlut, þegar kappræða var háö við annað skólafélag, að mæta þar ung- um pilti, sem hét George Mc- Govern, og segir sagan, að hún hafi farið meö sigur af hólmi i þeirri viðureign. Mc- Govern hafði hafiö þátttöku i málfundafélagi til að sigrast á feimni, sem háði honum tals- vert á þessum árum. Kynni þeirra byrjuðu fyrst aö ráði eftir að þau hófu nám við Wesleyanháskólann i Mitchell i Suður-Dakota. Þau giftust svo haustið 1943, en þá var McGovern i hernum. Það var fyrst eftir styrjöldina, sem þau gátu verið samvistum. ÞAÐ var ekki fyrr en eftir forsetakosningarnar 1952, að McGovern hóf stjórnmálaaf- skipti að ráöi. Hann varð þá mikill aðdáancft Stevensons, enda heitir einkasonur þeirra hjóna Steven, i höfuðið á hon- um. Eleanor hefur stutt mann sinn á margan hátt i hinni pólitisku baráttu hans, enda félagslega sinnuö. Bezt gerði hún þetta i öldungadeildar- þingkosningunum, sem fram fóru i Suður-Dakota 1962. Mc- Govern hafði tapað i næstu kosningum á undan, en þótti hafa nokkra sigurvon 1962. Sú von veiktist þó, þegar hann lagðist sjúkur og gat litinn þátt tekiö i kosningabarátt- unni eftir það. En þá hljóp Eleanor i skaröiö og gerði það mjög myndarlega. Það var ekki sizt talið henni að þakka, að McGovern náöi kosningu. Hún kann þvi talsvert til verka á hinum pólitiska vettvangi, enda hefur hún starfað þar ötullega siðustu mánuði. Siðan um áramót hefur hún verið að heiman að jafnaöi fjóra daga i viku, en yfirleitt reynir hún að vera heima um helgar, en tvö börn þeirra hjóna búa enn hjá foreldrum sinum, en þrjár elztu dæturnar eru farnar að heiman. Eleanor segist verða að játa, að stjórnmálabarátt- an hafi bitnað talsvert á fjöl- skyldunni, sökum fjarvista þeirra hjóna. Meðal annars geti það stafað af þvi, að ein dóttirin var kærö fyrir að hafa mrijuana undir höndum, en til lögsóknar kom þó ekki, og hún hefur alveg unniö bug á áátriðu i sambandi við eitur- lyf. Þetta var þó nokkurt áfall fyrir fjölskylduna um skeiö, en kann þó aö hafa aukið skilning þeirra hjóna á vanda- málum ungs fólks. Yfirleitt eru þau hjón sögð sammála, en þó kemur fyrir, að Eleanor túlkar aðrar skoðanir en maöur hennar. T.d. hefur hún haldiö þvi fram, að ungir menn, sem ekki vilja gegna herskyldu, ættu að gegna þegnskyldu- vinnu um álika langt skeið. Eleanor McGovern er frið kona, en heldur smávaxin. Hún er sögð hafa létzt um sex pund eða úr 100 i 94 siðan próf- kjörin hófust, enda hefur vinnudagur hennar oftast ver- ið 18 klst. á þeim tima. Þ.Þ. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.