Tíminn - 12.09.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 12.09.1972, Blaðsíða 11
10 TÍMINN Þriöjudagur 12. september 1972 TÍMINN 11 Þriöjudagur 12. september 1972 ... r-tf—•—.• mí_.lúsM -— ---------r.í—i__i. ■mbb Sumum er svo farið, að þcir eru fullkomlega sáttir við tilveruna, liafi þcir bara i sig og á og fái full- nægt þcim cðlishvötuin, sem okk- ur öllum cru i blóð bornar. Þcir sýnast ekki liafa listrænar til- lineigingar af neinu tagi. Það er ástæðulaust að fjarg- viðrast út af þvi eins og stundum bryddir á, þvi að þessi nægjusemi eða fátækt andans á sér likast til oftar félagslega rót en hitt, að hún sé mönnum eiginleg, og þá er auð- vitað réttu lagi nær að kanna þær félagslegu misfellur, sem valda þessu og reyna að ráða bót á þeim en ráðast að einstaklingunum fyrir að bera mark umhverfis sins. Með öðrum er listhvötin aftur svo sterk og rik, að hún brýtur sér leið gegnum þykkt og þunnt. Þess eru sem betur fer mörg dæmi, að menn hefji sig upp yfir umhverfi sitt á þennan hátt, þótt erfitt sé um vik. en ósjaldan er það á fárra vitorði. af þvi að þetta fólk er oft ákaflega hógvært, jafnvel stund- um úr hófi fram, að manni finnst, og lika af hinu, að sjaldnast ber við. að þjóðfélagið styðji neitt við bakið á þvi. Gömul saga og ný Eigi að siður hafa jafnan verið i landinu listamenn, sem sinnt hafa hugðarefnum sinum i kyrrþey, eftir þvi sem tóm vannst tii, án þess að horfa þar til nokkurra launa. oft og tiðum. Hinn elzta vitnisburð um listaverk i litum og formi höfum við i skreytingum fornra handrita og útskurði á fjalabrotum. sem ekki hafa orðið tortimingunni að bráð á löngum ferli. Megnið af þessum elztu listminjum er. eins og alkunna er. runnið frá mönnum. sem auð- ugir höfðingjar höfðu á sinum snærum. eða munkum i klaustr- um landsins. En ekki er loku fyrir það skotið. að eitthvað af þessu kunni að vera handaverk manna. sem bjuggu við litinn kost, en áttu innra með sér þá sköpunar- hneigð. sem ekki gaf þeim grið. Og svo er með vissu um fjölda fagurra muna. sem til urðu á einni öldum. þar sem listfengi og handbragð var i öfugu hlutfalli við aðstöðu og bolmagn manna til þess að einbeita sér að þvi, sem þeim var þó i blóð borið. Þessir alþýðumenn urðu að berja ofan af fyrir sér og sinum eins og aðrir, en innra með þeim bjó hvöt, sem leyfði þeim ekki að láta þar við sitja —■ þeir urðu að forma eitt- hvað. sem veitti fegurðarþrá og sköpunargáfu útrás. og þá var oft tiltækilegast að rista meö hnifum i tré. bein eða tönn. Það var nær- tækast. Alþýðulistamennirnir frá Litla-Árskógi Þeir. sem gera sér ferð i minja- safnið á Akureyri eiga þess kost að kynnast þar myndum og tré- skurði listamanna af þessu tagi. Mennirnir að baki þessum verkum eru þeir bræður frá Litla- Arskógi á Árskógsströnd, Kristján. Hannes og Jón Vigfús- synir. Þau voru niu systkinin, börn Hannesar. sem siðastur bænda fluttist úr Þorvaldsdal i Eyjafirði árið 1925. Listfengi er i ætt þeirra og smiðanáttúra. Hannes, faðir þeirra. var ágætur húsasmiður og báta. Þeim systkinum eru lika minnisstæðir ýsubeinsfuglarnir, sem afi þeirra tálgaði handa þeim. Ein systranna. Guðrún Jóhanna. er vefnaðarkennari á Isafirði og rekur þar vefstofu. Listfenginnar gætti snemma Listhneigðar þeirra bræðra tók snemma að gæta. Þeir lærðu að saga út um fermingu. Siðar fengu þeir Hannes og Kristján til- sögn i tréskurði hjá Geiri Þormar á Akureyri, og Kristján lærði um skeið leirmótun og myndamóta- gerð hjá Jónasi Jakobssyni og Guðmundi frá Miðdal. Enginn þeirra bræðra hefur tal- ið sér fært að helga sig listinni einvörðungu, heldur hafa þeir jafnan aðeins unnið að útskurðin- um og annarri listsköpun i stopul- um tómstund. að vetrarlagi. Er Kristján var spurður svarar hann þvi til, að sér hafi sannarlega dottið i hug að halda áfram listn- ámi, en ýmislegt hafi valdið þvi, að svo varð ekki og það þá helzt, að sér hafi fundizt faðir þeirra verið búinn að gera Litla-Árskógi svo mikið til góða, að sér hafi ekki þótt annað fært en að taka við bú- skapnum að gamla manninum öllum. Þessi spegilrammi er gott dæmi um listilegt handbragð þeirra hræðra. Litli-Árskógur ber þess lika merki. að Kristján og þeir bræður hafa ekki legið á liði sinu um það er að búskapnum lýtur. Sjaldgæft er til dæmis að sjá trágarð á borð við þann sem þeir hafa komið upp. Hlédrægni og hógværð Kristján tók blaðamanni Timans ljúfmannlega. þegar hann bar að garöi i Litla-Arskógi. þótt engum þeirra bræðra sé gjarnt að flika sjálfum sér og þvi litið um blaðamenn gefið og reyni ,,að snúa þá af sér” eins og Kristján orðaði það. Hann á lika til að skopast góðlátlega að þeim og raunar sjálfum sér um leið eins og Kristján frá Djúpalæk getur borið vitni um. Hann skrif- aði einhverju sinni blaðagrein um verk þeirra bræðra og fékk að launum stöku frá nafna sinum sem byrjar svo: ,,Kæri nafni! Góð var grcinin þin, hvort gefst i Paradis þér fegri sýn?’ Sú hógværð, sem fram kemur i þessu visubroti, á sér þó skýringu i eðli góðra listamanna, sem sjaldnast finnst verkin endur- spegla innblásturinn að baki á þann hátt. sem þeir hefðu viljað. — Mér finnst minna til um þessa aukavinnu okkar bræðra heldur en ýmsum öðrum, segir Kristján, þvi að mér hættir við að miöa afköstin við hugmyndirnar, sem ekki urðu að veruleika. Margt til lista lagt Þeirbræðrum er margt til lista lagt annað en myndskurður. Þeir hafa likað málað gamlar kirkjur, sem hafa verið farnar að láta á sjá, gert við altaristöflur og sögu- legar minjar aðrar. Nú siðast máluðu þeir gömlu kirkjuna af Svalbarðsströnd, sem nú stendur við minjasafnið á Akureyri á sama stað og Akureyrarkirkja stóð áður. Væntanlega verður hún vigð að nýju innan skamms. Þá hafa þeir tekið að sér að lag- færa altaristöflu, sem nú er i Bægisárkirkju, en var áður i Myrkárkirkju, sem rifin var fyrir nokkru. Þótt hér hafi aðeins fátt verið talið af þvi, sem þeir bræður hafa gert. má sjá, að verka þeirra sér viða' stað. Þingeysk og eyfirzk myndlist. Það er kannski ekki úr vegi að hnýta þvi hér aftan við, að mynd- listog tréskurður á langa og sam- fellda sögu i byggðum Þingeyjar- sýslu og Eyjafjarðar. Þar voru á átjándu öld einhverjir kunnáttu- sömustu listamenn landsins af þessu tagi, og þar gekk listfengi og listsköpuri aö erfðum frá feðr- unum til niðjanna eins og ýmsar altaristöflur og fleiri verk eru til vitnis um. Þar má nefna menn eins og Jón Hallgrimsson, sem i kringum 1770 málaði alkunna altaristöflu i kirkjuna á Grenjaðarstað, sonur Hallgrims bildhöggvara Jónssonar, og þá ættmenn fleiri. Það er eftirtektarvert, að skáldin þingeysku á siðast Iiðinni öld og þessari, ýmsir þeir lista- menn. sem nú eru uppi, eru ein- mitt miðjar þessara manna. Að visu veit ég ekki, hvort systkinin frá Litla-Árskógi eru einnig þeirrar ættar. þótt það megi vel vera. Til gamans má svo ljúka þess- um orðum með að minna á það, að fyrr hafa menn haft auga fyrir lit og formi á Árskógsbæjum en nú. Á átjándu öld var séra Jón Guðmundsson prestur i Stærra- Árskógi. og hann var maður gæddur listeðli og fór með mál- verk. þótt fátt eitt af þvi sé nú varöveitt. Þannig má rekja rætur langt aftur i timann, ef að er hugað. Þjóðskáldinu Einari Bene- diktssyni reistur minn- isvarði á Héðinshöfða Skirnarfontur i Lundarbrekkukirkju. Einn sex skírnarfonta, sem lista- mennirnir frá Litla-Arskógi hafa skoriö. Listamaðurinn var innan viö tvitugt, þegar hann skar þessa fallegu flcytu. Ein gipsmynda Kristjáns. Stp-Reykjavik Þingeyingar hafa löngum veriö kjarni islenzks þjóðfélags, og fjöl- margir úr þeirra hópi hafa staðið i fararbroddi i islenzku þjóðlifi, ba'ði i andlegum og veraldlegum efnum. Er skemmst að minnast þeirra Jónasar Jónssonar frá Hriflu, Guðmundar Friðjónsson- ar.Jóns Trausta og fleiri og fleiri. Illhvittnar tungur hafa löngum haldið þvi fram, að Þingeyingar væru ,,meiri á lofti” en almennt gerist hér á landi og mun ég ekki l'ara frekar út i þá sálma hér. En hins vegar mætti ef til vill skýra þennan orðróm sem öfund utan- aðkomandi manna, vegna allra þeirra vikinga til orðs og æðis, sem sýsla þessi hefur alið. Einn þeirra manna, sem Þing- eyingar telja sig eiga nokkuð i, er Einar Benediktsson skáld. Héðinshöfði á Tjörnesi var æsku- heimili Einars i tuttugu ár. Eaðir hans, Benedikt Sveinsson, var settur sýslumaður i Þingeyjar- sýslu 1H74. Tveim árum seinna keypti hann jörðina Héðinshöfða, þar sem hann bjó til ársins 1897. Þingeyingar telja, að Einar hafi mótast mjög af náttúru og mannfólki sýslunnar, þar sem hann dvaldi öll sin æskuár og gekk til starfa, bæöi til sjós og lands. Það er þvi Þingeyingum mikið gleðiefni, að hafa nú loks komið þeirri hugmynd i framkvæmd að reisa honum styttu á æsku- stöðvunum. Eru það Suður- og Norður-Þingeyjarsýsla ásamt llúsavikurbæ, sem standa að þessum framkvæmdum. Eg hafði samband við Karl Kristjánsson, fyrrverandi al- þingismann, sem er formaður iramkvæmdanefndar. Tjáði hann mér, að unnið hefði verið aö gerð minnisvarðans i sumar, en hann mun standa i túnfætinum i Héðinshöl'ða. Er verið að ljúka við að setja hann upp um þessar mundir og vonast til, að hann verði afhjúpaður i lok þessa mán- aðar. Þetta er steyptur stöpull og ofan á honum eru tveir steinar. 1 efri steininn er greipt mynd af Einari, en hana hefur Rikarður Jónsson gert. Á neðra steininn er letrað fæöingar- og dánarár Ein- ars, og einnig eru þar tilvitnanir úr kvæðum hans. Stúlka fyrir bíl á Miklubraut Á tiunda timanum á sunnu- dagskvöldið varð ung stúlka fyrir bil á Miklubraut, á móts við Stigahlið. Stúlkan, sem er um fermingaraldur, meiddist tals- vert, hlaut meðal annars slæmt fótbrot. Harður árekstur A tólfta timanum á sunnudags- kvöldið varð harður árekstur á gatnamótum Miklubrautar og Lönguhliðar. Þrir farþegar, einn úr öðrum bilnum og tveir úr hin- um, hlutu minni háttar meiðsl. En bilarnir voru báðir óökufærir eftir áreksturinn, og voru þeir dregnir burt af slysstað. Nokkrir þeirra muna, sem bræöurnir frá Litla-Arskógi gáfu minjasafninu á Akureyri áriö 1967. llér sér yfir trjágaröinn aö Litla-Arskógi. Listamennirnir í Litla-Árskógi: „HVORT GEFST í PARADÍS ÞÉR FEGRI SÝN?"

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.