Tíminn - 28.09.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 28.09.1972, Blaðsíða 11
Real Madrid snillingar á - knatfspyrnu- spariskónum — leikmenn liðsins eru leiknir með knöttinn, en þeim tókst ekki að skora mark hjá baráttuglöðum Keflvíkingum, fyrr en mínútu fyrir leikslok. Hér á myndinni sjást sóknarleikmenn Keflavíkurliðsins, Ólafur Júlfusson og Steinar Jóhannsson hefja sókn. En þeir réðu ekki tveir við hina geysisterku varnarmenn Real Madrid. (Timamynd Róbert) Það trúðu þvi fáir fyrir fram, að Keflvikingar mundu standa i knattspyrnusnillingunum úr Real Madrid, þegar þcir mættu þeim á l. augardalsvellinum i gærkvöldi. Keflvikingar stóðu sig eins og hetjur gegn hinum margreyndu og léttleikandi leikmönnum Real Madrid. Þegar aðeins ein minúta var til leiksloka var staðan 0:0, en þá skoruðu Real Madrid eina mark leiksins og greinilega mátti sjá á leikmönnum liðsins, að þeir önduðu léttara. Markið kom upp úr aukaspyrnu, scm var tekin meter fyrir utan vitateig Kefla- vikurliðsins — á brot hjá Guðna Kjartanssyni. Keflvikingar röð- uðu sér i vegg til að varna mark inu. Knettinum var spyrnt að marki — lenti i Grétari Magnús- syni og þaðan til vinstri bakvarð- ar Real Madrid, Juan Verdugo, sem var staðsettur út i vitateigs- horni — hann spyrnti knettinum viðstöðulaust að marki og hann lenti óverjandi efst upp i hliðar- netinu fjær — stórglæsileg spyrna þaö. Þar með bjargaði Real Madrid andlitinu og þvi létta hlut- verki, sem leikmenn liðsins hafa fengið, nefnilega að sigra áhuga- mannalið á norðurhjara ver- aldar. En nú skulum við snúa okkur að gangi leiksins: Fyrri hálfleikur var frekar daufur og ekki er hægt að segja annað en að áhorfendur hafi verið óánægðir með knattspyrnu- snillingana úr Real Madrid, sem virtust spila á spariskónum, þeir voru leiknir með knöttinn, en skot sáust ekki fyrr en á 30. min., þegar Pirri skaut hörkuskoti af 25 m. færi, sem strauk samskeytin. A 35. min. fengu leikmenn Real Madrid þrjár hornspyrnur i röð og munaði þá litlu, að Astráður Gunnarsson hefði skorað sjálfs- mark, hann ætlaði að hreinsa frá markinu, en hitti knöttinn illa 'og hann strauk slá. Staðan i hálfleik var 0:0, nokkuð sem fáir höföu rennt grun i fyrir fram. Þegar við höföum tal af Albert Guðmunds- syni, formanni KSI i hálfleik og spurðum hann, hvernig honum fyndist leikurinn, sagöi hann: „Ég er mjög ánægður með leikinn og frammistöðu Keflavikurliðs- ins. Að sjálfsögðu er það skiljan- legt, aö leikmenn Real Madrid nái ekki að sýna góðan leik, þeir eru óvanir að leika á blautum völlum og ná ekki upp þeirri snerpu og samspili, sem þeir ná á þurrum völlum. Þeir eru vanir samleik og gegnumbrotum, sem taka örfáar sek., en á blautum velli er mjög vont aö ná upp góðu starti, leikmennirnir verða þyngri og samleikur ekki eins ná- kvæmur”. Það var greinilegt, að leikmenn Real Madrid hafa fengiö orð i eyra i hálfleik, þeir byrja siðari hálfleikinn á miklum krafti og strax á 2. min. kemst hinn 18 ára Santillana (hann kom inn á i hálf- leik) i m jög gott færi út við mark- teigshorn, en skot hans var ekki nógu nákvæmt og knötturinn strýkur stöngina fjær. Eftir þetta er mesta loftiö úr leikmönnum Real Madrid og Keflvikingar fara aösækja. A 10. min. leikur Hörður Ragnarsson upp völlinn, gefur stungubolta inn á Steinar Jóhannsson, en markveröi tókst að bjarga. Þremur min. siðar skorar Santillana markfyrir Real Madrid, en þaö var dæmt af vegna rangstöðu. A 17. min, var Ólafur Júliusson i góðu færi út við vitateig, en hitti knöttinn illa og skaut yfir. Stuttu siöar á Steinar skot af 25 m. færi, sem strýkur slá og á 35. min. kemur svo bezta marktækifæri leiksins. Hár bolti kemur inn i vitateig Real Madrid, Steinar stekkur upp með Gregorio Benito, knötturinn hrekkur frá þeim til Ólafs Július- sonar, sem var staddur i dauða- færi fyrir utan markteig, i fljót- færni þrumar hann knettinum i átt að marki, hittir illa og knötturinn fer himinhátt yfir. Ef Ólafur hefði gefið sér góðan tima, þá hefði hann átt að skora og ef hann heföi litiö upp, hefði hann séö Steinar frian i enn betra færi, þvi að hann stóð fyrir miðju marki — markvörðurinn var á leiðinni til Ólafs. En svona er það oftast, áhorfendur sjá oft atvik, sem leikmenn sjá ekki. Þaö skeði svo ekkert fyrr en á 44. min., þegar markið var skorað og út i þá sálma höfum við farið áöur. Það er ekki annað hægt að segja en að Keflvikingar hafi staðið sig vel i leiknum, sem var vel leikinn miöað við aðstæður. Bezti maöur Keflavikurliðsins og þaö er óhætt að segja aö hann hafi verið bezti maður vallarins, var Hjörtur Zakariasson, en hann barðist allan timann og hélt knattspyrnusnillingnum Amancio algjörlega niöri. Einar Gunnars- son og Guðni Kjartansson voru drjúgir að vanda i vörninni, þá átti Gisli Torfason þokkalegan leik, sömuleiðis Ólafur Júliusson, sem átti góða spretti. Leikmenn Real Madrid? Það er ekki annað hægt aö segja en að þetta Real Madrid liö var allt annað en lék fyrri leikinn á Spáni, það var greinilegt að leikmenn liðsins fundu sig ekki á blautu grasinu á Laugardalsvellinum og er það skiljanlegt. Maður trúði þvi varla, að leikmenn geti breytzl svona á blautum velli. Beztu leik- menn liðsins voru Andres og Pirri. Dómari leiksins var frá Irlandi — J. Carpenter og dæmdi hann mjög vel. SOS. Hér á myndinni sjást Juan Verdugo (3) og Steinar Jóhannsson berjast um knöttinn. Það var einmitt Verdugo, sem skoraði eina mark leiksins og færði Real Madrid þar meðsigur á siðustu mínútu. (Timamynd Róbert)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.