Tíminn - 28.09.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 28.09.1972, Blaðsíða 16
MT-busar vígslu í gær ZKA VATNIFULU VI Stp-Reykjavik. í gær mátti margur neminn i Menntaskólan- um við Tjörnina kemba blautar hærur. Þar stóð nefnilega yfir vigsla „busanna”, þ.e. fyrstu- bekkinga. Hófst athöfnin kl. hálf fjögur siðdegis með lúðrablæstri og hamagangi . Hafði safn- azt saman mikill fjöldi nemenda og krakkaroll- inga á stallinum fyrir framan menntaskólann og i portinu, þar sem athöfnin sjálf fór fram. Er fréttamann bar aö, heyröist vart mannsins mál fyrir öskrum hvium og píkuskrækjum, og svo vegna dynjandi hergöngulaga frá hljómsveitinni, sem haföi hreiör- aö um sig upp á svölum á efstu hæö hússins. Þar þandi hún trumbur sinar og lúöra og lét hin ferlegustu óhljóö glymja á mann- skapnum i portinu fyrir neöan. Æstust þá menn um allan helm- ing, bitu i skjaldarengur og ygldu sig, svo þeir máttu sig trauðla hemja. „Vigslan” fór þannig fram, aö nokkrir þeir sterkustu úr hópi efribekkinga tóku sér stöðu viö aðalinngang skólans með upp- brettar ermar. Máttu margar stelpurnar vart mæla sökum gjörvileika þeirra og hreysti. Svo hringdi skólabjallan og kempur- nar þustu inn til að sækja busana, sem þar haföi verið smalað sam- an „til slátrunar”. Voru þeir siöan dregnir út meö miklum bægslagangi og fram i portiö. Þar haföi verið komiö fyrir tveim tunnum fullum af vatni úr Tjörn- inni og umhverfis þær krakkarnir slegið margföldum hring. All- ómjúklega og án tafar var svo busunum stungið á bólakaf á hausinn i tunnurnar, Þaðan hrökkluðust þeir eins og hundar af sundi dregnir en fengu þá ein- hvers konar prentsvertu framan i sig. Þar meö var vigslunni lokið og busarnir orðnir „fullgildir menntskælingar”. Mikill heiður að tarna. Voru þarna teknir fyrir eitthvað á annaö hundrað busar. A meöan vigslu stóð mátti sjá nokkra teyga stórum af kókflösk- um, sem hafa kannski haft að geyma „eitthvaö sterkara en þetta vanalega sull i sjoppunum”. Einn náungi hampaöi að minnsta Frh. á bls. 6 Veriö að draga busana út úr skólanum. A borðanum yfir dyrunum stendur: t vatni fúlu vizka býr. Þá vitund enginn busi flýr. Fimmtudagur 28. september 1972. S/ö daga töf hjáGunnfaxa Skiöaflugvélin Gunnfaxi, sem er i eigu Flugfélags tslands, er komin til landsins, eftir sjö daga töf vegna ofviöris viö skiöaflug á Grænlandi. Hún fór héöan 16. september til Meistaravikur i þriggja daga túr, en hann tók sem sagt 10 daga. Þetta er flugvél, sem fer á veðurathugunarstöðvarnar, þar sem ekki er hægt að lenda öðru visi en á skiöum. Frá Meistaravik fór hún til Danmarkshavn En þegar verið var að afgreiða hana þar, þann sautjánda þ.m. skall á ofviðri, svo að þeir urðu að fara þaðan i mesta flýti og halda til Meistaravikur. Þar biðu þeir eftir flugveöri aftur til Danmarkshavn þangaö til á mánudaginn var. A mánudagskvöld stillti svo veður og var haldið noröureftir og farþegarnir, sem biöu þar eftir fari hipgað til lands, sóttir. Þá kom það næst upp á bátinn, aö ekki var fært til lendingar i Meistaravik, svo að flugvélin varð að snúa til Akureyrar. Siðan fór hún aftur til Meistaravikur, er fært varö þangað á þriðjudag, og kom til Reykjavikur að kvöldi (iengiö i skrúögöngu meö fánabera i broddi fy Ikingar kringum Tjörnina Haugestad er enginn venjulegur náungi — samkvæmt skrifum ,,Washington Post" NTB-New York I blaöinu „Washington Post” i gær, er Arne Haugestad, for- manni þjóöarfylkingarinnar gegn EBE i Noregi, Hkt viö Ralph Nad- er, Eugene McCarthy og George McGovern f einni og sömu per- sónu. Blaðiö bætir þvf viö, aö eins og Nader, sem fyrir hönd hins al- menna neytanda hafi sagt yfir- völdum og einstökum aöilum striö á hendur, hafi Haugestad engan áhuga á pólitiskum frama. t Wall street Journal segir, að neitun Norðmanna endurspegli ótta þeirra um að tapa þjóðernis- legu sjálfstæði sinu með þvi að ganga i EBE. Undir fyrirsögninni „Norrænt ský yfir Evrópu” skrif- ar greinarhöfundur blaðsins, að norska neiið muni hafa meiri þýð- ingu en landsmenn geri sér nokkra grein fyrir. Þetta muni seinka mikilvægum EBE- ákvörðunum. Dilkakjöt í neyt- „Mikiö andsk... ertu fölur f framan drengur! Bót skal ráöin á því." EBE-andstæðingur kveikti í sér NTB-Arósum Dani einn hellti i gær yfir sig bensini og kveikti i til að and- mæla EBE. Tókst þó aö slökkva I manninum og koma honum á sjúkrahús i tæka tiö Maðurinn, sem er 37 ára prentari, gekk út af vinnustað sinum með vindsæng undir hendinni og könnu af bensini. Úti fyrir hellti hann yfir sig bensininu, lagðist á vindsæng- ina og kveikti i. Vinnufélagar hans komu þegar á vettvang og drógu hann út af vindsæng- inni og slökktu eldinn. Maður- inn var með meðvitund allan timann og hrópaði i sifellu, að hann ætlaði að brenna sig i mótmælaskyni við EBE. Hon- um var ekið á sjúkrahús og mun ekki i lifshættu. endaumbúðum á Bandaríkjamarkað KJ—Reykjavik Akveöiðhefur veriö, aö Búvöru- deild Sambandsins flytji út 60—70 tonn af dilkakjöti i neytendaum- búöum á Bandarikjamarkað i ár, og veröur þar eingöngu um aö ræöa læri og hryggi. Pökkun á kjötinu fer fram i hinu nýja sláturhúsi Kaupfélags Þingeyinga á Húsavik, og hefst að lokinni sláturtið þar. Dilkakjöt hefur ekki verið selt til Bandarikjanna á undanförnum árum, en með tilkomu nýrra og endurbyggðra sláturhúsa, fæst aftur innflutningsleyfi fyrir dilka- kjöt i Bandarikjunum. Fulltrúi frá bandariska landbúnaðarráðu- neytinu er væntanlegur hingað til lands, og mun hann skoða slátur- húsið á Húsavik, vegna hins fyrir- hugaöa útflutnings til Bandarikj- anna. A s.l. ári var allt kjöt, sem flutt var út, selt til Norðurlandanna, og útflutningur er þegar hafinn i ár til Færeyja. Er fyrsti skips- farmurinn þegar farinn frá Aust- fjarðahöfnum til Færeyja. Verðið er einni færeyskri krónu hærra i ár en i fyrra. Likur eru fyrir þvi að meira verði hægt að selja til Noregs i ár. en verið hefur. COLOSSEUM AÐ HRYNJA Colosseum var i gær lokað um óákveðinn tima, vegna þess að hætta er talin á að hlutar þess geti hruniö þá og þegar. Meðan verkamenn voru i óða önn að byggja garð úr stáli og steinsteypu umhverfis Coloss- eum, fengu ferðamenn að sjá hið forna minnismerki rómverskra keisaraveldisins rétt i svip. Yfir- völd hafa tilkynnt, að áður en langt um liður, verði byggður lokaður gangur, þannig að ferða- menn geti fengið að kikja innfyrir hinn 57 metra’áa vegg . En eng- inn veit, hvenær þessi gangur verður gerður. Það er timans tönn, sem hefur tært veggi Colosseum þannig,aö nú er hætta á ferðum. Tæpar 19 aldir eru nú siðan lokið var bygg- ingu þessa mikla mannvirkis, sem mun hafa tekið um 45 þús. manns i sæti. A miðöldum skemmdist Colosseum mjög i jarðskjálfta og auk þess hafa mennirnir ekki farið sem bezt með það.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.