Tíminn - 24.10.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.10.1972, Blaðsíða 6
6 TÍMINN t>rif)judagur 24 október li)72 Ættingjamót á Hótel Sögu Afkomendur Arndísar Pétursdóttir Eggerz og séra Páls Ólafssonar í Vatnsfirði komu þar saman Fimmtudaginn 5. október s.l. var haldið ættingjamót i Átthaga- sal Hótel Sögu. Komu þarna sam- an afkomendur kynsælla hjóna, séra Páls Olafssonar prófasts i Vatnsfirði, og konu hans Arndisar Pétursdóttur Eggerz. Það var fyrst árið 1968, að til tals kom aö efna til þessa móts, en varö ekki úr fy.rr en nú. Samkvæmið tókst i alla staði vel og var öllum viðstöddum til mik- illar ánægju, en þarna var margt fólk, sem aldrei hafði hitzt áður. Afkomendur Páls úr Iieykjavik og nágrannabæjum voru þarna mættir, en einnig nokkrir frá heimahögunum fyrir vestan. Alls voru þarna 135 manns, af- komendur og makar þeirra. Mátti sjá alla aldursflokka, en yngsti þátttakandinn var 6 ára,Þórður Þórðarson Þorbjarnarsonar, verkfræðings, og sá elzti, Böðvar sonur séra Páls, 83 ára. Böðvar var sá eini þriggja eftirlifandi barna séra Páls, sem mættur var, en systkinin voru 11, sem til full- orðinsára komust. Verður nánar greint frá þeim siðar i þessari grein. 1 Átlhagasalnum var spjallað saman yfir veglegu veizluborði, að góðum og gömlum islenzkum sið. Þá var sungið mik- ið og jafnvel dansað, og skemmtu allir sér konunglega. Einn ungur maður var svo fyrirhyggjusamur að hafa með sér myndavél við þetta sérstaka tækifæri og sést árangurinn hér. Undirritaður átli tal við tvö barnabörn Páls. Theodór Ólafs- son og Krislinu Þorbjarnar- dóttur. Theodór er sonur ólafs Pálssonar, en Kristin er dóttir Guðrúnar Pálsdóltur. Ba'ði systkinin eru nú látin. Theodór og Krislin eru ba'ði fróð um hina viðamiklu a'tt sina, svo að margt bar á góma. Séra Páll var sonur sr. ólafs dómkirkjuprests, sem siðar var prestur á Melstað i Miðfirði. Að þeim feðgum slóðu prestaa'ltir á alla vegu og má nel'na al' for- feðrum þeirra þá sr. Þorvald Böðvarsson sálmaskáld i Holti og sr. Jón Steingrimsson eldklerk. Enginn alkomenda Páls helur helgað sig preststörfum hingað til, en nú virðist heldur að rætast úr, þvi að eitt barnabarnabarn hans.Jakob Hjálmarsson frá Bildudal, stundar nám i guðfra'ði við H.l. Skal nú gerð nokkur grein fyrir sómahjónunum Páli og Arndisi. Páll er fæddur árið 1850, en lézt árið 1928. Hann lærði til prests og þjónaði lyrst sem aðstoðarprest- ur löður sins. Ólaís, að Melslað. En ekki l'ékk hann brauðið eftir hann, kömsl ekki einu sinni á skrá. Var það veitl sr. Þorvaldi Bjarnasyni á Keynivöllum. Þá flutti Páll vestur i llrúlafjörö, þar sem hann þjónaði á tveim stöð- um, fyrst að Stað, en siðan (frá 1880) á Prestsbakka. Þar fæddust öll börn hans. Var Prestsbakki fremur rýrt brauð, en þó farsælt. Vegnaði sr. Páli þar vel, þrátt fyrir mikla ómegð, en þau Arndis giftust árið áður en hann fékk brauðið. Meðan sr. Páll var á Prests- bakka var hann prófastur Strandamanna. Sagði dr. Jón biskup Helgason, að svo vel hefði hann rækt það starf, ,,að ég efast um, að nokkur hafi verið honum fremri samtfðarmanna hans. meðan hann var upp á sitt bezta.” Þá var sr. Páll þingmaður Strandasýslu eitt kjörtimabil. Þólti Hrútfirðingum mikill sjón- arsviptir að honum, er hann yfir- gaf þá. Var hann þá talinn með landsins merkustu klerkum, en einnig mikill félagsmaður og for- sprakki allra góðra og gagnlegra mála. Aldamótaárið var honum vcittt Fra'iiilfólkið ilreifði sér um salinn »g rabbaði saman. (Ljósm. Árni Margcirsson). hið eftirsótta brauð Vatnsl jarðar- prestakall, en sú jörð var tálin ein mesta hlunnindajörð landsins i þá daga. Bjuggu þau hjónin, sr. Páll og Arndis, stórbúi i Vatnsfirði, og þar var heimilisfólkið oft fjöl- mennara en margir hreppar eru i dag. Séra Páll bjó i Vatnsfirði allt til dauðadags 1928. Ilafði hann þá gegnt prestsstörfum i 50 ár. El'tir lát sr. Páls dvaldist ekkja hans, Arndis, mestmegnis hjá syni þeirra hjóna. Páli bónda i Þúlum i Vatnslirði, þar til hún lézt árið 1937. Hún var l'ædd árið 1858, dótt- ir Péturs Friðrikssónar Eggerz, mikil l'ram eftir öllum aldri. Fyrir örfáum árum voru niu þeirra enn á lifi, á aldrinum 70 til 85 ára, flest með góða starfsgetu. 1 dag eru aðeins þrjú systkinanna á lifi. Þau eru: Böðvar, fæddur 1889, fyrrum bóndi og kaupfélagsstjóri á Bakka i Arnarfirði og Bildudal. Seinustu árin hefur hann verið starfsmaður Skattstofunnar i Reykjavik, allt þar til hann lét af störfum á siðasta ári. Sigþrúður Pálsdóttir, fædd 1893, kon;. Odds heitins Guðmundssonar kaup- manns á isafirði. Vinnur hún enn i dag fullan vinnudag á skrilstofu hún móðir Kristinar, sem frétta- maður átti viðtalið við. Ólafur (f. 1884) var lengi verzlunarstjóri og siðar kaupmaður á Isafirði. Sein- ustu áratugina var hann endur- Theódór Ólafsson, Pálssonar verzlunarstjóra á ísafirði, sonar- sonur sr. Páls i Vatnsfirði, sem er mjög áhugasamur um ættfræði, hefur samið afkomendatal feðra sinna, og var það fyrir tilstuðlan hans og fleiri, eð efnt var til áður- nefnds ættingjamóts. 1 afkom- endatalinu kemur fram, að af af- komendum sr. Páls eru i dag 53 barnabörn á lifi, 179 barnabörn, 153 barnabarnabarnabörn og 4 barnabarnabarnabarnabörn, eða alls 392. — Fólk þetta er að sjálfsögðu mjög dreift bæði hérlendis og er- lendis, og var aðaltilgangur ætt- ingjamótsins sá að veita þeim, er aðstöðu hefðu til að sækja það, kost á að sjást og blanda geði. Það vill oft brenna við, að með- limir stórra og viðdeildra ætta sjáist aldrei né hafi samband hver við aðra um ævina. Er það sárgrætilegt og aumleg staðreynd á svo litlu landi sem ísland er. Væri athugunarverð fyrir fleiri ættir að fara að dæmi „Páls- manna”. Má geta þess hér i lokin, að þeir eru staðráðnir i að efna til annars sliks móts áður en langt um liður. —Stp F.v. Svandis Asmundsdóttir, Kristin Ilannesdóttir, Auður Böðvarsdóttir, Arndís Þorbjarnardóttir, Inga Inginiundardóttir. bónda og verzlunarstjóra i Akur- eyjum á Breiðafirði og Borðeyri. llcilsan og starfsorkan óbilandi. Eins og fyrr segir voru þau prestshjón, Arndis og Páll, með afbrigðum kynsæl. Ellefu börn þeirra komust til fulloröinsára. Er það einkennandi við systkinin, hve háum aldri þau náðu flest öll og einnig hve starfsgetan hélzt Kron i Reykjavik. Sigurður Páls- son, sem var yngstur systkin- anna, fæddur 1897, er nú búsettur á ísafirði og hættur störfum, en hann var áður bóndi á Nauteyri við tsafjarðardjúp. Systkinin, sem látin eru, voru þau, er hér segir (eftir aldurs- röð): Elzt var Elinborg (f. 1881), kona Guðm. Theodórs bónda i Stórholti i Dalasýslu. Guðrún (f. 1883), kona Þorbjarnar Þórðar- sonar, læknis á Bildudal, og er skoðandi i Reykjavik, og gegndi fullu starfi til áttatiu ára aldurs. Pétur (f. 1886), bóndi i Hafnardal. Sigriður (f. 1887), kona Hannesar Bjarnasonar frá Reykhólum, kaupmanns á Bildudal. Stefán (f. 1890), bóndi i Miðhúsum við ísa- fjarðardjúp. Páll (f. 1891), bóndi i Þúfum við Isafjarðardjúp. Jakobina (f. 1892), kona Ágústar Sigurðssonar kaupmanns á Bildudal. Ættboginn er mikill og kvislast viða Við þctta borð cru afkomendur Ölafs Pálssonar NORSKU landhelgisKORTIN fást á ritstjórn Tímans. Send i póstkröfu. Takmarkað upplag. Verð krónur 45. Allurágóði rennur í Landhelgissjóðinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.