Tíminn - 24.10.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 24.10.1972, Blaðsíða 17
17 Þriðjudagur 24 október 1972 TÍMINN Jackie Charlton, stendur alltaf fyrir sinu, hann jafnaði fyrir Leeds gegn Coventry. ■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■ ■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■'«■■■■■■-_..... ■■■•■■■■■aaBBBaB Enska knattspyrnan: Lánið leikur við Liverpool | iCallaghan skoraði sigurmarkið gegn Stoke, þegar mín. var til leiksloka |: Best vísað af leikvelli í landsleik Þrjú landslið frá Bret- landseyjum léku lands- leiki s.l. viku og voru leikirnir liður i undan- keppni Heimsmeistara- keppninnar, liðin sem léku voru landslið Skot- lands, írlands og Norður-írlands. Skozka liðið átti ekki i erfið- leikum með Dani i Kaupmanna- höfn og sigraði létt 4:1 — það voru þeirMacari (Celtic), sem skoraði fyrsta mark leiksins og Bone (Norwich) bætti öðru við á 20. min. Stuttu siðar skoraði Finn Laundrup eina mark Dana i leiknum. Undir lok siðari hálf- leiks, bættu Skotar tveimur mörkum við, fyrst Harper (Aberdeen) og svo Morgan (Man. Utd.) N-lrar mættu Búlgariu i Sofia og varð það allsögulegur leikur. Búlgaria sigraði 3:0, og voru tvö af mörkunum skoruð úr vita- spyrnum — Cristo Boev tók vita- spyrnurnar á 18. og 82 min. Þegar siðari vitaspyrnan var dæmd, mótmælti George Best dómnum, með þeim afleiðingum, að honum var visað af leikvelli. Þriðja mark Búlgariu skoraði Kolvev, á 59. min. Þriðji landsleikurinn fór fram i Dublin og þar léku Irar gegn Sovétrikjunum. Sovézka liðið var betra framan af og þvi tókst að senda knöttinn tvisvar i netið, það voru þeir Pederov og Kololov, sem það gerðu. Þegar 10 min. voru til leiksloka, tókst Irum, að koma knettinum i netið og var þar að verki Conroy (Stoke). Eftir markið reyndu Irar að jafna og sóttu stift, en rússneski björnin stóðst öll áhlaup og fór með sigur af hóimi. í Þaö leikur allt i lyndi | hjá Liverpool þessa ; dagana, Liverpool-liðið I sigrar i hverjum leikn- I um á fætur öðrum á ! heppni. Á laugardaginn | sigraði liðiö Coventry á ; h e i m a v e 11 i s i n u m Anfield Road, eftir að liafa haft undir 0:1 i hálfleik. Sigurmark Liverpool skoraði hinn leikni útherji liösins, Ian Callaghan, þegar ein minúta var til leiksloka — Gordon Banks, lands- liðsmarkmaður úr Stoke, gerði mistök, hann tók of mörg skref og fékk dæmda á sig aukaspyrnu og upp úr henni skoraði Callaghan — dýr danssporin það. Annars var Stoke betra liðið framan af og liðið skoraði fyrsta mark leiksins. Það var Jimmy Greenhoff, sem það gerði. í siðari hálfleik jafnaði Emlyn Hughes.með einu af sinum frægu spyrnum, langt utan af velli. Aður en við höldum áfram skulum við lita á úrslitin á get- raunaseðlinum: Birmingham-Southampton 1:1 Crystal Palace-Arsenal 2:3 Ipswich-Derby County 3:1 Leeds Utd.-Coventry 1:1 Leicester-Norwich 1:2 Liverpool-Stoke City 2:1 Manch. City-West Ham 4:3 Newcastle-Manch. Utd. 2:1 Sheff.Utd.-Everton 0-1 Tottenham-Chelsea 0:1 West Bromwich-Wolves 1:0 Brighton-Sheffield Wed. 3:3 Arsenal liðið var heppið að sigra Crystal Palace, með odda- marki af fimm. Cockney-búinn Charlie George, skoraði fyrsta markið fyrir Arsenal úr vítaspyrnu, en stuttu siðar jafnar Craven. Radford kemur svo Arsenal aftur yfir, með marki, en hann var talinn rangstæður. Aftur jafnar Craven, en sigurmark Arsenal skorar svo Pat Rice. Arsenal-leikmaðurinn John Roberts, sem var seldur til Birmingham fyrir stuttu, skoraði mark i sinum fyrsta leik, þegar Birmingham gerði jafntefli gegn Southampton 1:1. Mark Dýrlinganna skoraði Ron Davies. Leikmenn Ipswich áttu ekki i erfiðleikum með ensku meistarana — stórsigur þeirra gegn Derby, sannaði það, að meistararnir eru i öldudal. Mörk Ipswich skoruðu: Hamilton, Belfitt og Jones, em mark meist- aranna skoraði Hinton. Aðrir meistarar, máttu einnig þola tap á laugardaginn — það voru gömlu meistararnir frá Manchester, sem töpuðu fyrir Newcastle. Tudor og Hibbitt, skoruðu fyrir heimamennina, en Charlton, sem kom inn á sem varamaður skoraði mark Man. Utd. Hinn Charlton-bróðirinn — Jackie, sem leikur með Leeds, skoraði einnig á laugardaginn, þegar hann jafnaði fyrir lið sitt gegn Coventry. Mark Coventry, skoraði Willie Carr, i fyrri hálf- leik. Bobby Could, sem lílfarnir seldu til WBA I vor, skoraði sigur- markið gegn sinum gömlu félögum. Alan Whittle skoraði mark Everton gegn Sheff. Utd. Phil Beal var óheppinn, þegar Spurs mætti Chelsea, hann skoraði sjálfsmark og þar með fór Chelsea með bæði stigin heim á Brúna. Lúndúnarliðið West Ham sýndi áhorfendunum á heimavelli Man. City, hvernig á að leika knatt- spyrnu eins og hún var leikinn i gamla daga. Þeir léku opinn sóknarleik, sem gerði leik liðanna mjög skemmtilegan og áhorfendur fengu að sjá mörk. Marsh (2), Summerbee og Doyle, skoruðu fyrir Man. City, en Best, Brooking og Robson skoruðu fyrir West Ham. Nýliðarnir frá Nor- wich eru óstöðvandi, um þessar mundir, á laugardaginn skruppu þeir til Leicester og nældu sér i tvö stig. Mörk Norwich, skoruðu Paddon og Cross, en fyrir heima- mennina, skoraði Weller. Marka- kóngurinn Jimmy Greaves 5< Mesti markakóngur á Eng- í landi s.l. áratug, Jimmy 5< Greaves, er ekki af baki ^ dottinn, þótt hann sé hættur að leika knattspyrnu. Hann pússaði upp skóna I siðustu viku og lék hciðursleik, sem gamla félagið hans Totten- :■ ham hélt fyrir hann á í White Hart Lane — þar lék :■ Fcjenoord og sigraði 2:1. *C Að sjálfsögðu, skoraði Grea- ves mark, við mikinn göfnuð áhorfenda. Fyrir þá lesendur, sem ekki þekkja litla Lundúnabúann Jimmy Greaves, ætlum við að segja hér frá honum i stuttu máli. Greaves byrjaði ungur að leika með Chelsea, það stóð ekki á mörkum frá honum, hann skoraði 124 mörk fyrir ■J Chelsea og varö fljótt heims- I" frægur. Þegar itölsku knatt- ■J spyrnufélögin gerðu innrás á 5» enska knattspyrnumarkaðinn, ■í fyrir um tólf árum,var Jimmy .■ Greaves meðal hinna fyrstu ■i ensku leikmanna, sem ekki ^ stóðst freistinguna. AC Milan, Kaup og sölur: QPR er á góðri leið með að koma sér upp mjög skemmtilegu liði - Dave Thomas, hefur verið keyptur til QPR á 160 þús. sterlingspund frá Burnley Lundúnaliðið Queen’s Park Rangcrs, er nú á góðri leið aö koma sér upp einu skemmtileg- asta liöi, sem leikur i ensku deildunum. QPR kom mjög á óvart 1967, þegar liðið gerði ,,hið ótrúlega” — liðið sem lék þá i 3. deild, sigraði 1. deildarliðið West Bromwich Albion, I úrslitaleik i bikarkeppni deildarliöa (League Cup,), sem fór fram á Wembley 3:2. Síðan sigraði liðið 3. deildar- keppnina, og árið eftir 2. deildina. En liðið var ekki lengi i 1 deild, það gekk allt á afturlöppunum hjá liðinu, meiðsli leikmanna og annað varð liðinu strax að falli. Nú virðist liðið vera farið að rétta úr kútnum og er orðið mjög skemmtilegt — ekki er það til að veikja liðið, að hinn frábæri framvörður frá Burnley, Dave Thomas, hefur veriö keyptur til OPR á 160 þús. sterlingspund. Thomas, er talinn einn efnilegasti leikmaður Englands og hann hefur leikiö með landliðinu enska undir 23ja ára. Thomas kom fyrst fram á sjónarsviðið 1968, þegar Burnleyliðið sigraði bikarkeppni unglinga, siðan hefur hann verið i sjónarsviðinu og einn vinsælasti leikmaður áhangenda Burnley, sem sóttu leiki liðsins á heima- velli þess Turf Moor. Forráða- menn og leikmenn Burnley, eru mjög leiðir yfir þvi að hafa misst Thomas, en félagið er mjög fátækt og hafði mikil not fyrir peningana, sem það fékk fyrir Thomas. Fleiri frægir leikmenn, hafa skipt um félög að undanförnu — hinn frægi welski landsliðsmaður John Roberts, Arsenal, var seldur til Birmingham um daginn og fór hann á 140 þús. pund. Crystal Palach, bauð sömu upphæð fyrir Roberts, en hann valdi þann kost, að yfirgefa London. Stoke, sem hefur oft verið nefnt „elliheimilið” fyrir það að félagið kaupir mikið af gömlum og leik- reyndum leikmönnum, er nú á hnöttunum eftir gamla brýninu frá Derby, Terry Hennessey, Stoke cr búið aö bjóða 100 þús. pund i Hennessey. fyrrum fyrirliða Nott. For. Stoke hefur boðið 100 þús. pund fyrir Hennessey, en forráðamenn Derby, hafa ekki enn svarað til- boðinu. Þá hefur Coventry keypt Tom Hutchinson, frá Blackpool, fyrir 100 þús. sterlingspund, og lét einnig framherjann, Billy Raffery,fylgja með, en hann er metinn á 45 þús. pund. Má segja að söluverð Hutchinson, frá Black pool, hafi verið 145 þús. sterlings- pund. frægasta knattspyrnufélag ttalíu, tókst f harðri sam- keppni að tryggja sér Greaves og var það i júni 1961. Milan borgaði Chelsea 83 þúsund pund — Greaves átti að fá 40 þúsund pund i sinn vasa fyrir 3 ár, og fékk 10 þúsund pund fyrir að undirrita samninginn við Milan, sem þótti mikill peningur fyrir að skrifa nafn sitt. Greaves fór fljótlega að sakna knattspyrnuvallanna á Englandi og einnig féll honum ekki vistin á Italiu og sóttist eftir að fara heim. I nóvem- ber 1961, keypti Tottenham hann frá Milan fyrir 99.999 pund og þótti það mjög ein- kennileg tala, en forráðamenn Tottenham, vildu ekki leggja það á herðar Greaves, að verða fyrsti leikmaðurinn i Englandi sem væri keyptur á 100 þús. pund, sem var þá óþekkt upphæð fyrir enskan leikmann og varð þvi italska liðið af einu pundi. Greaves lék siðan með Tottenham, með mjög góðum árangri, þar til 15. marz 1970, að hann var látinn fara til West Ham, þegar Tottenham keypti Martin Peters. Hann lék svo með West Ham eitt keppnis- timabil og lagði skóna á hill- una eftir keppnistimabilið 1970 — 1971. Jimmy Greaves, marka- kóngurinn mikli, skoraði um 400 mörk með Chelsea, Tottenham og West Ham, þá skoraði hann 44 mörk i 57 landsleikjum. Hann lék sinn fyrsta landsleik 1959, þá að- eins 19 ára — sinn siðasta landsleik lék hann 1967 gegn Austurriki. ■VLVWWWWWWWWWi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.