Tíminn - 09.01.1973, Side 1

Tíminn - 09.01.1973, Side 1
FUNDARSALIR „Hótel Loftleiðir" miðast við þarfir alþióðaráðstefna og þinga, þar sem þýða þarf ræður manna jafnharðan á ýmis tungumál. LITIÐ A SALARKYNNI HÓTELS LOFTLEIÐA — EINHVER ÞEIRRA MUN FULLNÆGJA ÞORFUM YÐAR. Þarna geta menn séð svart á hvítu, að það hefur verið talsverður vatns- agi i Borgarfirði siðustu dægrin. Hér sést, hvernig Hvitá flæðir yfir vcginn ofan við Hvitarvelli. — Ljósmynd: PállGuð. Vegaskemmdir af völdum vatnsaga um allt land. Sjá 3. síðu Óeðlilegt, að mönnum leyfist að eiga jarðir, sem þeir nytja ekki — sagði búnaðarmálastjóri í áramótayfirliti í gærmorgun Það hefur talsvert verið á dagskrá að undanförnu, hversu eðlilegt og æskilegt sé að haga eignarrétti á jörðum i landinu. Að störfum er ríkisskipuð nefnd, sem á að endur- skoöa löggjöf þá, sem gildir i þessu, og auk þess gerðist það nokkuð samtímis í haust, að Bragi Sigurjóns- son bar fram tillögu sína um þjóðnýtingu alls lands og nokkrir bændur i Þing- vallasveit báru fram um að fá ábýlisjarðir sínar keyptar. Halldór Pálsson búnaðarmála- stjóri lét i ljós álit sitt á þessu máli i áramótayfirliti, sem hann flutti i útvarpið. Hann komst meðal annars svo að orði: ,,Ég tel ekki orka tvimælis, að heppilegast sé, að sem allra flestir bændur eigi ábýlisjarðir sinar, en enginn fái leyfi til þess að eiga meira land en hann þarf til eigin nota. Það ætti að banna með lögum, að einstaklingar safni landi fram yfir það, sem þeir nota til ábúðar. Slikt er gert i Nýja-Sjálandi og gefst vel. Land- nemar þar þekktu landeig- endurna brezku og vissu, hve erfitt var að vera leiguliðið þeirra. Þeir töldu stórlandeig- endur óþarfa stétt og leyfðu henni ekki að festa rætur”. Ennfremur sagði búnaðar- málastjóri: ,,Hér á landi á rikið margar jarðir, og er eðlilegt, að svo verði um ókomin ár. En eins og lög gera ráð fyrir eiga bændur, sem búa á rikisjörðum að geta keypt þær með vissum skilyrðum, en aðeins til búskapar, en ekki til þess að braska með þær eða brytja þær niður i sumarbústaða- og veiðilönd. Einnig á jarðeigna- deild rikisins að kaupa jarðir, er bændur vilja losna við og geta ekki selt öðrum til að stunda þar búskap. Slikt ónytjað land er eðli- legt, að rikið eða sveitarfélagið eigi, en það verði ekki i eigu brottflutts fólks, sem setzt hefur að i kaupstöðum og gerir ekki ráð fyrir, að það sjálft eða niðjar þess flytji ai'tur til búskapar i sveit- ina”. Hríð gerð að landhelgisbrjótunum: Þrír togarar halastýfð ir á rúmum sólarhring Landhelgisgæzlan var athafna- söm uin siðustu helgi. A rúmum sóiarhring tóku varðskipin islen/.ku i lurginn á þremur land- helgisbrjótum, sem þrjózkuðust við að hlýðnast fyrirmælum varð- skipsmanna um að hafa sig á brott af þeiin svæöum, sem iúta islenzkri fiskveiðiiögsögu Á sunnudaginn var sagt frá þvi i Timanum, er Ægir klippti sundur annan togvir vestur-þýzka verksmiðjutogarans Berlin frá Bremerhaven upp úr hádegi á laugardaginn, þar sem hann var að veiðum við Suðausturland, rúmar tólf sjómilur innan fisk- veiðitakmarkanna. Hafði skip- stjóri togarans, þá að engu haft margitrekuð fyrirmæli skip- herrans á Ægi. Ileilsað upp á Bretann Tæpum sólarhring siðar, laust fyrir hádegi á sunnudag, klippti Ægir sundur annan togvir brezka togarans Boston Blenheim frá Fleetwood tuttugu sjómilur austur af Hvalbak. Hafði skip- stjóri hans einnig þráazt við að hlýða fyrirmælum skipherrans að draga upp veiðarfæri sin og sigla út úr islenzkri landhelgi. Um svipað leyti átti Óðinn i höggi við annan brezkan togara, Westella frá Hull, 770 lesta skip, á Vopnafjarðargrunni. Þverskallaðist skipstjórinn, likt og stallbræður hans i hinum tog- urunum, hvað eftir annað, við að hlýða fyrirmælum, og lauk þessu stimabraki á þann hátt, að kl. hálf-fjögur á sunnudaginn klippti Óðinn sundur báða togvíra Westellu. Brezka eftirlitsskipið Ranger Framhald á bls. 19

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.