Tíminn - 13.01.1973, Síða 1
----------------—\
ALÞÝÐU-
BANKINN HF.
wotel mŒm\
FUNDARSALIR
„Hótel Loftleiðir" miðast við þarfir
alþjóðaráðstefna og þinga, þar sem
þýða þarf ræður manna jafnharðan
á ýmis tungumál.
LITID A SALARKYNNI HOTELS
LOFTLEIÐA — EINHVER ÞEIRRA
MUN FULLNÆGJA ÞORFUM
YDAR.
V---
Þannig var Reykjaborg eftir brunann. Milli skipanna sjást leifar „nautablóðsins”, sem dælt var á eldinn. — Timamynd: Róbert
Þinghólsskóli
ekki kennslu-
hæfur eftir
næturárás
Klp-Rcykjavik
Þegar kennarar og nemendur i
Þinghólsskóla i Kópavogi komu á
vettvang rétt fyrir klukkan átta i
gærmorgun mætti þcim heldur
ófögur sjón! Einhverjir óþokkar
höfðu ráði/.t á skólann um nóttina
og brotið rúður i kennslustofum
svo og i anddyri og skrifstofu
skólastjóra*
Af' þessum sökum var skólinn
óstarfhæfur um morguninn.og
varð að gefa öllum nemendum
leyfi meðan gert var við rúðurnar
til bráðabirgða. Tjónið af völdum
þessara skemmdavarga er metið
á tugi þúsunda, enda er þarna um
að ræða stóra, tvöfalda glugga.
Rannsóknarlögreglan i Kópavogi
fer með rannsókn þessa máls, og
fengum við þær fréttir hjá henni i
gærkveldi, að rannsóknin væri
komin svoskammt á veg, að ekki
væri timabært að segja neitt,
hver eða hverjir hefðu verið
þarna að verki.
Þetta mun ekki vera i fyrsta
sinn i vetur, sem rúður eru
brotnar i barnaskólunum i Kópa-
vogi. Hefur a.m.k. tvisvar verið
ráðizt á glugga Kársnesskóla.
Þar munu hafa verið brotnar tiu
rúður i fyrri árásinni.
Hvern var
verið
að jarða?
Viðtal við Hannes Pálsson,
sem var fulltrúi Fram-
sóknarflokksins i sendinefnd
Islands á siðasta allsherjar-
þingi Sameinuðu þjóðanna,
birtist i biaðinu i dag. Segir
hann m.a. frá furðulegum
viðbrögðum Guðmundar
1 Guðmundss., sendiherra
tslands i Washington, þegar
sendinefndin leitaði til hans
á örlagastundu i landhelgis-
málinu, er verið var að
undirbúa lokaafgreiðslu á
tillögu Perú og Islendinga
um réttindi strandrikja. Var
Guðmundur t. beðinn að
hefja viðræður við Banda-
rikjastjórn um málið.
Guðmundur sagðist ekki
hafa tima til þess. Hann
þyrfti að vera við jarðarför
og siðan ætlaði hann að
heimsækja einhvern konsúl
suður i Texas.
Sjá viðtal við Hannes Páls-
son á bls. 10 og 11.
SJORINN LOGAÐI MILLI
BÁTA VIÐ GRANDAGARÐ
„Nautablóð" notað til þess að kæfa eldinn
Klp—Reykjavík
Það er ekki á hverjum
degi, sem slökkviliðið i
Reykjavik er kallað út
til að slökkva eld i
sjónum. Þetta gerðist þó
i gærmorgun, þegar
eldur gaus upp i oliu-
brák við eina bryggjuna
vestur við Grandagarð.
Oliubrákin var svo
mikil, að sjórinn logaði
KLIPPUM BEITT
í 13. SKIPTI
ÞÓ—Reykjavik.
Varðskip skáru tvisvar á
togvira hjá brezkum togurum i
gærdag. t fyrra skiptið skar varð-
skipið Óðinn vira togarans Ross
Renown GY 666 frá Grimsby. t
seinna skiptið skar Ægir á vira
togarans Ross Kandahar GY 123.
Margir brezkir togarar voru i
veiðum langt innan fiskveiði-
markanna út af Langanesi i
gærmorgun. Þar á meðal var
togarinn Ross Renown, og voru
Framhald á 25. siðu.
„Brúðhjón
fá spurulan
mánaðarins’’
gest í bæinn
Hér eru „brúðhjón
mánaðarins”, Elsa G. Jónsdóttir
og Finnbogi Aðalsteinsson, Mið-
vangi 4 i Hafnarfirði, með soninn
Aðalstein á milli sin. Þeirra
hlutur kom upp, er dregið var úr
myndum þeim, sem birtust i
Timanum i desembermánuði, af
brúðhjónum, sem saman voru
gefin i nóvember cða desember
siðastliðnum.
Sólveig Jónsdóttir heimsótti
þau nú i vikunni og ræddi við þau,
og birtist frásögn hennar, ásamt
myndum Róberts Agústssonar á
6. og 7. siðu blaðsins i dag.
Jafnframt þvi sem visað er til
þessarar greinar, vill blaðið
vekja athygli á auglýsingum, er
þar fylgja með, frá fyrirtækjum
þeim sem brúðhjón manaðarins
þessi,sem nú voru valin.og önnur
eftirleiðis — geta fengið hjá
vörur, fyrir tuttugu og fimm
þúsund krónur eftir eigin vali.
á stóru svæði og sviðnaði
t.d. öll málningin af
stjórnborðshlið vélbáts-
ins Reykjaborgar, RE.
Verið var að vinna við logsuðu á
hvalbaki Reykjaborgar, og er
talið sennilegt, að neisti hafi
hrotið i olíutvist eða pappir, sem
flotið hafi i ollubrákinni þarna við
bryggjuna. Eldur varð þegar
nokkur, og teygðu logarnir sig
upp með allri stjórnborðshlið
skipsins •
Allt slökkvilið borgarinnar var
kallað út, enda búizt við, að þarna
yrði mikið að gera, þvi margir
bátar voru við bryggjuna. En þvi
tókst fljótlega að ráða niður-
lögum eldsins með þvi að dæla
froðu,svokölluðu „ nautablóði ”, á
eldinn, og varð tjón þvi litið sem
ekkert.
Hið eina, sem brann, var máln-
ingin af annari siðu Reykja-
borgar*og timburþil bryggjunnar
sviðnaði einnig litils háttar.
A meðan að slökkviliðs-
mennirnir voru að dæla froðu á
eldinn, voru menn að logsjóða
um borð i Gisla Arna, sem lá hinu
megin við bryggjuna. Þorðu þeir
ekki annað en að dæla einnig
froðu i sjóinn þeim megin, ef vera
kynni, að neisti frá logsuðu-
tækjunum hrykki i oliubrákina,
sem þar var.
Elsa G. Jónsdóttir og Finnbogi Aðalsteinsson með soninn á milli sín. —
Timamynd Róbert.