Tíminn - 13.01.1973, Blaðsíða 3
Laugardagur 13. janúar 1973
TÍMINN
3
þeirra og afstöðu til stærsta hags-
munamáls íslenzku þjöðarinnar i
dag, þ.e.útfærslu fiskveiðitak-
markana íslands úr 12 i 50 sjó
miiur.
Þessi fundur norrænu
félaganna var haldinn i Abenraa
9.-12. nóv. sl. Komst hann þannig
að orði i fyrrgreindri yfirlýsingu:
„Fundurinn hefur rætt útfærslu
fiskveiðitakmarka Islands i 50
sjómilur til þess að vernda og
hagnýta hinar þýðingrmiklu mat-
vælaauðlindir, sem eru i land-
grunninu og umhverfis Island.
Fundurinn lætur i ljos skilning
sinn og samúð með þessari
ákvörðun, sem Island hefur tekið
til þess að tryggja lifshagsmuni
sina i framtiðinni.
Fundurinn vonar, að rikis-
stjórnir Norðurlanda styðji á
alþjóðavettvangi ísland og önnur
norræn lönd og landsvæði, sem
eiga lifshagsmuni sina undir auð-
æfum hafsins og sem reyna að
vernda þessar auðiindir.”
Þessi yfirlýsing fulltrúa nor-
rænu félaganna á öllum Norður-
löndum sýnir mikla viðsýni og
skilning á verndun auðlinda hafs-
ins, sem er i stórkostlegri hættu
vegna rányrkju, sem visinda-
menn um allan heim viðurkenna
og hafa varað við.
Nokkru eftir að fundurinn i
Abenraa samþykkti þessa raun-
sæu og vinsamlegu yfiriýsingu,
samþykkti Allsherjarþing
Sameinuðu þjóðanna aðra álykt-
un um náttúruauðæfi hafsins. Var
sú tiilaga flutt af sendinefndum
Islands og Perú og nær 30 ann-
arra landa i öllum heimshlutum.
1 tillögu þessari var það viður-
kennt sem almenn regla, að
yfirráðaréttur strandrikis eigi að
ná til fisksins í hafinu yfir land-
grunni þess, en ekki aðeins til
oliu, málma, krabba og annerra
skeldýra á hafsbotninum og niðri
i honum eins og viðurkennt hefur
verið áður i alþjóðareglum.
Þessi tillaga var samþykkt á
Allsherjarþingi Sameinuðu þjóö-
anna 18. des. s.l. með 102 at-
kvæðum gegn 0. 22 þjóðir greiddu
ekki atkvæði,þeirra á meðal allar
sendinefndir Norðurlandaþjóð-
anna, nema Islands.
Samþykkt þessarar tillögu
hlýtur i framtiðinni að hafa mikil
áhrif á atburðina til verndunar
fiskimiða landgrunnsins, ekki
aðeins i Norður-Atlantshafi,
heldur viðsvegar um heim.
Islendingar lita á hana sem
öflugan stuðning við baráttu
þeirra fyrir 50 sjómilna fiskveiöi-
takmörkum og landgrunni þeirra
heild.
Forsætisráðherra Islands,
Ölafur Jóhannesson, minntist i
áramótaræðu sinni á afstöðu
frændþjóða okkar til fyrrgreindar
tillögu. Ég tel mér bæði rétt og
skylt að herma hér orð hans, sem
voru m.a. á þessa leið:
,,Við Islendingar erum bæði
Framhald á 2 s.siðu.
Tölvutækninámskeið Stjórnunarfélags
Islands
Sifellt fleiri og fleiri aðilar hag-
nýta sér tölvutæknina til sjálf-
virkrar gagnaöflunar. t þeim til-
gangi að gera stjórnendum fyrir
tækja og stofnana grein fyrir
þeim möguleikum, sem tölvu-
tæknin býr yfir, gengst Stjórnun-
arfélag tslands fyrir námskeiði i
Tölvutækni dagana 26. og 27.
janúar n.k.
Leiðbeinandi á námskeiðinu
verður Davið A. Gunnarsson, en
hann er vélaverkfræðingur frá
K.T.H. i Stokkhólmi og hagfræð-
ingur frá Stokkhólmsháskóla.
Hann hefur unnið við ráðgjafa-
störf i Sviþjóð og á íslandi og
starfaði hjá IBM til siðustu ára-
móta. Davið kennir nú rekstrar-
tækni við Verkfræðideild og raf-
reiknifræði við Viðskiptadeild
Háskóla Islands.
Á námskeiðinu verður itarlega
fjallað um tölvutækni. 1 lok þess
munu nokkrir aðilar, bæði fulltrúi
seljenda og notenda tölva, gefa
upplýsingar og svara spurningum
þátttakenda. Þessir aðilar eru Jó-
hann Gunnarsson (IBM á Is-
landi), Steve Rastrick (Burr-
oghs, H. Ben.), Gunnar Sigurðs-
son (N. Mancher og Co.), Sigurð-
ur Þórðarson (Loftleiðir) og örn
Jóhannsson (Morgunblaðið).
Ennfremur verður þátttakendum
gefinn kostur á að fylgjast með
starfi fullkomnustu tölvusam-
stæðu hérlendis.
Næstkomandi laugardag 14.
janúar flytur Lars Berglöf frá
„Ekonomisk Data Behandling
AB” i Sviþjóð hádegiserindi á
vegum félagsins að Hótel Esju, en
hann er hér staddur á vegum
„Hagskila” h.f.
1 fyrirlestrinum fjallar hann
m.a. um breyttar og auknar kröf-
ur til bókhalds fyrirtækja og lýsir
möguleikum minni fyrirtækja til
sjálfvirkrar gagnaöflunar.
öllum er heimill aðgangur að
fundinum, sem hefst kl. 12:00.
Leiðrétting
I myndatexta i blaðinu i
gær urðu þau mistök, að
ferðamálaráði var eignuð
bygging hótelsins að Rauð-
arárstig 18. Hið rétta er, að
ferðamálaráð hefur ekki ná-
lægt byggingu hússins komið,
og er það Lúðvik Hjálmtýs-
son, framkvæmdastjóri
ferðamálaráðs, sem ein-
staklingur, sem reist hefur
hótelið. Eru viðkomandi
aðilar beðnir velvirðingar á
mistökunum.
Færeyingar skemmta sér þessa
dagana konunglega við sjónleik
Jónasar Árnasonar, Jörund
hundadagakonung. Hann var
sýndur sex sinnum i þessari viku,
scm nú er að liða, i leikhúsinu i
Þórshöfn, og var húsfyllir öll
kvöldin.
Þetta er einn sá leikur er hvað
mestan sviðsbúnað barf allra
leikja, sem sýndir hafa verið i
Færeyjum, og má sjá i færeysk-
um blöðum, að vel þykir hafa tek-
izt til. Leikstjórinn er
Islendingur, Flosi Ólafsson, en
honum til aðstoðar er færeyskur
leikstjóri, Elin Mouritsen. Er það
i fyrsta skipti, að hún hefur leik-
stjórn með höndum. Sjálf leikur
hún eitt hlutverkið i leiknum.
Myndir og frásagnir i færeysku
blöðunum bera það með sér, að
það þykja veruleg tiðindi, að
þessi leikur skyldi settur á svið i
Þórshöfn, og ekki er óliklegt, að
söngvar úr honum, sem allir hafa
veriðþýddir á færeysku, eigi eftir
að hljóma viða i Færeyjum næstu
misserin.
Jörundur hundadagakonungur eins og hann birtist á sviðinu i
Færeyjum — Oliver Næss fer meö hlutverkið.
Sigurður Bjarnason, sendi-
hcrra isiendinga i Kaupmanna-
höfn, sótti forsætisráðherrafund-
inn af hálfu islands að þessu
sinni, og flutti hann þar ávarp.
Talaði hann um samstarf
norrænna þjóða hingað til og hér
eftir. Sagði hann, að iítill vandi
væri að vera sammála, þegar
hagsmunir þjóða og einstaklinga
færu saman, en erfiðara að
standa saman, þcgar hagsmunir
rækjust á. En það væri einmitt
eitt af meginhlutverkum
uorrænnar samvinnu að sam-
ræma sjónarmiðin, þegar þannig
stæði á, svo að þjóðirnar gætu
stutt hver aðra i mikilvægustu
hagsmunamálum.
Gat hann síðan ýmissa fram-
kvæmda, sem mikils væru
metnar af Islendingum. Siðan
sagði hann:
„Að lokum vil ég ekki láta
undan falla að þakka ársfundi
Sambands norrænu félaganna á
öllum Norðurlöndum yfirlýsingu
„EITT SUAAMAR Á
LANDINUM BLÁA"
ÞÁ REYNIR FYRST A
N0RRÆNA SAM-
VINNU, ER HAGS-
'MUNIR REKAST Á
Lögmaðurinn færeyski í samning-
um um veiðar Breta við Færeyjar
Atli Dam, lögmaður i
Færeyjum, er farinn til Kaup-
mannahafnar og erindi hans er
sagt að hefja viðræður við Breta,
ásamt fulltrúum dönsku rikis-
stjórnarinnar um veiðiskap
brezkra togara á færeysku land-
grunni. Eins og kunnugt ei;
heimiluðu islendingar
færeyskum skipum allviðtækar
veiðar innan marka islenzku fisk-
veiðilögsögunnar nú um sinn, og
geta þeir ekki látið sig einu gilda,
hvers konar samninga land-
stjórnin færeyska hyggur á við
Breta.
Meðal Færeyinga sjálfra eru
mjög skiptar skoðanir um fyrir-
ætlanir lögmannsins, og hafa
stjórnarandstöðuflokkarnir þrir
sent landstjórninni færeysku og
forsætisráðherra Dana, Anker
Jörgensen, mótmælabréf. Þar
segir meðal annars:
,,í þessu sambandi viljum við
taka þetta fram: I fyrsta lagi
samþykkti lögþing Færeyja, árið
1958, að landgrunnið færeyska
væri eign Færeyinga; i öðru lagi
samþykkti lögþingið árið 1970, að
færeyska landgrunnið skyldi
friðað fyrir fiskveiðum útlend-
inga;og i þriðja lagi hefur lögþing
það, er nú situr, haft til meðferðar
tillögu um útfærslu fiskveiði-
markanna við Færeyjar, en það
mál hefur ekki enn verið til lykta
leitt.
Við mótmælum þess vegna
harðlega þessum fyrirhuguðu
dansk-brezku viðræðum um fisk-
veiðar Breta á færeyska land-
grunninu, er fara fram án
nokkurrar heimildar, en virðast
miða að þvi að hrifsa málið úr
höndum lögþingsins, áður enþað
hefur gert um það nokkra endan-
lega samþykkt, en striðir þó bein-
linis má móti fyrrnefndum lög-
þingssamþykktum frá 1958 og
1970”.
Bréf þetta undirrita Erlendur
Patursson af hálfu Þjóðveldis-
flokksins, Hákon Djurhuus af
hálfu Fólkaflokksins og Kjartan
Mohr af hálfu Framburðsflokks-
ins. ^
Stuðningur við ísland
í brezkum blöðum
Þótt brezkir Utgerðarmenn
og brezka rikisstjórnin séu
mjög andsnúin okkur i land-
helgismálinu, eigum við þó
ýmsa málsvara i hópi brezks
almennings, sem leggja á sig
það ómak að sýna okkur
stuðning i greinum og
lesendabréfum, sem birzt
hafa i ýmsum viðlesnum blöö-
um i Bretlandi.
Gott sýnishorn af þeirri
sanngirni og vinarhug, sem
viða má finna meðal upplýstra
Breta, er bréf N.F. Berry, sem
birtist i „The Yorkshire Post”
um miðjan desember.
i bréfi þessu lýsir M. Berry
furðu sinni á þeim tviskinn-
ungi, sem ríkir um yfirráða-
rétt strandrikja, og afstöðu
brezku rikisstjórnarinnar til
Utfærslu fiskveiðilögsögunnar
við island i 50 milur. Siðan
segir liann:
„Þcir (tslendingar) hafa
engan rétt til að gera þettafer
okkur sagt. Samt sem áður
virðast þeir af mörgum mjög
gilduin og góðum ástæðum
liafa allan rétt til þess. Þegar
maöur hefur hlotið vitneskju
uin það, hvað gerzt hefur á
öðrum fiskimiðum, þar sem
ofveiði liefur verið stunduð,
sýnist manni, að tslendingar
eigi mjög góðan málstað að
verja á grundvelli verndar-
sjónarmiða eingöngu, en enn
sterkari rök virðist manni þeir
hafa, þegar haft er i huga, að
fiskveiðar eru undirstaða
cfnahags þeirra.
Óraunsæi og lagakrókar
Það er algert óraunsæi aö
reyna að nota lagakróka til að
svipta þjóö yfirráöarétti yfir
einu auölindinni, sem getur
tryggt tilveru hennar. Og eng-
in rikisstjórn, sem viil standa
undir nafni, heföi getað tekið
aðra stefnu en islenzka rfkis-
stjórnin hefur gert i þessu
máli. Ef þeir fylgdueinhverri
annarri stefnu, mundu islend-
ingar hljóta sömu örlög og
indiánar i Norður-Ameriku,
þegar visundarnir voru frá
þeim teknir — undirstaðan að
tilvcru þcirra.
Það er alis engin hætta á
þvi, að það verði hörgull á
neyzlufiski i Bretlandi vegna
þessarar lagasetningar
tslendinga. Það mun verða
fiskur á boðstólum áfram, en
við vcrðum að afla hans á
venjulegum viðskiptagrund-
velli um innflutning og Ut-
flutning á svipaöan hátt og við
stundum alþjóðleg viðskipti
okkar, og þótt togaraeigendur
segi okkur, að þetta muni
hækka verð á fiski til brezkra
húsmæðra (Er það nú víst?)þá
verður að hafa það. Þetta er
siöaðra manna háttur f við-
skiptum og alþjóðlegum sam-
skiptum, og það er rangt að
reyna aö kúga litla þjóð til að
fórna framtiöarmöguleikum
sinum bara til þess, að við
gætum fengið okkar fisk eitt-
livað ódýrari.
Við höfum, og það méð
réttu, varið rétt Gibraltar-
þjóðarinnar og íbúa á Falk-
landseyjum fyrir utanað-
komandi átroðningi. islend-
ingar eru lika sjálfstæð sm-
áþjóð, og við megum ekki
undir neinum kringumstæðum
sýna umheiminum, að þegar
velja skal inilli frelsis og
ferskfisks, að þá stingum við
frelsinu inn i frystinn.
Virðing fyrir rétti þeirra,
fyrir frelsi þeirra, er mikil-
vægari okkur en aögangur
gegn vilja þeirra inn f fisk-
veiðilögsögu tslands, því að
hvers konar frelsis erum við
að krefjast, og hvers konar
frelsi ætlum við þeim, ef við
Frh. á bls. 25