Tíminn - 13.01.1973, Blaðsíða 11
Laugardagur 13. janúar 1973
TÍMINN
11
Guðmundsson, og biðja hann að
beita áhrifum sinum til að reyna
að koma i veg fyrir, i viðræðum
við fulltrúa rikisstjórnar Banda-
rikjanna i Washington, að Banda-
rikin héldu áfram uppteknum
hætti i málinu.
Guðmundur I. Guðmundsson
svaraði þvi til, að hann væri þvi
miður upptekinn og gæti ekki
sinnt þessu máli. Hann þyrfti að
fara i jarðarför og siðan ætlaði
hann i heimsókn til einhvers kon-
súls i Texas. Hann mátti þvi ekki
vera að þvi að veita okkur lið i
þessu máli.
Hringt til
forsætisráðherra
Þá var hringt i Ólaf Jóhannes-
son, forsætisráðherra, sem brást
skjótt við og kallaði fyrir sig hinn
nýskipaða ambassador Banda-
rikjanna á Islandi, og lagði á það
þunga áherzlu, að islenzka rikis-
stjórnin myndi lita á það mjög al-
varlegum augum, ef Bandarikin
gengju fram fyrir skjöldu i til-
raunum til að bregða fæti fyrir
okkur i þessu máli.
Ambassador Bandarikjanna á
Islandi hefur greinilega komið
þessum skilaboðum tryggilega til
skila, þvi að þær fréttir bárust til
Williams P. Rogers, utanrikis-
ráðherra, sem þá var staddur i
Br'ussel.
Haraldur Kröyer, ambassador,
gekk þennan sama morgun á fund
ambassadors Bandarikjanna hjá
Sameinuðu þjóðunum og lagði
áherzlu á mikilvægi þessara til-
lögu fyrir ísland þessar til-
raunir báru þann árangur, að
Bandarikjamenn tilkynntu okkur
að þeir myndu ekki bera fram
breytingatillögu sina, þegar mál-
ið kæmi fyrir allsherjarþingið til
lokaafgreiðslu.
Fundurínn
í Port Judith
Það má segja, að ferð okkar á
fund útgerðar- og fiskimanna i
Port Judith i Nýja Englandi hafi
verið þáttur i viðleitni okkar til að
reyna að hafa áhrif á Bandarikja-
menn i þessu máli. 011 islenzka
sendinefndin fór á þennan fund,
sem var mjög vel heppnaður,
vegna þess að i kjölfar hans komu
fréttir af tillögunni á allsherjar-
þinginui og baráttu Is-
lendinga i landhelgismálinu i
ýmsum bandariskum blöðum,
sem litið eða ekkert höfðu skrifað
um þessi mál áður. Sem dæmi um
áhrif þessa fundar get ég nefnt
bréf þingmannsins Mendonca, i
Massaschusetts, til Mr. Jake
Dykstra sem ráðgjafa Banda-
rikjastjórnar i sambandi við
undirbúning hafréttarráðstefn-
unnar.
1 þessu bréfi segir Mr. Men-
donca m.a., að hann styðji frum-
kvæði íslendinga hjá Sameinuðu
þjóðunum mjög eindregið og ræð-
irennfremur um nauðsyn þess,að
Bandarikin taki upp svipaða
stefnu og tsland til að hindra
rányrkju á 'fiskimiðunum við
strendur Bandarikjanna. Hvetur
hann Bandarikjastjórn til út-
færslu fiskveiðilögsögu i allt að
200 milur og telur.að rányrkjan sé
svo mikil á miðunum, að ekki sé
unnt að biða eftir niðurstöðum
hafréttarráðstefnunnar, þar sem
útfærslan megi ekki tefjast. Segir
Mr. Mendonca, að það sé kald-
hæðið, að Bandarikin, sem eiga á
hættu að fiskimið þeirra verði al-
gerlega eyðilögð, skuli beita sér
gegn riki, sem hefur forystu um
að koma i veg fyrir slika rán-
yrkju. I þessu bréfi fól hann Mr.
Dykstra að kynna þingmönnum i
Washington og rikisstjórninni
efni þess.
Dykstra þessi er jafnframt
skipstjóri og forstjóri samvinnu-
útgerðarinnar i Port Judith. Það
var hann, sem var aðal hvata-
maðurinn að þessari ferð okkar
ásamt Jónasi Árnasyni, sem var
á þessum slóðum i fyrra og hefur
haldið sambandi við þetta ágæta
fólk siðan.
Ég tel.að reynslan af þessari
ferð islenzku sendinefndarinnar
hafi orðið það góð, að það hljóti að
vera skynsamlegt að kanna hvort
ekki séu likur á þvi,að sambæri-
legar ferðir til Vestur-Þýzkalands
og Bretlands til viðræðna við út-
gerðar-og fiskimenn geti orðið
málstað okkar til framdráttar og
ekki sizt til aukinnar kynningar i
þessum löndum.
Umhverfis-
verndarmálið
,,En hvað um önnur málefni,
sem sérstaklega snerta tsland
eða islenzka hagsmuni og til af-
greiðslu voru á 27. allsherjar-
þinginu?”
„Mér eru þar efst i huga um-
hverfisverndarmálin og stofnun
umhverfisverndarráðsins, þvi að
Island eignaðist fulltrúa i þvi
ráði, að visu eftir harða baráttu,
en þetta er i fyrsta skipti, sem Is-
land hlýtur sæti i æðstu stjórnum
sérstofnana Sameinuðu þjóð-
anna. Þessi árangur er kannski
fyrst og fremst að þakka frum-
kvæði Einars Agústssonar, utan-
rikisráðherra, en hann kvað upp
úr um það.að Island hefði áhuga á
að fá sæti i þessu ráði á fundi
utanrikisráðherra Norðurlanda i
Helsinki á sl. hausti, áður en alls-
herjarþingið kom saman.
Það er mjög mikilvægt fyrir Is-
land að fá sæti i þessu ráði, þar
sem ætla má, að þetta ráð eigi
eftir að marka alþjóðareglur og
stefnu i umhverfisverndarmál-
um, en lifið i sjónum er snar þátt-
ur af þvi, sem ætlunin er að reyna
að vernda,þegar menn ræða um
umhverfisverndarmál á alþjóð-
lega visu.”
Sérstaða Stefáns
Gunnlaugssonar
,,'Einn af fulltrúunum i is-
lenzku sendinefndinni, Stefán
Gunnlaugsson, fulltrúi Alþýðu-
flokksins, hefur hafið nokkur
blaðaskrif um afstöðu tslands i
þessu máli og þar á meðal val
staðar fyrir höfuðstöðvar um-
hverfisráðsins?”
,,Já. Það er rétt.að þegar málið
var afgreitt i nefnd var um það
nokkur ágreiningur og einkum þó
um aðalaðsetur umhverfisráðs-
ins. Islendingar voru i hópi
þeirra, sem þótti eðlilegt, að Nai-
roby yrði fyrir valinu. Þetta mál
var til meðferðar á sama tima og
tillaga okkar i landhelgismálum,
og eins og fram hefur komið.voru
það riki þriðja heimsins, sem
dyggilega studdu okkur þar. Þau
höfðu sameinazt um að leggja til,
að Nairoby yrði valin fyrir höfuð-
stöðvar umhverfisráðsins. Við
vildum þvi gjarna sýna þessum
þjóðum stuðning okkar i verki við
þetta mál, sem þau báru mjög
fyrir brjósti. Það sýndi sig enn-
fremur þegar málið kom
til atkvæða á allsherjarþinginu.að
við höfðum tekið rétta stefnu, þvi
að öll rikin, sem viðstödd voru at-
kvæðagreiðsluna, 128 að tölu,
greiddu, hvert einasta, Nairoby
atkvæði sitt. Og að atkvæða-
greiðslunni lokinni stóð fulltrúi
Breta.McCarthy, upp og og fagn-
aði staðarvalinu og óskaði Afriku
til hamingju með það að fá eina af
mikilvægustu stofnunum Samein-
uðu þjóðanna til sin.
Af tilefni þessara blaðaskrifa
Stefáns Gunnlaugssonar vil ég al-
mennt segja þetta um stöðu Is-
lands i samskiptum við önnur riki
á vettvangi Sameinuðu þjóðanna:
Við getum ekki ætlazt til þess.að
önnur riki sýni okkur sérstakan
skilning og lipurð i okkar málefn-
um, sem við berjumst sérstak-
lega fyrir, ef við ekki jafnframt
reynum að leggja okkur fram um
að skilja afstöðu þeirra i þeim
málum, sem þau leggja mesta
áherzlu á að nái fram að ganga”.
Ákvörðun um
hafréttar
ráðstefnuna
,,En hvað um hafréttarráð-
stefnuna?”
— Þriðja veigamesta málið tel
ég vera ákvörðun allsherjar-
þingsins um hafréttarráðstefn-
una, en þingið ákvað.að að haldn-
ar yrðu tvær undirbúningsráð-
stefnur á þessu ári, hina fyrri
i New York i marz og hina siðari i
Genf i júli og ennfremur.að haf-
réttarráðstefnan kæmi saman til
fundar i haust i New York um leið
og allsherjarþingið verður haldið
og siðan áfram á árinu 1974 i San-
tiago i Chile, en þá má vænta.að
ráðstefnan geti raunverulega
Framhald á 20 siðu.
Ályktun um náttúruauðæfi, samþykkt á
Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna
hinn 18. desember 1972:
,,Varanlegur yfirráðaréttur yfir náttúruauðæfum
þróunarianda
Alisherjarþingið
hefur i huga ályktanir sinar um varanlegan yfirráðarétt yfir
náttúruauðæfum nr. 626 (VII) frá 21. des. 1952. 1952, 1803 (XVII) frá 14.
desember 1962, 2158 (XXI) frá 25. nóvember 1966, 2386 (XXVIII) frá 19.
nóvember 1968 og 2692 (XXV) frá 11. desember 1970.
staðfestir enn á ný, að Allsherjarþingið þurfi að kanna þetta mikilvæga
málefni nánar,
leggur áherzlu á hina miklu þýðingu fyrir efnahagsframfarir i öllum
löndum, sér i lagi þróunarlöndunum, að þau neyti réttinda sinna til fulls og
tryggi þannig hámarksafrakstur af náttúruauðæfum sinum jafnt á landi
sem i hafinu undan ströndum sinurn,
hefur hliðsjón af meginreglum nr. II og XI i ályktun Viðskipta- og
þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna nr. 46 (III)
hefur hliðsjón af ályktun Viðskipta- og þróunarstofnunar Sameinuðu
þjóðanna nr. 45 (III) sem ber heitið „stofnskrá um efnahagsleg réttindi og
skyldur rikja,” og tekur tillit til viðkomandi meginreglna yfirlýsingarinnar
um umhverfismál, er samþykkt var á umhverfismálaráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna,
staðfestir enn á ný rétt rikja til varanlegra yfirráða yfir öllum náttúru-
auðæfum sinum, náttúruauðæfum á landinu innan alþjóðlegra landamæra
jafnt sem náttúruauðæfum á og i hafsbotninum innan lögsögu einstakra
rikja og i hafinu þar yfir;
2. staðfestir einnig enn á ný ályktun sina nr. 2625 (XXV) er geymir yfir-
lýsinguna um meginreglur þjóðaréttar varðandi vinsamleg samskipti og
samvinnu rikja i samræmi við sáttmála Sameinuðu þjóðanna, en i henni
segir, að ekkert riki megi beita efnahagslegum, stjórnmálalegum né
annars konar aðgerðum eða hvetja til beitingar slikra aðgerða i þvi skyni
að þvinga annað riki og fá það þannig til að falla frá beitingu yfirráðaréttar
sins eða láta i té einhvers konar hlunnindi;
3. lýsir þvi yfir, að hvers konar aðgerðir rikja eða sett lög og reglur,
ætlaðar beint eða óbeint til þess að beita þvingunum þau riki, sem vinna að
þvi að breyta þjóðfélagsskipan sinni eða neyta yfirráðaréttar síns yfir
náttúruauðæfum sinum bæði á landi og i hafinu undan ströndum sínum, eru
brot á sáttmálanum og yfirlýsingunni i ályktun nr. 2625 (XXV) og and-
stæðar viðfangsefnum, markmiðum og stefnumörkunaraðgerðum Alþjóða-
þróunaráætlunarinnar;
4. skorar á rikisstjbrnir að halda áfram tilraunum þeim, sem miða að
framkvæmd meginreglnanna og tillagnanna i ofangreindum ályktunum
Allsherjarþingsins og sér i lagi meginreglnanna i liðum 1, 2 og 3 hér að
ofan;
5. minnir á skýrslu aðalframkv.stjórans (E / 5170) um varanlegan
yfirráðarétt yfir náttúruauðæfum og fer þess á leit, að hann auki við hana á
grundvelli frekari könnunar um þróun þessara mála á siðustu timum, enda
sé þá höfð hliðsjón af rétti rikja til að fara með varanleg yfirráð yfir
náttúruauðæfum sinum ogþar að auki þeim atriðum, sem leggja tálmanir i
veg rikja við beitingu yfirráðaréttar sins',
6. fer fram á það við Fjárhags- og félagsmálaráðið, að á 54. þingi ráðsins
verði dagskráratriðinu „varanlegur yfirráðaréttur yfir náttúruauðæfum
þróunarlanda” ásamtskýrsluaðalframkvæmdastjðrans og ályktun þessari
skipað sem forgangsmáli, enda gefi ráðið siðan skýrslu á 28. Alls-
herjarþinginu.”
Eftirtalin 26 ríki stóðu að flutningi ályktunartillögunnar: Alsir, Chile,
Dahomey,Ecuador, Egyptaland, Ghana, Guinea, Guyana, ísland, Júgós-
lavia, Kenýa, Libýa, Mali, Máretania, Marokkó, Mexikó, Nicaragúa,
Panama, Perú, Rúmenia, Senegal, Sierra Leóne, Sýrland, Trinidad og
Tobago, Venezúela og Zaire.
Tillagan var samþykkt sem ályktun Allsherjarþingsins með atkvæðum
102 rikja gegn engu, en 22 riki sátu hjá.