Tíminn - 13.01.1973, Qupperneq 18
18
TÍMINN
Laugardagur 13. janúar 1973
urnar tvær höföu hlegið að honum og látið hann hafa pokaskjattann,
gat hann ekki á heilum sér tekið lengur. Dökki bletturinn eftir bálið
sást ennþá og á honum miðjum voru nokkrar blóðslettóttar tuskur, sem
eldurinn hafði ekki náð að vinna á, áður en Indverjinn traðkaði bálið
niður.
Tuesday varð alveg ringlaður. Þá mundi hann eftir staðnum, þar
sem þau höfðu tjaldað kvöldið áður en Indverjinn birtist á aurbrettinu
hjá þeim, en þangað voru margir kilómetrar. Þrátt fyrir það hélt hann
áfram og jók ferðina til muna, hann hljóp og gekk til skiptis.
Það tók hann hálfan annan tima að komast að tjaldstaðnum, þar sem
Indverjarnir höfðu setið um nóttina og sungið dapurlega og eintóna og
þar sem ungfrú Alison og frú Betteson höfðu tekið á móti börnunum
tveim. Það var margt Burmabúa og Indverja i þurrum farveginum.
Þarna var aragrúi uxakerra og annarra farartækja, sem komið hafði
verið fyrir á öllum hugsanlegum stöðum, og þarna var fjöldi af bálum
og kringum þau sat og lá fólk á öllum aldri, með alla vega litarhátt og
,af báðum kynjum.
Tuesday gekk um i þvögunni og leitaði að hvitu gleraugnaandliti
milli allra þessara dökku burmönsku og indversku andlita. Gleraugu
frú Betteson mudnu auðvelda honum að þekkja hana frá öllum öðrum.
Hann mundi vel, hvernig sólin glampaði stundum á brotna glerið, og
hann hugsaði með sivaxandi samúð um vingjarnlegu litlausu augun,
sem stækkuðu bak við sterku glerin. Yfir farveginum sveimuðu nokkrir
gammar, ef til vill var þaö einmitt einn þeirra sem komið hafði frú
Betteson til að skjóta út i loftið úr rifflinum hans Portmans.
Að lokum varð Tuesday að leita sér upplýsinga, þegar hann gat
hvergi komið auga á hvitu konuna og blendings hjúkrunarkonuna.
Hann kom að máli við indverska konu, bústna og fyrirmannlega, sem
vissi, að þær hefðu haldið lengra i suður.
„Hvað er langt siðan þær fóru?” spurði hann konuna. „Hversu langt
ætluðu þær, nefndu þær það?”
Indverska konan svaraði, að þær heföu farið þennan sama morgun,
hefðu lagt af stað rétt fyrir sólarupprás, þaö hafði hún sjálf séð. Tues-
day reyndi að reikna út, hversu langt þær gætu verið komnar og hve
lengi hann yrði að ná þeim og hvenær hann yrði þá kominn til Pater-
sons aftur. Hann komst að raun um, að komið yrði undir kvöld, áður en
hann næði konunum tveim og svo liði heil nótt og heill dagur i viðbót,
áður en hann kæmist til Patersons og ungfrú Con.
Tuesday uppgötvaði allt i einu, að hann var búinn að steingleyma erf-
iða orðinu, sem hann þó var ákveðinn i aö muna, og hvernig sem hann
reyndi, gat hann alls ekki rifjað það upp aftur. Skyndilega stóð Pater-
son honum ljóslifandi fyrir hugskotssjónum. Paterson rifandi i sig
melónubátana i örvæntingarfullri tilraun til að losna við áfengisáhrifin,
einkennilegi veikindaglampinn i augum hans, og vonleysið skinandi úr
hverjum drætti. Þessi mynd tók af öll tvimæli. Skyldur sinar við Pater-
son lét Tuesday ætið sitja i fyrirrúmi.
Hann sneri undir eins við og lagði af staö i norður. Andartak flaug
honum i hug, að fara aftur til fólksins og biðja það að gefa sér eitthvað
að drekka, en hann visaði þeirri freistingu strax á bug. Hann hugsaði
með viðbjóði og hryllingi um glóðvolga óhreina vatnið, sem honum yrði
boöið, og ákvað að láta biða að fá sér að drekka þar til hann kæmi að
fjallalæknum, þar sem Nagarnir höfðu setzt að. Vatnið þar hefði virzt
hreint og svalt.
t bakaleiðinni hljóp hann ekki, en gekk rösklega og nærri hálftimi
leið, áður en honum duttu ógnir þær i hug, sem honum gæti staðið af
Nögunum. A ný varð hann gagntekinn af ótta og ógnvekjandi grun-
semdum, sem hann gat þó ekki gert sér ljósa grein fyrir.
Hann kom auga á reykinn frá báli Naganna i fimm til sex hundruð
metra fjarlægð. Hann nam staðar og hugsaöi um einhverja undan-
komuleið. Skelfing hans óx svo við að sjá Nagana kringum bálið, að
honum varð alveg ómögulegt að hugsa skýrt.
Litlu siðar kom honum ráð i hug, og viö það létti honum stórum. Hann
ætlaði að taka á sig krók gegnum skóginn og um leið gæti hann lika
fengið sér aö drekka.
Hann ruddist gegnum skóginn og komst að læknum töluvert ofan við
veginn. Meðfram læknum óx hávaxið, en ekki þétt sef og honum míðaði
vel áfram með læknum. Þegar hann hafði gengið um stund, sá hann, að
þægilegra yrði að ganga i læknum, og þannig gekk hann lengi og kældi
fætur sinar og þvoði um leið. Hann lagði sig allan fram um að valda
sem minnstum hávaða og lækjarniðurinn yfirgnæfði alveg fótatak hans
i rennandi vatninu.
Lækurinn rann i boga framhjá klettasnös, sem honum hafði ekki tek-
iztað grafa sig undir. Þar stóð drengurinn dálitla stund og hvildi sig og
hallaði sér upp að steininum. Steinninn var svo heitur af sólinni, að
hann gat ekki haldið hendinni á honum iengi i einu. Tuesday stóð á tán-
um og teygði sig eins og hann gat til að sjá niður eftir skarðinu, sem
lækurinn ruddi i skógarþykknið, og þarna aðeins fjörutiu eða fimmtiu
metrum frá, honum sátu Nagarnir á hækjum sinum umhverfis bálið
alveg eins og þeir höfðu setið, þegar hann fór þarna um morguninn.
Tuesday hóf sig upp á hendurnar til að sjá betur, en rakst við það i
grjótahrúgu ofan á klettinum. Steinflaga á stærð við diks datt með
smelli niður á annan stein i læknum og endaði loks i honum með
skvampi.
Nagarnir litu upp allir i einu. Uppglenntum, hvössum augum störðu
þeir i áttina að hljóðinu og biðu þess, að það, sem hávaðanum olli, kæmi
i ljós. Einn mannanna hafði uppmjóan stráhatt á höfði, efst á honum
var gat og upp um það stóð svart hárstrý, og liktist mest reyk upp úr
eldgýg.
Maðurinn með stráhattinn reis fimlega á fætur. Sólin skeinframan i
hann, svo að Tuesday fannst hann sjá ópiumglenntum sjáöldrum
bregða fyrir, þegar maðurinn leit beint þangað, sem drengurinn kúrði
bak við klettinn og lét fara eins litið fyrir sér og honum var unnt. '
Páfagaukarnir i sefinu milli Naga — mannsins og Tuesdays flugu
upp með háreisti um leið og hann fór að þoka sér upp lækinn, hann
stefndi beint, þangað sem Tuesday stóð. Nú var hann einungis fáeina
metra burtu. Sólheitur steinninn brenndi Tuesday i lófanum og hann
fann, að önnur flaga var að losna undir fingrum hans, og hún gat á
hverri stundu dottið i lækinn og komið upp um hann. Svo losnaði flag-
an, en Tuesday kom i veg fyrir, að hún dytti með þvi að klemma hana
upp við klettinn, hendurnar þorði hann ekki fyrir sitt lif að færa. Hann
hafði þrýst höfðinu upp að steininum og með þvi eyranu, sem að stein-
inum sneri, heyrði hann óhugnanlega, hvernig fótatak mannsins
nálgaðist, hann gat varla verið meira en tiu metra burtu. Hver taug og
hver vöðvi i likama hans var þaninn til hins ýtrasta, hann var reiðubú-
inn tilhverssem var, verjasteða leggja á flótta.
Þá var það, að ein af konunum við bálið hrópaði eitthvað á eftir
manninum. Við kallið stanzaði hann og leit við. Konan sagði eitthvað
fleira, maðurinn hreytti út úr sér svari, sneri við, og lagði af stað að
bálinu aftur.
Tuesday rétti varlega úr sér og tók steinflöguna, sem hann hafði
haldið fastir.Þegar hann var kominn spölkorn tók hann eftir þvi, að
hann hafði gleymt að leggja steininn frá sér, skelfingin hafði verið svo
Lárétt
I) Afhending.- 6) Afar,- 7)
RÖÖ.-9) Mynni.- 10) Seinlegt,-
II) Umfram,- 12) Korn,- 13)
Poka.- 15) Glugginn.-
Lóðrétt
1) Musterisskatt.- 2) Fanga,-
3) Maður og kona að dansa.-
4) öfug röð.- 5) Fjölhæf,- 8)
Afhenti,- 9) Kveða við.- 13)
Eldivið,- 14) 51.-
Ráðning á gátu No. 1306
Lárétt
1) Frakkar,- 6) Frá,- 7) Öl,- 9)
MN,- 10) Naumleg,- 11) SS,-
12) Na,- 13) Eir,- 15) Afbrýði,-
Lóðrétt
1) Flónska.- 2) Af,- 3)
Krumpir.- 4) Ká.-5) Rangali,-
8) Las.- 9) Men,- 13) EB,- 14)
Rý-
HVELL
G
E
I
R
I
D
R
E
K
I
Hættu að .
öskra. Við
iveröum að
finna ræning
li:ll ll 111:1!
LAUGARDAGUR
13. janúar
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.45.
Morgunleikfimi kl. 7.50.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Þórhalldur Sigurðsson
leikari heldur áfram lestri á
„Ferðinni til tunglsins” eft-
ir Fritz von Basserwitz i
þýðingu Freysteins Gunn-
arssonar (11). Tilkynningar
kl. 9.30. Létt lög á milli
liða.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Óskalög sjúklinga.
Kristin Sveinbjörnsdóttir
kynnir.
14.40 islenzkt mál. Dr. Jakob
Benediktsson flytur þáttinn.
15.00 Stúdió 3. Þáttur undir
stjórn Jökuls Jakobssonar.
16.00 Fréttir.
16.15 V'eðurfregnir. Stanz.
Arni Þór Eymundsson og
Pétur Sveinbjarnarson sjá
um þáttinn.
16.45 Siðdegistónleikar.
17.40. Útvarpssaga barnanna:
„Uglan hennar Mariu” eftir
Finn Havervold. Olga
Guðrún Arnadóttir les (5).
18.00 Létt lög. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.20' Bækur og bókmenntir.
Sverrir Hólmarsson stýrir
umræðum gagnrýnendanna
Arna Bergmanns, Helga
Sæmundssonar og Ólafs
Jónssonar um bókaútgáfu
liðins árs.
20.00 Hljómplöturabb.
Þorsteins Hannessonar.
20.55 Smásaga vikunnar:
„Hún kom með regnið” eftir
Niels Johan ltuud. Ólafur
Jóh. Sigurðsson þýddi.
Hjalti Rögnvaldsson les.
21.25 Gömlu dansarnir.
Walter Eiriksson og félagar
hans leika.
22.00 Fréttir.
22.15. Veðurfregnir.
Danslög.
23.55 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
LAUGARDAGUR
13. janúar
17.00 Þýzka i sjónvarpi.
Kennslumyndaflokkurinn
Guten Tag. 7. og 8. þáttur.
17.30 Skákkennsla. Kennari
Friðrik Ólafsson.
18.00 íþróttir.
Umsjónarmaður Ómar
Ragnarsson.
Hlé.
20.00 Fréttir
20.20 Veður og auglýsingar
20.25 Heimurinn minn.Banda-
riskur gamanmynda-
flokkur. Hvað er ást?
Þýðandi Guðrún Jörunds-
dóttir.
20.50 Winslow-málið (The
Winslow Boy) Brezk
biómynd frá árinu 1949
byggð á leikriti eftir
Terence Rattigan. Leik-
stjóri Antony Asquith.
Aðalhlutverk Robert Donat,
Margaret Leighton og Sir
Cedric Hardvicke. Þýðandi
Dóra Hafsteinsdóttir.
Ungur piltur er rekinn úr
skóla sjóhersins, eftir að
herréttur hefur fundið hann
sekan um þjófnað. Faðir
hans trúir ekki á sekt
sonarins og ákveður að
komast til botns i málinu.
22.45 Nýárstónleikar i
Vlnarborg. Stjórnandi
Willy Boskowski. Filhar-
moniuhljómsveit Vinar-
borgar leikur lög efir
Johann Strauss yngri, Josef
Strauss, Eduard Strauss og
Johann Strauss eldri.
Þýðandi Höskuldur Þráins-
son. (Evróvision-
Austurriska sjónvarpið)
23.55 Dagskrárlok.