Tíminn - 13.01.1973, Qupperneq 19

Tíminn - 13.01.1973, Qupperneq 19
Laugardagur 13. janúar 1973 TÍMINN 19 Sigurður Gizurarson hrl.: VERÐUR ÍSLENDINGUM DÆMT í HAG í HAAG? Landhelgismálið er stórmál is- lenzku þjóðarinnar nú, og verður svo vissulega um langa framtið. Fiskimiðin i kringum landið eru fjöregg þjóðarinnar. tslendingar báru gæfu til þess að standa sem einn maður að samþykkt Alþingis fyrir tæpu ári þess efnis, að við helgum okkur lögsögu yfir 50 milna landhelgi. Þar gekk maður undir manns hönd, hvort heldur var veðurbit- inn sjómaður á útnesi eða bóndi inni i dal. I. Hvað er þjóðareining i landhelgismálinu? Tvær viðskiptaþjóðir ts- lendinga um langan aldur hafa þó ekki viljað sætta sig við þessa ráðstöfun, þótt hún grundvallist á lifshagsmunum þjóðarinnar og rikum sjónarmiðum náttúru- verndar i ljósi þeirrar eyðingar- hættu, sem vofir yfir fiskstofnun- um. Þessar gömlu viðskiptaþjóðir tslendinga, Bretar og Þjóðverjar, styðja málstað sinn sér i lagi við samning þann, sem tslendingar gerðu við Breta árið 1961, eftir að brezku herskipin voru farin af ts- landsmiðum og þorskastriðinu þvi i raun lokið. Margirhafa réttilega bent á, að þessi samningur frá árinu 1961 er okkur Islendingum fjötur um fót nú, þegar á svo miklu riður um árangur aðgerða islenzku rikis- stjórnarinnar til verndar fram- tiðarhagsæld þjóðarinnar. Bretar og Þjóðverjar hefðu án samn- ingsins ei haft neitt við að styðj- ast til að bera landhelgismálið undir Alþjóðadómstólinn i Haag. Til málaferla þar hefði þvi aldrei komið án samningsins frá 1961. Og þá hefði leikurinn allur orðið Islendingum auðveldari. Islend- ingum stafar hætta af dómi Al- þjóðadómstólsins. Ekki er að vita, til hvaða aðgerða Bretar og Þjóðverjar gripa, ef dómur fellur okkur ekki i vil hjá Alþjóðadóm- stólnum. Getur þá orðið stutt sigling brezka herskipaflotans á Islandsmið. Þeir, sem stóðu að samningnum við Breta árið 1961, hafa tekið mjög óstinnt upp alla gagnrýni á gerðir sinar. Þeir hafa skirskotað til þarfarinnar á þjóðareiningu. Þeir hafa bent á, að það spilli málstað Islendinga að gera úlfa- þyt út af þessum samningi, þvi að andstæðingar okkar megi ekki finna á okkur, að hér á landi sé ein hönd uppi á móti annarri i landhelgismálinu. Það er einmitt af þessari ástæðu, sem nú hefur hvarflað að mér að setjast niður og skrifa nokkur orð um landhelgismálið. Þvi að nú gerir stjórnarandstað- an harða hrið að rikisstjórninni fyrir aö láta ekki málflutnings- mann mæta i Haag til að halda uppi málsvörn fyrir Islendinga. Deilur um þetta efni rjúfa ekki siður þjóðareiningu i landhelgis- málinu en deilur um afleiðingar samningsins frá 1961. Að minu áliti eru opinberar umræður um þessi efni Islendingum þó ekki á neinn hátt hættulegar gagnvart andstæðingum okkar i málinu, ef þærá annað borð eru málefnaleg- ar. Alþjóðadómstóllinn mun ekki heldur dæma málið, eftir þvi, hvað er sagt i blaðaskrifum úti á Islandi. Og Bretar og Þjóðverjar geta ekki fundið neinn bilbug á þjóð, sem tekið hefur ákvörðun um stækkun lögsögu sinnar i 50 milur með öllum greiddum at- kvæðum þjóðkjörinna þingfull- trúa sinna, þótt i dagblöðum hér á landi sé deilit um gerðir fyrrver- andi rikisstjórnar eöa núverandi. Einhugur þjóðarinnar i land- helgismálinu er hafinn yfir allan vafa. II. Afleiöingar gerða á líðandi stund Að ber að gá, hverjar megi ætla afleiðingar gerða okkar á liðandi stund fyrir framtiðarvélfarnað þjóðarinnar. Þar er m.a. að leita svars við þvi, hvort rétt eða rangt sé að senda málflytjanda til Haag. Dr. Gunnlaugur Þórðarson hrl. hefur öðrum mönnum oftar kvatt sér hljóðs um landhelgismálið, og það fyrir langa löngu. Hann ræddi þá um stóra landhelgi, eins og þá sem við nú höfum eignað okkur, sem raunverulegt keppikefli. En hann fékk ekki þá mikla áheyrn ráðandi manna. Nú er Gunnlaug- ur með vissum hætti orðinn spá- maður i sinu eigin föðurlandi i lif- anda lifi. Er það meira en mörg- um öðrum hefur hlotnazt. Verð- skuldar Gunnlaugur opinbera viðurkenningu fyrir frumkvæði sitt og hugrekki til sjálfstæðra skoðana á þessum vettvangi á liðnum árum. Hann hefur nú enn einu sinni lagt fram skerf til opin- berrar umræðu með grein sinni i Morgunblaðinu 9. janúar sl.: „Opið bréf til Islendinga”. Að þessu sinni get ég þvi miður ekki verið sammála vini minum, dr. Gunnlaugi Þórðarsyni, þegar hann gerist ákafur talsmaður þess, að Islendingar leggi land- helgismálið undir dóm þeirra mennsku manna, sem sitja i Haag. III. Röksemdir gegn því að leggja landhelgismálið undir Alþjóðadómstólinn i Haag Gunnlaugur vikur að röksemd- um, sem hann telur helzt hafa verið haldið á loft gegn þvi að leggja málið undir Alþjóðadóm- stólinn i Haag. Fyrstu röksemd andstæðinga landhelgismálflutnings i Haag telur hann vera hinn mikla kostn- að, er af þvi hljótist fyrir Is- lendinga. Ekki leikur vafi á, að ógrynni fjár mundi kosta að láta flytja landhelgismálið fyrir Islendinga hönd i Haag. Til þess þyrfti sveit lærðra lögfræðinga, innlendra og erlendra. Norðmenn eru nálægt tuttugu sinnum fjölmennari en tslending- ar og eiga á að skipa einvalaliði lærdóms- og visindamanna i lög- fræði. Þegar þeir áttu i land- helgisdeilu sinni við Breta fyrir Alþjóðadómstólnum treystu þeir sér þó ekki til að láta Norðmann flytja málið fyrir sig sem aðal- málflytjanda. Höfuðmálflytjandi þeirra var Svissneskur prófessor i þjóðarétti, sem getið hafði sér orðstir fyrir málflutning i alþjóð- legum deilumálum. Þá nefnir Gunnlaugur aðra mótbáruna gegn þvi, að Is- lendingar leggi landhelgismálið undir Alþjóðadómstólinn. Hún sé sú, að málinu verði stefnt i tvi- sýnu með þvi að láta Alþjóða- dómstólinn fjalla um það. Ekki vikur Gunnlaugur beinlin- is að þvi, hvers vegna hann telur þessa röksemd vera léttvæga, heldur snýr sér að tillöguflutningi rikisstjórnar Islands á Alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Að kjarna málsins er komið, þegar vikið er samtimis að Alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðadómstólnum i Haag. Allsherjarþingið gegnir nú á dög- um hlutverki sem áhrifamikill aðili um framvindu þjóðaréttar og hefur álitlegan visi að lög- gjafarvaldi. Það var þvi þjóðráð að freista þess að virkja vald Allsherjarþingsins til nýsköpunar þjóðaréttarins. Sannast það ekki sizt á þvi, að tillöguflutningur Is- lendinga bar þar góðan ávöxt. Samþykkt Allsherjarþingsins er okkur mikill styrkur. Fyrirfram mátti og leiða likur að samþykkt- inni, þar sem þegar var vitað um afstöðu fulltrúa fjölda rikja hins svokallaða Þriðja Heims. En hvers vegna er landhelgis- málinu teflt að minu áliti i hættu með þvi að leggja málið undir Al- þjóðadómstólinn i Haag? Siguröur Gizurarson hrl. IV. Hvers konar stofnun er Alþjóðadómstó 11inn í Haag? Alþjóðadómstóllinn er að meginstefnu ekki löggjafaraðili. Hann er dómstóll, eins og nafngift hans bendir til. Þetta getur ráðið úrslitum um málalyktir i Haag, ef Alþjóðadómstóllinn leggur efnis- dóm á landhelgisdeiluna. 1 fræði- ritum um þjóðarétt hefur á sið- ustu árum mest borið á kenning- unni um 12 milna landhelgi sem hámarkslandhelgi. 1 Alþjóða- dómstólnum i Haag hafa á undan- förnum áratugum tiðum setið lærdómsmenn þeir, sem fræðirit i þjóðarétti hafa samið. Og þeir hafa komizt að niðurstöðum sin- um samkvæmt hefðbundnum reglum, sem mótaðar hafa verið af stórveldunum. Þegar í ljósi þessa er hættan brýn, að Alþjóða- dómstóllinn gerist íslendingum andsnúinn i landhelgismálinu. En vonandi fá samþykktir, eins og sú, sem Allsherjarþingið gerði fyrir skemmstu hróflað við kenn- ingum fræðimanna um réttar- stöðuna i landhelgismálum. Slik- ar samþykktir stuðla að fram- vindu þjóðaréttar, og fá þvi ef til vill orkað á hugi dómaranna i Haag. Af þeim ástæðum, sem hér hafa verið raktar, tel ég viturlega þá ákvörðun utanrikisráðherra og rikisstjórnar Islands að mæta ekki fyrir Alþjóðadómstólnum, en að vinna að sama skapi ötular að framgangi málsins innan vé- banda þeirra alþjóðastofnana, sem talizt geta réttarskapandi i fjölskyldu þjóðanna. Þannig hátt- ar um Allsherjarþingið og lög- fræðinefndir Sameinuðu þjóð- anna. Ber og að þakka sendinefnd Islands hjá Sameinuðu þjóðunum gott starf. V. Hvaö getum við lært af kenningum prófessors Alf Ross? 1 siöari hluta greinar sinnar vitnar Gunnlaugur Þórðarson til greinar professors Alf Ross, sem er einn mikilhæfasti lögfræðingur Norðurianda i stjórnskipunarrétti og þjóðarétti. Gunnlaugur minnir réttilega á orðstir þessa lög- fræðings i heimsbyggðinni. Leyfi ég mér þvi hér að taka orðrétt upp úr grein Gunnlaugs þýðingu hans á lokaorðum i grein Alf Ross i Weekendavisen 6. okt. 1972, sem hafði fyrirsögnina „Fyrirlitning Islands á Alþjóðadómstólnum”. „Sambandið milii valds (van- máttar) og réttar (óréttar) hefur þróazt á einkennilegan hátt. A 19. öld hefði deila á borð við þessa verið leyst með valdi. Brezki flot- inn hefði varla þurft að hleypa af skoti, aðeins að sýna sig á miðun- um, til þess — að réttu eða óréttu — að kröfur Bretlands yrðu virt- ar. Ef til vill væri réttara að segja, að ágreiningurinn hefði aldrei orðið djúpur á þann hátt, þvi vitneskjan um yfirburðavald Bretlands hefði komið i veg fyrir slika ögrun. Nú hefur ný hugmyndafræði þrengt sér inn i miilirfkjasam- skipti. Riki hafa svarið hátiðiega fyrir að valdi verði beitt við að knýja innanlandsstjórnmál i gegn. Einkum er valdbeiting for- dæmd i samskiptum stórvelda og smárikja. Ramakvein myndu heyrast, ef Heath færi eins að við tslendinga og Disraeli hefði trú- lega farið að fyrir rúmum 100 ár- um. Þessari takmörkun valdbeit- ingar i miliirikjamálum ber að fagna isama mæli, sem hún tákn- ar, að rétturinn kemur i stað valdsins. En þvi miður er þetta yfirleitt ekki raunin. Engin þau alþjóðastjórnvöld eru til, sem vald hafa til að framfylgja á- kvörðunum (úrskurðum) dóm- stólsins. Og þar sem valdbeiting þjóða er fordæmd, getur smáriki sem island óhult litilsvirt réttinn og hlegið upp i opið geðið á stór- veldunum. Hafi það áður verið valdið, sem stjórnaði réttinum, þá er það núna vanmátturinn sem stjórnar óréttinum.” Hvers vegna áfellist Alf Ross tslendinga? Er þaö fyrir þá sök eina, að Islendingar vilja ekki leggja mál sin undir Alþjóðadóm- stól, sem tvisýnt er, hvernig felli dóm i landhelgismálinu? Að minu áliti er svo ekki aðallega. 1 niður- lagi orða sinna get ég ekki betur séð en, að Alf Ross sé þegar búinn að dæma landhelgisútfærslu Is- lendinga sem lögleysu að alþjóða- lögum. Hann segir Islendinga stjórna órétti með vanmætti sin- um og litilsvirða réttinn. Af þessu er áfellisdómur Alf Ross sprott- inn og þvi, að Islendingar hafa ekki hlýtt leiðarvisun Alþjóða- dómstólsins frá þvi i sumar. Orð Alf Ross gefa tilefni til að flétta upp i riti hans„Lærebog i folkeret”, sem gefin var út i Framhald á 25 siðu. Húsgögn eins og þér viljið hafa þau Sófasettið Hertoginn er sófasettið sem unga fólkið óskar sér HÚSGAGNAHÚSIÐ Auðbrekku 63 — Kópavogi — Sími 4-16-94

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.