Tíminn - 13.01.1973, Qupperneq 25
Laugardagur 13. janúar 1973
TÍMINN
25
Mörg Afríkuríki slíta
sambandi við ísrael
Klp—Reykjav
Undanfariö hafa mörg Afríku-
riki ákveðið að slita stjórnmála-
sambandi við Israel. betta er
túlkað á mismunandi hátt af isra-
elskum stjórnmálamönnum og
sérfræðingum i höfuðborgum i
Afriku.
A tveimur undanförnum vikum
hafa Kongó, Mali og Niger slitið
stjórnmálasamband sitt við
tsrael, en Uganda og Tsad gerðu
það i fyrra, Margt bendir til þess,
að fleiri riki muni fara að dæmi
þeirra.
Israelska stjórnin er þeirrar
skoðunar, að þarna sé um að
kenna þvi, að rikin hafi látið
undan stöðugum áróðri Araba-
rikjanna, einkum Lýbiu.
Stjórnir Afrikurikja þeirra,
sem um ræðir, leggja áherzlu á,
að þau hafi slitið sambandið
vegna þess, að Israel sýni alls
engan samningsvilja i deilunni
fyrir botni Miðjarðarhafsins og
vegna þess,að landið virði að
vettugi samþykkt þá, sem
öryggisráð SÞ geröi 1967, þ.e. að
það kalli heri sina frá arabisku
landssvæðunum, sem hertekin
voru i sex daga striðinu sama ár.
Á fundi æðstu manna OAU
(einingarsamtaka Afriku) i
Rabat i fyrra samþykktu full-
trúar einróma ályktun, þar sem
Leiðrétting
I frétt um neitun bandariskra
flugmálayfirvalda við ósk Flug-
félags íslands, um að mega fara i
leiguflug til Flórida, slæddist inn
sá misskilningur, að Flugmála-
stjórnin hefði haft milligöngu um
öflun leyfisins. Þetta er ekki rétt,
þvi venjulega þá snúa viðkom-
andi flugfélög sér beint til flug-
málayfirvalda i landinu,sem leyf-
ið veitir, og svo var einnig i þessu
tilfelli. Hinsvegar hefur Flug-
málastjórnin gripið inn i hér á
landi, ef einhver tregða hefur
verið á veitingu leyfa, og ef við-
komandi flugfélag hefur óskað.
Er skemmst að minnast afskipta
flugmálastjóra af leiguflugi Fiug-
félagsins til Spánar.
Leiðrétting
Þau mistök áttu sér stað i blað-
inu i gær, þegar sagt var frátað
ráða ætti mann til að fjalla um
mál, er varða varnir gegn oliu-
mengun og skyld verkefni, að
Stefán Bjarnason væri verk-
fræðingur. Þetta er ekki rétt að
öllu leyti.þvi Stefán er ekki verk-
fræðingur, og leiðréttist þetta hér
með.
Árni Vilhjálmsson
frá Hánefsstöðum
látinn
ÞÓ—Reykjavik.
Árni Vilhjálmsson, fyrrverandi
útvegsbóndi frá Hánefsstöðum i
Seyðisfirði, lézt i Reykjavik i gær.
Arni var fæddur 9. april 1893, og
hefði hann þvi orðið áttræður á
þessu ári, ef hann hefði lifað.
Árni hóf ungur sjómennsku, og
stundaði hann sjósókn meira og
minna i meir en 30 ár. Hann byrj-
aði sina sjósókn frá Skálanesi, en
siðan bjó hann á Hánefsstöðum og
Háeyri.
Árni var tvigiftur. Fyrri konan
hans var Guðrún Þorvarðardótt-
ir, og varð þeim fjögurra barna
auðið. Guðrún andaðist árið 1957.
Arni giftist siðan aftur, og seinni
konan hans er Magnea Magnús-
dóttir, og lifir hún mann sinn.
Árni lét allt, sem snerti
sjávarútveginn, mjög til sin taka,
og starfaði hann mikið að félags-
störfum fyrir sjómenn og útgerð-
armenn. Árni varð erindreki
Fiskifélags Islands á Austfjörð-
um eftir að hann hætti útgerð.
ísrael var fordæmt fyrir að fara
ekki að kröfum öryggisráðsins.
Meiri bluti Afrikurikja sunnan
Sahara-auðnarinnar hefur með
jöfnu millibili lýst yfir stuðningi
við Egyptaland i deilunni, þrátt
fyrir að mörg rikjanna hafa
haldið stjórnmálasambandi við
ísrael.
Það er mikilvægt fyrir til
dæmis Filabeinsströndina,
Eþiópiu og Zaire að halda sam-
bandinu, vegna þess að þau fá
efnahagslega og tæknilega aðstoð
frá tsrael, sem einnig fjárfestir i
einkafyrirtækjum i J)essum
rikjum.
Slikar aðstæður geta virzt
flóknar i augum óviðkomandi, en
hægt er einnig að lita á málin með
þær tilraunir i huga, sem Afriku-
rikin hafa gert til að fá fram frið-
samlega lausn fyrir botni Mið-
jarðarhafs.
1 nóvember 1971 átti OAU
frumkvæði að þvi að koma á
milligöngu um samninga milli
deiluaðila, en það bar ekki
árangur. Sú ákvörðun, að slita
stjórnmálasambandi við Israel,
getur einnig verið ný tilraun til að
fá fram lausn.
Þjóðhöfðingi Lýbiu, Gaddafi,
vill koma á sem beztu sambandi
við Afrikurikin, og hann var
fljótur að bjóða Amin Uganda-
forseta aðstoð i fyrra, þegar
vopnaðir áhangendur Obote,
fyrrum forseta, ruddust inn i
landið.
Lýbiski leiðtoginn hefur komiö
miklu til leiðar gegnum starfsemi
sendiráða. Það vakti mikla at-
hygli, þegar hann i aprfl i fyrra,
að visu með aðstoð Hamani, for-
seta Niger, gat endurnýjað hið
góða samband við nágrannarikið
Tsad, eftir að mikil spenna hafði
rikt um langan tima.
Gaddafi hefur alltaf sendimenn
á ferðinni um Afriku og venju-
lega er þeim vel tekið, þar sem
þeir koma i heimsókn.
Sú staöreynd, að riki eins og
Mali, Tsad og Niger, þar sem
mikill hluti ibúa er Múhammeðs-
trúar, hafa rofið stjórnmála-
samband við Israel, gerir það
miklu einfaldara fyrir þau að
gera nýja samninga við Lýbiu.
Margir stjórnmálasér-
fræðingar telja.að stjórnmálaslit
við Israel geti verið merki þess,
að rikin i Norður- og Mið-Afriku
muni reyna að halda fast við
samstöðuyfirlýsingar sin á milli.
SB
Dómstóll
Framhald af
bls. 19
Kaupmannahöfn árið 1961. Þar
segir hann á bls. 166:
„Slikar einhliöa útfærslur hafa
engu að sfður átt sér staö i veru-
legum mæli. Þegar árið 1927 færði
Svoétrússland einhliöa út land-
helgi sina (að þvi er snertir
fiskveiðar) upp i 12 sjómilur, og
eftir siðari heimsstyjöldina hafa
nokkur riki, sem hagsmuna hafa
að gæta um strandfiski, komið á
eftir. Það er ljóst af yfirlitinu hér
að framan, að mörg riki Suður-
Ameriku hafa haft uppi alveg
taumlausar kröfur upp i 200 sjó-
milur. Það leikur ekki vafi á, að
slikar kröfur eru augljóslega
þjóðréttarbrot. Af Genfarsátt-
málanum frá árinu 1958 um land-
helgi, 24. gr., verður ráðið, að
landhelgi má undir engum kring-
umstæðum ná lengra en 12 sjó-
milur frá grunnlinum. A hinn hóg
inn felst ekki i þessu ákvæði, að
það sé ríkjunum frjalst að vikka
landhelgi sina til nefndrar
breiddar. Einnig einhliða
útfærslur innan þessara
takmarka, eins og t.d. sú, sem
var framkvæmd af hálfu islands
og varð tilefni áreksturs viðEng-
lendinga, verður þess vegna að
stimplast scm þjóöréttarbrot”.
(Þýðing min og undirstrikun).
Alf Ross segir hér, að einhliða
útfærsla tslendinga á landhelgi
sinni innan 12 milna markanna,
sem framkvæmd var fyrir um 14
árum, og varð tilefni árekstra við
England, verði að stimplast sem
þjóðréttarbrot. Orð Alf Ross eru
eitt dæmi af mörgum, sem getur
að finna i fræðiritum þjóðaréttar-
ins. Og það eru menn á borð við
Alf Ross, sem öðrum fremur velj-
ast til setu i Alþjóðadómstólnum i
Haag sakir lærdóms sins og álits.
Þessir menn skýra lög og önnur
réttargögn kirfilega bundnir af
þeirri hefð þjóðaréttarins, sem
stórveldin hafa skapað með
framferði sinu á mörgum áratug-
um ef ekki öldum.
Landhelgisútfærsla Islendinga
grundvallast ekki á kenningum
manna með viðhorf Alf Ross. Hún
grundvallast á lifshagsmunum is-
lenzku þjóðarinnar og veigamikl-
um sjónarmiðum til verndar
náttúruauðæfum veraldar. Fáir
þjóðréttingarfræðingar gömlu
Evróplandanna hafa dirfsku og
skilning til að hefja þessi sjónar-
mið upp til lagagildis. íslendingar
eiga sér helzt hauk i horni, þar
sem eru lögfræðingar vanþróuðu
landanna i Þriðja Heiminum.
Þessir menn skilja gjörla þarfir
kolbitanna, sem eru að reyna að
risa úr öskustónni. Og þeir leggja
alla sina andlegu orku i að sniða
sjónarmiðum sinum lögfræðileg-
an búning, er hafi sannfæringar-
mátt til almennrar viðurkenning-
ar. En þeir njóta þess nú svo um
munar, að þjóðir vanþróuðu land-
anna hafa þegar meirihluta at-
kvæða i samkundum Sameinuðu
þjóðanna, sem eru þess máttugar
að stuðla að sköpun nýs þjóða-
réttar.
VI; Sjálfs er
höndin hollust
Með þvi að helga sér 50 milna
lögsögu eru tslendingar fyrst og
fremst að vinna að sköpun nýs
þjóðaréttar. Þeir geta ekki með
fullri sannfæringarvissu sagt, að
þeir styðji þessar athafnir sinar
við reglur þjóðaréttar. Þeir eru
miklu fremur að brjóta kristalla
gamallar hefðar og reyna að
stuðla að myndun nýrra. Einmitt
sú staðreynd, að Viðreisnar-
stjórnin gamla hreyfði sig ekki i
landhelgismálinu, varpar ljósi á,
hver þá var skoðun ráðandi
manna á réttarstöðu tslendinga i
landhelgismálinu.
Ef dómur gengur gegn Is-
lendingum i Haag, verður það
ekki aftur tekið. Þá riður okkur á,
að ekki verði á neinn hátt hægt að
bendla okkur við dóminn. Ef Is-
lendingar flytja mál sitt fyrir
dóminum og tapa málinu, geta
Bretar og Þjóðverjar sagt, að við
höfum með málflutninginum
beinlinis eða óbeinlinis viður-
kennt dóminn sem réttan úr-
skurðaraðila i málinu. Mexi-
kanski dómarinn, Padilla Nervo,
er óvenjufær maður á sinu sviði. I
sératkvæði sinu á siðastliðnu
sumri geröi hann af mikilli skarp-
skyggni grein fyrir málstað ts-
lendinga. Eru margar röksemdir
hans sameiginlegar málstað alls
Þriðja Heimsins.
Af afstöðu Alf Ross og hans
jafningja megum við Islendingar
íæra, að sjálfra er hönd okkar
hollust i landhelgismálinu. Leggj-
um þvi ekki þetta lifshagsmuna-
mál okkar undir dóm erlendra
manna. 1 Haag vofir sú hætta yfir
að okkur verði dæmt i óhag. Ger-
um þvi ekkert, sem fyrirfram fel-
ur i sér viðurkenningu á réttmæti
dóms mannanna, sem sitja i
Haag.
k«pp* F,r“,“d
skipstjóra togarans margsinnis
gefnar viðvaranir, sem hann
hafði að engu. Var þvi ekki um
annaö að gera fyrir varðskips-
menn en að setja „skærin” góðu
útbyrðis og skera sfðan á
togvirana.
Ross Renown hefur áður komið
við sögu i yfirstandandi fisk-
veiðideilu. Tuttugasta og þriðja
nóvember siðast liðinn eyðilagði
togarinn linu vélbátsins Esjars
RE 400 úti af Kögri.
Á föstudaginn opnaði Guðmundur Ármann sýningu i Gailerí SÚM.
Þar sýnir hann 19 málverk og 10 grafikmyndir og plaköt. Þetta er
önnur sýning Guðmundar, en hann nam fyst i Myndlistarskólanum hér,
cn hefur siðustu 5 árin verið við nám i Sviþjóð. Þar hefur hann gert
plakötin fyrir samtök kommúnista.
Myndin sem hér virtist, sýnir listamanninn hjá einu verka sinna, sem
hann ncfnir: „Listin fyrir listina, hvað er nú það?” Timamynd Gunnar.
Þá gerðist það klukkan rúmlega
18 i gærkvöldi, að varskipið Ægir
skar á vira Ross Kandahar en
hann var sömuleiðis á veiðum
innan fiskveiðimarkanna út af
Langanesi. Var togarinn þar á
togi með aðstoð togarans Zonia
FD 236. Ægirskar á togvirana,er
togaraskipstjórinn sinnti ekki
viðvörunum Ægis.
Samkvæmt upplýsingum
Hafsteins Hafsteinssonar, blaða-
fulltrúa Landhelgisgæzlunnar, er
þetta i þrettánda og fjórtánda
skiptið, sem skorið er á vira
togara.
Víðivangur
Framhald
af bls. 3.
tökuin frá þeim aðstöðuna til
að lifa.
...Og að lokum, hvernig
getum við sagt islendingum,
að þeir hafi engan rétt tii að
færa fiskveiðilögsögu sina út i
50 milur, meðan við erum
önnum kafnir við að helga
okkur rétt til stórra hafsvæða
hundruð milna frá okkar eigin
ströndum i leit að oliu?..”
—TK
Samvinna
Framhald
af bls. 3.
hryggir og gramir yfir afstöðu
Norðurlandanna til tillögu
tslands og fleiri rikja um náttúru-
auðlindir i hafinu á nýafstöðnu
Allsherjarþingi. Afstaða þeirra til
þessa stærsta lifshagsmunamáls
okkar, sem þeim hefur verið gerð
rækileg grein fyrir, er okkur
óskiljanleg”.
„Fosætisráðherra lýsti því
einnig yfir i áramótaræðu sinni,
að það væri skoðun sin, að Islend-
ingar og Bretar ættu að setjast
niður og leysa árgreining sinn um
fiskveiðilandhelgina á þann hátt,
„sem verða má til sóma og gagns
fyrir báðar þjóðirnar”.”
FASTEIGNAVAL
SkólavörBustíg 3A. n. h»B.
Símar 22011 — 19258.
FASTEIGNAKAUPENDUR
Vantl yður fastelgn, þá haflB
samband viö skrifstofu vora.
Fastelgnir af öllum stœrBum
og geröum fullbúnar og í
.emíðum.
FASTEIGNASELJENDUE
Vinsamlegast látiö skrá fast-
eignir yðar hjá okkur.
Áherzla lögð á góða og ör-
ugga þjónustu. Leitið uppl.
um verð og skilmála. Haka-
skiptasamn. oft mögulegir.
önnumst hvers konar aamn-
ingagerð fyrir jríur. *
Jón Arason, hdl.
Málflutningur . faitelgnisala
JÓN loftsson.hr
Hringbraut 121 10 6Ö0
SPÓNAPI.OTUR 8-25 mm
PLASTII. SPÓNAPLÖTUR
12—19 mm
IIARDPLAST
IIÖRPLÖTUR 9-26 mm
IIAMPPLÖTUR 9-20 mm
KIKKI-GARON 16-25 mm
BEYKI-GABON 16-22 mm
KKOSSVIDUK:
llirki 3-6 mm
Beyki 3-6 mm
Fura 1-12 mm
IIARÐTKX meö rakahcldu
limi 1/8” 4x9’
IIAKDVIDUK:
Eik, japönsk. amerfsk,
áströlsk.
Keyki. júgóslavneskt,
danskt.
Teak
Afromosia
Mahognv
Iroko
Palisandcr
Oregon Pine
Kamin
Gullálmur
Abakki
Am. Ilnota
Birki I 1/2-3"
Wenge
SPÖNN:
Eik - Teak - Oregon
Pine - Kura - Gullálmur
Almur - Abakki - Beyki
Askur - Koto - Am.Hnota
Alromosia • Mahogny
Palisander - Wenge.
F YRIKLIGG J ANDl OG
VÆNTANLEGT
Nýjar birgöir teknar heim
vikulega.
VKRZLID ÞAR SEM OR-
VALID ER MEST OG
KJÖRIN BEZT.